Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. DV Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Hörð barátta um sjötta til tíunda sæti listans - Qögur efstu sætin virðast vera frátekin ~ Frá fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Sautján manns reyna nú að komast í þingflokkinn sem fulltrúar Reykja- vikur. Fyrir liggur að ekki hafa allir erindi sem erfiði. Sjálfstæöismenn í Reykjavík velja frambjóðendur á lista flokksins, fyrir alþingiskosningamar, í prófkjöri sem fram fer á morgun og á laugar- dag. Sautján manns gefa kost á sér í prófkjörinu. Af viðtölum við marga sjálfstæðismenn í Reykjavík hefur komið fram að að mikil spenna er um nokkur sæti listans. Davíð Oddsson borgarstjóri virðist vera öruggur um að fá góða kosningu í fyrsta sæti listans og ná því sæti af Friðriki Sophussyni. Friðrik þarf væntanlega ekki aö þola mikið fall. Hann er líklegastur til að verða í öðm sæti. Birgir ísleifur Gunnars- son er nokkuð öruggur um þriðja sætið. Allir þeir sem DV ræddi við vom sannfærðir um að þessir þrír yrðu í þremur efstu sætum fram- boðslistans og að enginn frambjóð- andi gæti ógnað þeim. Geir Haarde var oftast nefndur sem næsti maður á eftir þremenningun- um. Hjá viðmælendum DV kom fram að Geir þyrfti ekkert að óttast. Hann yrði í ömggu þingsæti. Hinum al- þingismönnunum, Eyjólfi Konráö Jónssyni, Guðmundi H. Garöarssyni og Inga Bimi Albertssyni, var ekki spáð jafnöraggri kosningu. Konuslagur og Björn Tvær konur munu berjast um fimmta sæti listans. Sólveig Péturs- dóttir er talin hafa forskot á Þuríði Pálsdóttur. Þó er líklegt að allt geti gerst í baráttunni milli þeirra og erf- itt er að sjá hvor hefur betur. Sólveig er þó líklegri til að ná fimmta sæt- inu. Þó getnr farið svo að Björn Bjarnason komist upp fyrir Sólveigu eða Þuriði og hreppi fimmta sætið. Ef Bjöm fær ekki fimmta sætið verð- ur hann í því sjötta. Líklegast verður að telja að Sólveig verði í fimmta sæti og Björn því í sjötta sæti listans. Alþingismennirnir Alþingismennirnir Ingi Björn Al- bertsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Guðmundur H. Garðarsson era ekki öruggir um næstu sæti. Við- mælendur DV voru á því að Ingi Bjöm stæði best að vígi af þeim þremur. Hann er sagður hafa mikið fylgi meðal íþróttamanna. Erfitt er að spá í hversu mikil áhrif íþrótta- mennimir hafa á niðurstöður í próf- kjörinu. Flestir þeir sem DV ræddi við sögðu Inga Bjöm verða ofar á list- anum en Eyjólf Konráð og Guðmund H. Garðarsson. Reyndar vora menn ekki bjartsýnir fyrir hönd Guðmund- ar og töldu líklegt að hann missti Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson þingsætið. Ingi Björn er líklegur til að verða í sjöunda til áttunda sæti. Ef Sólveig Pétursdóttir verður í fimmta eða sjötta sæti nær Þuríður sjöunda eða áttunda sæti. Skiptar skoöanir era um Eyjólf Konráð en ljóst er að hann er hvergi öraggur. Eyjólfur Konráð berst fyrir níunda sætinu og er alls ekki öruggur þar. Þess ber að geta að einn viðmælandinn, sem sagðist ekki vera sérstakur stuðningsmaður Eykons, sagði að hann væri öruggur um að halda þingsæti. Ungu mennirnir þrír Guðmundur Magnússon, Hreinn Loftsson og Ólafur ísleifsson heyja baráttu sín á milli um hver þeirra verður ungi maðurinn í baráttunni og keppi um níunda til tíunda sæti við Eyjólf Konráð. Guðmundur og Hreinn sækja mikið af fylgi sínu til ungliðahreyfingarinnar. En unga fólkið skiptist í tvær fylkingar. Ólaf- ur rær ekki á örugg mið þar. Sennilegast er að Guðmundur sé sterkastur þeirra þriggja. Þó Ólafur hafi minna fylgi ungliðanna en hinir tveir er hugsanlegt aö svo geti farið að hann njóti harðrar baráttu Hreins og Guðmundar og verði ofan á. Þó verður að segja að Ólafur er ólíkleg- astur þeirra þriggja til að verða í tí- unda sæti. Sá þremenninganna sem kemur sterkastur út úr prófkjörinu verður í níunda til tíunda sæti listans. Við- mælendur DV áttu erfitt 'með að segja til um gengi Guðmundar Hall- varðssonar. Sumir era á því að hann njóti þess að koma úr verkalýðs- hreyfingunni meðan aðrir töldu það ekki nægja honum til að blanda sér í baráttuna um þingsætin. Aðrir frambjóðendur Aðrir frambjóðendur eru Lára Margrét Ragnarsdóttir, Kristján Magnússon og Rannveig Tryggva- dóttir. Þau vora sjaldan nefnd í sam- tölum DV við sjálfstæðismenn. Af því má draga þá ályktun að þau þrjú eigi mest á brattann að sækja. Sjálfstæðismenn hafa nú sex þing- menn af átján í Reykjavík. Eflaust bætir flokkurinn við sig þingsætum í Reykjavík. Það er ómögulegt að spá um hversu marga þingmenn flokk- urinn fær í kosningunum. Aðeins flokksbundnir sjálfstæöis- menn mega kjósa í prófkjörinu. Hægt er að ganga í flokkinn fram á síðustu stund. Spá sérfræðinga Spá sérfræðinga DV um tiu efstu sætin er þessi: Davíð verður í fyrsta sæti, Friðrik í öðra, Birgir ísleifur í þriðja. Geir, Sólveig og Björn verða í fjórða til sjötta sæti. Ingi Bjöm, Þuríður og Eykon verða í sjöunda til í níunda sæti og Guðmundur Magn- ússon í tíunda. Þetta er allt gert með fyrirvara þar sem búist er við spenn- andi talningu að loknu prófkjöri. I dag mælir Dagfari Rússar lama síldarsöltun Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Þetta era orð að sönnu. Meðan gömlu kommamir ríktu í Kreml . gátum við treyst því að þeir keyptu af okkur alls konar vaming sem erfitt var að pranga inn á aðra. Raunar launuðu Kremlveijar okk- ur í sömu mynt og seldu hingað Mosk»itsbíla og ýmislegt annað sem ekki þótti boðlegur vamingur í löndum vestan tjalds. Við gátum losnaö við kynstrin öll af fiski aust- ur í Rússíá og það tegundir sem aðrar þjóðir vildu helst ekki líta við. Og við framleiddum ókjör af teppum, treflum og dúkum sem Rússamir gleyptu við. En nú er kominn köttur í ból bjamar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. AUt frá því að Gorbatsjov komst til valda hefur stefnt í öfuga átt í viðskiptum okkar við Sovétmenn. Þeir era ekki eins ginnkeyptir fyrir peysum frá okkur og vettlingum með þeim afleiöingum aö ullariðn- aður SÍS fór á hausinn og eins fór fyrir Álafossi. Þá var þessu slegið saman í eitt öflugt fallítt fyrirtæki sem síðan hefur tapað geysilega jafnt og þétt eins og við mátti bú- ast. Eftirspum á Vesturlöndum eft- ir ullarbrókum og jökkum er í lág- marki og þá sérstaklega ef fram- leiðslan er frá íslandi því hún þyk- ir fremur kauðsleg. En Rússar vora ekki á neinu tískuflippi og þáðu Gefjunarteppin og Álafossdúkana með glöðu geði gegn því að við keyptum af þeim olíu, Moskvits og vodka. Þá mátti alltaf treysta því að ef það veiddist síld var hægt að koma meginhluta aflans á markaö í Sovét. Þurfti lítiö fyrir verkun að hafa. Nóg að fleygja sfldinni í tunn- ur og strá salti með. Við vorum búnir aö koma okkur út af öðram sfidarmörkuðum vegna heimtu- frekju um verð og illrar meðferðar á vöranni. íslandsbersi sat vetur- langt í Kaupmannahöfn að reyna að selja Svíum 40 þúsimd tunnur en þegar þeir greiddu ekki uppsett verð varð ekkert úr viðskiptum og öllum tunnunum sökkt í Eyrarsjó að lokum að því er sagt er í Guðs- gjafaþulu. Ofi gekk seint aö semja við Kremlara um verð á íslands- síldinni. Fjölmennar sendinefndir vora sendar til Moskvu og þar höfðu þær síöan aösetur vikum og mánuðum saman meðan þingaö var við heimamenn um verð. Þetta þótti þó umsvifaminna en að eyða tíma og orku í leit að nýjum mörk- uðum fyrir saltsíld, enda var hún Rússum nauðsynleg með vodkanu. Eftir að við drápum eiginlega aUa síldina dró að sjálfsögðu úr þeim viðskiptum við Moskvu. En- nú, þegar veiðar hafa verið að aukast á ný, skipti markaðurinn þar miklu máli á nýjan leik. Nú átti til dæmis að salta í 50 þúsund tunnur á Rúss- land og sölunefndin var bytjuð að pakka niöur í því augnamiði að seljast að á góöu hóteli 1 Moskvu fram að jólum að minnsta kosti. Þá senda Rússar bara skeyti og segjast ekki eiga neinn gjaldeyri fyrir þessari síld né öðram fiski til viðbótar þvi sem þeir vora búnir að kaupa. Garbatsjov er greinilega að koma landinu á hausinn eftir að hann tók upp þessa ftjálsræðis- stefnu. Og nú verður þetta til þess að setja sfldarútgerð og sfldarsalt- endur á íslandi á hausinn líka. Þetta era afleiðingamar af hinni svokölluðu umbótastefnu. Meðan Stalín lifði, Krústjov, Brésnev og Androprov var ekki verið að mæla alls konar vitleysu upp í Rússun- um. En svo kom Gorbatsjov og þá er ekki að sökum að spyija. Fijáls- ræði er boðaö og markaðslögmál eiga að gilda í viðskiptum. En þetta kemur sér bölvanlega fyrir okkur, sérstaklega út af sfldinni. Hér má enginn selja saltsíld úr landi nema sfldarútvegsnefnd og hún hefur selt sfldina ríkisstofnun í Kreml. Það er þokkalegur fjári ef við eigum að fara að selja síldina á fijálsum markaði út af samkeppnisæði Gor- batsjovs. Það verður tafarlaust að koma viti fyrir kallinn. Senda Vig- dísi forseta í austurveg, gera loft- ferðasamning við Rússana og bjóða þeim ráðgjöf við uppbyggingu á fiskeldi og loðdýrarækt. Þeir geta ekki neytt upp á okkur frelsi í við- skiptum svona fyrirvaralaust og lamaö þar með síldveiði, verkun og sölu í heilu landshlutunum hér. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.