Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. 35 Starfsemi íslensku óperunriar ógnað: Meiming Ef ekki fæst lausn á fjárhagsvand- anum verður engin sýning í vetur - segir Garðar Cortes framkvæmdastjóri „Viö höfum loforð frá mennta- málaráðherra um 20-25 milljóna króna fjárveitingu í vetur, en það er því miður ekki nóg. Ef við færum á stað með þá fjárveitingu þá myndum við lenda í sama skuldahalanum og við höfum orðið að búa við undanfar- in ár og maður er í raun búinn að fá nóg af að starfa við slík skilyrði sagði Garðar Cortes framkvæmda- stjóri íslensku óperunnar þegar hann var spurður að því hvemig staða íslensku óperunnar væri í dag. „Við þurfum 15 milljónir í viðbót til að geta farið út í næsta stórverk- efni sem er óperan Ludcia di Lammeoore eftir Donozetti, en tíminn er að renna frá okkur og við þurfum að fá svar sem fyrst. Ég treysti því að Svavar Gestsson, menntamálaráðherra standi við þau orð sín að það komi aldrei til að ís- lenska óperan verði að leggja starf- semi sína niður.“ Nú um helgina verður haldin hátíð á Hótel íslandi til styrktar íslensku óperunni. Þar mun kór og einsöngv- arar íslensku óperunnar syngja valda kafla úr verkefnaskrá óper- unnar, svo og þekkt atriði úr óper- um, óperettum og söngleikjum. Allir sem nálægt þessari hátíð koma munu gefa sitt framlag og á það einn- ig við um það sem að Hótel íslandi snýr. „Auðvitað náum við engum fimmtán milljónum inn á þessari hátíð, en hver sem upphæðin verður þá er hjálp að öllu fjármagni sem til okkar kemur,“ sagði Garðar Cortes ^ aðlokum. -HK Bubbi, Megas og íslensk rokksaga íslenskir rokkunnendur ættu að fá sinn skammt í jólabókaflóðinu í ár. Það verða allavega þrjár bækur sem ættu að gleðja hjörtu þeirra, bækur sem beðið er eftir með nok- kurri eftirvæntingu. Fyrst ber að nefna bók Gests Guðmundssonar, Rokksaga íslands 1955-90. Þar er stiklað á öllu því helsta sem gerst hefur á þessum árum í rokkinu, aUt frá Sigga Johnnie til Sykurmol- anna. Forlagið gefur bókina út. Forlagið gefur einnig út bókina Megas - Sól í Norðurmýrinni, sem skrifuð er af Þórunni Valdemars- dóttur. Þar er sögð saga Magnúsar Þórs Jónssonar sem þekktari er imdir nafninu Megas. Síðast en ekki síst er það Bókin um Bubba eftir Silju Aðalsteinsdóttur sem Mál og menning gefur út. -HK Heiti Potturinn f lytur í Púlsinn Djassklúbburinn Heiti potturinn hefur ekki verið starfræktur síðan um miðjan september. Ástæðan var flutningur klúbbsins úr Duus- húsi í Púlsinn, en þar hefur honum verið búinn nýr samverustaður. Formlega verður fyrsta kvöldið í Heita pottinum miðvikudaginn 31. október. Sérstakur gestur þá og næstu tvö kvöld á eftir verður einn þekktasti djassleikari okkar ís- lendinga, Pétur Östlund. Pétur hef- ur búið í Svíþjóð síðan 1969 og hef- ur leikið með flestöllum þekktustu djassleikiu-um Norðurlanda ásamt því að hafa leikið með heimsþekkt- um mönnum á borð við Red Mitc- hell, Lee Konitz, Art Farmer og Toots Thielemans. Pétur Östlund lék hér síðast á tónleikum í Norr- æna húsinu fyrir rúmu ári. Með honum nú leika Tómas R. Einars- son, Sigurður Flosason og Eyþór Gunnarsson. Á efnisskránni verða bæði íslensk og erlend lög. Þjóðleikhúsið: Þrjú verk í æf ingu fyrir stóra sviðið Fljótlega eftir áramót verður að- alsalur Þjóðleikhússins tilbúinn fyrir sýningar. Þar með er ekki sagt að öll vinna sé búin, langt er í land að húsið sé tilbúið eftir við- gerðina. Nú standa yfir æfingar á þremur ólíkum leikverkum sem öll verða sýnd á stóra sviðinu. Fyrsta leikritið, sem sýnt verður, er Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen. Þetta stórvirki leikbókmenntanna hefur áður verið sýnt í Þjóðleikhúsinu og lék Gunnar Eyjólfsson þá Pétur Gaut. Nú munu tveir leikarar fara með hlutverkið, Ingvar E. Sigurðs- son og Amar Jónsson. Einnig er verið að æfa söngleikinn Sound of Music eftir Richard Rogers og Os- car Hammerstein. Með aðalhlut- verkið fer Margrét Pétursdóttir. Þriðja verkið, sem verið er að æfa, er bamaleikritið Búkolla eftir Álf Ólafsson sem er dulnefni. Höfund- ur mun vera Sveinn Einarsson. Jón Múli kynnir blús á Borginni Það verður sannkölluð blú- sveisla á Hótel Borg í kvöld. Ættu flestir blússælkerar að geta fúndið eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem koma fram em: Ellen Kristjáns- dóttir söngkona, Kristján Kristj- ánsson söngur og gítar, Reynir Jónasson harmóníka, Kristján Frí- mann skáld, Sigurður Flosason saxófónn, Magnús Eiríksson gítar, Bubbi Morthens söngur, Megas söngur, Björgvin Gíslason söngur, Ásgeir Óskarsson trommur, Eyþór Gunnarsson hljómborð og Þorleif- ur Guðjónsson bassi. Þessir lista- menn leika bæði saman og sundur í ýmsum útgáfum sem of langt mál yrði upp að telja. Kynnir á tónleik- unum, sem hefjast hlukkan 22.00, verður enginn annar en Jón Múli Ámason. Pétur Tryggvi heldur hér á hálsmeni sem hann hefur hannað og smíðað. DV-mynd: GVA. Vravirki, steinsteypa, demantar og eðalmálmar „Með því að nota víravirki í skart- gripi höfða ég meðal annars til skart- gripa sem notaðir vom með þjóð- búningnum á ámm áður, þess utan finnst mér mikilvægt að aðferðin sem notuð er við víravirki falli ekki í gleymsku. Ég reyni að samræma skartgripina nútímanum," segir Pét- ur Tryggvi skartgripahönnuður, sem heldur um þessar mundir sýningu á skartgripum hönnuðum af honum í versluninni Epal. Fyrir utan sérlega fallega skart- gripi og frumlega þá vekur umgjörð sýningarinnar ekki síður athygli, en hún er hönnuð af Pálmari Krist- mundssyni arkitekt. Uppistaðan er áltumar sem ná upp til lofts í versl- uninni sem hefur mikla lofthæð. A turnunum em svo göt neðarlega þar sem skartgripunum er komið fyrir. Pétur Tryggvi býr í Kaupmanna- höfn en þar var hann í framhalds- námi í gullsmíði. Hann starfaði þó heima áður en hann flutti út. í Kaup- mannahöfn hefur hann komið sér upp verkstæði og selur mest til Þýskalands. „Ástæðan fyrir því að ég flutti til Danmerkur er að mig langaði eingöngu til að starfa við sköpun á skartgripum. Hér heima er ekki hægt að lifa á því. Mestur hluti starfsdagsins hér fer í viðgerðir og annað sem snýr að verslun." Sérstaða Péturs sem skatgripa- hönnuðar felst meðal annars í notk- un hans á steinsteypu og víravirki. „Steinsteypan er mjög vandmeðfarin og það þarf oft að smíða sama hlutinn aftur og aftur til hann nái að vera fallegur. Það er mjög stutt á milli þeirra gripa sem eru ljótir og þeirra sem heppnast og eru fallegir þegar steinsteypan á í hlut.“ Það er ekki bara á Norðurlöndum og í Þýskalandi sem skartgripir Pét- urs vekja athygli. í undirbúningi er sýning á skartgripum hans í Los ~ Angeles. Það var maður sem sá sýn- ingu á verkum hans í Kaupmanna- höfn sem bauð honum að sýna í Bandaríkjunum. -HK þeir sem greiöa smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum xf peningum. Það eina sem í 'v>..''ÍSL' hringja og%máaugf| verður fæfð.á Mörtið Það er gamla sagan Þú hringir, •x , • M Íl H við birtum oq það ber árangur! SunnuÖaga kl.18.C Athugifl: ^***t*s^_y Auglýsing I helgarfalað*bv þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.