Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990. 15 Þjóðarsáttin ein bætir ekki Ivf skjörin Þegar aöilar vinnumarkaðarms gerðu með sér kjarasamning fyrr á þessu ári fengu þeir bændasamtök- in í lið með sér til að beija á verð- bólgunni. Vinnuveitendur, Ai- þýðusambandið og bændasamtök- in tóku völdin af ríkisstjóminni og settu sér það markmið að koma verðbólgunni niður í það sem geng- ur og gerist í helstu viðskiptalönd- um okkar. Forystumenn samtakanna gengu á fund ríkisstjómarinnar og báðu hana um að tryggja fyrir sitt leyti að verðlagi yrði haldið í skefjum. Ríkisstjómin greip tækifærið feg- inshendi og talsmenn hennar þótt- ust síðan sjálfir hafa fundið upp þjóðarsáttina, sem þeir hafa m.a. framfylgt með því að lögbinda laun háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins. Betur má ef duga skal Þjóðarsáttin hefur orðið eins konar töfraorð í stjórnmálaum- ræðunni að undanfömu. Vissulega er það rétt að þjóðarsáttin hefur um tímabundið skeið hægt á verð- bólgunni. Launþegar hafa falhst á að rýra kaupmátt sinn í takt við minnkandi afrakstur þjóðarbúsins og gott betur. Þannig hefur kaup- máttur ráðstöfunartekna rýrnað um 15% á tveimur árum. En þjóðarsáttin ein og sér nægir ekki til að leggja grunn að bættum hfskjörum. Betur má ef duga skal. í því sambandi er fróðlegt að kanna niðurstöður hagfræðinga sem að undanfömu hafa sagt áht sitt á framtíðarhorfum í íslensku efna- hagslífi. Aðvörunarorð í viðtali við tímaritið Þjóðlíf í síð- asta mánuði segir dr. Þráinn Egg- ertsson m.a.: „Það eru töluverðar líkur á því að um næstu aldamót Kjállariiin Friðrik Sophusson alþingismaður öðrum OECD-löndum á síðasta áratug. Á grundvelh þeirrar þróun- ar hefur Vilhjálmur framreiknað ýmsar þjóðhagsstærðir og lagt mat á lífskjörin um næstu aldamót. Niðurstaðan er vægast sagt hörmu- leg og styður áht dr. Þráins Egg- ertssonar. Ef fram heldur sem horfir og ekkert verður aö gert þokast ísland hratt niður hstann yfir þær þjóðir sem hafa mesta landsframleiöslu. Það er íhugunar- efni í því sambandi að ísland var í 2. sæti OECD-þjóðanna á árunum 1987 og 1988 en hefur nú falhö í 16. sæti. íslenskt efnahagslíf býr við sveiflukennd ytri skilyrði sem geta skekkt myndina. Þess vegna má ugglaust gera athugasemdir við einhver atriði í áhti hagfræðing- „I rauninni má halda því fram að í kosningum næsta vor sé kosið um lífs- kjörin. Riíjast þá upp fyrir mörgum gamalt slagorð sem hefur fengið að hvíla sig um sinn: Kosningar eru kjara- barátta.“ verði ísland eitt fátækasta ríki í Evrópu og þótt víðar væri leitað.“ Dr. Þráinn, sem er prófessor í hag- fræði, hefur sérstaklega kynnt sér og ritað um kerfishagfræði og hann bætir við: „Ástæðan felst í skipu- lagi hagkerfisins sem ræðst öðru fremur af stjórnkerfinu og hug- myndafræði fólksins.“ Það er fuh ástæða til að staldra við þegar sér- fræðingur með víðtæka þekkingu lætur slík orð falla. Annar hagfræðingur, dr. Vil- hjálmur Egilsson, hefur sérstak- lega kannað efnahagsþróun hér á landi í samanburði við þróunina í anna. Það væri samt sem áður glapræði að láta aðvörunarorð þeirra eins og vind um eyru þjóta. Við megum aldrei sætta okkur við annað en að lífskjörin á íslandi batni með sama hætti og meðal annarra þjóða á Vesturlöndum. Vestrænar leikaðferðir Til þess að ná sama árangri og þær þjóðir, sem lengst hafa náð, þurfum við að theinka okkur sömu leikaðferðir. Þær leikaðferðir get- um við kallað vestrænar leikað- ferðir í efnahagsmálum, svo að vitnað sé til orðalags um það sem „Vinnuveitendur, Alþýðusambandið og bændasamtökin tóku völdin af ríkisstjórninni og settu sér það markmið að koma verðbólgunni nið- ur...“ segir Friðrik m.a. i grein sinni. forsætisráherra taldi okkur helst þurfa að varast þegar hann flutti þjóöinni boðskap sinn skömmu eft- ir að ríkisstjórnin tók við völdum. í fyrsta lagi þarf að varðveita ár- angur þjóðarsáttarinnar og tryggja að verðbólgan verði ekki meiri hér á landi en í helstu viðskiptalönd- um. í öðru lagi þarf að opna hag- kerfið og hverfa frá miðstýringu í atvinnulífinu; landbúnaði og sjáv- arútvegi. í þriðja lagi þarf að stöðva sífehdar skattahækkanir. Gífurleg- ar skattahækkanir á undanfórnum árum hafa ekki megnað að draga úr ríkissjóðshallanum. í fjórða lagi þarf að efla samstarf og samskipti við aðrar Evrópuþjóðir um leið og við styrkjum samkeppnisstöðu at- vinnufyrirtækjanna. Minni höml- ur í viðskiptum við aðrar þjóðir gera þjóðinni kleift að njóta sér- hæfingarinnar og bæta þannig lífs- kjörin. Ef við vhjum búa við lífskjör eins og þau gerast best í heiminum veröum við að nota aðferðir sem duga. Þau einföldu sannindi hefur hver þjóðin á fætur annarri verið að uppgötva að undanförnu. Kosningar eru kjarabarátta Vegna alþingiskosninganna, sem fram fara næsta vor, munu stjórn- málaflokkarnir skerpa stefnu sína í ýmsum málaflokkum á næstunni. Það er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir því hvaða flokkar eru líklegri en aðrir til aö gera nauðsynlegar breytingar á skipu- lagi hagkerfisins í því skyni að þjóðin geti búið við sams konar lífs- kjör og aðrar þjóðir. í rauninni má halda því fram að í kosningum næsta vor sé kosið um lífskjörin. Riíjast þá upp fyrir mörgum gamalt slagorð sem hefur fengiö að hvíla sig um sinn: Kosn- ingar eru kjarabarátta. Friðrik Sophusson Alþýðuflokkurinn í sýnd og reynd Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. - Maöur stórra hugmynda og mælskubragða en kemur þvi ekki í verk sem um er talað, segir m.a í grein Guðmundar. Fyrir nokkrum árum, þegar ég gegndi starfi þingfréttaritara fyrir Morgunblaðið, haföi ég stundum orð á því á fundum okkar sem önn- uðumst stjórnmálaskrif blaðsins, að málflutningur forystumanna Alþýðuflokksins virtist oft fara nær sjálfstæöisstefnunni en það sem okkar eigin þingmenn væru aö segja. Þá var Alþýðuflokkurinn í stjóm- arandstöðu en Sjálfstæðisflokkur- inn í ríkisstjórn með framsóknar- mönnum. Okkur ungu mönnunum í Sjálfstæðisflokknum þótti sem margt mætti betur fara í störfum og stefnu ríkisstjómarinnar. Fyrirheit alþýðuflokksmanna, ekki síst Jóns Baldvins Hannibals- sonar flokksformanns, um stór- aukið fijálsræði 1 atvinnulífi og viðskiptum og minni ríkisumsvif Ihjómuðu óneitanlega vel í eyrum. Ekki staðið við stóru orðin Ég er ekki í minnsta vafa um að ágætt gengi Alþýðuflokksins í þingkosningunum 1987 má rekja th þessa. Jón Baldvin Hannibalsson varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar. Honum gafst ein- stakt tækifæri th að standa við lof- orð sín, selja ríkisfyrirtæki, lækka skatta á almenning og fyrirtæki, draga úr óhófseyðslu ríkisins og stuöla að ráðdehd í ríkisrekstrin- um. Ég var á þessum tíma aðstoðar- maður Birgis ísleifs Gunnarssonar sem þá var menntamálaráðherra. Ég haföi því tækifæri th að fylgjast gaumgæfilega með vinnubrögðum Jóns Baldvins, hugmyndum hans KjaUaiirm. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og thlögum. í fæstum orðum sagt fannst mér hann ekki valda því verkefni sem hann haföi tekið að sér. Jón Baldvin er að sönnu hæfi- leikamaður á ýmsum sviðum og á skilið að njóta sannmæhs fyrir það sem hann gerir vel. En mér fannst, að í fjármálaráðuneytinu reikaði hann á mihi þess að „drukkna í smáatriðum", eins og stundum er sagt, og hins að vera uppi í skýjun- um án tengsla við veruleikann umhverfis. Rangfærslur um fund Ég rifla þetta upp að gefnu th- efni. Aðstoðarmaður Jóns Bald- vins, Stefán Friðfinnsson, forstjóri íslenskra aðalverktaka, skrifar grein í DV á mánudaginn th að mótmæla gagnrýni minni á Al- þýðuflokkinn. Hann telur að tví- skinnungs gæti í ádehu minni og minnir á að á umtöluðum fimdi í fjármálaráðuneytinu í september 1988 hafi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lagt th hundr- uð mhljóna króna útgjaldaaukn- ingu th menntamála. Sannleikurinn er hins vegar sá að lýsingar þær sem Stefán Frið- finsson og Jón Baldvin hafa gefið á þessum fundi og þeim thlögum sem þar voru th umræðu eiga ekki við rök að styðjast. Hér er um endur- teknar rangfærslur að ræða. Fyrst er aö nefna að þær tölur, sem nefndar eru, eru út í hött þar sem inn í þeim eru stórfehd reikn- ingsmistök sem embættismönnum fj ármálaráðuneytisins haföi orðið á. Þeir höföu gleymt hluta skóla- kerfisins í fjárlagaútreikningum sínum. Það er hrein rökleysa að kaha leiðréttingar á slíkum vhlum útgjaldaaukningu. I öðru lagi er á það að benda, sem Stefán nefnir ekki einu orði, að á þessum fundi gerði Birgir ísleifur Gunnarsson Jóni Baldvin grein fyrir því að í menntamálaráðuneyt- inu væri unnið að.tihögum um stórfehdan samdrátt útgjalda og yrðu þær tilbúnar innan fárra daga. Fyrir lá hins vegar á þessum tíma að ráðherrar Alþýðuflokksins vhdu ekki minnka umsvif ráðu- neyta sinna. Ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins töldu það líka eðlhegt að fjármálaráðherrann fengi það fyrst á hreint hjá samráðherrum í eigin flokki hvort þeir ættu aðild að þessari vinnu áður en þeir legðu tihögur sínar á borð hans. Veikleiki Jóns Baldvins Fundurinn í fjármálaráöuneyt- inu er mér hins vegar minnisstæð- ur vegna þess að þar þóttist ég greina einn helsta veikleika Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hann er maður stórra hugmynda og mælskubragða en þegar kemur að framkvæmd hluta og skipulagi og gerð raunhæfra thlagna lendir hann í vanda og kemur því ekki í verk sem um er talað. Á þessum fundi, sem haldinn var í háannatíð fjárlagagerðar, rehaði fjármálaráðherrann mjög róttækar tillögur um tafarlausa uppstokkun skólakerfisins, lokun ýmissa skóla, lokun Þjóðleikhússins og fleiri op- inberra stofnana. •Ég held að okkur báðum hafi þótt htið mark takandi á thlögum Jóns Baldvins. Hafi alvara búið að baki var framsetningin hreint hneyksli. Ég held að því miður sé þetta kjarni málsins: Jón Baldvin Hannibalsson og samherjar hans í Alþýðuflokknum koma á stundum fram með ágætar tillögur og auð- vitað er það fagnaðarefni þegar hið sjaldgæfa gerist, að þeim takist að hrinda þeim í framkvæmd. Ákvörðun Jóns Sigurðssonar að heimha aukið frjálsræði í gjaldeyr- isviðskiptum verðskuldar t.d. hrós. Það er því miður einkenni Al- þýðuflokksin að hafa hátt um stuðning við frjálsræði og heil- brigða atvinnuhætti en aðhafast lítið eða ekkert í reynd. Ferill Al- þýðuflokksins í núverandi vinstri stjórn er skýrt dæmi um þetta. Guðmundur Magnússon „Það er því miður einkenni Alþýðu- flokksins að hafa hátt um stuðning við frjálsræði og heilbrigða atvinnuhætti en aðhafast lítið sem ekkert í reynd.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.