Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON ‘ Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91)27022-FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Læknaþjónusta í molum Við tölum um velferðarþjóðfélag, en víða er pottur brotinn. DV greindi í gær frá því, að fimmtán þúsund Reykvíkingar væru án heimilislækna. Þessi tala fer hækkandi með hverju árinu. í borginni eru aðeins starf- ræktar sjö heilsugæslustöðvar, sem nær allar eru ófull- nægjandi að mati borgarlæknis. Þessum heilsugæslu- stöðvum er ætlað að sinna þriðjungi borgarbúa. Sjálf- stætt starfandi heimihslæknar eru um þrjátíu. Hátt í sjötíu þúsund Reykvíkingar þyrftu að reiða sig á þjón- ustu þessara heimilislækna, svo að á þriðja þúsund kæmu á hvern. Þetta er auðvitað óframkvæmanlegt. Því lendir svo stór hluti borgarabúa utan garðs, og fimmtán þúsund eru án heimilislæknis. Stöðugt er stagast á því, í hversu miklu velferðarríki við hfum og hve dýrt það sé í rekstri. Vissulega er rétt, að kostnaðurinn er mikill. Hin vestrænu velferðarþjóð- félög hafa lent í vanda síðustu áratugi, þegar thkostnað- urinn hefur stöðugt stigið, meðan víða hefur gætt tekju- vanda svo sem vegna oíuverðsins. íslenska ríkið hefur verið rekið með miklum halla, sem heldur áfram. Stjórn- arherrarnir svara gagnrýni á ríkiseyðslu jafnan með skírskotun th heilbrigðis- og skólamála. Þegar grannt er skoðað, reynist vafasöm eyðsla hins opinbera minnst vera th velferðarmála, heldur sóun th þrýstihópa og póhtískra gæðinga. Yrði tekið á slíkri óráðsíu, mætti á svipstundu eyða ríkishallanum. Þetta er flestum ljóst. Við vhjum flest viðhalda velferðinni, sem svo kahast, þótt einnig þar mætti víða auka ábyrgð einstaklingsins og draga úr opinberri forsjá að sama skapi. í hehbrigðis- málum er sjálfsagt að veita einstaklingsframtakinu auk- ið svigrúm innan vissra marka. Þetta getur gilt um þjón- ustu heimhislækna og hehsugæslustöðvar. Nú hefur hið opinbera þvert á móti verið þröskuldur í vegi einkafram- taksins á þessu sviði. En hvað sem því líður, er það ljót- ur blettur á samvisku ráðamanna, að fimmtán þúsund borgarbúar eru án heimihslæknis, skömm, sem vald- hafar eiga ekki að komast upp með að afsaka með því einungis að vísa hver á annan. - Þá er augjóst, að núverandi ástand í borginni eykur mjög kostnaðinn í hehbrigðiskerfmu. Þegar svo margir eru læknislausir, segir það sig sjálft, að fleiri leita til sérfræðinga, sem veita mun dýrari þjón- ustu en heimhislæknar. Sem sagt, ahur almenningur verður að leggja í meiri thkostnað, og þjóðfélagið geldur þess. Þannig yrði mikih þjóðfélagslegur sparnaður af aðgerðum th úrbóta. Margir læknar hafa há laun, eins og kunnugt er. En þar sem annars staðar ghdir framboð og eftirspurn. Læknar sækjast eftir sérfræðistörfum, sem veita miklar tekjur, en þeir eru tregir th að gerast heimilislæknar. Á meðan hefur læknadehd Háskólans haldið niðri fjölda útskrifaðra lækna, með því að beita ákaflega hörðum prófreglum, vafalaust of hörðum. Auðvitað verða lækn- ar að vera færir í sinni grein, en gæta verður hófs, svo að hér á landi verði nógu margir læknar miðað við fólks- fíölda. Loks er th að taka, að fuhtrúar ríkis og borgar kenna hver öðrum um skortinn á læknaþjónustunni. Borgarlæknir segir, að hehsugæslustöðvar geti ekki yfirtekið starf heimihslækna fyrr en einhvem tíma á næstu öld. Það verður hehbrigðisráðherra að skhja, því að við hljótum fyrst og fremst að krefja ráðherra um úrbætur. Haukur Helgason. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. „Þessu getum við í BHMR og þjóð í sátt ekki beðið ettir“, segir greinarhöf. m.a. Alþingi - Samviska þjóðarinnar: Samnings- rétturinn I ágúst sl. setti ríkisstjómin bráðabirgðaiög á samning BHMR og sjálfrar sín, er séð varð að hún yrði að fara eftir honum skv. dómi Félagsdóms. Margt hefur um þessi bráðabirgðalög verið ritað og oftar en ekki lögð á það áhersla að lögin snúist fyrst og fremst um 4,5% launahækkun BHMR-meðlimum til handa. Að mati undirritaös er það til- tölulega þýðingarlítið atriði. Það sem hins vegar er megninatriðið er það aö BHMR er með valdi skikkað inn í samninga annarra stéttarfélaga og samningsrétturinn tekinn af því í meira en ár. Þetta er þvi athyglisverðara þeg- ar það er haft í huga að þau verka- lýðsfélög, sem sömdu um svokali- aða þjóðarsátt, geta sagt henni upp en BHMR ekki. Bráðabirgðalög Eins og nafnið gefur til kynna eiga bráöabirgðalög að vera til bráöabirgða. Slík lög eiga að koma til afgreiðslu Alþingis við fyrsta tækifæri. Það er eftir þessu sem við BHMR-félagar bíðum með óþreyju. Því hefúr verið fleygt að skv. þingsköpum sé forsetum þingsins skylt að leggja lögin fram í upphafi þings en síðan sé það undir hæhnn lagt hvenær lögin hljóti afgreiðslu. Ef þetta er tHfelliö þá getur kom- ið upp sú staöa að afgreiðsla lag- anna dragist fram á vor og þau geti jafnvel verið óafgreidd þegar kemur að kosningum. Þessu getum við í BHMR og þjóð í sátt ekki beðiö eftir. Þjóðin hlýtur að gera þá kröfu til Alþingis að það fjalli um lögin hið KjáUarinn Hilmar J. Hauksson sjávarlíffræðingur og kennari við FB fyrsta svo vilji þess komi ótvírætt í ljós. Er samviskan í lagi? Þingmenn lofa því í upphafi þings aö greiða atkvæði samkvæmt bestu samvisku. Oft hefur manni þótt sem lítið fari fyrir þessu og sjaldan riðlast flokkslínur að því er virðist. En hvemig fer við afgreiðslu þessara bráðabirgðalaga? Munu þingmenn greiða atkvæði sam- kvæmt bestu samvisku? Það hggur ljóst fyrir að þeir þing- menn, sem greiða atkvæði með bráðabirgðalögunum, teija aö ekki beri að standa við gerða samninga og hinir sem greiða atkvæði gegn þeim áhta að standa beri við þá jafnvel þó að önnur verkalýðsfélög hafi í hótunum. Þetta er sem sé samviskuspurn- ing. Þjóðin mun því fylgjast grannt með framgöngu þingmanna í þessu máh og að afstaða þingmanna verði gerð heyrinkunn. Það má ætla að mörg atkvæði muni faha í samræmi við þessa afstöðu manna næsta vor. í stuttu máh sagt: 1 Alþingi veröur að fjalla um bráðabirgðalögin hið fyrsta. 2 Það verður að koma í Ijós hvort samviska alþingismanna býður þeim að svipta launþega samn- ingsréttinum. 3 Með tilhti til væntanlegra kosn- inga verður afstaða þingmanna að hggja ljós fyrir. Hilmar J. Hauksson „Það liggur ljóst fyrir að þeir þing- menn, sem greiða atkvæði með bráða- birgðalögunum, telja að ekki beri að standa við gerða samninga...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.