Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVIK Rannveigu Tryggvadóttur í öruggt sæti Kosningaskrifstofan er í Aöaistræti 4 (gengið inn frá Fischersundi). Símar 11041 og 25757. Opið frá kl. 16-19. Lítið inn - könnunni. kaffi á Utlönd Kosningamar í Pakistan: Benazir Bhutto stórtapar Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð verður haldið á neðangreindu lausafé miðvikudaginn 31. október 1990 kl. 14.00 við lögreglustöðina, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, að kröfu ýmissa lögmanna, innheimtumanns ríkissjóðs og Innheimtustofn- unar sveitarfélaga. Selt verður: ~ Bifreiðarnar L-918, L-96, N-139, L-2651, R-46094, B-1614, L-2471, L-2662, L-1434 og L-556. Dráttarvélarnar Ld-1883, Ld-3034, Ld-1569, Ld-816, Ld-998, Ld-1296, Ld-1482. Sjónvarp, sláttuþyrla Nyhmeyher, rakstrarvél Vicon, ámoksturstæki, sláttuþyrla Pz-Cm16, Hagendor kartöflu- upptökuvél, plötusög Camro og vélhnífur Zockhem Wila. Sýslumaður Rangárvallasýslu GÁMUR ER GÓÐ GEYMSLA Leigjum og seljum i gáma af ýmsum |stæröum og geröum HAFNARBAKKI Suðurbakka, Hafnarfjaröarhöfn Sími 652733/652753 Múhameðska lýðræðisbandalagið, samtök andstæðinga Benazirs Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pa- kistans, höfðu hlotið nær helming atkvæða þegar búið var að telja þrjá fjórðu hluta atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær. Hafði bandalag- ið hlotið tvöfalt fleiri atkvæði en flokkur Bhuttos, Þjóðarflokkurinn, og bandalagsflokkar hans. Úrshtin eru sögð mikill persónu- legur ósigur fyrir Bhutto sem sakar yfirvöld um stórfellt kosningasvindl og heitir því að berjast áfram. Bhutto var rekin frá völdum í ágúst síðast- hðnum og hefur hún og maður henn- ar, sem nú situr í fangelsi, verið ákærð fyrir spihingu. Bhutto sakaði útsendara bráða- birgðastjómar Ghulams Mustafa Jatoi forsætisráðherra um að hafa stohð fjölda kjörkassa. í þeirra staö hefðu verið settir kassar fuhir af at- kvæðum með Múhameðska lýðræð- ishandalaginu. Fréttaritarar, sem heimsóttu kjörstaði víðs vegar um Pakistan, greina frá kvörtunum um að aht hafi ekki farið fram sam- kvæmt reglum en þá sérstaklega í sambandi við atkvæðagreiðslu kvenna. Alþjóðleg eftirhtsnefnd mun senda frá sér skýrslu um framkvæmd kosninganna á föstudaginn. Reuter Benazir Bhutto á kjörstað í gær. Símamynd Reuter Pakistan: Of lugur jarðskjálfti Öflugur jarðskjálfti gekk yfir norð- mældist 6,6 á Richterskvarða. í fjallahéraði við landamæri Pakist- urhluta Pakistan í morgun með þeim afleiðingum að byggingar hrundu. Ekki hefur verið greint frá dauðs- föhum af völdum skjálftans sem AUKABLAÐ BÍLAR OG UMFERÐ Miðvikudaginn 31. október nk. mun aukablað um bíla og umferð fylgja DV. í blaðinu verður Qallað um dekk og vetrarakstur, ljósabúnað og ýmislegt annað sem tengist bílum og umferð. Einnig verð- ur sagt í máli og myndum frá þvi nýjasta sem fram kom á alþjóðlegu bílasýningunni í París í byijun október. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV hið fýrsta í síma 27022. Vinsamlega athugið að skilafirestur auglýsinga er fyrir fimmtudaginn 25. október. Ath.I Telefaxnúmer okkar er 27079. Auglýsingadeild Snemma í morgun var hins vegar vitað um yfir sextíu slasaða. Upptök skjálftans, sem stóð yfir í tuttugu sekúndur, eru sögð vera í um tvö hundruð og fimmtíu kíló- metra fjarlægð norður af Peshawar ans og Afganistans. Jarðskjálftar eru tíðir á þessu svæði og verða skemmdir af völdum þeirra oft miklar. Reuter Sovétmenn sprengja á Novaya Zemlya Sovétmenn hafa sprengt kjam- orkusprengju neðanjarðar á íshafs- eyjunum Novaya Zemlya þrátt fyrir mótmæh víða um heim við kjarorku- thraunum þar. Norska stjómin hefur mótmælt sprengingunni harðlega. Sovétmenn höfðu ekki gert tilraunir með kjarorkuvopn á eyjunum í eitt ár þar tíl í gær. Tass fréttastofan sagði að tilraunin nú hefði verið gerð til að sanna hversu öruggar nýjustu kjarorku- sprengjur Sovétmanna væru orðar. Sovétmenn hafa á undanförum árum einnig gert thraunir með kjamorku- vopn í Mið-Asíu. Norðmenn ætla að leita til heima- manna á Kolaskaga í von um að þeir þrýsti á stjórnina í Mosvku og fái hana th að hætta thraunum með kjarorkuvopn á norðurslóðum. Reuter Sovétmenn vilja leysa NATO upp Háttsettur sovéskur herforingi hefur lagt til að Atlantshafsbanda- lagið verði leyst upp, enda verði Var- sjárbandalagið hætt að gegna hlut- verki sínu og engin þörf fyrir hernað- arbandalög lengur. Þaö var Mikail Moiseyev, forseti sovéska herráösins, sem kom með þessa tillögu í heimsókn í höfuð- stöðvar NATO í Brússel í gær. Hann benti á að Sovétmenn væru nú að flytja bróöurpartinn af herafla sínum heim frá Austur-Evrópu. „Við verðum að leggja bæði hem- aðarbandalögin niður. Það er óhjá- kvæmileg afleiðing af hinni nýju stöðu í Evrópu,“ sagði Moiseyev. „Til hvers að halda í Atlantshafsbanda- lagið þegar andstæðingur þess er hættur að ógna því?“ Moiseyev á að ávarpa herráð Atl- antshafsbandalagsins á fundi þess í Brussel. Það er í fyrsta sinn sem Sovétmaður situr þar fund, hvað þá að hann haldi þar ræðu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.