Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. 11 Utlönd ^ , Pólitískt uppnám á Italíu vegna bréfa sem Aldo Moro skrifaði á síðustu dögum sínum Moro sakaði núverandi forseta um aumingjaskap - flokksfélagar hans hafa reynt allt til að koma í veg fyrir útgáfu bréfanna Lik Aldos Moro fannst i bil i Mílanó vorið 1978. Hann haföi þá verið á valdi mannræningja í 54 daga áður en þeir myrtu hann. Símamynd Reuter Síðustu mánuöina sem Aldo Moro, forsætisráðherra Ítalíu, lifði einbeitti hann sér að skriftum þar sem hann var í haldi hjá monnum Rauðu her- deildanna. Það sem hann setti á blað fyrir 12 árum veldur nú pólitísku uppnámi á Ítalíu því Moro gerði í bréfum sínum upp við félaga sína í flokki kristilegra demókrata og dró ekkert undan. Þar til fyrir tveimur vikum vissi enginn að Moro hefði skilið nokkuð eftir sig af pólitískum skrifum frá því hann var gísl mannræningja. Þaö var ekki fyrr en maður nokkur var að endumýja íbúð 1 Mílanó að hann uppgötvaði leynihólf á bak við skáp. í þessu hólfi voru 419 handskrifuð blöð með hugleiðingum Moros frá síðustu dögunum sem hann lifði. Harðorður í garð flokksmanna sinna Mannræningjarnir höfðu geymt Moro í íbúðinni. Þar hefur hann lík- lega verið í 54 daga áður en ræningj- arnir ákváðu að myrða hann. Ránið og morðiö á Aldo Moro er eitthvert alræmdasta hermdarverk síðari ára og nú er komin fram í dagsljósið ný hlið á þvi. í bréfum sínum sakar Moro flokks- Mannræningjarnir dreifðu þessari mynd af Moro meðan þeir reyndu að fá stjórnvöld til að greiða lausn- argjald fyrir hann. Moro vildi sjálfur að samið yrði við mannræningjana. menn sína um aumingjaskap og van- mátt í að fást við mannræningjana. Hann virðist hafa snemma gert sér grein fyrir að ráninu gæti aðeins lok- ið á þann veg að hann yrði myrtur. Moro vildi að ríkistjórnin semdi við mannræningjana og spyr í bréfum sínum: „Hvers vegna verður saklaus maður að láta lífiö?“ Hann sagðist mundu yfirgefa flokk sinn ef hann kæmist lifandi frá mannræningjun- um. Cossiga forseti skammaður Sá sem mest fær af skömmunum er Francesko Cossiga, sem þá var innanríkisráðherra, en hann er nú forseti Ítalíu. Máhð er því sérlega viðkvæmt fyrir hann. Giulio Andre- otti forsætisráðherra fær einnig sinn skammt. Moro skrifar að Cossiga hafi drepið sig þrívegis. í fyrsta lagi hafi hann ekki séð til þess að maður í æðstu stöðu fengi nægilega vernd. í öðru lagi með því að vilja ekki semja viö mannræningjana og í þriðja lagi með því að gefa út yfirlýsingar sem ollu uppnámi í hópf mannræningjanna. Cossiga hefur undanfarna daga neitað að segja nokkuð um orð Moros og það hafa aðrir stjómmálamenn á i Aldo Moro var um árabil einn áhrifa- mesti stjórnmálamaður á Ítaiíu. Ránið og síðar morðið á honum vakti heimsathygli. Ítalíu heldur ekki gert. Mikið var reynt til að stöðva útgáfu á bréfunum en það tókst ekki. Einstök atriði úr þeim voru birt í blöðum og síðan er ákveðið að bréfin komi öll út á bók. Þá veldur það kristilegum demó- krötum áhyggjum aö Moro upplýsir í bréfunum að flokkurinn hafi fengið fjármagn frá Bandaríkjunum til að halda úti flokksstarfmu. Hjartnæm bréftil fjölskyldunnar Dóttir Moros, þingmaðurinn Maria Fida Moro, reynir enn aö koma í veg fyrir að þau bréf sem snerta fjöl- skyldu Moros verði gefin út með hin- um. Hún segir að þau bréf séu of persónuleg til að koma fyrir sjónir almennings. Þar í eru hjartnæm bréf sem Moro skrifaði konu sinni en hlutar úr þeim hafa þegar birst í blöðum. Á Íalíu hefur ekki verið meira um annað talað síðustu daga en bréf Moros. Menn hafa þó uppi efasemdir um hvemig þetta mál er allt til kom- ið og kristilegir demókratar segja að birting bréfanna nú sé liöur í póli- tísku samsæri gegn þeim. Á það er bent að allt frá því Moro var myrtur árið 1978 hefur verið vit- að aö ibúðin í Mílanó var leynistaður manna úr Rauðu herdeildunum og að þeir höfðu Moro í haldi þar. Lög- reglan rannsakaði íbúðina nákvæm- lega á sínum tíma en fann ekki þessi bréf - eða svo er sagt. Fann lögreglan bréfin fyrir 12 árum? Á ítahu trúa margir því að bréfin hafi fundist þegar árið 1978 en af ein- hveijum ástæðum hafi ekki þótt rétt að þau kæmu fyrir sjónir almennings fyrr en nú. Sagt er að lögreglan hafi notað hréfin við rannsóknina á mál- inu og þau hafi átt sinn þátt í að mannræningjamir voru handteknir og dæmdir. Þetta styðst m.a. við þá staðreynd að í fómm lögreglunnar eru til vélrit- uð afrit af nokkmm bréfanna. Þá vekur það líka grunsemdir að sum bréfanna eru aðeins til í Ijósritum. Þetta tvennt þykir taka af öll tví- mæli um að bréfin eru ekki að fmnast í fyrsta sinn nú. Reuter Óhugur á Norður- írlandi eftir hryðjuverk IRA Mikill óhugur ríkir nú á Norður- írlandi eftir að sjö menn létu lífið og 27 særðust í einu ægilegasta sprengjutilræði sem írski lýðveldis- herinn hefur staðið fyrir. Það vekur ekki síst skelfmgu að menn IRA not- uðu nú í fysta sinn þá aðferð að neyða saklaust fólk til að aka með sprengj- umar á tilræðisstaðina. Á Norður-írlandi er nú talað um „mennskar sprengjur". Annar þeirra sem menn IRA neyddu til að aka með sprengjur í gærmorgun lét lífið en hinn slasaðist alvarlega. Óöldin sem ríkt hefur á Norður-Ir- landi síðustu áratugi þykir nú hafa magnast um allan helming, enda vom sprengjumar sem nú síðast sprungu einhverjar þær öflugustu sem IRA hefur notað á löngum ferli. Peter Brook, ráðherra Norður- írlands í bresku ríkisstjórninni, sagði að írski lýðveldisherinn hefði með aðgerðum sínum sokkið niður á lægra stig mannvonsku en nokkm sinni áður í sögu sinni. Prestar kaþólsku kirkjunnar á Norður-írlandi hafa tekið 1 sama streng og fordæmt aögerðir IRA sem þó sækir fylgi sitt allt til kaþólikka. Lýöveldisherinn hefur sætt vaxandi gagnrýni meðal stuðningsmanna sinna fyrir að láta sig engu skipta hveijir verða fyrir baröinu á hryðju- verkunum. Tahð er að árásirnar í gær séu hefnd fyrir morð hreskra lögreglu- manna á tveimur af leiðtogum Lýð- veldishersins. Búist var viö að Lýð- veldisherinn léti þeirra ekki óhefnt þótt enginn ætti von á slíkum ógnar- verkum sem unnin vom í gærmorg-. un. Reuter Sprengjurnar, sem sprungu i gærmorgun, vori mjög öflugar og ollu miklu tjóni. Þessi mynd er frá varðstöðinni sem sprengd var viö Londonderry. Símamynd Reuter Bandaríkin: Ríkiskassinn enn opinn Á síðustu stundu tókst að koma í veg fyrir aö ríkissjóöi Bandaríkjanna yrði lokað á miðnætti í gær. George Bush forseti hafði hótað að loka sjóönum ef þingmenn í fulltrúadeild- inni féllust ekki á tillögur hans um niðurskurð á hallanum á fjárlögum ríkisins og féllu jafnframt frá tillög- um um skattahækkanir. Ríkissjóður hefur undanfarnar vikur verið rekinn með fjáraukalög- um frá þinginu en Bush hótað að beita neitunarvaldi gegn endumýj- uöum fjáraukalögum ef þingmenn gæfu ekki eftir í afstööu sinni. Eldri lög áttu aö renna út á miönætti. Þegar á reyndi gáfu þingmenn eftir og gert var óformlegt samkomulag um að vinna að gerð fjárlaga sam- kvæmt hugmyndum forsetans. Þó er viðbúið að fjárlagagerðin dragist enn á langinn því að margir þingmenn vilja helst ekki afgreiða þau fyrr en að afstöðnum þingkosningum 6. nóv- ember því að engin lausn á fjárlaga- vandanum sé fallin til vinsælda og málið því best geymt til betri tíma. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.