Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Page 24
40
MIÐWIIUÐSKOBf©!. OETÓBER jl9Ö0.> 1! M
Meiming_________________________
Bétveir aftur
áferð
Axlabönd og bláberjasaft er ný bók eftir Sigrúnu Eldjárn þar sem
gaml-ir félagar eru komnir aftur á kreik. Það muna eflaust einhverjir eftir
Áka, venjulegum, litlum strák sem fékk heimsókn utan úr geimnum fyr-
ir fjórum árum. Það var ferhenta og -fætta, tvíhöföa furðuveran Bétveir
sem var að forvitnast um jarðlífið og þá sérstaklega bókagerö og -lestur.
Bétveir er svo heppinn að geta í rauninni átt samskipti við Áka allra
þjóða því að hann stillir bara tungumálarásina á maganum á sér eftir
því sem við á og þess vegna talar hann íslensku þegar hann heimsækir
Áka hér á íslandi. Áki og Bétveir eyddu sólbjörtum sumardegi saman hér
á jörðinni síðast þegar þeir hittust og þegar þeir kvöddust fullvissaði
Bétveir Áka um að hann myndi koma einhvern tíma aftur í heimsókn
til jarðarinnar.
Og nú er Bétveir kominn aftur. Sigrún Eldjám hefur undanfarin þrjú
ár leyft okkur að fylgjast með ævintýrum Kuggs og félaga, en hefur nú
tekið upp þráðinn að nýju með Bétveimur og Áka.
Bókrnenntir
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Það er vetur og Ákí hefur einmitt verið að hugsa um gamla furðulega
vininn sinn Bétvo um leið og hann býr til af honum eftirlíkingu úr snjón-
um, þegar hann allt í einu birtist.
Það er ekki bara Bétveir sem er forvitinn um jarðlífið. Áki er ekki síð-
ur forvitinn um geiminn. Saman leggja þeir félagar í ferð út í himingeim-
inn á geimbátnum hans Bétveggja.
Áfangastaðurinn er heimkynni Bétveggja, stjarnan Bláber. Þar kynnist
Áki Efimm og Káníu systkinum Bétveggja. Fleiri verur koma líka við
sögu. Fexa og Grodda eru höfuðpaurar í atburðarás um alkunnan siðaboð-
skap. Maður á ekki að stela og hefnigimi er ekki til neins. Það er mann-
leg skynsemi Áka sem verður þeim systkinum til hjálpar við að fmna
orsökina fyrir því af hverju hinir og þessir hlutir eru alltaf að hverfa hjá
þeim systkinunum á Bláberi.
Bróðir Groddu frá Groddalínu sparkaði henni niður á stjörnuna hennar
Fexu Utlu og Grodda lét Fexu litlu fremja ódæðisverk hjá vinum sínum
á Bláberi. Eitthvað svipað því þegar húsbóndinn lemur þræhnn sem
sparkar svo í hundinn. Fyrir tilstilU Áka leysist allt farsællega að lokum.
Állir geta unað glaðir við sitt og Áki kemst á réttum tíma í kvöldmatinn
heima hjá sér á jörðinni að loknum spennandi degi.
í ævintýrinu speglast átök milli góðs og iUs og siðaboðskapnum er flétt-
að nettilega inn í Uflega frásögnina.
j.Sigrúnu hefur tekist að skapa meiri spennu í ævintýri þeirra félaga en
1 fyrri bókinni. Hér eru til staðar flækjur og átök sem kalla á lausnir.
Flétta sem er ómissandi í góðum ævintýrum. Myndirnar eru skemmti-
lega unnar og spila vel saman við textann. Sigrún skapar dýpt og nær
skemmtilegri fjarlægð með því að tóna litina á grófan pappír og kallar
þannig fram tilfmningu fyrir leyndardómum geimsins.
Þaö er fengur að því að Bétveir skuli hafa snúið aftur og vonandi verð-
ur Áka að ósk sinni að komast aftur í heimsókn til þeirra á Bláberi og
ráða ef til vill fram úr fleiri vandamálum.
Axlabönd og bláberjasaft
Höfundur: Sigrún Eldjám
Útgefandi: Forlagið, 1990
Hef ur f lest til að bera
semgóða barna-
sögu getur prýtt
íslensku barnabókaverðlaunin eru eitt athyglisverð-
asta framtak til að efla og auka hlut frumsaminna barna-
bóka hér á landi. Þau voru fyrst veitt árið 1986 en verð-
launasjóðurinn var stofnaður að tilhlutan fjölskyldu
Ármanns Kr. Einarssonar og bókaforlagsins Vöku. Til-
gangur verðlaunanna er að örva fólk til að skrifa bækur
fyrir börn og unglinga og auka með því framboð á góðu
lesefni. '
Það sem vekur sérstaklega athygh varðandi þessi verð-
laun er hversu margir nýir höfundar hafa komið til sög-
unnar fyrir þeirra tilstilh. Verðlaunin hlaut í ár Karl
Helgason fyrir bókina í pokahorninu. Þetta er fyrsta bók
höfundar en hann hefur um árabil skrifað mikið fyrir
börn sem ritstjóri Barnablaðsins Æskunnar.
Höfundur fjaliar í bókinni um málefni sem verið hefur
talsvert ofarlega á baugi á undanförnum árum. Þar er
átt viö einelti og stríðni meðal barna sem er nú eins og
ahtaf vandamál. Það sem breyst hefur er að þetta vanda-
mál er rætt og reynt að taka á því eftir sem kostur er. í
sögunni er reynt að lýsa tilfinningum söguhetjunnar sem
verður fyrir stríðni frá skólafélögunum. Hann er smávax-
inn og pasturslítill og á fyrir bragðið undir högg að
sækja. Þegar honum er strítt reynir hann hins vegar að
hverfa á vit dagdrauma, inn í veröld þar sem hann er
sá sterki sem nýtur athygli og aðdáunar. En þegar upp
er staðið reynast dagdraumarnir honum htils virði og
fram kemur að hann verður sjálfur að takast á við vanda-
‘ máhn og gera ráðstafanir sem styrkja stöðu hans í sam-
félaginu innan skólans. Með eljusemi og dugnaði tekst
honum að sigrast á vandamáli sínu og er metinn að verð-
leikum.
Eins og fram kom hér á undan er þetta fyrsta bók höf-
undar. Hann skrifar skemmthega. Atyburðarás sögunar
er hröð og lífleg og málfar vandað. Hins vegar finnst
mér persónumar tala mál sem ekki er alveg í samræmi
við raunveruleika barna. Þannig er Diddi á köflum eins
og harðfuhoröinn maður í tali og Valdi, vinur hans,
minnir lítið á hressan unglingsstrák, heldur meira á ro-
skinn gámnga, sem er með háfleyg spaugsyrði á vörum.
Hins vegar em ýmsar aukapersónur í sögunni mjög vel
úr garði gerðar. Fara þar fremst í flokki amma Valda og
Björn, langafi Didda. Hún alltaf með kökur og kleinur á
boðstólum, en hann með hressileg tilsvör og kveðskap á
hraðbergi.
Það er vel skiljanlegt að dómnefnd skyldi velja þessa
Bókmeruitir
Sigurður Helgason
Karl Helgason.
sögu th verðlauna. Hún hefur tíl að bera flest það sem
góða barnasögu getur prýtt. Tekist er á við hluti sem
samfélagið er að fjalla um og þannig getur sagan leitt th
umræðna og með þeim hætti er hugsanlega hægt að hafa
jákvæð áhrif.
Verðlaunabækur Vöku-Helgafehs hafa auðgað íslensk-
an bókamarkað. Þær hafa leitt th aukinnar grósku á
markaði sem fyrir fáeinum árum var að verða hættulega
fábreyttur. Vonandi verður á þessu framhald.
í pokahorninu
Karl Helgason
Kápuskreytingar Jean Posocco
Vaka-Helgafell, 1990
Stjómkerfið svarar ekki erindum:
Er ekki lýðræði á íslandi?
Ég hef oft spurt þessarar spurn-
ingar en fæ engin svör við því frek-
ar en öðmm spurningum er snerta
réttarstöðu fólks í landinu. Ein af
grundvaharundirstöðum lýðræðis
er kurteisi. Öllum verður okkur
einhverntímann fótaskortur á
þeirri hálu braut en þeir sem hafa
náð sæmilegum þroska hafa oftast
kjark th þess að biðjast afsökunar
á mistökum sínum.
Einn hópur manna virðist þó
vera sérstaklega vanþroskaður að
þessu leyti en það eru starfsmenn
stjómkerfisins. Það heyrir til und-
antekninga ef svör berast við er-
indum sem send eru til þess. Þó er
rétt og skylt að árétta hér að um-
boðsmaður Alþingis er þarna
ánægjuleg undantekning. Það virð-
ast fáir af starfsmönnum stjórn-
sýslunnar kunna máltækið „kurt-
eisin kostar ekkert“.
Eftir hverju á fólkið að bíða?
Það virðist vera oröin „lenska"
hér af hálfu stjómvalda að firra sig
„ allri ábyrgð á framgangi mála í
landinu ef þau era óþægileg, en
stæra sig af því sem vel tekst. Eitt
vinsælasta svar ráðamanna er.
Máhð er í eðlilegum farvegi og við
tökum ekki fram fyrir hendur
„réttvísinnar".
Vandinn er hins vegar sá að flest-
ar kvartanir eru vegna þess að
KjáUarinn
Guðbjörn Jónsson
formaður G-samtakanna
„réttvísin" er ekki virk hér á landi.
Dómstólar hér á landi hafa gert sig
seka um það, hvað eftir annaö, að
sniðganga einn af grundvaharþátt-
um lýðræðis, sem er réttlæti og til-
gangur laganna sem þeir hafa th
þess að dæma eftir. Þegar svo er
komið að fólk treystir ekki réttar-
kerfinu, hvað er þá eftir af lýðræð-
inu?
Aðför að fólki
Að sinni ætla ég aö hlífa starfs-
mönnum réttarkerfisins við því að
lýsa nákvæmlega framkvæmd
þeirra á lýðræðinu hér á landi, í
þeirri veiku von að þeir beri þroska
til þess að bæta þar úr sjálfviljugir.
Það er hins vegar líth von til þess
að stétt „háskólamenntaðra rukk-
ara“ bæti úr siðferöi sínu án íhlut-
unar löggjafavaldsins.
Það hlýtur að vera nokkuð
óþægilegt fyrir háskóla, sem vill
láta líta á sig sem virðulega
menntastofnun, að standa frammi
fyrir því að útskrifaðir nemendur
stofnunarinnar nota iðulega þekk-
ingu sína til þess að fótumtroöa
einn af hornsteinum lýðræðisins í
landinu, sem er réttlætið. Mjög
margir af þessum „rukkurum" eru
sjálfir brotlegir við lög í fram-
kvæmd sinni. Þá er einnig einn
þáttur á innheimtu skuldbindinga
sem ég tel fulla ástæðu th að rann-
saka vel, en það er innheimta þar
sem skuldari og ábyrgðarmenn em
allir rukkaðir í senn.
Ég tel fulla ástæðu th þess að
hvetja fólk th þess að láta hvað
annað vita af greiðslum sem
greiddar em inn á mál er snertir
það sameiginlega. Þá er einnig
mjög mikilvægt að greiða ekkert
án þess að fá í hendur fuhghda
kvittun fyrir greiðslunni, þar sem
fram kemur hvað verið er að
greiða. Ekki bara innborgun th lög-
manns. Einnig er mjög mikhvægt
að fólk geymi vandlega kvittanir
vegna svona greiðslna þar til fuh-
komin vissa er fyrir því að málinu
sé lokið.
Siðferðiseftirlit
Lögmönnum á íslandi er fengið
mikið vald í hendur og því hlýtur
að verða að gera miklar kröfur th
siðferðis þeirra. Þeim er sjálfum
falið að hafa eftirlit með starfs-
bræðmm sínum hvaö siöferði
varðar. Félagsskapur þeirra hefur
ákveðnar siðareglur, sem að sumu
leyti eru góðar ef eftir þeim er far-
ið, en einnig geta þær hindrað að
einstaklingur geti náð rétti sínum
nema með atbeina stjórnvalda, sem
svo svara ekki erindum sem th
þeirra er beint.
Nú alveg nýverið staðfesti stjóm
Lögmannafélags íslands skriflega
að það sem hefur verið nefnt „siða-
nefnd lögmannafélagsins" er að-
eins nafnið tómt. Lögmenn lýstu
sig t.d. ófæra um að fjalla um fram-
göngu eins af félögum sínum, sem
á sæti í siðanefndinni.
Þeir voru ekki beðnir um efn-
islegan dóm í ákveðnu máh. Þeir
vom beðnir um siðferðislegt mat á
framkvæmd þeirri sem komin var
í málinu. Svar þeirra staðfestir að
siðferðiseftirliti þessa félagsskapar
er mjög ábótavant og hlýtur að
verða að gera kröfu th stjómvalda
um úrbætur án tafar. Eðlhegasta
aðhald að framkvæmd lögmanna
er að sjálfsögðu réttarkerfið í
landinu. Það hefur, því miður, iðu-
lega verið staðfest að það er jafnvel
verr á vegi statt siðferðislega.
Það eru fjölmörg tilfelli þar sem
fógetaembættin gleyma hlutverki
sínu í réttarkerflnu. Einnig eru
mörg dæmi þar sem dómstólar
gleyma því að þeir eiga að gæta
þess að tilgangur laganna nái fram.
Of oft virðast dómarar dáleiðast af
fimleikum lögmanna. í öhum þess-
um atriðum em til ánægjulegar
undantekningar og vhjum við
fjölga þeim sem hraðast.
Guðbjörn Jónsson
„Vandinn er hins vegar sá að flestar
kvartanir eru vegna þess að „réttvís-
in“ er ekki virk hér á landi.“