Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990.
13
Lesendur
Hlutabréf og verðbréf:
Tek verðbréf in fram yf ir
„Sé ekki annað en það sé mun meiri hagnaðarvon i kaupum á skuldabréf-
um,“ segir hér m.a.
Páll Jónsson skrifar:
Ég las grein í Mbl. um sl. helgi og
var hún um verðbréf. Greinin hét
„Hvaða munur er á að eiga hlutabréf
eða skuldabréf?" - Greininni fylgdu
myndir þar sem skýrt var hver mun-
urinn væri á því að eiga hlutabréf
og skuldabréf. En það var líka það
eina sem maður fékk að vita um þann
mismun sem þarna er á. - Megin-
hluti greinarinnar fór í að útskýra
fyrir lesendum hvað hlutabréfm
væru, réttindi og skyldur, og annað
sem þeim viðkemur.
í lok greinarinnar stóð að í næstu
grein yrði fjallaö um mismunandi
markaði hlutabréfa, hlutverk hvers
þátttakanda á markaðinum og
hvemig þessir þættir snúa að ein-
stökum kaupendum hlutabréfa. - En
hvað um skuldabréfin? Hvers vegna
var ekki talað meira um þau og þau
útskýrð nánar?
Ég fékk þá tilfmningu eftir að hafa
lesið greinina um mismuninn. á
hlutabréfum og skuldabréfum sem
var þó einungis umfjöllun um hluta-
bréf - að þarna væri verið að hvetja
fólk til að fjárfesta í hlutabréfum en
ekki skuldabréfum. Ég sé þó ekki
annað en að það sé margfalt skyn-
samlegra að kaupa skuldabréf þar
sem tekjur af þeim eru vextir og
verðbætur (hvort tveggja í formi pen-
inga) og með ákveðinn gjalddaga,
sem menn ganga að - í stað þess að
vera með í höndunum hlutabréf, þar
sem tekjur eru óvissar, stundum í
formi arðs og stundum engum og/eða
verðhækkun, sem er alltaf mjög
óviss, og verðbætur í formi jöfnunar-
bréfa og fer eftir stjórn viðkomandi
fyrirtækis hvort útgáfu er sinnt. -
Og mörg eru þau fyrirtækin sem nú
beijast vonlítilli baráttu við að bjóða
hlutabréf til kaups.
Upplýsingar mætti fólk fá meiri um
allar þær tegundir skuldabréfa sem
á markðnum eru, allt frá ríkis-
skuldabréfunum til persónubund-
inna bréfa sem ganga milli manna í
daglegum viðskiptum ýmiskonar.
KórvilH barnayf irvöld?
„Vökull“ skrifar:
Forvarnarstarf og fyrirhyggjandi
ráðgjöf á ekki upp á pallborðið hjá
íslenskum barnaverndaraðilum að
mínu mati. Þeir hafa lengi unað því
að starfa í samræmi við kreppuára-
lög um barnaverndarmál. - I sam-
ræmi við þetta hafa kjör skilnaðar-
barna orðið á vettvangi barnavernd-
aryfirvalda, þegar dómsmálaráðu-
neytið kveður þau til aðstoöar við
ákvarðanir um búsetu og forsjá.
Endurteknar yfirlýsingar kveða
við frá talsmönnum barnaverndar-
kerfisins, að neyðaraðstæöur bama
sundraðra heimila séu ekki „eiginleg
barnaverndarmár, jafnvel þótt
barnalögin bendi í allt aðra átt. Með
þessu reyna barnaverndarlög að
skjóta sér á bak við ófullkomin
ákvæði úreltra barnavemdarlaga,
sem ekki taka til forvarna.
Þegar alvarlega dregur til álita um
búsetu og forsjá barna fráskilinna
foreldra, verða slík börn þolendur
þess að barnaverndaraðilar draga
jafnvel um árabil við sig að koma
fram með lausnartillögur sínar. - Á
meðan er börnum og umhvefi þeirra
haldiö í óvissu og alvarlegri spennu
með óbærilegum afleiðingum fyrir
börnin.
Afleiðingar slíkrar vanvirðu setja
stundum ævilangt mark á þá ungu
einstaklinga sem í hlut eiga. - Sagt
er þó að slík framkoma við böm sé
ekki barnaverndarmálefni! Þeir sem
til þekkja vita þó betur.
Fyrir Alþingi liggur nú nýtt frum-
varp til barnaverndarlag sem leggur
megináherslu á að barnaverndar-
yfirvöld haldi áfaram að fara með
hlutverk rannsóknardómstóla sem
þau eru vanfær um að gegna af mörg-
um ástæðum. - Mælt er gegn því að
óháðir dómstólar megi hlutast til um
réttindamálefni barna!
Athyglisvert er að í frumvarpinu
segir, að „önnur lög“ eigi að fjalla
um forvarnir á sviði barnaverndar.
Það á ekki að vera verkefni barna-
vemdaraðila framtíðarinnar. - Ekki
er hálfu orði vikiö að forsjármálum
skilnaðarbarna í frumvarpinu í sam-
ræmi við þetta tímafrekasta verkefni
barnaverndaraðila, sem þeir fúlsa þó
greinilega við.
Komum Kolbrúnu
í öruggf sæti
Þóra Stefánsdóttir skrifar.
Þar sem nú er komið að prófkjörum
víða um land og öllu sem því fylgir,
vil ég biðja fólk um að hugsa sig vel
um og reyna að koma að duglegu
fólki sem raunverulega hefur áhuga
á að gera eitthvað til að létta byrðar
okkar í daglegu lífi og vill gera stjórn-
máhn að því sem þau ættu að vera.
- Ég á við að ekki sé verið að koma
fólki að sem gerir ekkert gagn. Fólki
sem fer aðallega í stjórnmál til að
komá sjálfu sér á framfæri.
Við Hafnfirðingar eigum því láni
að fagna að eiga unga, góða og fram-
úrskarandi duglega konu, sem nú
A.K. skrifar:
Ég vil þakka Stöð 2 fyrir þáttinn
Neyðarlínuna sem er á dagskrá á
þriðjudagskvöldum. Þetta er fróðleg-
ur þáttur um fórnfýsi og það mættu
margir læra af.
Ökumaður, sem ekur fram hjá fólki
sem hefur lent utan vegar eða lent í
einhveiju umferðaróhappi á vegum
úti ætti að stöðva ökutæki sitt, en
ekki aka áfram eins og ekkert sé. -
Það gera því miður alltof margir.
Ég held að það sé ömurlegt að
standa einn í myrkri úti á vegi ein-
þegar hefur látið að sér kveða í heimi
stjórnmálanna með góðum árangri,
og hver sem fylgst hefur með henni
veit að hún er svo sannarlega góður
fulltrúi síns flokks og mun gefa sig
alla í að vinna að heill okkar allra -
ef við bara gefum henni tækifæri.
Hafnfirðingar, gerum góðan flokk
betri, komum Kolbrúnu Jónsdóttur
í öruggt sæti. Við megum ekki við
því að sleppa henni fyrst hún býður
sig fram. Hún mun örugglega verða
okkur sá fulltrúi sem við getum ver-
ið hreykin af. - Til hamingju, Sjálf-
stæðisflokkur, með Kolbrúnu.
hvers staðar fjarri byggð, eftir að
hafa t.d. misst bíl sinn út í skurð, og
sjá ljós nálgast og veifa en til einsk-
is. Þeir ökumehn sem þetta gera ættu
að horfa á þennan fyrrnefnda þátt
og reyna að fá því tíl leiöar komið
að hafa hjartað á réttum stað.
Fyrir stuttu lenti ung stúlka ein-
mitt í einu svona óhappi þar sem
ökumaður ók áfram þótt veifað væri
- án þess að athuga hvort hún væri
meidd. í næsta bU var blessunarlega
hjálpina að fá og þar var hjartaö
sannarlega á réttum stað.
Kolbrún Jónsdóttir. - „Hún mun
verða sá fulltrúi sem við getum ver-
ið hreykin af,“ segir Þóra m.a. i bréf-
inu.
Hringið í síma
27022
kl. 14 og 16
eðæskrifið
ATH.: Na£n og sími
verdur aö fylgja
bréfum.
Neyðarlinan:
Nauðsynlegur þáttur
„Framferði hundaeigenda eru takmörk sett,“ segir hér m.a.
Óvarðar lóðir og bílastæði:
Oþolandi atgangur
hundaeigenda
Nanna hringdi:
Ég get varla staðist það lengur að
þegja yfir þeim hvimleiða og reyndar
óþolandi yfirgangi sem hundaeig-
endur sýna með því að leyfa hundun-
um að valsa óbeisluðum inn á lóðir
og bUastæði þar sem þeir eiga leið
um þegar þeir eru á kvöldgöngu með
hundana sína.
Þannig er málið vaxiö í mínu tUviki
að þar sem ég bý, á gatnamótum
Ránargötu og Ægisgötu í vesturbæn-
um, er ógirt lóð - eins konar bíla-
stæði. Það bregst varla að hvern
morgun er þarna kominn úrgangur
frá hundum eftir að þeir hafa hlaup-
iö frá eigendum sinum til að gera
þarfir sínar, nema hundaeigendur
sjálUr beini hundunum á svona ógirt
en afmörkuð svæði, sem tUheyra
þeim húseignum sem við þau standa.
Mér finnst það vera óskiljanlegt og
einkar tillitslaust af eigendum hunda
að láta þá vaða yfir lóðir og bílastæði
þar sem eigendurnir mega vita að
hundarnir fara sínu fram og skilja
stykki sín eftir þar sem þeir koma. í
fáum orðum, óþolandi atgangi
hundaeigenda eru takmörk sett.
Vonandi taka þessi ósköp enda sem
fyrst.
Viðbrögð fram-
boðskandídata
Þórður E. Halldórsson skrifar:
Það er nokkur mannþekkingar-
auki að kynnast sálarlegum við-
brögðum þeirra frambjóðenda, sem
buðu sig fram við prófkjör til vænt:
anlegra alþingiskosninga. Á
miðopnu Morgunblaðsins í dag, 30.
okt. eru birt viðtöl við 9 af þeim
kandídötum, er buðu sig fram í
Reykjavík fyrir Sjálfstæöisflokkinn.
Allir þessir aðilar, að einum undan-
teknum, líta málefnalega á úrshtin.
Sá einstakUngur sem ætlaðist tU
þess að lenda í 9.-10. sæti (vonlaust
sæti) nær ekki upp í nefið á sér af
því að hafa lent í því 11. „Það kom
mér á óvart í prófkjörinu, hvernig
frambóðendur berjast, og mér finnst
það ekki flokknum tU sóma að sitja
uppi með fólk sem kemst áfram á
peningum og vissri bardagaaðfeð,
sem er mér fjarri," segir í viðtalinu.
Þaö undarlegasta við þetta viðtal í
Morgunblaðinu er þó það að það er
sett upp í fjórum dálkum með stríðs-
letursfyrirsögn. Fólk almennt, telur
Morgunblaðið vera málgagn Sjálf-
stæðisflokksins. Á sama tíma fyllir
þaö síður sínar með áróðri flókkanna
lengst tíl vinstri, svo að segja í hverju
tölublaði.
Þeir þingmenn, Guðmundur H.
Garðarsson og Geir Haarde ræða af
hógværð og stillingu um úrsht próf-
kjörsins, þótt þau yrðu ekki eins og
þeir væntu. Hinn ungi og efnilegi
þingmaður, Geir Haarde, hefði að
öðrum ólöstuðum gjaman mátt vera
framar á Ustanum. Það má hins veg-
ar vera honum uppörvun að vita að
flestir sjálfstæðismenn Uta á hann
sem manninn í baráttusætinu og
enginn okkar stuðningsmanna hans
mun draga af sér við að tryggja hon-
um þaö.
Miðstjómarfundur Alþbl. ogálverið:
Einkennileg af staða
Friðrik Friðriksson hringdi:
Það er alveg einkennilegt að Al-
þýðubandalagið sem flokkur skuU
ekki myndast við að gefa út ein-
hverja ákveðna og stefnumarkandi
yfirlýsingu um álversframkvæmd-
ina fyrirhuguðu á KeiUsnesi. Flokk-
urinn virðist vilja hafa þá stefnu eina
að láta fólk halda að hann sé á móti
álveri en geti vel hugsað sér að slá
til í málinu ef vissum skilyrðum sé
fuUnægt.
Enginn veit nákvæmlega hver
þessi skilyröi em en þó er fólk að
geta sér þess til aö hér sé um að
ræða tvennt, staðsetningu álversins
sem skuU vera úti á landsbyggðinni
- ekki á KeiUsnesi - og að verðið fyr-
ir raforkuna hækki verulega. Nú,
þetta era svo sem fuUgjldar skoðanir
en þær verða bara að vera fullmótað-
ar og samþykktar af miðstjórnar-
fundi eða þingUokknum tíl þess að
fólk taki mark á þeim.
Það er ekki nóg að einn eða ein-
hver ráðherra Alþýðubandalagsins
segi eihhversstaðar í blaðaviðtali að
hann telji mikinn ókost í málinu að
álverið rísi á þéttbýhssvæðinu og að
hann eða þeir „áskUji sér rétt“ tU að
mótmæla hinu og þessu. Við eram
aUtaf að mótmæla, ég hér og hinn
þar. Það er ekkert áþreifanlegt og þaö
er því óábyrg stefna eða auðvitað
ekkert annað en stefnuleysi hjá Al-
þýðubandalaginu að vera aUtaf að
hrópa „úlfur, úlfur“ en láta ekkert
haldbært frá sér fara sem yfirlýsingu
frá flokknum í heUd.