Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990. Afmæli Þórgunna Þórarinsdóttir Þórgunna Þórarinsdóttir, svæða- nuddari og sjúkraliði, Fálakgötu 12, Reykjavík, varð fertug í gær. Þórg- unna er fædd á Akranesi og ólst þar upp. Starfsferill Þórgunna lauk gagnfræðaprófi á Akranesi 1967 og var í enskunámi í Englandi 1967. Hún vann í Búnaðar- banka íslands 1967-1968 og lauk námi í Bankamannaskólanum 1968. Þórgunna vann í Bókhlöðu Jónasar Tómassonar á ísafirði 1968-1969 og á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 1969-1971. Hún var í námi í tækni- teiknun 1971-1973 og vann við tækniteiknun einn vetur. Þórgunna vann á Náttúrulækningahælinu í Hveragerði 1974 og var í námi í Listadeild Lýðháskólans í Lofoten í Noregi 1974-1975. Hún hóf nám í Ljósmæðraskóla íslands haustið 1975 og var jógakennari í ísrael 1977. Þórgunna stofnaði Leikskóla jóga- hreyfingarinnar Ananda Marga í Rvík, kenndijógaleikfimiogvar með námskeið í jurtafæði. Hún var í námi í uppeldisfræðum Rudolfs Steiner í Danmörku og var í námi í svæðanuddi í Danmörku í þrjú ár. Þórgunna tók einnig próf í slökun- ar- og ungbarnanuddi og hefur verið í fjölda námskeiða, m.a. í keramikit, hrystalþerapíu, blómafræðum, reiki og heilun. Hún lauk sjúkraliðaprófi og var svæðanuddari á eigin stofu í Danmörku. Þórgunna hefur ferðast víða og tvisvar farið ein til Ind- lands. Hún flutti til íslands í sumar og vinniu: á Landakotsspítala í hlutastarfi og að hluta til við nudd. Fjölskylda Þórgunna giftist 1978 Declan Hammond, f. 6. júlí 1955 í Dublin á írlandi, kennara. Þau eignuðust tví- burana: Aileen og Eilíf Hammond, f. 23. desember 1979. Þórgunna og Declan bjuggu í Dublin 1978-1980 og í Danmörku 1980-1988. Þau skildu 1988. Systkini Þórgunnu eru: Ólafur, f. 26. mars 1946, húsasmíðameistari á Akranesi, kvæntur Sigríði B. Ás- geirsdóttur og eiga þau fimm böm; Kristín, f. 5. maí 1953, heilsugæslu- hjúkrunarfræðingur í Þorlákshöfn, gift Unnþóri Halldórssyni, útgerðar- manni og eiga þau tvö böm og Þór- unn, f. 8. febrúar 1957, iðjuþjálfi í Rvík, gift Kristjáni Kristjánssyni hljómlistarmanni og eiga þau tvö börn. Ætt Foreldrar Þórgunnu eru: Þórar- inn Ólafsson, f. 23. maí 1912, kenn- ari og tréskurðarlistamaður á Akra- nesi, og kona hans, Rannveig Hálf- dánardóttir, f. 9. janúar 1918. Þórar- inn er sonur Ólafs, b. í Hraundal á Langadalsströnd, Péturssonar, b. á Hafnardal á Langadalsströnd, Pét- urssonar. Móðir Þórarins er Sigríð- ur Guðrún Samúelsdóttir, b. í Skjaldabjarnarvík í Víkursveit, Hallgrímssonar, b. í Stóru-Ávík, Halldórssonar, Móðir Samúels var Sigríður Jónsdóttir, b. í Bæ í Víkur- sveit, Jónssonar og konu hans, Þor- bjargar Ólafsdóttur, hreppstjóra „assistents" á Melum, Ólafssonar. Móðir Sigríðar Guðrúnar var Jó- hanna Seeselja Bjamadóttir, b. í Skjaldabjarnarvík, Bjamasonar, b. á Munaðarnesi, Bjamasonar, b. á Munaðamesi, Arngrímssonar, b. á Munaðamesi, Árnasonar, b. í Kálfa- nesi, Bjamasonar, prests í Ámesi Guömundssonar, föður Ásgeirs, prests í Dýrafiarðarþingum, langafa Jóns forseta. Móðir Jóhönnu var Þórgunna Þórarinsdóttir Sigurborg Jónsdóttir, b. á Krossa- nesi, Jónssonar og konu hans, Þór- unnar Amgrímsdóttur, systur Bjarna á Munaðamesi. Rannveig er dóttir Hálfdánar, b. á Grænhóh í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, Hallgrímssonar og konu hans, Kristínar Rannveigar Sigurð- ardóttur. Sigríður Kristín Davíðsdóttir Sigríður Kristín Davíðsdóttir, versl- vistum 1967. Seinni maður Sigríðar unarmaður og húsmóðir, Maríu- bakka 18, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist í Ólafsdal í Gils- firði en er hún var sjö mánaða göm- ul flutti hún með foreldrum sínum til Reykjavíkur þar sem hún er að mestu leyti ahn upp. Þó var hún öll sumur frá sex ára aldri vestur í Dölum, bæði hjá ömmu sinni, Sig- ríði í ÓÍafsdal, og sjö sumur hjá sæmdarhjónunum Sigríði og Finni íHvammsdal. Sigríður stundaði nám í Náms- flokkum Reykjavíkur og síðar í Gagnfræðaskóla Ingimars. Hún var við verslunarstörf hjá Stefáni Thorarensen í mörg ár. Þá var hún í Noregi á árunum 1950-52 og stundaði þá nám við Astraskól- ann í Osló við fataskurö. Árið 1956 fór hún til Belgíu, Frakklands, ítaliu og Spánar að kynna sér gaherírekst- ur og rak hún síðan Sýningarsahnn í Reykjavík í tvö ár 1957-59. Sigríður hefur síðan unni mikið við verslun- arstörf, undanfarin ár hjá Borgar- ljósum í Reykjavík. Fjölskylda Sigríður giftist fyrri manni sínum 21.2.1949, Gunnari S. Magnússyni myndhstarmanni en þau slitu sam- er Gylfi Traustason, bókhaldari í Reykjavík, sonur hjónanna Ragn- heiðar Sigurðardóttur og Trausta Friðbertssonar. Gylfi á eina dóttur sem búsett er í Noregi og á hún tvö böm. Böm Sigríðar em Magnús Óskar, f. 11.8. 1949, tækniteiknari hjá Rarik á Eg- ilsstöðum, kvæntur Svanfríði Kristjánsdóttur póstfuhtrúa og eiga þau eina dóttur; Davíð Geir, f. 10.6. 1956, verslunarmaður í Reykjavík, í sambýh með Hólmfriði S. Friðjóns- dóttur, verslunarmanni og á hann tvö börn; Ásdís Sól, f. 3.1.1959, hús- móðir og á hún einn son; Gunnar Máni, f. 1.3.1960, d. 11.4.1963; Gunn- ar Boíli, f. 25.2.1963, bifreiðasfióri og sjómaður, og á hann einn son. Systkini Sigríðar era Grímur Dav- íðsson, f. 22.12.1933, hefilsstjóri hjá Reykjavíkurborg, kvæntur Svan- hildi Sigurfinnsdóttur verslunar- manni og eiga þau þrjú börn; Jó- hann Þ. Davíðsson, f. 20.8.1937, pípulagningameistari í Njarðvikum, kvæntur Laufeyju Guðmundsdóttur húsmóður og eiga þrjú börn; Hjör- dís Davíðsdóttir, f.13.4.1946, hús- 'móðir í Reykjavík, gift Rúnari Guð- mundssyni leigubílstjóra og eiga þau þrjár dætur; Ósk Davíðsdóttir, f. 1.1.1948, húsmóðir íReykjavík, gift Guðmundi Kristóferssyni bif- Sigríður Kristín Davíðsdóttir. vélavirkja og eiga þau þrjú böm; Hólmfríður Davíðsdóttir, f. 5.7.1952, húsmóðir í Kópavogi, gift Sigurði Eiríkssyni húsasmíðameistara og eiga þau saman einn son auk þess sem hún á son frá fyrri sambúð. Foreldrar Sigríðar voru Davíð Óskar Grímsson, f. 12.4.1904, hús- gagnasmíðameistari, og Sigríður Geirlaug Kristinsdóttir, f. 5.9.1911, húsmóðir. Sigríður tekur á móti gestum laug- ardaginn 27.10. nk. í sal í Domus Medica milli klukkan 15.00 og 19.00. 90 ára Sveinn Símonarson, Hugljótsstöðum, Hofshreppi. ara Rannveig Aðalsteinsdóttir, Stekkjarkinn 11, Hafnarfirði. Halldóra Ásmundsdóttir, Hólakoti, Hmnamannahreppi. Sigþrúður Eyjólfsdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vik. 40ára 70 ára JónasÞórarinn Ásgeirsson, Vesturbergi 8, Reykjavik. EinarPálsson, Hátúni 10, Reykjavík. Ólafur Þórðarson, A kur.shraut.,24., Ak.ranfi.si- Jóhanna Þors telnsdóttir, Garðarsvegi 4, Seyðisfirði. Benedikt Björnsson Bjarman, Skarðshhð 17, Akureyri. Erlendur Tryggvason, Álakvísl 118, Reykjavik. Ragnar Hinriksson, Flúðaseh 61, Reykjavík. Katrin Sverrisdóttir, Furulundi 2G, Akureyri. Guðrún G. Bergmann, Sólbraut 3, Seltjamamesi. Halldóra Jensdóttir, Stífluseli 7, Reykjavík. Ingólfur Sigurjónsson, Lyngheiði 14, Kópavogi. Andlát____________________________ Magnús Arnar Sigtryggsson Magnús Arnar Sigtryggsson, for- maður íþróttafélags fatlaðra í Reykjavik, lést 15. október. Útförin fer fram í dag kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkjunni. Magnús var fæddur 17. maí 1948 í Breiðdal í S-Múlasýslu og ólst upp tíl sex ára aldurs er hann fluttist tl Reykjavíkur. Starfsferill Magnús lauk unglingaskólaprófi í Réttarhólsskólanum í Rvik 1962 og var verkamaður hjá Eimskipi 1963. Magnús slasaðist í vinnuslysi 1963 og lá áfián mánuði á Landakotsspít- ala og tvo mánuði á Landspítalan- um. Hann var sendiferðabílsfióri hjá Siha og Valda 1964-1970 og leigu- bhsfióri þjá Bæjarleiðum 1970-1973. Magnús var verslunarmaður hjá versluninni Gos í Rvík 1973-1980 og leigubílsfióri á Bæjarleiðum frá 1980. Magnús var í sfióm íþróttafélags- ins Leiknis í Breiðholti 1974-1980 og formaður knattspymudehdar Leiknis 1974-1980. Hann var knatt- spymuþjálfari hjá yngri flokkunum Leiknis 1974-1980, tók þátt í fjáröfl- un hjá Leikni og var upphafsmaður að jólatréssölu hjá félaginu. Hann spilaði brigde á vegum Sjálfsbjargar í mörg ár og vann til margra verð- launa í einmenningskeppni, tví- menningskeppni, sveitakeppni og hraðsveitakeppni. Magnús var í stjóm íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík 1985-1986, varaformaður 1988-1989 og formaður frá þ ví í j úní 1990. Hann var í bygginganefnd íþróttahúss fatlaðra frá 1988 og for- maöur fiáröflunamefndar íþróttafé- lags fatlaðra. Magnús var formaður getraunamefndar íþróttafélags fatl- aðra og framkvæmdasfióri Reykja- víkurmeistaramóts fatlaðra 1989. Fjölskylda Magnús kvæntist 18. maí 1968 Louise Biering, f. 16. júh 1948. For- eldrar Louise eru: Pétur Whhelm Biering, d. 1963, baðvöröur í Rvík, og kona hans, Sigríður Einarína Guðmundsdóttir. Börn Magnúsar og Louise em: Sigríður Elísabet, f. 17. desember 1966, hárskeri í Gauta- borg, gift Kjartani Haraldssyni, starfsmanni hjá Volvo; Sigtryggur, f. 15. mars 1969, leigubhsfióri í Rvík, sambýhskona hans er Magnea Kristín Ólafsdóttir, starfsstúlka á dagheimih; Thelma, f. 15. janúar 1975, nemi og Styrmir, f. 24. október 1984. Systkini Magnúsar eru: Jón Guð- laugur, f. 2. nóvember 1944, leigubh- stjóri hjá Bæjarleiðum; Fríða Hrönn, f. 11. maí 1945, verkakona í Vogum, gift Garöari Andréssyni bátasmiði; Rósa Páhna, f. 12. maí 1946, starfsmaður á dagheimih í Garðabæ, ght Karh M. Karlssyni forstjóra; Sigrún, f. 3. maí 1947,. verslunarmaður í Mosfehsbæ, gift Emh Karlssyni húsasmiði; Vhberg, f. 7. apríl 1950, bókbindari í Rvík, kvæntur Gerði Hjaltalín, starfs- manni í bókbandsstofunni Flatey; Sveinn Ómar, f. 9. maí 1951 raf- virkjameistarari í Rvík, kvæntur Ólafíu Ottósdóttur, vinnur í bók- bandsstofunni Flatey; Svana, f. 30. maí 1952 gift Ingólfi Sveinssyni, b. á Kárastööum í Kikjuhvammshreppi í V-Húnavatnssýslu; Svala, f. 3. des- ember 1954, gift Þóri Sigurðssyni, prentara í Rvík, og Runólfur, f. 31. maí 1953, múrari í Rvík, kvæntur Hahdóm Sigurðardóttur og óskírð- ur drengur, f. 3. september 1959, d. 27. september 1959. Ætt Foreldrar Magnúar era: Sigtrygg- urRunólfsson,f. U.júhl921,d. 7. september 1988, húsasmiður í Rvík, og kona hans, Guðbjörg Sigurpáls- dóttir, f. 9. nóvember 1926. Sigtrygg- ur var sonur Runólfs, b. í Innri- Kleifí Breiðdal, Sigtryggssonar, b. í Klausturseh í Jökuldal, Þorsteins- sonar, b. í Klausturseli, Arnbjörns- sonar. Móðir Þorsteins var Guðný Erlendsdóttir, b. á Þorvaldsstöðum, Þorsteinssonar, b. á Þorvaldsstöð- um, Erlendssonar, b. á Ásunnar- stöðum, Bjamasonar, ættfööur Ásunnarstaðaættarinnar. Móðir Sigtryggs Runólfssonar var Þórunn Jóhannsdóttir frá Hvammh Fá- skrúðsfirði. Guðbjörg er dóttir Sigurpáls, b. á Hóh í Breiðdal, Þorsteinssonar, b. í Flögu í Breiðdal, Jónssonar, b. á Ásunnarstöðum, Pálssonar, bróður Sigríðar, konu Eiríks Björnssonar á Karlskála, ættföður Karlskálaætt- arinnar og Steinunnar, konu Hans Beck á Sómastöðum, ömmu Ey- steins Jónssonar, fyrrv. ráðherra, . og Jakobs Jónssonar, prests og rit- höfundar, föður rithöfundanna Jök- uls ogSvövu. Móðir Sigurpáls var Ingibjörg Friðbjömsdóttir, b. á Tjörn í Aðal- dal, Magnússonar, b. í Klömbrum, Björnssonar. Móðir Magnúsar var Sigurlaug Arngrímsdóttir, b. á Magnús Arnar Sigtryggsson. Hrafnabjörgum, Runólfssonar, b. í Hafrafehstungu, Einarssonar „galdrameistara" prests á Skinna- stað, Nikulássonar. Móðir Arn- gríms var Björg Arngrímsdóttir, sýslumanns á Laugum í Reykjadal, Hrólfssonar. Móðir Guðbjargar var Rósa Jónsdóttir, b. í Ósi í Eyjum í Breiðdal, Bjarnasonar og konu hans, Önnu Eiríksdóttur, b. á Þvottá, bróður Benedikts, langafa Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Eiríkur var sonur Þorleifs, b. á Hól- um í Hprnafirði, Hallssonar og konu hans, Önnu Eiríksdóttur, b. í Hof- felh, Benediktssonar. Móðir Önnu var Þórunn Jónsdóttir, sýslumanns í HofFelh, Helgasonar og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur, prests á Hahormsstað, Guðmundssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.