Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. Fréttir Hlutafélag um sölu og dreifingu lyfla: Yfirtaki þátt lyfjaheild- sala og apótekara - ríkið eigi meirihluta 1 fyrirtækinu, segir Finnur Ingólfsson Heilbrigðisráðherra fyrirhugar aö stofna hlutafélag um innkaup og dreifmgu lyfja og yfirtaka þar með alla starfsemi lyíjaheildsala og apótekara í landinu. Samkvæmt heimildum DV hefur mikil undir- búningsvinna farið fram í ráðu- neytinu vegna þessa og meðal ann- ars var nýverið skipuð nefnd til að meta hagkvæmni þessa. Meðal þeirra hugmynda, sem eru uppi, mun ríkið eiga meirihluta í hlutafé- laginu en fara með minnihluta at- kvæða. Þegar DV bar stofnun hlutafé- lagsins undir Finn Ingólfsson, að- stoðarmann heilbrigöisráðherra, sagði hann núverandi lyfsölukerfi hafa runniö sitt skeið á enda og því þyrfti að staldra við og ná áttum. „Ef af stofnun hlutafélags verður mun það eigá öll apótekin í landinu. Hagnaður stærstu apóte- kanna yrði þá notaður til aö jafna út tap hinna minni. í raun yrði landið eitt markaðssvæði og eftir sem áður yrði hægt að halda uppi lyfjadreifmgu út um allt land. Með þessu fyrirkomulagi yrði örugglega hægt að ná mikilli hagræðingu í rekstri og lækka tilkostnaðinn við lyfjadreifinguna sem er orðinn allt of mikill. Það er hins vegar spum- ing hversu víða apótek verða starf- rækt, því að hluta til gætu til dæm- is heilsugæslustöövar tekið við þessari þjónustu.“ Finnur segir aö í heilbrigðisráðu- neytinu sé mönnum vel kunnugt um rekstrarörðugleika minnstu apótekanna úti á landi en telur að með stofnun hlutafélagsins muni þetta vandamál veröa úr sögunni. Að sögn Finns hafa engár ákvarð- anir verið teknar í ráðuneytinu um tímabundna aðstoð við litlu apó- tekin en sagðist hafa efasemdir um að afkoma þeirra væri það slæm að þau þyrftu að hætta starfsemi. „Aíkoma apóteka er mjög mismun- andi eftir árum en í heildina séð hafa flest þeirra skilað eigendunum góðri afkomu.“ -kaa Starfsmenn á gjörgæsludeild Borgarspitalans héldu i gær upp á 20 ára afmæli deildarinnar. A myndinni eru Olafur Þ. Jónsson yfirlæknir og Kristín Gunnarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri að skera fyrstu sneiðina af veglegri tertu sem afmælisgestum var boðið upp á. Frá árinu 1970 hafa um 60 þúsund sjúklingar verið vistaðir á deildinni í ýmsum tilgangi, þar af rúmlega 8 þúsund gjörgæslusjúklingar en yfir 51 þúsund til eftirlits eftir skurðaðgerðir. DV-mynd Brynjar Gauti Slæmar söluhorfur á saltsíld: Megnið af síldinni í ár mun fara í gúanó - allt að 75% síldarafla í bræðslu og beitu Þrátt fyrir slæmar söluhorfur á saltsíld á næstunni hafa um 45 bátar hafið veiðar nú í upphafi vertíðar. Alls hafa 85 skip heimild til að veiða 90 þúsund tonn af síld. Einungis 7 til * 8% af síldinni hafa náð 8 ára aldri. Ríflega 90% af síldinni eru 7 ára eöa yngri og er að stærstum hluta undir 300 grömmum. Samkvæmt upplýsingum frá Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna og sjáv- arútvegsdeild Sambandsins munu þau nýta um 27% aflans til frystingar á flökum og heilum fiski. Þess má geta að til að síld sé hæf í frystingu má þyngd hennar ekki vera mikið undir 300 grömmum. AfFóll í fryst- ingu eru rúmlega 30% sem þýðir að til útflutnings fara einungis um 17 þúsund tonn. Hjá Síldarútvegsnefnd fengust þær upplýsingar að einungis sé trygg sala fýrir 6.500 tonn af síld, til Noregs, Finnlands og Danmerkur. í vinnslu saltsíldar eru affóllin mun meiri en í frystingunni eða um 50%. Sé tekið mið af veiddri síld er því eingöngu búið að afla markaða fyrir um 13 þúsund tonn. Samkvæmt þessum upplýsingum virðast einungis vera söluhorfur fyr- ir rúmlega 23 þúsund tonn af frystri eða saltaðari síld. Sé tekið mið af af- fóllum við vinnsluna væri því nægj- anlegt að veiöa minna en helming þess kvóta sem nú hefur verið út- hlutaö. Náist ekki fleiri samningar um sölu á saltsíld og klári síldveiðiskip kvóta sína stefnir allt í að landað verði um 52 þúsund tonnum til bræðslu og beitu, tæplega 60% þess afla sem berst á land. Sé tekið mið af afföllum viö vinnslu stefnir í að allt að 67 þúsund tonn eða um 75% aflans fari í bræðslu. Þess má geta aö við úthlut- un síldveiðileyfa er tekið fram aö skipum sé einungis heimilt að landa 40% afla í bræðslu. Fátt bendir til aö sölumöguleikar íslendinga á erlendum mörkuðum aukist á næstunni. Þannig hefur til dæmis Síldarútvegsnefnd ekki tekist að ná samningum við Sovétríkin um sölu á saltsíld í viðræðum að undan- fómu og virðist allt benda til að þar sé markaðurinn að lokast. Hefur það ekki aukið bjartsýni manna um að það takist þegar fyrir liggur að vegna gjaldeyrisskorts treysta Sovétmenn sér ekki til að standa við gerðan samning um kaup á 5 þúsund tonn- um af saltsíld. Vegna þessara söluerfiðleika á síld hafa margir þeirra aöila sem DV hefur rætt við haft á orði að viturleg- ast væri að draga nú úr veiðunum. Með því að bíða til næsta árs megi vonast til að fá stærri og betri síld. Þess má geta að íslendingar eru ekki einir um hituna á erlendum síldar- mörkuðum því í Norðursjónum era árlega veiddar um 1,5 milljónir tonna af síld, sem að stærstum hluta fer í bræöslu. -kaa Sviptingar í sjöttu einvígisskakinni: Eykur Kasparov forskotið? - á vinningsmöguleika er skákin fór 1 bið Heimsmeistarinn Garrí Kasparov á peði minna er sjötta skákin í heims- meistaraeinvíginu fór í bið í nótt en á virkari og betri stöðu. „Sérfræð- inga“ í New York greindi hins vegar á um hvort hann ætti að vinna taflið eða hvort Karpov gæti haldið jafn- tefli. Ljubojevic spáði jafntefh en stórmeistarinn með langa nafnið, Roman Dzindzihashvili, sagði Kasp- arov eiga unnið tafl. „Ég veðja tíu á móti einum að hann vinnur," sagði Dzindzi, sem vanur er spilasölunum í Las Vegas. Kasparov hugsaði um biðleik sinn í hálfa klukkustund og af látbragði hans að dæma var hann allt annað en ánægður. Mér sýnist hann hafa æma ástæðu til því að í leiknum áður átti hann völ á mun sterkari leið. Spænski skákblaðamaðurinn Leonxto Garcia, sem fylgst hefur grannt með öllum einvígjum þeirra, sagðist halda að Kasparov teldi stöð- una nú jafntefli. Enn hélt Karpov tryggð við spænska leikinn en lét nú Zaitsjév- aíbrigðið liggja milli hluta. Hann fékk mjög frambærilega stöðu en þótti ekki tefla af nægilegri snerpu. Kasparov fómaði óvænt peði í 25. leik og náði með því óþægilegum þrýstingi að stöðu Karpovs. Hvítreita biskup hans réð lögum og lofum á borðinu og heimsmeistarinn reyndi að freista inngöngu í konungsríkið með drottningu og hrók að vopni. Ijóst var að Karpov var á heljarþröm en eftir bráðræði Kasparovs í 41. leik kæmi ekki á óvart þótt vamirnar héldu. Staðan í einvíginu er 3-2 Kasparov í vil en biðskákina tefla þeir áfram í kvöld og nótt. Hvítt: Garri Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rd7 í stað Zaitsjévs-afbrigðisins, 9. - Bb710. d4 He8, eins og Karpov hefur fram að þessu teflt í einvíginu, bryddar hann nú upp á annarri eftir- lætisleiö. 10. d4 Bf6 11. a4 Bb7 Hér er 11. - Hb8 einnig mögulegt en þannig hefur Karpov áður teflt, t.d. gegn Nunn á heimsbikarmótinu í Rotterdam í fyrra. 12. axb5 axb5 13. Hxa8 Dxa8 14. d4 Ra5I? Þetta er vel þekkt en líklega hefur Kasparov frekar búist við 14. - Re7, eins og Karpov lék gegn Tal í Skell- efteá í fyrra. Skák Jón L. Árnason 15. Bc2 Rc4! Lagar stöðu riddarans og líklega nýlunda en leikið var 15. - Be7 í ald- arfjórðungsgamalli skák Tal og Stein. 16. b3 Rcb6 17. Ra3 Ba6 18. Rh2 c6 19. dxc6 Dxc6 20. Bd2 Be7 21. Rg4 Ha8 22. Re3 Rf6 23. Rf5 Bf8 24. Bg5 24. - Rbd7 Framrásin 24. - d5!? virðist mæla með sér sjálf (takið eftir að riddari hvíts á a3 er þá í uppnámi) en með henni myndi taflið opnast og færin verða tvísýn. Karpov kýs að hafa vaðið fyrir neðan sig en gefur Ka- sparov kost á athyglisverðri peðs- fóm. 25. c4!? bxc4 26. bxc4 Bxc4 27. Rxc4 Dxc4 28. Bb3 Dc3 Til að svara 29. He3 með 29. - Dal en 28. - Db4!? kemur ekki síður til greina. 29. Kh2 h6 30. Bxffi Rxf6 31. He3 Dc7?! Enn virðist 31. - Db4, með þrýstingi á kóngspeðið, gefa meiri möguleika. Karpov leggst í vöm og nú tekst Kasparov, með snoturri tilfærslu, að ná yfirráðum. 32. HÍ3 Kh7 33. Re3! De7 34. Rd5 Rxd5 35. Bxd5 Ha7 36. Db3! Eftir 36. Hxf7 gefur svartur drottn- inguna og ætti að halda jöfnu. 36. - f6 37. Db8 g6 38. Hc3 h5 39. g4! Kh6 40. gxh5 gxh5 41. Hc8? í stað þess aö setja skákina í bið leikur Kasparov 41. leikinn á borð- inu. Hér virðist 41. Dc8! mun sterk- ara. Eftir 41. - Kh6 42. Hg3 Kg7 43. Dg4 De8 44. Be6 og næst 45. Bf5, þvingar hvítur fram g6-g5 og leikur þá h3-h4 með sterkri sókn. 41. - Bg7 8 I s A 6 i Á 5 4 A 3 2 A A 1 ABCDEFGH Biðstaðan og eins og fyrr sagði velti Kasparov (hvítt) vöngum yfir bið- leiknum í hálfa klukkustund. Var hann að rekja vinningsleið eða að hugsa um glötuð tækifæri? -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.