Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Augiýsingar - Askrlft Geðsjúklr afbrotamenn: Lokaðri deild verðikomiðá Sex manna starfshópur, sem heil- brigðisráðherra og dómsmálaráð- ► herra skipuðu í vor til að gera tillög- ur um með hvaða hætti geðsjúkir afbrotamenn skuli vistaðir, og fyrir- komulag réttargeðlækninga, skilar niðurstöðum á næstunni. í tillögum hópsins til ráðherranna kemur meðal annars fram að komið verði á fót lokaðri stofnun fyrir 8-10 geðsjúka afbrotamenn í tengslum við Fangelsismálastofnun. Einnig hefur komið fram sú hugmynd að koma á fót réttargeðlæknisdeild í tengslum við geðdeildir sjúkrahúsanna. 13 milljón króna fjárveiting var veitt á síðustu fjárlögum vegna vist- unar fyrir geðsjúka afbrotamenn. í ár hefur peningunum meðal annars verið varið í að senda tvo menn á viðeigandi stofnanir erlendis. Að sögn landlæknis kostar slík vist um 20 þúsund krónur á dag - sjö milljón- ir á mann á ársgrundvelli: „Það hefur ýmislegt breyst til batn- aðar í þessum málum. Menn eru famir að sýna þessu skilning. En við þurfum meira fé til að koma upp við- eigandi hæh hér á landi,“ sagði Ólaf- ur Ólafsson landlæknir í samtali við DV. -ÓTT - Sjá nánar fréttaljós bls. 7 ~ Leitaðmanniá litlumtrébáti Leit stóð yfir í morgun að þriggja tonna trébát sem fór í róður frá Djúpavogi í gærmorgun. Ekkert hafði heyrst frá trillunni frá því á hádegi í gær þegar eigandinn, maður á sextugsaldri, tilkynnti sig í gegnum Nesradíó. Þétt þoka lá yfir leitarsvæðinu, frá Djúpavogi til Papeyjar, frá því síð- degis í gær og þangað til í morgun en þá létti nokkuð til. Björgunarsveitir gengu fjörur í nótt og í morgun. Nokkrar trillur og varðskip leituðu í gær og í morgun. ( Gert var ráð fyrir að TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, hæfi leit á svæðinu í morgun. Farsími er ekki um borð í trillunni en hún er útbúin talstöð og björgunarbát. -ÓTT Leitað að 28 ára manni Lýst er eftir bifreiðinni X-486, sem er grá Subaru Justy bifreið. Öku- maður sást síðast á henni í Skeifunni í Reykjavík á þriðjudagsmorgun. Ekkert hefur spurst til hans síðan og hefur leit staðið yfir. Maðurinn er 28 ára og er búsettur í Reykjavík. Hann er dökkhærður, stuttklipptur, grannur og með blá augu. Hann var klæddur í bláar gallabuxur, bláa peysu, og var í grænum og bláum skíðajakka. -ÓTT LOKI Það ersitt hvað sem bændurbjargasérá. Frjalst, oháö dagblað FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. Viha 20 til 40 þus und fyrir staurinn mf Landsvirkjimarmenn vilja ráða öllu, segir Björn Pálsson á Löngumýri „Um veröið eru einhverjar deilur enda vfija allir fá sem mest fyrir landið en Landsvirkjunarmenn vilja fá að ráða öllu um það og hafa alltaf \iþað. Þeir hafa ekkert verið að semja heldur tilkynnt mönnum hvað þeir fengju fyrir það. Þeir eru vanir að ráða öllu,“ sagði Björn Pálsson, fyrrverandi alþingismað- ur og bóndi á Ytri-Löngumýri, en hann á einmitt land sem á að fara undir hluta af Blöndulínu. Fram- kvæmdir við lagningu hennar hafa veríð stöðvaðar vegna lögbanns á framkvæmdirnar. Bætur Landsvirkjunar vegna landspjalla af þessu tagi eru greidd- ar eftir ijölda staura. Síðan er land það sem fer undir þá metiö í flokka eftir nytsemi þess, til dæmis hvort um ræktað land er að ræða. Getur þurft að greiða frá 20.000 upp í 40.000 krónur fyrir staurinn. I tii- felh eins og hjá Birni Pálssyni þá gæti orðið um hólfa milljón króna að ræöa í bætur fyrir land. Björn segist ehmig vilja hafa linustæðið annars staðar en fyrirhugað er. „Ég veit ekki annað en nefndin hafi falhst á að leggja Hnuna þar sem ég vil helst hafa hana. Þeir ætluðu aö fara í gegnum land sem iiægt er að rækta en ég vil að þeir fari norðar en þeir segja og þá þurfa þeir að hafa línuna lengri,“ sagði Bjöm en gerir ráð fyrir að um 10 staurar verði lagöir í landi hans. Ekki hefur náðst samkomulag viö bændur á Syðri- og Ytri-Löngu- mýri né á Höllustöðum um greiðsl- ur frá Landsvirkjun vegna nota á landi þeirra imdir Blönduhnu. Búiö er hins vegar aö semja við Guðlaugsstaði. Landsvirkjun var að vonast til að komast í gegnum þessi lönd á meðan verið var að semja og ganga ; frá bótagreiðslum og jafnframt hef- ur verið óskað eftir leyfi byggingar- nefndar fyrir hnustæði vegna stópulagsins. Byggingarnefndin hefur hins vegar þvertekið fyrir að veita leyfið fyrr en búið er að semja við bændur. Landsvirkjun heldur því að sér höndum þar til lausn fæst. Landsvirkjun getur beðið i einhvern tíma því þaö er ekki fyrr en næsta haust sem ætlunin er að rafmap komi inn á byggðalínuna frá Blönduvirkjun. -SMJ Lögreglan lagði hald á tíu skrokka af ólöglegu ærkjöti fyrir utan veit- ingastaðinn Asíu á Laugavegi síðdeg- is á þriðjudag. Forsvarsmenn veit- ingastaðarins gáfu þá skýringu að þeir hefðu ekki vitað til þess að þar hefði veriö um ólöglegt kjöt að ræða. Skrokkarnir lágu undir yfir- breiðslu í jeppakerm við húsið. Kom í ljós að þar var óstimplað kindakjöt. Á meðan beðið var eftir kranabíl, til að fjarlægja kerruna, kom matsveinn frá veitingastaðnum út, tók einn skrokk af vagninum og var byrjaður að hluta skrokkinn niður þegar lög- reglan kom inn á eftir honum. Kjötið var urðað á öskuhaugunum. -ÓTT Jjón leiðirkrata á Reykjanesi Vinnu við ráðhús Reykvíkinga miðar vel og nú hefur verið glerjaður stór hluti byggingarinnar. Það fer því að líða að því að borgarbúar geti séð hvernig húsið lítur út í endanlegri mynd. DV-mynd Brynjar Gauti Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi ákvað á fundi í gær að falla frá fyrri ákvörðun um prófkjör. Þess í stað var gerð sam- þykkt um skipan fjögurra efstu sæta hstans. Jón'Sigurðsson ráðherra verður í fyrsta sæti. Karl Steinar Guðnason alþingismaður í öðru sæti, Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður í þriðja og Guðmundur Ami Stefáns- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, í fjórða sætihstans. -sme Veðriðámorgun: Lítilla breytinga að vænta Á morgun verður suðaustan átt og víðast kaldi. Súld eða rigning sunnan- og austanlands en að mestu þurrt í öðrum landshlut- um. Hiti 4 til 8 stig. S KONFEKT Heildsöludreifin" sínii: 91- 41760 Líi1iTi>i>iiii>ar Á s ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFEIAGIÐ HF. LÁGMÚl.l 5 - RF.YKJAVtK sími 681644

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.