Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 9
mi aaaöTjjo æ auDAauTMMH FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. 8 9 Utlönd Palestínumanni meinaö að koma til Jerúsalem I gær. Símamynd Reuter Öryggisráð SÞ: Ályktun gegn ísrael Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gær frá sér áiyktun gegn ísra- el fyrir að neita að taka á móti sendi- nefnd Sameinuðu þjóðanna sem rannsaka á blóðbaðið á Musteris- hæðinni í Jerúsalem 8. október síð- astliðinn. Bandaríkin greiddu at- kvæði með ályktuninni og er þetta í annað sinn á tólf dögum sem þau taka þátt í gagnrýni á ísraelsk yfir- völd. Fastafulltrúarnir hjá Öryggisráð- inu tóku ekki þátt í umræðunum á fundi Öryggisráðsins. Nokkrir ræðu- menn hvöttu til þess að ísraelar yrðu beittir refsiaðgerðum til þess að þvinga þá til að hlíta ályktunum ráðsins. Fyrir fund þess hafði Bush Banda- ríkjaforseti sent Shamir, forsætis- ráðherra ísraels, bréf og hvatt hann til samvinnu við rannsóknamefnd Sameinuðu þjóðanna. ísraelar meinuðu í gær Palestínu- mönnum að fara frá herteknu svæð- unum. Moshe Arens varnarmálaráð- herra sagði að tilgangurinn væri að auðvelda yfirvöldum eftirlit með þeim verkamönnum sem sagðir eru standa á bak við undanfarnar árásir gegn ísraelum. Þrír Ísraelar hafa verið myrtir þessa viku og sjö særðir í hefndarskyni fyrir morðin á tutt- ugu og einum Palestínumanni í Jerú- salem. ísraeli hefur einnig skotið til bana Palestínumann í átökunum þessa viku. Arens vísaði því á bug að landa- mærin væm í raun orðin þau sömu og kölluö vom „græna línan“ I9g7. Rabin, fyrrum varnarmálaráðherra, sagði hins vegar í gær að lokun her- teknu svæðanna sýndi að „græna línan“væritilstaðar. Reuter Ákveðið að ef na til kosninga á Indlandi Minnihlutastjórnin á Indlandi mun boða til nýrra kosninga óháð því hver úrslit atkvæðagreiðslu á þingi um traust á stjóminni verður. Það var upplýsingaráöherra Ind- lands, Upendra, sem tilkynnti þetta í morgun. Hann neitaði hins vegar að segja nákvæmlega til um hvenær kosningarnar yrðu haldnar. Háttsettir félagar í Janata Dal flokknum, flokki Singhs forsætisráö- herra, segja að flokkurinn vilji að þing verði rofiö eins fljótt og mögu- legt er að lokinni atkvæðagreiðsl- unni 7. nóvember næstkomandi. Singh er sagður vilja kosningar inn- an fimm vikna frá þingrofi eða í lok desember. Forseti Indlands, Venkataraman, mun formlega ákveða kosningadag- inn en hann er sagður vilja fresta kosningum þar til trúarbragöadeil- urnar hafa hjaðnað. Þjóðernisflokkur hindúa sneri baki við Janata Dal flokknum eftir að leiö- togi flokksins, Advani, hafði verið handtekinn. Hann beitti sér fyrir byggingu musteris á stað þar sem moska múhameðstrúarmanna hefur staðið öldum saman. í gær voru að minnsta kosti fjöru- tíu manns drepnir í átökum milh hindúa og múhameðstrúarmanna og þegar lögregla hóf skothríö til að bæla niður óeirðirnar. Hindúar höfðu boðað verkfall til að mótmæla handtöku Advanis. Reuter Persaflóadeilan: Sovéskur sendimaður í nýja friðarför Sovéski sendimaðurinn Primakov er nú farinn í nýja og óvænta friðar- for til Miðaústurlanda. Primakov átti fyrr í þessum mánuði viðræður við Saddam Hussein íraksforseta og lýsti yfir bjartsýni sinni að þeim loknum. Saddam ítrekaöi hins vegar í gær afstööu sína í Persaflóadeilunni og sagði í viðtali við fréttamennrfrá Als- ír að lausn hennar tengdist lausn deilu ísraela og Palestínumanria. Óbreyttir borgarar í írak eru sagð- ir farnir að velta fyrir sér tilgangin- um með innrásinni í Kúvæt nú þegar þeir eru farnir að finna fyrir við- skiptaþvingununum. „Þetta þurfum að sætta okkur við fyrir að ráðast inn í Kúvæt,“ sagði viðskiptavinur á bensínstöð þegar hann fyllti bílinn sinn með 30 lítra vikuskammti af bensíni. „Hvemig skyldi það verða þegar við ráðumst inn í ísrael? “ bætti hann við. írakar tóku að skammta bensín í þessari viku. Gagnrýnisraddirnar eru þó ekki háværar og sagt er að svo virð- ist sem þær ógni á engan hátt íraks- forseta. Háttsettir íraskir embættismenn viðurkenna nú að viðskiptaþvingan- irnar gegn írak muni hafa áhrif alls staðar í þjóðfélaginu. Hins vegar muni þeir ekki láta undan neinum þrýstingi. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í yfir 30 dollara á tunnuna í gær í kjöl- far upplýsinga um minnkandi olíu- birgðir í Bandaríkunum og vegna ummæla bandarískra stjórnmála- manna um aukna hættu á stríði. Verðið í gær fór í 30,05 dollara en var komið niður í 28,31 dollara þegar við- skiptum lauk í London á þriðjudag- inn. Reuter og TT Prófkjör sj álfstæðismanna í Reykjavík DAGANA 26. OG 27. OKTÓBER 1990 Prófkjörib hefst á morgun, föstudag, og er kjörstaður þann dag í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Laugardag verða kjörstaðir 5 talsins. Kjósið í því hverfi sem þér hafið nú búsetu í Ef þér hafið flutt til Reykjavíkur eftir 1. desember 1989 og ætlið að gerast flokksbundinn, þurfið þér að framvísa vottorði frá Hagstofunni sem staðfcstingu á lögheimili í Reykjavfx. lyörstaðir verða opnir sem hér segin Föstudaginn 26. október frá kl. 13:00 -22:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1 -öll kjörhverfin saman. Laugardaginn 27. október frá kl. 09:00 - 22:00 á 5 kjörstöðum í 6 kjörhverfum. Atkvæðisrétt eiga: Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík þann 25. apríl 1991 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Rcykjavík fyrir lok kjörfundar. . Hvernig á að kjósa ? Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og fiest 12. Skal það gert með þvf að setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, talan . 2 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi annað sæti framboðslistans o.s.frv. 1. Kjörhverfi: Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjarhverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Oll byggð vestan Snorrabrautar og einnig byggð vestan Rauðarárstígs að Miklubraut. Kjörstaður: Hótel Saga (Nýja álman), 2. hæð, C-salur - Gengið inn um austurdyr. 2. Kjörhverfi: Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi og Langholtshverfi, öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suðurlandsbrautar. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. (Vestursalur, 1. hæð). 3. Kjörhverfi: Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaöa- og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suðurlandsbraut í norður. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. (Austursalur 1. hæð). 4. Kjörhverfi: Axbæjar-og Seláshverfi og Ártúnsholt. Kjörstaður: Hraunbær 102B (Suðurhlið). 5. Kjörhverfi: Breiðholtshverfin - öll byggð í Breiðholti. Kjörstaður: Menningarmiðstöðin við Gerðuberg. 6. Kjörhverfi: Grafarvogur - öll byggð í Grafarvogi. Kjörstaður: Verslunarmiðstöð að Hverafold 1 - 3. ENGINN SÉR, ÞÚ EINN VEIST! Apollo whisper front: Nær. þínu eigin há-ri kemstu ekki. Heimsins stærstu framleiðendur varan- legs hárs telja sig nú hafa fundið enn betri lausn. Lausn sem er svo eðlileg að þú sem átt að njóta hennar hefur það á tilfinningunni að þú hafir fengið aftur þitt eigið hár. Fulltrúi frá framleiðanda verður hér hjá okkur dag- ' ana 27. og 28. okt. til að kynna nánar Appollo \| hár. Við bjóðum upp á þjónustu án nokkurra skuld- , bindinga. Vinsamlegast pantið tíma. 'RAKARA- 0G HARGREIÐSLUSTOFAN GRf]lFL\i\T HRINGBRAUT 119 S 22077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.