Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990.
Útlönd
Tíu bandarískir sjóliöar biðu bana i gær er gufuleiðsla sprakk í banda-
ríska herskipinu Iwo Jima við Bahrain. Simamynd Reuter
Irakar
Viðbrögð við tillögu Svía um sameiginlega EB-umsókn:
Koivisto gagnrýn-
inn og Gro þögul
Hvorki Gro Harlem Brundtland,
leiðtogi norska Verkamannaflokks-
ins, né Jan P. Syse, sem sagt hefur
af sér embætti forsætisráðherra,
vildu í gær tjá sig um ummæh Sten
Andersson, utanríkisráðherra Sví-
þjóðar, um aöild að Evrópubandalag-
inu, EB. Andersson sagði á mánu-
daginn að Noregur, Svíþjóð og Finn-
land gætu hafið umræöur um sam-
eiginlega aðild að EB eftir áramót.
Brundtland sagði reyndar aö nor-
ræn samvinna væri mikilvæg og á
það hefði verið lögð áhersla í viðræð-
um EFTA, Fríverslunarsamtaka
Evrópu, og EB allan tímann. Annað
vildi hún ekki segja um máhð.
í aðalstöðvum norska Hægri
flokksins ríkti ánægja með tihögu
Andersson og sagöi einn leiðtoga
flokksins að norsk yfirvöld ættu að
fylgja henni efitir.
Mauno Koivisto, forseti Finnlands,
var í gær bæði efms og gagnrýninn
á tillögu Andersson. Forsetinn
kvaðst vilja mæla með því að menn
héldu sig við þá stefnu í viðræðunum
við Evrópubandalagiö sem EFTA-
ríkin hefðu náð samkomulagi um.
Hann sagði einnig að hetra væri að
Norðurlöndin ræddu sín á milli nýjar
hugmyndir áður en þær væru kynnt-
ar opinberlega. Koivisto hafði fyrr
Sten Andersson, utanríkisráðherra
Sviþjóðar.
um daginn staðfest í ræðu að viðræð-
ur EFTA og EB um evrópskt efna-
hagssvæði væru það sem Finnar
legðu áherslu á. Aðild að EB væri
ekki á dagskrá nú.
Utanríkisviðskiptaráðherra Finn-
lands, Pertti Salolainen, sagði að ekki
væri nein ástæða nú til að taka af-
stöðu til sameiginlegrar norrænnar
umsóknar. Leiðtogi finnska Miö-
flokksins, Seppo Aho, taldi að um-
mæh Andersson væru af innanríkis-
póhtískum ástæðum. Sænska stjóm-
in væri að reyna að vinna sér traust
innan viðskiptalífsins með því að láta
líta svo út sem aðild að Evrópu-
bandalaginu væri möguleg.
Framkvæmdanefnd Evrópubanda-
lagsins er nú farin að búa sig undir
sameiginlega umsókn Svíþjóðar,
Noregs og Finnlands. Ef umsókn um
aðhd berst geta samningaviðræður
hafist þegar í lok næsta árs. Þetta
kom fram af ummælum varafor-
manns nefndarinnar, Henning Chri-
stophersen, sem tók það fram að
hann yrði ekki undrandi yfir slíkri
þróun mála. Er það álit hans að Sví-
þjóð, Noregur og Finnland geti verið
orðin aðhdarríki löngu fyrir 1997.
Gert er ráð fyrir aö myntbandalag
Evrópu verði í fyrsta lagi orðið að
veruleika þá. Flestir telja þó að það
verði ekki fyrr en 2000. Það hefur
lengi verið stefna innan EB að ný
ríki verði ekki aðilar áður en hinn
frjálsi innri markaður er kominn á
í janúar 1993.
NTB og FNB
búa sig
undir árás
íraskir herforingjar í Kúvæt
hófu í morgun að búa hermenn
sína undir árás Bandaríkjamanna
og bandamanna þeirra. Saddam
Hussein íraksforseti sagði í gær að
búast mætti við árás næstu daga.
Bandarísk yfirvöld vísuðu því á
bug að þau hefðu tímasett árás á
íraka.
Talsmaður bandarískra yfir-
valda, sem tilkynnti um fyrirhug-
aðan fund utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í
næstu viku, vísaði samt ekki á bug
fréttum um að bandarískir emb-
ættismenn myndu ræða við banda-
menn sína um hvenær beita ætti
vopnavaldi gegn írökum.
í Washington sögðu bandarískir
þingmenn, sem Bush forseti kahaði
á sinn fund í gær vegna Persaflóa-
deilunnar, að þolinmæði forsetans
færi þverrandi. Margaret Thatc-
her, forsætisráðherra Bretlands og
helsti stuðningsmaður Bandaríkj-
anna í Persaflóadeilunni, ítrekaði
stefnu sína í gær. Kvað hún fjöl-
þjóðaherinn við Persaflóa hafa ah-
an rétt sem með þyrfti th að ráðast
gegn írak.
Vamarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, Dick Cheney, sagði í gær-
kvöldi að engin takmörk væm fyr-
ir þeim fjölda hermanna sem
Bandaríkin kynnu að senda th
Persaflóa.
Tíu bandarískir sjóhðar létu lífið
er gufuleiðsla sprakk í vélarrúmi
bandarísks herskips sem var á æf-
ingu viö Bahrain í gær. Sex biðu
bana samstundis en fjórir létust
síðarafvöldumbrunasára. Reuter
Fleiri Svíar
fá f ararleyfi
Sex Svíar fengu í gær fararleyfi
frá írak, að því er sænska ríkisút-
varpiö tilkynnti í gærkvöldi. Munu
þeir fá að fara heim í dag með
sænsku þingmannanefndinni sem
verið hefur í Bagdad th að reyna
að fá sænska gísla látna lausa.
Að sögn fréttamanns útvarpsins
völdu írakar sjálfir þá Svía sem
fengu fararleyfi. Allir em þeir eldri
en 54 ára.
Per Gahrton, einn þingmann-
anna sem verið hefur í Bagdad,
sagði í viðtali við TT-fréttqstofuna
sænsku í morgun aö það væri ekki
bara fyrir thstihi sænsku þing-
mannanefndarinnar sem fararleyfi
hefði fengist heldur einnig vegna
mihigöngu Frelsissamtaka Palest-
ínu, PLO. Sagði Gahrton að sænsku
þingmennirnir hefðu haft samband
við PLO og Arafat og hefði Arafat
lagt á það áherslu við írösk yfir-
völd að þau slepptu Svíunum.
Arafat hefur einnig lýst yflr
áhuga sínum á að Svíþjóð og
sænski utanríkisráðherrann taki
að sér hlutverk sáttasemjara í
Persaflóadeilunni. Gahrton sagði
Arafat hafa staöfest að írakar og
ekki síst Saddam Hussein íraks-
forseti hefðu móðgast vegna um-
mæla sænskra yfirvalda í upphafi
deilunnar. tt
Borgaraflokkar í Svíþjóð:
Vilja ekki „norska útgáfu“
- Miðflokkurinn samþykki EB-aðild
„Miðflokkurinn verður að sam-
þykkja umsókn um aðild að Evrópu-
bandalaginu. Það er skilyrði fyrir
þátttöku hans í samsteypustjórn
borgaraflokkanna. Það er ekki um
neitt annað að ræða.“ Þetta gerði
Carl Bhdt, leiðtogi sænska Hægri
flokksins, ljóst á fundi með frétta-
mönnum í gær.
Bildt sagði að það hefði getað orðið
„norsk útgáfa“ ef Miðflokkurinn
hefði tekið þátt í að semja stefnu
borgaraflokkanna sem birtist í grein
eftir hann og Bengt Westerberg, leið-
toga Þjóðarflokksins, í Dagens Ny-
heter í gær. Bhdt skýrði svo frá að
afstaða Hægri flokksins og Þjóðar-
flokksins til Evrópubandalagsins
væri önnur en Miðflokksins og það
hefði þurft að koma fram.
Bhdt lagði þó áherslu á að Miö-
flokkurinn væri ekki úti í kuldanum.
Hægri flokkurinn og Þjóðarflokkur-
inn leituðust ekki við að mynda
tveggja flokka stjóm heldur meiri-
hlutastjórn með þátttöku allra borg-
araflokkanna.
Olof Johansson, leiðtogi Miðflokks-
ins, segir að leiðtogar Hægri flokks-
ins og Þjóðarflokksins séu aðeins að
reyna að vekja á sér athygli. Kveðst
hann reyndar hafa verið mjög undr-
andi er Bildt hringdi í hann á mánu-
dagskvöld og greindi honum frá inni-
haldi greinarinnar í þriðjudagsblað-
inu jafnframt því sem hann gat þess
að undirskriftar Johanssons væri
ekki óskað.
TT
Noregur:
Búist við nýiri stjórn fyrir helgi
I dag hefst Gro Harlem Brund-
tland, leiðtogi norska Verkamanna-
flokksins, handa fyrir alvöru við
myndun nýrrar minnihlutastjórnar
í Noregi. Gert er ráð fyrir að ráð-
herrar verði margir þeir sömu og
voru í síðustu stjóm hennar sem
varö að fara frá eftir kosningaósigur-
inn í fyrrahaust. En einnig er tahð
líklegt að hún noti tækifærið til að
koma að mönnum sem gætu orðið
flokknum að góðu gagni þegar fram
líða stundir. Búist er við að stjómar-
myndun verði lokiö fyrir helgi.
Að loknum viðræðum við Mið-
flokkinn, Kristhega þjóðarflokkinn
og Sósíalíska vinstri flokkinn til-
kynnti Brundtland aö hún gæti
myndað minnihlutastjórn Verka-
mannaflokksins. Hún vhdi þó ekki
skýra fréttamönnum frá hvers konar
stuðningsyfirlýsingar hún liefði
fengið.
Leiötogi þingflokks Miðflokksins,
Anne Enger Lahnstein, lagði á það
áherslu að nú væri Miðflokkurinn
stjórnarandstöðuflokkur sem myndi
halda fast við stefnu sína, ekki síst
baráttuna gegn aðhd að Evrópu-
bandalaginu. Leiðtogi þingflokks
Kristhega þjóðarflokksins, Káre
Gjönne, var ekki jafnopinskár. Hann
lýsti því þó yfir að flokkur hans
myndi ekki fylgja aht annarri efna-
hagspólitík en þeirri sem Sysestjóm-
in hefði skapað.
Ánægðastur þingflokksleiðtog-
anna var leiðtogi Sósíalíska vinstri
flokksins, Kjehbjörg Lunde. Þótti
henni eftir viðræðumar við Bmndt-
land sem Verkamannaflokkurinn
hefði flust meira til vinstri síðastUðið
ár og geröi hún ráð fyrir að flokkur
sinn fengi nú meiri áhrif.
NTB
Gro Harlem Brundtland, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, óskar Jan
P. Syse, leiðtoga Hægri flokksins, til hamingju með kosningasigurinn í
fyrra. Nú er það Brundtland sem reynir stjórnarmyndun. Simamynd Reuter