Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Side 27
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990. 39 DV T.ífegtfll Heimssýning, ólympíuleikar og menningarhátíð: Spánníbrenni- depli 1992 Lukkudýr ólympíuleikanna 1992, hundurinn Cobi. Heimssýningin í Sevilla, ólympíu- leikarnir í Barcelona og menningar- hátíöin í Madrid eru allt atburðir sem veröa á Spáni og beina munu augum heimsins að þessu suður- evrópska landi árið 1992. Þegar Jóhann Karl Spánarkonung- ur lýsti því yfir að heimssýningin yrði haldin í Seviila sagði hann að öll heimsbyggðin væri velkomin til Spánar, þar stæðu öllum dyrnar opn- ar. Vonaðist hann til að sem flestar þjóðir og menningarhópar kæmu til Ferðir Spánar þetta viðburðarríka ár. Útht er fyrir að konungi verði að ósk sinni, að mestu leyti. Ekkert íslenskt Heimssýningin í Sevilla mun standa frá 20. apríl til 12. október 1992 en þann dag eru fimm hundruð ár síðan Krstófer Kólumbus vann Ameríku. Von er á 80 þjóðum sem taka þátt í heimssýningunni, 20 al- þjóðasamtökum eins og Rauða kross- inum og fleirum, 17 óháðum bæjarfé- lögum og borgríkjum og allt að 15 alþjóðlegum stórfýrirtækjum, þar á meðal IBM, Rank Xerox, Siemens og fleiri. Eins og þegar hefur komið fram hafa íslensk stjómvöld ákveðið að taka ekki þátt í heimssýningunni. Þykir kostnaðurinn við þátttöku of mikill miðað við mögulegan ávinn- ing. Leitað var á náðir annarra Norð- urlandaþjóða um samvinnu við þátt- töku en þær þjóðir era þegar langt komnar með sinn undirbúning og neituðu því erindi íslendinga. Eru deildar meiningar um þátttöku ís- lands í heimssýningunni. Meðan sumir kalla það hreinan aumingja- skap að taka ekki þátt segja aðrir að ekkert fáist úr heimssýningu nema tugmilljóna kostnaður. A heimssýningunni verður tímabil landkönnuða eins konar þema en það hófst með fundum Kólumbusar 1492. Heimssýningarsvæöið verður á Cartuja-eyju þar sem Guadalqiviráin kvíslast. Þar mun Kólumbus hafa skipulagt siglingu sína til Ameríku. Reiknað er með að 18 milljónir gesta muni koma á heimssýninguna. Þar verða ekki aðeins sýnd ýmis afrek mannskepnunnar heldur verða kast- aníettan, sem er frá Andalúsíu, og tambúrínan, sem kemur frá Suður- Ameríku, sem til þessa hafa tengst ímyn,d Andalúsíu órjúfanlegum böndum, endurskoðaðar sem slíkar. Barcelona Ólympíuleikarnir hafa aldrei áður verið haldnir á Spáni. Hefjast leik- arnir 25, júlí og standa til 12. ágúst. Þannig mun straumur gesta hvaðan æva úr heiminum hggja th Seviha og Barcelona 1992 en í ólíkum th- gangi. Hafm er bygging risastórs íþrótta- leikvangs þar sem sæti verða fyrir 60 þúsund áhorfendur. Annar völlur, Saint Jordi, með sætum fyrir 17 þús- und manns, verður byggður eftir teikningum japanska arkitektsins Arata Isazaki. Þar verður „hjarta“ ólympíuleikanna. Verndargripur eða lukkudýr ólympíuleikanna 1992 er skondinn hundur sem heitir Cobi. Menningarsprengja Höfuðborg Spánar, Madrid, verður eftir sem áður höfuðborg skemmtana og uppákoma en sumarið 1992 verður þessi höfuðborg á hásléttum Spánar miðstöð hugsmiða og framfara. Þetta er haft eftir borgarstjóranum, Agust- ín Rodríguez Sahagún, sem bætir við að í Madrid 1992 verði aragrúi hsta- verkasýninga, ljósmyndasýninga, óperusýninga og hljómleika auk ráð- stefna og málfunda ýmissa hugsuða og heimspekinga - sannkölluð menn- ingarsprengja. Auk alls þessa verður arkitektúr og skipulag í borginni sérstaklega kynnt. Þá verður reist hehmikið minnismerki sem verður 92 metrar á hæð og 82 metrar í þvermál, með stjörnum og himintunglum „á sveimi" í kring. Það kallast „Esfera Armhar" og verður einkennistákn Madridborgar. Af öhu þessu má ráða að Spánn verður í brennideph 1992, eins konar höfuðborg heimsbyggðarinnar. London: Nú býðst þeim sem vilja læra ensku í Bretlandi nýr valkostur, enskunám í heimahúsum í London. Það eru samtökin English Home 'I'uition Scheme sem eru með þessa þjónustu og fær hver nemandi einkakennslu hjá þjálfuðum keirn- ara ásamt dvöl á heimíli lians. Ekki eru geröar neinar kröfur um undirstööu i ensku heldur mið- ast kennslan við kunnáttu hvers og eins þegar hann hefur námið, það á þvi að vera sniðið aö þörfum ahra. Verðlð á námskeiðunum er mismunandi en það ræðstaö miklu leyti af því hversu mörgum kennslustundum á viku óskað er eftlr. Lágmark er þó 10 stundir á viku og kostar vikan þá ásamt gist- ingu og upphaldi 350 pund, um 35 þúsund íslenskar krónur. Hægt er aö fá nánari upplýsingar meö því aö skrifa eða hringja til: Nadia Cole English Home Tuition Scheme 21 Dobell Road London SE9 ÍHE S. 081-850 9459. Olympíuleikarnir verða haldnir í Barcelona í júlí og ágúst 1992. Hærra hótelverð í hugum margra er Spánn umfram aht sólarparadis Norður-Evrópubúa og verður það sjálfsagt áfram. En árið 1992 mun Spánn hins vegar öðl- ast nýjar víddir í hugum fjölmargra og lokka enn fleiri gesti th sm en áður hefur þekkst. Þannig hafa 18 mhljónir manna verið nefndar í tengslum við heimssýninguna eina. Er séð fram á að framboð á gistirými verði ekki í takt við fólksstrauminn og spá menn því mjög háu verði fyr- ir hótelgistingu. Er við búist að hærra hótelverð muni hafa einhver áhrif á verð sólarferða th Spánar þetta árið. -hlh Húseign í Stykkishólmi Kauptilboð óskast í áhaldahús Vegagerðar ríkisins að Nesvegi 5, Stykkishólmi, samtals 640 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 3.605.000.00. Húsið verður til sýnis í samráði við Björn Jónsson, rekstrarstjóra Vegagerðar rikisins, Ólafsvík (sími: 93-61460). Tilboðseyðublöð eru afhent á staðnum og á skrifstofu vorri að Borg- artúni 7, Reykjavik. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri á sama stað þann 24. október 1990 kl. 11.00 f.h. þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK 50% meiri kraftur Verð kr. 23.400 Thomas — 10 ár á íslandi Allir varahlutir og þjónusta ASTRA Austurströnd 8 - Sími 61-22-44 - Fax 61-10-90 íThomas IÐNAÐAR- RYKSUGAN sama sían fyrir ryk og vatn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.