Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkwæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11.105 RVlK, SÍMI (91 >27022-FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblaö 115 kr. Evrópubandalagið Umræður um afstöðuna til Evrópubandalagsins eru hafnar á alþingi og raunar víðar í þjóðfélaginu. Hags- munasamtök lýsa áliti sínu, einstakir áhrifamenn og stjórnmálamenn eru að verða opinskárri í skoðunum um tengsl íslands við Evrópubandalagið. Þannig lýstu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Ragnhildur Helgadóttir og Hreggviður Jónsson, yfir því að ísland ætti að sækja um aðild að bandalaginu. Þorsteinn Páls- son telur tímabært að umræður hefjist um það í þjóð- félaginu hvort ísland eigi að sækja um aðild. Áberandi var í prófkosningum sjálfstæðismanna 1 Reykjavík um síðustu helgi að margir frambjóðenda höfðuðu til þekk- ingar sinnar á Evrópumálum og töldu hana skipta miklu fyrir flokkinn á komandi kjörtímabih. Á hinn bóginn hefur Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hafnað aðild og sú skoðun virðist enn vera ráðandi að aðild sé útilokuð af okkar hálfu meðan Evrópubandalagið krefst óskoraðra heimilda til fisk- veiða í íslenskri lögsögu. Hér verður ekki hvatt til umsóknar um aðild. íslend- ingar eru ekki undir það búnir. Það sem blasir hins vegar við hveijum manni er sú staðreynd að mikhr hagsmunir eru í húfi að íslendingar geti tengst evrópska markaðnum sem við eigum og verðum að hafa aðgang að. Að öðrum kosti einangrumst við og glötum tæki- færum til innflutnings og útflutnings sem afkoma okkar byggist á. Ríkisstjórnin hefur vahð þann kost að standa að sameiginlegum viðræðum EFTA-ríkjanna um sér- stakt efnahagssvæði og um þá stefnu hefur ekki verið verulegur ágreiningur nema hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælt með tvíhhða viðræðum við Evrópubanda- lagið. Markmiðið er þó hið sama, hvor leiðin sem farin er. Nú hefur það gerst að sum EFTA-ríkin, þar á meðal Norðurlöndin þrjú, hafa riðlað fylkingu EFTA-ríkjanna og veikt samningsstöðu sína með yfirlýsingum ráða- manna um að þau sæki nú þegar um aðhd að bandalag- inu. Norska ríkisstjórnin hefur sprungið út af þessu máh og í Svíþjóð er kominn mikill órói í hið pólitíska ástand þar í landi vegna skoðanamunar um aðild eða ekki aðhd. Aht stafar þetta af því að fleiri og fleiri eru þeirrar skoðunar að viðkomandi lönd verði utangátta og afskipt ef þau standa utan bandalagsins. Það er auðvitað miður ef fleygur kemur í samstöðu EFTA-ríkjanna. Því skyldi EB hlusta á óskir um undan- þágur og thhhðranir einstakra landa þegar forráðamenn bandalagsins heyra að formlegar umsóknir eru á leið- inni? Þessi þróun skaðar stöðu íslands og skapar nýja tafl- stöðu. Athygli er vakin á því að enda þótt Norðmenn, Svíar, Finnar og Austurríkismenn leggi fram aðhdar- umsóknir á morgun mun formleg innganga ekki geta orðið fyrr en eftir þrjú th fimm ár. Hvernig á að brúa bilið og hvað vhja menn gera á meðan? Áríðandi er að á það verði látið reyna hvort viðræður EFTA-ríkjanna sameiginlega beri árangur. Úr því fæst skorið innan tíðar og ekki síðar en um áramót, sam- kvæmt mati utanríkisráðherra. Ef upp úr shtnar er næsta skrefið að reyna tvíhhða viðræður. Aðhdarum- sókn er síðasta úrræðið en vonandi þarf ekki til þess að koma. En endapunkturinn er öhum ljós: íslendingar verða með einum eða öðrum hætti að tengjast Evrópu- bandalaginu. Ehert B. Schram Inúítar og afdrif norrænna manna á Grænlandi Um þessar mundir stendur yfir merkileg sýning á Kjarvalsstööum á gripum frá inúítum við Berings- haf. Þessum gripum var safnað á síöari hluta 19du aldar af Banda- ríkjamanninum E.W. Nelson, sem starfaði sem veðurathugunarmað- ur í St. Michel í Alaska. Nelson var mikill áhugamaður um náttúrufræði, og þá fyrst og fremst fuglalíf. Hann ferðaðist allmikið meðfram strönd Alaska vestanverðri í húðkeip og fékk ekki síður áhuga á lífi fólks en dýra. Safnaði hann miklum upplýsing- um um lifnaðarhætti indíána og inúíta á þessum slóðum og keypti af þeim margs konar gripi, gömul föt, áhöld og ýmislegt sem tengdist trúarlífi þeirra. Hann varð þekktur meðal frumbyggjanna fyrir þessa söfnunarástríðu sína og segir sjálf- ur að þegar hann kom í þorp eitt hafi gömul kona spurt: „Hver er hann, maðurinn sem kaupir allt ónýtt drasl.“ Nelson dvaldist aöeins í íjögur ár þarna norður frá en safnaði samt um tíu þúsund gripum sem hann flutti til Washington. Hann ritaði einnig merkilega um fólk og mann- fræði Alaska og telst einn af frum- kvöðlum vísindalegra rannsókna á því sviði. Það er úrval úr þessu safni Nel- sons, sem hér er til sýnis, en grip- irnir eru í Smithsonian-safninu í Washington. Allsamstæður hópur Eins og kunnugt er dreifast inúit- ar eða eskimóar, eins og áður fyrr var venjan að kalla þetta fólk, frá Beringshafsströnd Alaska í vestri til Angmagsalik í austri. Þeir haf- ast við í fjórum þjóðríkjum: Sovét- ríkjunum við Beringssund, Banda- ríkjunum, þ.e. í Alaska, við íshafs- strönd Kanada og Hudsonflóa og svo á Grænlandi. Þeir eru allsam- stæður hópur að tungu og menn- ingu, eða voru réttara sagt. Veiðar sjávarspendýra og hrein- dýra var undirstaða þess að þeir gátu hafst við á einhveijum harð- býlustu svæðum jarðarinnar. Tunga þeirra er af einum stofni Kjállariim Haraldur Ólafsson dósent þótt hún skiptist í mismunandi mállýskur og verkleg og andleg menning þeirra var svo svipuö á öllu þessu víðlenda svæði að undr- un vekur. Svipaðar trúarhug- myndir, keimlíkar sagnir, sams konar samfélagsgerð benda til eins og sama uppruna. Vilhjálmur Stefánsson var á sinni tíð ötull rannsakandi menningar þeirra og atvinnuhátta og fór nýjar leiðir í þeim rannsóknum. Hann sýndi fram á aö þessi svæði yrðu ekki könnuð með nokkrum árangri nema rannsakendur semdu sig í öllu að siðum frumbyggjanna og lifðu á því sem náttúran hefði að bjóða. Á þennan hátt sló hann tvær flug- ur í einu höggi: Hann auðveldaði ferðalög um norðursvæðin og hann kynntist náið lífsbaráttu inúíta með því að lifa eins og kostur var sams konar lífi og þeir. Þegar svo Knud Rasmussen skipulagði hinn fræga 5. Thule-leiðangur í byijun þriðja áratugarins fór hann í flestu eins að og Vilhjálmur nokkrum áratugum áður. Svörin mörg og ósamstæð Því nefni eg Vilhjálm Stefánsson í þessu sgmbandi að eg vil minna á að menn af íslenskum stofni hafa sýnt rannsóknum á menningu inú- íta áhuga og átt þátt í að þoka þeim nokkuð áleiðis. Hins vegar finnst mér sem áhuginn á nágrönnum okkar Grænlendingum tengist einkum áhuga á búsetu norrænna manna á Grænlandi um fimm alda skeið og er það ekki að ófyrirsynju. En búseta norrænna manna á Grænlandi er illskiljanleg, nema menningu og atvinnuháttum inúíta fyrr á öldum séu jafnframt gerö rækileg skil. Sú er hin kuldalega staðreynd að norræn menning hverfur á Grænlandi, en menning inútíta stendur allt af sér. Afdrif norrænna manna á Grænlandi verða aldrei skilin né skýrö til nokkurrar hlítar, nema menn geri sér grein fyrir inntaki inúítamenn- ingarinnar. ' Ahugafólki um þessa hluti gefst nú tækifæri til að kynnast ýmsum þáttum þessarar merkilegu og líf- seigu menningar með því að líta inn á Kjarvalsstöðum. En hvernig get eg fært rök að því að hin norræna menning á Græn- landi verði ekki skihn nema með tilvísan til menningar inútía? Eins og segir hér að ofan er það staö- reynd að norræn menning leið undir lok á Grænlandi einhvem tímann á 14. eða 15. öld. Margar tilgátur eru um orsakir þess. Svör- in eru mörg og ósamstæð, og reyndar „veit“ enginn hvemig það mátti verða að menningarsamfélag í tengslum við Evrópu hvarf þegj- andi og hljóðalaust úr sögunni. Svarið við spurningunni um afdrif norrænnar menningar þarna vest- ur frá hefir ekki aðeins þýðingu fyrir okkur hér á íslandi. Þetta er ein af þeim gátum sem mannfræð- ingar, landfræðingar og vistfræð- ingar vildu fá svör við. Taki höndum saman Tillaga mín er sú að sérfræðingar á Grænlandi, í Danmörku og á ís- landi taki höndum saman um aö kanna þetta mál ítarlega og skipu- lega á næstu árum. Slíkt rannsókn- arverkefni mundi efla hinn ný- stofnaða háskóla í Nuuk. Það mundi gefa íslenskum vísinda- mönnum tækifæri til að kanna íjöl- marga þætti er tengjast búsetu manna á íslandi og á Grænlandi. Og Danir búa yfir meiri þekkingu á Grænlandi en aðrar þjóðir, svo aðstoð þeirra er nauðsynleg. Eg er viss um aö endurskoðun á fyrri rannsóknum og nýjar athuganir byggðar á þeim muni verða merki- legt framlag til rannsókna á norð- urslóðum í heild. Mikill áhugi er nú á norðurslóð- um, bæði náttúrufari og menningu þeirra þjóða sem þar búa. Við eig- um aö nota okkur þennan alþjóð- lega áhuga með því að stórauka framlag okkar til rannsókna á norðurslóöum á sem flestum svið- um. Haraldur Ólafsson Vilhjálmur Stefánsson var á sinni tíð ötull rannsakandi menningar og og atvinnuhátta og fór nýjar leiðir í þeim rannsóknum, segir hér m.a. - Vilhjálmur Stefánsson (t.h.) ásamt tveimur vísindamönnum, lífræðingn- um Fritz Johansen og mannfræðingnum Henry Beuchat. .. búseta norrænna manna á Græn- landi er illskiljanleg nema menningu og atvinnuhátta inúíta fyrr á öldum séu jafnframt gerð rækileg skil.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.