Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. MiCHAEL. CHHÍS1QPHI& USA IRONS5DE PLUMMCR LANGIÖIS Shirley Valentine Left Foot XlÉJJiWétítöJ A LEIGUNUM Mindfield Afrnæli Guðbjörg Guðmundsdóttir Guöbjörg Guðmundsdóttir húsmóð- ir, Brekkuhúsi 5, Sólgarði á Hjalt- eyri við Akureyri, er fimmtug í dag. Guðbjörg fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hún flutti frá Vestmannaeyjum vorið 1965 og átti þá heima í eitt ár hjá tengdaforeld- rum sínum. Hún flutti síðan í Kálfs- staði í Hjaltadal í Skagafirði þar sem hún og maður hennar stunduðu búskap í tuttugu og fjögur ár en þau brugðu búi vorið 1989 og fóru þá til Hjalteyrar þar sem þau hafa búið síðan. Guðbjörg giftist 16.10.1965 Agh IngvaRagnarssyni, f. 13.4.1939 en hann er sonur Ragnars Bjömsson- ar, b. að Garðakoti í Hjaltadal, og Oddnýjar Egilsdóttur, konu hans. Guðbjörg verður að heiman á af- mæhsdaginn en tekur á móti gest- Guðbjörg Guðmundsdóttir. um í Sóknarsalnum við Skipholt í Reykjavík laugardaginn 27.10. nk. mfili klukkan 15 og 19. Tilkyimingar Lögfræðiaðstoð Orators Laganemar veita ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning yfir vetrarmánuðina, eins og undanfarin ár. Aðstoðin fer þann- ig fram að eitt kvöld í viku veita laganem- ar á síðasta námsári lögfræðilega ráðgjöf í gegnum síma. Markmið þessarar þjón- ustu er að almenningur eigi þess kost að geta á skjótan og ódýran hátt fengið upp- lýsingar um réttarstöðu sína. Fólk fær einnig upplýsingar um hvert það getur snúið sér tÚ að fá úrlausn sinna mála. Laganemar hafa hins vegar ekki heimild til málflutnings og geta því ekki fylgt málum eftir í dómskerfinu. Lögfræðiað- stoðin er eins og áður sagði opin eitt kvöld í viku, á fimmtudagskvöldum kl. 19.30-22, og símanúmerið er 91-11012. Aðstoðin er einungis veitt í formi símar- áðgjafar. Náttúruverndarþing Sjöunda Náttúruvemdarþing verður haldið dagana 26.-28. október 1990 á Hót- el Loftleiðum. Þingið verður sett fostu- daginn 26. október kl. 16 af formanni Náttúruvemdarráðs, Eyþóri Einarssyni, en áður en almenn þingstörf heijast mim umhverfisráðherra, Július Sólnes, flytja ávarp og tilkynna um skipan formanns og varaformanns Náttúruverndarráðs næstu 3 starfstímabil. Meginumræðuefni þingsins verða ferðamál og gefur Nátt- úravemdarráð af því tilefni út fjölrit er fjallar um það efni og lýsir stefnu ráðsins í ferðamálum. Framsöguerindi flytja Jón Gauti Jónsson, fulltrúi í Náttúravemdar- ráði, um framtíðarstefnu Náttúravemd- arráðs í ferðamálum og Kristín Halldórs- dóttir, formaður Ferðamálaráðs, um feröamál. Haustskemmtun Ítalíufélagsins Föstudagskvöldið 26. október kl. 19 verð- ur haustskemmtun ítaliufélagsins haldin í Suður-ameríska veitingastaðnum að Hverfisgötu 56 (við hliðina á Regnbogan- um, kvikmyndahúsi). Fjölbreytt skemmtiatriöi og margréttað hlaðborð með ítölskum gæðaréttum. Dans aö loknu borðhaldi. Verðinu er stillt í hóf eða kr. 1.200 á mann. Áríðandi að menn tilkynni strax þátttöku í síma 20160, verslunin Pelsinn, milli kl. 13-18 eða í síma 11097 hjá Jöhönnu Möller, einnig símsvari. Verkstæðið V flutt í Ingólfsstræti Verkstæðið V er flutt í Ingólfsstræti 8. A verkstæðinu vinna 6 konur, þær Elísabet Þorsteinsdóttir, Ema Guðmarsdóttir, Guðrún J. Kolbeins, Herdis Tómasdóttir, Jóna S. Jónsdóttir og Þuríður Dan Jóns- dóttir. Þar era unnin textílverk af ýmsu tagi, ofin, þrykkt og máluð, t.d. mynd- verk, sjöl, púðar, silkislæður, dreglar og fl. Verkstáeðið tekur að sér að vinna verk inn 1 ákveðið rými og tengja textíl og arkitektúr. Verkstæðið verður opið alla virka daga frá kl. 13-18 og á laugardögum kl. 10-16. Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 1991 Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins hefur gefið út Almanak um árið 1991 sem dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjamfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, hefur reiknað og búiö til prentunar. Annað efni Þjóðvinafélag- salmanaksins að þessu sinni er Árbók íslands 1989 sem Heimir Þorleifsson menntaskólakennari tók saman. Þetta er 117. árgangur Þjóðvinafélagsalmanaks- ins sem er 180 bls., prentað í Odda. Um- sjónarmaður þess er Jóhannes Halldórs- son cand. mag., forseti Þjóðvinafélagsins. Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins auk Jó- hannesar (kosnir á Alþingi 9. maí 1988) era: dr. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Áma Magnússonar, varaforseti: dr. Guðrún Kvaran orðabók- arritari, Heimir Þorleifsson mennta- skólakennari og Ólafur Ásgeirsson þjóð- skjalavörður. Nýtthús vígtfyrir heimilisfólk Sólheima í tilefni af 60 ára afmæh Sólheima á þessu ári verður vígð ný heimiliseining á Sól- heimum kl. 15 sunnudaginn 21. október. Margrét Heinreksdóttir, formaður stjómar Hjálparstofnunar kirkjunnar, vígir húsið og sr. Tómas Guðmundsson, prófastur í Ámessýslu, flytur húsbless- un. Um er að ræða 212 fm hús, teiknað af Áma Friðrikssyni arkitekt. Hr. Ólafur Skúlason biskup tók fyrstu skóflustungu Andlát Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sólheim- um 25, lést þriðjudaginn 23. október. Jarðarfarir Ingunn Böðvarsdóttir, Mel við Ný- býlaveg, Kópavogi, sem lést 19. okt- óber í hjúkrunarheimfiinu Sunnu- hhð, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 26. október kl. 15. Jón Egilsson, vélstjóri frá ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarð- arkapellu laugardaginn 27. október kl. 14. Lilja Sigurðardóttir, Ásvegi 17, Ak- ureyri, sem lést 19. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. október kl. 13.30. Oddbjörg Guðjónsdóttir, Hátúni 10, verður jarðsungin föstudaginn 26. október kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Erla Eyjólfsdóttir, Engjaseli 84, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. október kl. 10.30. Magnús Arnar Sigtryggsson lést 15. október. Hann fæddist á Kleif í Breiðdal 17. mai 1948, sonur hjón- anna Sigtryggs Runnólfssonar og Guðbjargar Sigtryggsdóttur. Magnús hóf ungur störf við útkeyrslu hjá Silla og Valda. Síðan starfaði hann um nokkurn tima hjá Guðbergi í Gos og víðar. Um 1980 fékk hann leyfi til leigubílaaksturs og starfaði að mestu eftir það við akstur hjá Bæjarleiðum. Eftirhfandi eiginkona hans er Louise Biering. Þau eignuðust fjögur börn. Útför Magnúsar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Sr. Bergur Björnsson lést 16. októb- er. Hann fæddist í Miklabæ í Blöndu- hhð í Skagafiröi 9. maí árið 1905. Foreldrar hans voru hjónin sr. Björn Jónsson og Guðfinna Jensdóttir. Bergur lauk kandídatsprófi í guð- 22. júli 1989 og hófust framkvæmdir sl. haust. í húsinu era 6 einstaklingsher- bergi auk starfsmannaíbúðar. Fram- kvæmd þessi er fjármögnuð með stuðn- ingi einstaklinga, liknarsamtaka og fyrir- tækja og hafa þegar safnast rúmar níu milljónir en áætlaður byggingarkostnað- ur er um ellefu og hálf milljón. Fjársöfn- un verður haldið áfram á næstu vikum og mánuðum uns settu marki varðandi fjármögnun byggingarinnar hefur verið náð. fræði 1931 og var sama ár vígður til prestsstarfa að Breiðabólsstað á Skógarströnd. Þar þjónaöi hann um 5 ára skeið. Árið 1937 var hann svo kjörinn og skipaður sóknarprestur í Stafholti. Þar þjónaði hann samfleytt til ársins 1961 er hann hvarf úr þjón- ustu kirkjunnar. Haustið 1961 var hann skipaður fulltrúi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið í Reykjavík. Gegndi hann því starfi næstu 10 árin. 1970 hóf hann stundakennslu í Vél- skóla íslands. Kenndi hann þar sam- fleytt tfi ársins 1979. Eftirlifandi eig- inkona hans er Guðbjörg Sigríður Pálsdóttir. Þau eignuðust tvo syni. Útför Bergs verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Ráðstefnur Haustráðstefna og sýning EDI-félagsins Curt Danielsson, forseti NORPRO of DANPRO nefndanna og varaforseti WP4 nefndar Sameinuðu þjóðanna, verður meðal fyrirlesara á ráðstefnu EDI-félags- ins á íslandi og Skrifstofu viðskiptalifsins um pappírslaus viðskipti og aukna fram- legð í viðskiptum. Danielsson mun ræða um pappírslaus viðskipti í dag og fram- tíðarhorfur en hann er talinn einn af fremstu sérfræðingum Norðurlanda á þessu sviði. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 25. okt- óber nk. kl. 13.15. Strax að lokinni ráð- stefnunni opnar Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri sýningu EDI-félags- ins. Þar verður til sýnis EDI-hugbúnaöur IBM á íslandi og alþjóðanet þess. Skýr og ísnet sýnir hugbúnað fyrir EDI og Póstur og síjni mun sýna gagnahólfa þjónustu sína fyrir pappírslaus viðskipti. Tollstjóraembættið mun kynna upplýs- ingalínu sína, ICEPRO nefndin mun kynna Tedis áætlun EFTA og Eb og ýmis- legt fleira verður til sýnis. Fundir Félag frímerkjasafnara Almennur félagsfundur verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 25. október, að Síðumúla 17. Fundurinn hefst kl. 20.30 og era félagsmenn hvattir til að fjöl- menna. OA föstudagsdeild Fundir verða framvegis í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og hefjast eins og fyrr kl. 21. Tapað fundið Galsi er týndur Hann er 11 mánaða fressköttur, svartur og hvitur. Helmingur andlitsins er svart- ur og hinn hvítur og svartur blettur á nefi. Hann var með appelsínugula ól með svörtum hjörtum og hvarf frá heimili sínu að Víkurási 4 10. október sl. Allar upplýsingar era vel þegnar í síma 674393. Ullarkápa tapaðist á Glaumbar Svört ullarkápa með svörtum loðkraga var tekin í misgripum úr fatahenginu á Glaumbar sl. föstudagskvöld, 19. október. í vasa kápunnar vora svartir leður- hanskar. Finnandi vinsamlegast hringi í hs. 678236 eða vs. 27022, Elva. Köttur í óskilum Þrílit læða, brún, svört og hvit fannst í Armúla. Upplýsingar hjá Kattavinafélag- inu í s. 672909. Fjölmiðlar Miðlar í miðlum Það hefur vart farið fram hjá fólki að alls kyns dulhyggja tröllríður öllu hér og sést það ekki síst á dag- skrám Jjósvakamiðlanna. Á báðum sjónvarpsstöövum hefur þetta mál verið tekið fyrir í nokkurra þátta röðum. Þeir sem aldrei hafa séö miöil að störfum geta nú vitnaö í íslenska miðla sem miðlað hafaaf islu sinni í fjölmiölurn. Jtvarpsstöðvamar hafa líka verið iðnar við að gera þessu eftfi skil og í gærkvöldi vora þættir á tveimur útvarpsstöðvum sem snertu þessi mál, og ýmist var talað um fyrra líf eða það næsta, minnst um það sem lifaö er nú. Inger Anna Aikman á Aðalstöðinni var með ungan mann í viðtali og ræddu jiau mikiðum endurholdganir og fyrri tilverustig. Ungi maðurinn var greinilega svo- lítiö stressaður en kom þó skoðun- um sinum ágætlega fram. Inger Anna hefur verið æði dugleg við að koma þessu áhugamáli sínu á fram- færi þetta ár sem Aðalstöðin hefur starfaö Á Bylgjunni ér einn þessara miðla, Þórhallur Guðmundsson, kominn með eigín þátt á miðvikudagsk völd- mn. í gærkvöldi bauð hann fólki að hringjaog segja sína skoðun á sjálfs- morðum og greinilegt var að sitt sýndist hverjum en allir töluðu í einlægni. Einn taldi AA-samtökin geta bjargað nfiklu og amiar taldi hið opinbera bera mesta ábyrgð. Svo var rætt um trúna á Mammon og Guð og líf eftir þetta líf. Þórhallur hefur áheyrilega rödd í útvarpi en talar alveg óskaplega vit- laust og hefur slæma framsögn. Þór- hallur sigldi milli skers og báru í umræðunni og gerðí það með ágæt- um. Þegar leið að lokum þáttarins hafði engin niöurstaða komið fram enda vart viö því aö búast í jafn- viðkvæmumáli. Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.