Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 12
12 Spumingin FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. Hefurðu lent í umferðaróhappi? Ólafur Patrick Ólafsson líffræðinemi: Ekki svo ég muni. Valdimar Gunnar Sigurðsson nemi: Einu sinni í frekar smávægilegu óhappi. Rannveig Kristinsdóttir nemi: Já, ég var farþegi í bíl sem lenti aftan á annan. Kristín Víðisdóttir húsmóðir: Það var einu sinni ekið á minn bíl. Engin slys urðu á fólki og bíllinn skemmdist bt- ið. Þórður Magnússon ncmi: Ég keyrði einu sinni út af en enginn slaðaðist. Leifur Jónsson læknir: Það var eigin- lega mjög óvenjulegt óhapp. Reið- maður missti stjóm á hesti sem fæld- ist og bakkaöi inn í hbðina á bílnum. Hvorki fólk né hestur slasaðist en bílbnn skemmdist aðeins. Lesendur Dagvistun eða geymslustaður? Anna Baldursdóttir, húsmóðir og nemi í KHI, skrifar: Um þessar mundir eru menn ekki á eitt sáttír hvort dagvistunarstofn- anir skub heyra undir mennta- málaráðuneytið eins og verið hefur eða félagsmálaráðuneytið. Ég vb endilega leggja orð í belg þar sem ég er móðir, á barn á dagvistunar- stofnun og hef velt þessum málum hebmikiö fyrir mér. Það sem varð mér hvatnig til þess að skrifa þessa grein og koma skoð- un minni á framfæri voru orð Sig- rúnar M. Proppé í formála hennar í fylgirití sýningarinnar „Böm hafa hundrað mál...“ sem haldin var á Kjarvalsstöðum 14.-29. maí 1988 og vakti mikla athygb. - Þar segir hún: „Von mín er jafnframt sú að boðskapur sýningarinnar verði vakning og vitundaraukning ráða- manna sem hafa í hendi sér for- sendurnar fyrir skapandi uppeldi og kennslu bama.“ - Á þessari sýningu vora verk 3-6 ára barna frá dagvistunarheimU- um í borginni Reggio Emilia á Norður-Ítalíu. Ef við skoðum það sem fram fer á dagvistunarstofnunum þá sjá kannski sumir eingöngu fyrir sér félagslegan geymslustað en í mín- um augum og margra annarra þá er starfið sem þar fer fram í flestu líkara skóla. Fyrir utan það að ekki er kennd þar námsskrá samkvæmt aðalnámsskrá grunnskóla þá er margt sameiginlegt. - Bömin læra að hafa eðlUeg samskipti við aðra, „Forskóli eða leikskóli ættu þessar stofnanir að heita því það eru þær með réttu,“ segir hér í bréfinu m.a. leika sér saman, tUlitssemi, eftir- tekt, að hlusta, stundvísi, bstsköp- un, margt um almenn störf, þau fara á vettvang, læra um dýr, af- urðir og svo mætti lengi telja. - Þau læra stöðugt eitthvað nýtt á hverj- um degi. Þetta er uppbyggjandi starf og það emm við/þær/þeir, sem stönd- um að baki þessari menntun, sem ráðum heilmiklu um framtíð bamsins. Fyrstu árin eru jú ein þau mikilvægustu á þroskaferb ein- stakbngsins en flestir vita aö fé- lagsmótunin á sér stað frá blautu barnsbeini. Liggur því ekki beinast við að dagvistunarstofnanir heyri undir menntamálaráðuneytið því dagvistun eru þessar stofnanir ekki eingöngu. Forskób eða leikskóh ættu þessar stofnanir að heita því það eru þær með réttu. - Ekki það aö eitt ráðuneyti sé öðru betra held- ur ber að skilja mikilvægi þess að dagvistunarstofnanir sinna hlut- verki skóla öðru fremur. Mér finnst að þeir ráðamenn sem flaba ufti þessi mál ættu að athuga vbja þeirra sem þessi mál skipta öbu máli, og ekki taka ákvarðanir án samráðs við þá. - Þá á ég við foreldra og ekki síst fóstrur/fóstra og starfsmenn dagvistunarstofn- ana. Yfirlýsing vegna lesendabréfs: Lýsi stuðningi við Inga Björn Kolbrún Jónsdóttir varaþingmaður skrifar: Vegna lesendabréfs í DV mánudag- inn 22. okt. sl. undir fyrirsögninni „Flokkurinn er löngu sameinaður," vb ég taka fram að ég á engan þátt í því lesendabréfi þótt svo vilji til að einhver með sama nafni og ég hafi skrifað lesendabréfið. Ég lýsi af hebum hug stuðningi við Inga Björn Albertsson og hvet sjálf- stæðismenn í Reykjavík tb að veita honum gott brautargengi í komandi prófkjöri. - Með þökk fyrir birting- una. Kolbrún Jónsdóttir sem tekur þátt í prófkjöri sjálfstæöismanna í Reykja- nesi. Ingi Björn Albertsson alþm. og tekur þátt í prófkjöri sjálfstæöismanna í Reykjavík. Ellilífeyririnn og eldra fólkiö: Ólaf ur tók upp hanskann Birgir Guðmundsson skrifar: Nú ætlar ríkisstjómin að lækka ebbífeyrinn eða feba niður ef maður hefur lagt í lífeyrissjóð. Elldífeyrir- inn frá Tryggingastofnun er svo sem engin óskapa upphæð en samt mun- ar um þetta. Ég hélt raunar að ekki væri hægt að svipta mann réttindum tb þessara bóta þótt maður hefði greitt í lífeyrissjóð og fái ebibfeyri þaðan. - Það era vinstri flokkamir sem standa að því aö svipta bfeyris- þega rétti sínum. Mér þótti þess vegna vænt um að það skyldi vera einn af þessum yngri sjábstæðismönnum, sem nú em að feta sig áfram í póbtík, sem tók upp hanskann fyrir eldra fólkið. Það var Ólafur íslebsson, sem það gerði í DV sl. fostudag í grein sem hét „Góðverk á kostnað gamla fólksins". Ég vona aö Ólafi vegni vel í stjóm- málunum því ef menn eins og hann snúast nógu fljótt tb vamar verður þessari vitleysu með lífeyrinn kannski afstýrt. Valdataf I sjálf stæðismanna í Reykjavík Jóhann Páll Símonarson sjómaður skrifar: Heyrst hefur um valdatafl og mik- inn skjábta vegna prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. - Að uppi séu hugmyndir um að formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Guð- mundur Hallvarðsson, verði hafður úti í kuldanum. Sé þetta staðreynd er ég hræddur um að sjómannsfylgið verði ekki tíl staðar í næstu alþingiskosningum. - Ef þetta rætist gæti komið til klofn- ings og þingsæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík yrðu aðeins 5. Nú er lag, Þuríður! Guðmundur Hannesson rekstr- arhagfr. skrifar: Þær frænkurnar, Þuríður Páls- dóttír og Þuríður formaður, eiga margt sammerkt. Þuríður for- maður hafði kjark og dug til þess að stunda útræði þegar slíkt var aðeins tabð á færi fullhraustra karlmanna. Þuríður formaður sýndi körlum og konum sinnar tíðar að allir sem vilja og geta eiga að takast á við verkefni þjóð- félagsins. Þuríður nafna hennar Pálsdótt- ir hefur aldrei vikist undan því að takast á við ný og óhefðbundin verkefni. Verkefni sem aörir skbja ekki eða sneiða hjá vegna þess að þau snerta fólk sem ekki ber sorgir sínar eða sársauka á torg. - Þuríður Pálsdóttir hefur sýnt það og sannað að hún hefur ótvíræða hæfileika tb þess að taka á málum, fylgja þeim eftír og ljúka þeim. Nú er lag. - Þuríður býður sig fram í prófkjör sjálfstæðismanna. Tryggjum Þuriði ömggt sætí á bsta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þuríður er frambjóð- andi sem fólkið skbur. - Þuríður er frambjóðandi sem skbur fóbtíð. Þuríður Pálsdóttir, í framboöi í prófköri sjálfstæðismanna. - „Frambjóðandi sem skilur fólk- ið,“ segir bréfritari m.a.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.