Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Síða 17
MIDVIKUDAOUR 31. OKTÓBKR 1990.
óð tilþrif. Hér er hann með knöttinn og tveir Valsmenn sækja að honum. A inn-
með tilþrifum í körfu Valsmanna. DV-myndir GS
í Englandi
að forráöamenn liðsins hafa augastað á
leikmönnum til aö hressa upp á sóknar-
leik liðsins. Inni í myndinni eru Þjóð-
verjinn Thomas Hauser hjá Sunderland
og Bob Taylor sem skoraði 35 mörk fyr-
ir Bristol City í fyrra.
Paul Merson var
haldinn spílafikn
• Paul Merson, leikmaöur Arsenal, hef-
ur viðurkennt aö hafa verið haldinn
mikilli spilaíikn. Merson segir að ástrið-
an fyrir veðmálum hafi verið svo mikil
að hann hafi ómögulega getað gengið
framlijá búllu veðmangarans án þess að
snarast inn fyrir og leggja undir, hvort
heidur á var á fótbolta, billjard eða
hundahlaup. Merson telur sig hafa tapað
liölæega 100 þúsund pundum á öllu sam-
an en segir að þetta heyri sögunni til og
nú hvarfli ekkí að honum aö taka þátt
í þessu.
Graham á fyrir
saltinu í grautinn
• Þrátt fyrir að hafa þurft aö greiða 10
þúsund punda sekt vegna ólátanna í
leiknum fræga gegn Manchester United
á dögunum, á hann fyrir salti í grautinn
og mun ekki muna mikið um að borga
sektina. Árslaun Grahams hjá Arsenal
eru 25 milljónir á ári og hljóta þaö að
teljast þokkaleg laun fyrir að sfjðrna
knattspyrnuliðií ensku knattspyrnunni.
Arnþór stóð
sig vel
Arnþór Ragnarsson, sundmaður
úr Hafnarfirði, stóð sig með stakri
prýði á jóska meistaramótinu sem
fram fór í Esbjerg um síðustu helgi.
Arnþór vann til þrennra gullverð-
launa og var nálægt íslandsmetum
sínum. Mótið fór fram í 25 metra
laug.
Arnþór sigraði í 100 metra bringu-
sundi á 1:06,76 mínútum og í 200
metra bringusundi á 2:24,62 mínút-
um. Arnþór var svo í sigursveit
Holstebro í 4x100 metra fjórsundi,
sveitin synti vegalengdina á 4:01,43
mínútum. Arnþór var svo í fimmta
sæti í 400 metra fjórsundi á 4:48,40
mínútum og setti um leið nýtt Hafn-
arfjarðarmet.
Arnþór Ragnarsson hefur dvahð í
Danmörku síðan í maí við æfingar
og keppni með danska félaginu
Holstebro. Hann stefnir að því að
dvelja áfram við æfingar í Danmörku
í vetur og þíða hans fjölmörg mót og
má búast við góðum tíðindum frá
honum með sama áframhaldi.
Þess má geta að fyrir mótið í Es-
bjerg dvaldi Arnþór í ströngum æf-
ingabúðum í sex daga og synti því
þungur eins og sundmenn segja á
fagmáli. í hvíld ætti því Arnþór aö
geta hnekkt íslandsmeti sínu í 100
og 200 metra bringsundi.
-JKS
33
íþróttir
Körfuknattleikur:
Lið ÍR enn
ánstiga
- tapaöi í gær fyrir Val, 96-90
ÍR-ingar eru enn án stiga í úrvals-
deildinni í körfuknattleik. í gær tap-
aði liðið fyrir Valsmönnum í íþrótta-
húsinu aö Hlíðarenda, 96-90, eftir að
staðan í hálfleik var, 54-42, Val í hag.
ÍR-ingar voru sprækir í byrjun og
höfðu undirtökin í leiknum fyrstu 10
mínúturnar. Douglas Shouse,
Bandaríkjamaðurinn í liði ÍR, hitti
mjög vel á þesum fyrstu mínútum
og þaö var ekki fyrr en leikmönnum
Vals tókst að hemja hann aö þeir
náðu undirtökunum og höföu eins
og áður sagði tólf stiga forskot í leik-
hléi, 54-42.
Valsmenn bættu um betur í upp-
hafi síðari hálfleiks og þegar 10 mín-
útur höfðu verið leiknar voru þeir
búnir að ná 23 stiga forskoti, 80-57.
Þá greip Jón Jörundsson, þjálfari ÍR,
til þess ráðs að pressa leikmenn Vals
framar á vellinum og leika maður á
mann. Þetta gaf góða raun fyrir ÍR-
inga, leikmenn Vals virtustu ekki
þola pressuna, og léku illa síðustu
mínúturnar. ÍR-ingar söxuðu jafnt
og þétt og forskot Valsmanna og í
lokin munaði aðeins 6 stigum á lið-
unum.
David Grisson og Magnús Matthi-
asson voru atkvæðamestir í höi Vals
og þá stjómaði Guðni Hafsteinsson
sóknarleik Vals lengstum nokkuð
vel. Svah Björgvinsson meiddist í
síðasta leik Vals gegn Haukum og gat
hann ekki leikið með í gær.
Douglas Shouse var sem fyrr. aðal-
maðurinn í liði ÍR. Hann var þó
nokkuö köflóttur gerði sín mistök en
þess á milli sýndi hann stórgóð th-
þrif. Þá átti Bjöm Leósson sinn besta
leik í vetur.
Stig Vals: David Grisson 24, Magn-
ús Mathíasson 22, Guðni Hafsteins-
son 13, Matthías Matthíasson 12,
Ragnar Jónsson 11, Helgi Gústafsson
10, Aðalsteinn Jóhannsson 2, Jón
Bender 1 og Guðmundur Þorsteins-
son 1.
Stig ÍR: Douglas Shouse 36, Björn
Leósson 11, Jóhannes Sveinsson 10,
Hilmar Gunnarsson 8, Brynjar Sig-
urðsson 8, Gunnar Þorsteinsson 7,
Hahdór Hreinsson 6, Björn Bollason
4.
Leikinn dæmdi Jón Otti Ólafsson
og Kristinn Óskarson og gerðu þeir
það vel. -GH
Handbolti:
Hörkuleikir í
handboltanum
- fiögur lið 1 efri hlutanum mætast í kvöld
Tvö af efstu hðum 1. deildar karla
í handknattleik, Stjarnan og Víking-
ur, mætast í kvöld í 9. umferð dehd-
arinnar. Leikurinn fer fram í íþrótta-
húsinu í Garðabæ og hefst klukkan
20.15. Víkingar eru efstir en Stjarnan
í þriðja sæti, ijórum stigum neðar,
svo Garðbæingar verða að vinna til
að vera með í baráttunni á toppnum.
Á Hlíðarenda eigast við tvö önnur
hð í efri hluta dehdarinnar, Valur og
KR, og hefst viðureign þeirra klukk-
an 18.30. Loks mætast FH og ÍBV í
Kaplakrika klukkan 20 og sá leikur
hefur mikið að segja í baráttunni um
að komast í sex hða úrshtakeppnina.
Staðan í 1. dehd er sem hér segir:
Víkingur.......8 8 0 0 196-161 16
Valur..........8 7 0 1 196-172 14
Stjarnan.......8 6 0 2 189-179 12
Haukar.........7 5 0 2 163-162 10
KR.............8 3 4 1 186-179 10
FH.............8 4 1 3 183-178 9
KA............8 3 1 4 188-174 7
KA............8 3 1 4 188-174 7
• Birgir Sigurðsson og félagar
hans í Víkingi mæta Stjörnunni.
IBV 7 3 0 4 168-163 6
Grótta 8 1 1 5 160-180 3
ÍR 8 1 1 6 174-193 3
Fram 8 0 2 6 161-190 2
Selfoss 8 0 2 6 154-187 2
Þrir leikir í
1. deild kvenna
Keppni í 1. deild kvenna hefst á ný
eftir nokkurt hlé. Tvö af efstu hðun-
um, Stjarnan og FH, leika í Garðabæ
klukkan 18.30, Víkingur leikur við
Selfoss í Laugardalshöh á sama tíma
og loks mætast Valur og Fram á
Hlíðarenda klukkan 20.
• í 2. dehd karla leika HK og Ár-
mann í Digranesi, ÍBK og ÍS í Kefla-
vík og Afturelding og ÍH að Varmá.
Allir leikimir hefjast klukkan 20.
• í 2. dehd kvenna mætast efstu
hðin, ÍBK og KR, í Keflavík klukkan
18.30 og Haukar og Ármann leika í
Hafnarfirði klukkan 20.
-VS
• Jakob Sigurðsson og félagar
hans í Val leika gegn KR.
Sport-
stúfar
• Ramon Mendoza,
stjórnarformaður
spænska knattspyrnu-
stórveldisins Real
Madrid, thkynnti í gær að Wales-
búinn John Toshack yrði áfram
þjálfari hðsins að minnsta kosti í
eina viku í viðbót. Real hefur
ekki náð að vinna sigur í fjórum
síðustu dehdaleikjum sínum
Mendoza segist ekki muna eftir
öðru eins ástandi. Hann gaf enn-
fremur th kynna að mál Tos-
hacks yrðu ef til vill ekki endur-
skoöuð fyrr en eftir þijár vikur.
Leikmenn Real standa með Tos-
hack og Mexíkaninn Hugo Sanc-
hez kom í gær fram fyrir þeirra
hönd og sagði að slæmt gengi liðs-
ins væri ekki þjálfaranum að
kenna heldur leikmönnunum.
Maradona þrítugur
og hefur áhyggjur
• Diego Ármando
Maradona, argent-
ínska knattspyrnugoð-
ið, hélt í gær upp^jú
þrítugasta afmælisdag sinn - meö
blandinni ánægju. „Guð minn
góður, hvað ég er orðinn gamall.
Þetta er of mikið, ég vil ekki ræða
meira um aldurinn!" sagði Mara-
dona í gær. „Ég vil vinna Evrópu-
bikarinn með Napoh áður en ég
hætti. Mér hefur liðið frábærlega
1 borginni og mun ahtaf standa í
þakkarskuld við hana,“ sagði
hann ennfremur. Frá því Mara-
dona kom th félagsins hefur það
tvisvar orðið ítalskur meistari og
unnið UEFA-bikarinn og han'rfTír
orðinn markahæsti leikmaður-
inn í sögu Napoli með 110 mörk.
Hann er á samningi th 1993 en
hefur mikinn hug á að losna fyrr
og ljúka ferlinum með Boca Juni-
ors í Argentínu. „Ég mun hætta
á undan mörgum öðrum,“ sagði
Maradona og gaf í skyn að ekki
væri svo ýkja langt þar th hann
myndi leggja skóna á hhluna.
Fær Austurríki
uppreisn æru?
• Austurríkismenn
leika í kvöld annan
leik sinn í Evrópu-
keppni landshða í
knattspyrnu þegar þeir mæj^
Júgóslövum í Belgrad. í fyrsta
leiknum töpuðu þeir fyrir Færey-
ingum á eftirminnilegan hátt og
þeim er ekki spáð góðu gengi
gegn sterku liði Júgóslava. Þrír
aðrir leikir eru í Evrópukeppn-
inni í kvöld, Lúxemborg mætir
Þýskalandi, Ungverjar fá Kýp-
urbúa í heimsókn og Grikkir
mæta Möltu.
B-stigs þjálfara-.
námskeiö hjá KSÍ
• Knattspyrnusam-
band íslands gengst
fyrir B-stigs þjálfara-
námskeiði um næstu
helgi í íþróttamiöstöðinni í Laug-_
ardal. Námskeiðið hefst á föstlr
dag og lýkur á sunnudag og tekið
er á móti skráningum á skrifstofu
KSÍ til hádegis á fóstudag.
21-árs liö Júgga
vann Austurríki
• Landslið Júgóslava
og Austuríkis, skipuð
leikmönnum 21 árs og
yngri, áttust við í borg-
inni Maribor í Júgóslvaíu í gær-
kvöldi. Júgóslavar sigruðu í
leiknum, 1-0, sem var liður í Evr-
ópukeppni þess aldurshóps.
Vladimir Jugovic skoraði eina
mark leiksins á 56. mínútu en 10
þúsund áhorfendur voru á leikn-
um. Austurríkismenn hafa for-
ystu í riðlinum með fjögur stig
að loknum þremur leikjum, Dan-
ir og Júgóslavar hafa tvö stig eft-
ir einn leik.