Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990. 41 Sviðsljós líkist hverjum? Hver Það er vel þekkt fyrirbæri að ef menn eru mikið samvistum við dýr sem þeir hafa sérstakt dálæti á þá verður nokkurs konar samruni til og maðurinn og dýrið fara að draga dám hvort af öðru. Myndimar, sem fylgja hér með og eru teknar á hinni árlegu Westminster hundasýningu í New York, taka af allan vafa um þetta. Hvort eigendurnir fara smátt og smátt aö líkjast dýrum sínum eöa velja sér dýr sem næst eigin útliti er ekki vitað. Sé þessi kenning hins vegar rétt ætti að vera auðvelt að sjá á fólki hvers konar gæludýr það á. Þannig-ættu hestamenn að vera lang- leitir og fjörlegir með síkvik eyru, hundaeigendur hlýðnir og fleðulegir, kattaeigendur sjálfstæðir og hroka- fullir og eigendur páfagauka á sí- felldu flökti. Hvernig skyldu bændur fara út úr þessum samanburði? Eru þeir al- mennt mjög kindarlegir eða minnir þankagangur þeirra meira á auð- sveipar og nytháar mjólkurkýr? Hmmm... hér er greinilega óplægður akur fyrir félagsdýrafræðinga eða dýra félagsfræðinga, eða hvað? Elvis falur Bílnúmer með stöfunum ELV ÍS verður selt á uppboði í London á næstunni og er búist við að margir bítist um hnossið og verðið nái áður óþekktum hæðum. Sérfræðingar Christie’s uppboðshaldara segja að dýrasta bílnúmer, sem selt hafi verið fram til þessa, sé 1A en það fór á 176 þúsund pund. Þeir telja að Elvis fari á enn hærra verði. í Bretlandi eins og hér heima er hið opinbera með puttana í því hvernig númer raðast á bíla. Að und- anfórnu hefur ríkiskassinn hagnast vel á því að selja sjaldséð og sérstæð númer sem fram til þessa hafa ekki verið í umferð. Ríkir Bretar með sterka stéttarvit- und eru meðvitaðir um nauðsyn þess að skera sig úr hópnum og eru því meira en tilbúnir til þess að greiða rúmlega meðalbílverð fyrir persónu- legt bílnúmer sem inniheldur t.d. upphafsstafi eigandans. Eftirlíking Elvis Presley fyrir framan bíl með hinu eftirsótta númeri. Þrír úlvarpsmenn heiðraðir. Talið frá vinstri: Olafur Þórðarson, rás 2, As- geir Tómasson, Aðalstöðinni, og Haraldur Gislason, Bylgjunni. DV-mynd BG Utvarps- menn heiðraðir Á sérstökum tónlistardegi sem haldinn var hátíðlegur á laugardag voru þrír útvarpsmenn heiðraðir sérstaklega fyrir að spila mikið af íslenskri tónlist í þeim þáttum sem þeir hafa umsjá með. Þessir ljósvakavíkingar, sem standa svo dyggan vörð um íslenska tónlistararfleifð, sjálfum sér og tón- listinni til heiðurs en starfsbræðrum sínum til eftirbreytni, eru starfandi á þremur útvarpsstöðvum. Ólyginn sagði.. Bill Cosby Sidney Sheldon á ekki upp á pallborðið hjá eins mörgum og áður ef marka má lesendakönnun bandaríska tíma- ritsins Us sem það birti nýlega. Þar var Cosby kjörinn versti leik- ari í sjónvarpi með nokkrum yfir- burðum. Annar leikari, sem ís- lendingum er að góðu kunnur, fylgdi fast á hæla Cosbys en það var Tony Danza sem leikur ráðs- konu í þáttunum Hver á að ráða? Ef lesendur Us fengju að ráða þá sæjust þeir félagar aldrei á skerminum. Sylvester greyið StaUone fékk þó einna versta útreið í þessari könnun. Hann var kosinn versti kvik- myndaleikarinn og þarf það kannski ekki að koma neinum aðdáenda hans á óvart. Hann fékk ennfremur ásamt Kurt Russell heiðursverðlaun sem hluti af versta tvíeyki á hvíta tjaldinu. Sylvester lék á Russell í kvikmyndinni Tango & Cash. Það var ein af tilraunum Stallone til þess að losna við ímynd Rambo og stallbróður hans, Rocky. Hon- um virðist ekkert ganga við aö sannfæra bíógesti um að hann sé ekki ólæst, slefandi vöðvafjall heldur djúphugull og fíngerður heimspekingur. Veshngs Stallone er ofurseldur þeim hetjum sem hann hefur skapað og mun trú- lega dragnast með þá um hálsinn eins og myllusteina til eilífðar- nóns. er haldinn óstöðvandi skriftar- áráttu eins og lesendur skáld- sagna hans víða um heim hafa orðið óþyrmilega varir við. Kapp- inn hefur nú sent frá sér nýjan doðrant sem mun heita Memories of Midnight og vera framhald annars langhunds sem kom út fyrir nokkrum árum og hét The Other Side of Midnight. Þessar miðnæturbækur eru hvor ann- arri líkar en þó þykir nýja bókin heldur síðri. Gagnrýnendur, sem nennt hafa að lyfta penna vegna úkomu bókarinnar, segja hana of langa, söguþráðinn of flókinn og ótrúverðugan og álasa Shel- don fyrir að drepa eina söguhetj- una snemma í bókinni og lífga hana svo við aftur siðar eins og ekkert hafi ískorist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.