Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990.
Fréttir
DV
Tveggja ára deilur starfsmanns við sparisjóðsstjóra:
Neitaði konu, sem missti
tvíbura, um veikindaorlof
- borgaðiekkiþráttfyiirúrskurðbankamannasambandsins
28 ára gömul kona, sem fæddi tví-
bura er létust skömmu eftir fæöingu,
hefur í tæp tvö ár staðið í deilum við
vinnuveitanda sinn vegna fæðingar-
orlofs og sjúkrapeninga sem hún átti
að fá samkvæmt samningum.
Konan starfaði hjá Eyrasparisjóði
á Patreksfirði áður en hún fæddi
börnin. Nokkru síðar dóu tvíburam-
ir og veiktist konan alvarlega. Óskaði
hún þá eftir því við sparisjóðsstjór-
ann að hann greiddi henni fullt fæð-
ingarorlof og veikindaorlof þar sem
hún veiktist af æðasjúkdómi. Tveir
læknar staðfestu veikindi konunnar.
Þrátt fyrir það bárust henni ekki
greiðslur fyrir veikindaorlof frá
vinnuveitanda samkvæmt samning-
um Sambands íslenskra banka-
manna.
Framkvæmdastjóri SÍB hafði
margsinnis samband við vinnuveit-
andann án teljandi árangurs. Þrátt
fyrir að úrskurður hefði fallið hjá
bankamannasambandinu þess efnis
að konunni bæri að fá þá peninga
sem hún óskaði eftir hafa greiðslum-
ar dregist eða ekki borist. Hún á enn
eftir að fá rúmar sextíu þúsund krón-
ur samkvæmt kröfu lögmanns henn-
ar og útreikningum bankamanna-
sambandsins. Deilumar hafa nú
staðið yfir í tæp tvö ár.
„Það er nóg aö vera illa á sig kom-
in andlega eftir að hafa misst tvö
böm og veikjast - það reyndi nógu
mikið á mig. Þetta mál átti því að
leysa fyrir löngu,“ sagði konan í sam-
tali við DV. Hún hefur flutt til
Reykjavikur þar sem hún þarf að
fara í reglulega læknismeðferð vegna
veikinda sinna.
Sýslumaðurinn í Barðastrandar-
sýslu, sem er formaður stjómar
sparisjóðsins, hefur einnig gefiö
sparisjóðsstjóranum fyrirmæli um
að greiða konunni umbeðna upphæð
- það hefur einnig verið án teljandi
árangurs.
Hilmar Jónsson, sparisjóðsstjóri
hjá Eyrasparisjóði, sagði að aðalat-
riði þessa máls væri að búið væri að
greiða konunni þaö sem um var talað
af Sambandi íslenskra bankastarfs-
manna. „Það kom hins vegar í ljós á
dögunum að það vantaði aö gera upp
við hana starfsaldursálag. Stjórn
sparisjóðsins kom saman 16. október.
Þá var ákveðið að henni yrðu greidd-
ar rúmar 40 þúsund krónur. Það vill
svo til að greiðslan hittist á uppgjörið
nú um þessi mánaðamót. Mér er ekki
kunnugt um að hún eigi meira inni
hér,“ sagði Hilmar Jónsson.
-ÓTT
DV-mynd Hanna
Auglýsingaskiltið á Kópavogsbrúnni sem bæjarfógeti lét fjarlægja í gær.
Auglýsingaskllti Áma Ragnars flarlægt af Kópavogsbrú:
Segir mótframbjóðanda sinn
vera frænda bæjarf ógeta
- allir íslendingar afkomendur Jóns Arasonar frá 1550, segir fógeti
Bæjarfógetinn í Kópavogi óskaöi
eftir því í gær að auglýsjngaskilti
stuðningsmanna Árna Ragnars
Árnasonar, sem komið hafði verið
fyrir á sunnanverðri Kópavogsbrú,
yrði fjarlægt. Skiltið var tekið niður
síðdegis í gær.
Það var sett upp vegna prófkjörs
sjálfstæðismanna í Reykjaneskjör-
dæmi sem Árni Ragnar tekur þátt í
þann 10. nóvember. Lögreglan tjáði
Hjörleifi Hringssyni, sem selt hefur
pláss fyrir auglýsingar á brúnni, aö
gefinn yrði frestur til klukkan 17 í
gær til að fjarlægja skiltið. Farið var
að þeim fyrirmælum.
„Þetta er alvarlegt mál. Ég gat ekki
krafist þess af þeim sem seldu mér
plássið að þeir neituðu að taka skilt-
ið niður. Ég og mínir stuöningsmenn
munu hins vegar óska þess við okkar
lögmann að hann krefji fógeta um
úrskurð með stoð í lögum varðandi
þessar aðgerðir. Við höfum hins veg-
ar heimildir fyrir því að fógeti sé
frændi Sveins Hjartar Hjartarsonar
sem mun keppa við mig um 3. sætið
í prófkjörinu," sagöi Árni Ragnar
Ámason.
Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti í
Kópavogi, segir að hann sé óskyldur
Sveini Hirti. „Ég hef aldrei heyrt að
ég sé skyldur þessum ágæta dreng.
Annars eru nú allir íslendingar af-
komendur Jóns Arasonar biskups
frá 1550,“ sagði Ásgeir í samtali við
DV.
„Þetta skilti var sett upp í heimild-
arleysi án þess að fengið væri sam-
þykki lögreglu eða viökomandi aðila.
Varðandi auglýsingar eða ábending-
ar sem eru yfir akstursstefnu bif-
reiöa gilda reglur frá árinu 1985. Þær
eru til skriflegar. Slíkt má ekki vera
of áberandi eða draga úr athygli veg-
farenda. Þetta má ekki valda truflun
á sjónskyni ökumanna," sagði Ás-
geir. Aðspurður sagði hann á hinn
bóginn að pólitískar auglýsingar
brytu ekki í bága við umrædda reglu-
gerð.
Hjörleifur Hringsson hefur heimild
til að selja pláss til fjáröflunar fyrir
knattspymuvöll Breiðabliks í Kópa-
vogi. Hann sagði að sér kæmi á óvart
að tilskipun lögreglu hefði borist þar
sem hann hefur áður selt Alþýðu-
flokki og Alþýðubandalagi auglýs-
ingapláss á brúnni. Hann benti þó á
að hann hefði átt prýðilegt samstarf
við lögregluyfirvöld vegna auglýs-
inga á umræddri brú.
-ÓTT
)
Nýr leikhússtjóri Leikfélags
Reykjavíkur nýtur mikils stuðnings
- aðrir umsækiendur töldu sig hafa meiri reynslu
Á aðalfundi Leikfélags Reykjavík-
ur í fyrrakvöld var borin upp til at-
kvæða ráðning Sigurðar Hróarsson-
ar sem leikhússtjóra. Fékk Sigurður
27 atkvæði, 8 sátu hjá og 3 skiluðu
auðu.
Fyrir fundinum lá bréf frá öðmm
umsækjendum um leikhússtjóra-
stöðuna, nema Bryndísi Schram, og
þess óskað að það yrði lesið upp. í
bréfinu kom fram að þessir umsækj-
endur töldu sig hafa bæði meiri
menntim og starfsreynslu en Sigurö-
ur Hróarsson.
Að sögn Hallmars Sigurðssonar
leikhússtjóra urðu nokkrar umræð-
ur um málið eins og gengur. Hann
sagði það svo sem ekkert óeðlilegt
þótt skiptar skoðanir væra um ráðn-
ingu leikhússtjóra hjá lýðræðislega
uppbyggðu félagi eins og Leikfélag
Reykjavíkur er.
„Það kom svo í ljós við atkvæða-
greiðslu að Sigurður Hróarsson nýt-
ur fyllsta trausts mikils meirihluta
félagsmanna,“ sagði Hallmar.
-S.dór
Ejáraukalög:
Þref að og þráttað á
hefðbundinn hátt
í gær mælti Ólafur Ragnar Gríms-
son fyrir frumvarpi til fjáraukalaga
í sameinuðu þingi. Hann rakti í stór-
um dráttum í hvað það fé fer sem
fengið verður með fjáraukalögum.
Ólafur sagði aö þaö væri nýmæli að
fjáraukalögværa lögð fram jafntímis
íjárlögum. Áður hefði það tíðkast að
leggja þau fram ári síðar. Þá fór hann
fógram orðum um stjóm fjármála
ríkisins og sagði þar allt undir
styrkri stjórn.
Hann taldi upp þau atriði sem væra
útgjaldafrekust og tengdust
fjáraukalögunum. Þar nefndi hann
til lyfjakostnað, sem farinn væri úr
böndum, sem og mun meiri kostnað
fyrir ríkissjóö en áætlað var varð-
andi nýja verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga.
Loks lagði fjármálaráðherra til að
Alþingi yrði framvegis kallað saman
fyrr en verið hefur eða í byrjun sept-
ember og að fjárveitinganefnd starf-
aði allt árið.
Pálmi Jónsson, talsmaöur Sjálf-
stæðisflokksins um fjárlög, var á
annarri skoðun en fjármálaráðherra.
Hann fann bæði fjárlögum og
fjáraukalögunum flest til foráttu.
Það eina sem Pálmi var sammála
fjármálaráðherra um var að fjárveit-
inganefnd starfaði allt árið um kring.
Pálmi sagði að vaxandi halli á ríkis-
sjóði sýndi vel gagnsleysi þess fjár-
lagafrumvarps sem samþykkt hefði
verið fyrir þetta ár. Hann sagöi að
allar spamaðarráöstafanir, sem fjár-
málaráðherra hefði rætt um, hefðu
mistekist.
Pálmi Jónsson sagðist hafa óskaö
eftir nákvæmri úttekt á kostnaði við
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
en hefði ekki fengið þá úttekt enn.
Málmfríður Sigurðardóttir talaði
fyrir hönd Kvennalistans og tók mjög
í sama streng og Pálmi og taldi fjár-
málastjórn núverandi ríkisstjórnar
slæma.
-S.dór
Prófkjör:
Skúli Alexandersson
gef ur kost á sér áfram
- Ámi og Friöj ón hika
„Eg hef ákveðiö að gefa kost á mér
áfram í framboö fyrir Alþýðubanda-
lagið á Vesturlandi, annað hefur ekki
hvarflað að mér,“ sagði Skúli Alex-
andersson alþingismaður í samtcili
við DV í gær.
Samkvæmt heimildum DV eru ein-
hverjar hræringar í þá vera að fá
Skúla til aö hætta. Það era einkum
Akumesingar sem þar era í forystu.
Skagamenn segja að tími sé til kom-
inn að þeir eignist alþingismann,
enda segjast þeir vera þriðjungur
kjósenda í kjördæminu.
Friðjón Þórðarson alþingismaður
sagðist engu vilja svara um þaö á
þessari stundu hvort hann gæfi kost
á sér áfram. Hann sagði að ekkert
lægi á að taka ákvöröun. Sturla Böð-
varsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi,
°g Guðjón Guðmúndsson á Akranesi
hafa báðir lýst því yfir að þeir gefi
kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins á Vesturlandi.
Árni Gunnarsson alþingismaður
vildi heldur ekkert segja um það
hvort hann ætlaöi að gefa kost á sér
í prófkjöri krata á Suöurlandi. Hann
brosti bara og sagði þaö koma í ljós
á sínum tíma.
-S.dór
Seðlabanki:
Kosningu í bankaráð f restað
I gær var á dagskrá sameinaðs
þings aö kjósa nýtt bankaráö Seðla-
banka íslands til næstu fjögurra ára.
Málinu var frestaö og verður aftur á
dagskrá í dag. Þó vora margir sem
töldu að kosningin færi ekki fram
fyrr en á morgun, fimmtudag, en
kjósa ber bankaráðið fyrir 1. nóv-
ember.
Samkvæmt heimildum DV eru
ýmsir erfiðleikar í gangi bæði varð-
andi kosningu í bankaráðið og Þv'
tengist einnig ráðning nýs banka-
stjóra. Mikið er unnið bcik við tjöldin
við að leysa þetta hápóhtíska og við-
kvæma mál. -S.dór