Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990. 43 Lífsstm Óhreinindi í hitaveitukerfunum á höfuðborgarsvæðinu: Mun verra í ár en vanalega segir Hreinn Frímannsson, yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur í haust hefur verið óvenjumikið um stíflur í hitaveitukerfunum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn bilanaþjónustu Hitaveitu Reykjavík- ur hafa varla haft undan að sinna hjálparbeiðnum frá fólki sem í þessu lendir. Að sögn Hreins Frímannssonar, yfirverkfræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur, er þetta árvisst vanda- mál en hefur aldrei verið verra en nú. - En hvað veldur þessu? „Yfirleitt er þetta að meirihluta til ryð og eitthvað kemur úr jarðhita- svæðunum, þetta er mun verra í ár en vanalega," sagði Hreinn. „Þetta kemur að einhverju leyti frá Nesjavallavirkjun og þegar Nesja- vallavatn blandast Reykjavatni verð- ur útfelling sem vonast er til að fram- tíðarlausn fmnist á. Það er orsökin að einhverju leyti. Það getur komið ryð úr nýjum rör- um, við skolum nýjar lagnir áður en þær eru teknar í notkun en alltaf verður eithvað eftir sem fer af stað. Það er mjög erfitt að sjá hvað er í síunum því að ryðið lítur út eins og sandur. Við höfum sett það sem úr síunum kemur í greiningu og það hefur verið bæði ryð, sandur og smá- vegis útfelling. A sumrin, þegar vatnsflæði í rör- unum er lítið, safnast óhreinindi í rörin sem fer svo af stað á haustin þegar fólk fer að nota meira heitt vatn. Þó þetta sé óvenjuslæmt núna er það reynsla okkar að þetta gengur yfir, þetta er venjulega verst i sept- ember og október þegar rennsh fer að aukast. Fólk frá bilanaþjónustu okkar að- stoðar fólk sem biður okkur um það. Við fórum þá á staðinn og hreinsum úr síum og gerum það sem hægt er. Þetta er gert fólki að kostnaöarlausu. Okkur sýnist að þetta fari minnk- andi, það voru alla vega færri útköll í síðustu viku en áður,“ sagði Hreinn Frímannsson, yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur. -hge Starfsmenn hjá bilanaþjónustu Hitaveitu Reykjavíkur hafa haft í nógu að snúast i haust við að sem koma úr hitaveitukerfunum. hreinsa óhreinindi DV-mynd Hanna Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Gos og sælgæti er dýrara úti á landi Verðlagsstofnun gerði nýverið verðkönnun á drykkjarvörum og sælgæti í söluturnum og matvöru- verslunum utan höfuðborgarsvæð- isins. Sambærileg könnun var gerð á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma. Meðalverð á þeim tegundum drykkja og sælgætis sem könnunin náði til var í flestum tilfellum hærra úti á landi en á höfuðborgar- svæðinu. Það átti bæði við um sölu- turna og matvöruverslanir. Meðal- verð á landsbyggðinni var frá 2-13% hærra en á höfuðborgar- svæðinu. Eins og á höfuðborgarsvæðinu, var mikill verömunur á milli sölu- staða. Hæsta verð á einstökum vörutegundum í söluturnum var 27-124% hærra en lægsta verð á sömu tegundum í matvöruverslun- um. Sem dæmi má nefna að appels- ínudrykkur kostaði minnst 29 krónur en mest 65 krónur og tyggi- gúmmí kostaði frá 30 til 60 krónur einn pakki. Dæmi voru einnig um gosdrykk sem kostaði frá 124 krón- ur upp í 220 krónur. Þegar reiknað var út meðalverð á þeim vörutegundum sem Verð- lagsstofnun kannaði og verð í ein- sökum verslunum borið saman við það þá var lægsta verð á sælgæti og gosdrykkjum í matvöruverslun- um í Hagkaupi á Akureyri og versl- uninni Vísi á Blönduósi. Hæsta verðið var í versluninni Edinborg á Bíldudal og í Hólabúöinni á Akur- eyri. í söluturnum var lægsta verðið hjá Olíufélagi Útvegsmanna á ísafirði og söluskála Olís á Reyðar- firði. Hæsta verðið var í Blöndu- skálanum á Blönduósi og Esso- skálanum, einnig á Blönduósi. Verðið í Blönduskálanum á Blönduósi var rúmlega 20% hærra en hjá Olíufélagi útvegsmanna á ísafirði. Könnun þessi náði til 22 vöruteg- unda og í verðkönnun Verðlags- stofnunar segir að einungis hafi verið teknir með sölustaðir þar sem fengust minnst 17 af tilgreindum vörutegundum. -hge Bréf frá húsmóður: Helmings verð - munur á lauk „Ég sendi hér tvo verðmiða sem ég tók af laukpokum sem ég keypti með viku millibili. Annar pokinn var keyptur í Hag- kaupi og kostaði 65 krónur kílóið en hinn var keyptur viku síðar í Versl- uninni Austurstræti 17. Þar kostaði kiíóið 129 krónur. Ég á bágt með að trúa að innflutn- ingsverð á lauk hafi hækkað um helming á vikutíma og flnnst því ástæða til að benda á þennan verð- mun“. Jólamatur og -kökur: Þann 28. nóvember mun DV gefa t aukablað um mat og kökur til ilanna. Að þessu sinni verður írstaklega leitað til lesenda um ppskriftir, enda vitað að fólk lum- r á alls konar góðum og sniðugum ppskriftum að jólamat og ekki síð- r kökum, sælgæti og öðru góð- æti sem tilheyrir jólum. Einnig ru smáfrásagnir af tilurð upp- írífta, íslenskra og erlendra, og >lahaldi á íslandi og úti í heimi reinmtileg viðbót. Hér er ekki um verðlaunasam- keppni aö ræða heldur veröur dregið úr öllum innsendum bréf- um. Hinir fimm heppnu fá senda nýja og glæsilega Matreiðslubók Iðunnar en hún kostar 7.400 krón- ur. Sendiö uppskrift eða uppskriftir að alls konar jólamat til DV fyrir 11. nóvember. Uppsetning þarf að vera skýr og engu má skeika með mál og vog. Best væri að fá upp skriftirnar vélritaðar en skýr rit hönd getur gengið. Ef mikið efni berst veröur að velja uppskriftir til birtingar en allir eiga jafna mögu- leika á matreiðslubók. Muniö að skrifa undir með fullu nafni, heimilisfangi og síma. Merk- ið umslagið: DagblaðiðVísir Matur og kökur Pósthólf 5380 125 Reykjavík Húsmóðir bendir á helmingsverðmun á lauk. Hugsanlega brögð í tafli - segireigandiVerslunarinnar Austurstræti 17 Neytendasíðan hafði samband við Erlend Erlendsson, eiganda Verslun- arinnar Austurstræti 17. Hann kvað innkaupsverð á lauk frá sínum heildsala, sem er Ágæti hf„ hafa verið 56 krónur, án virðisauka- skatts, þann dag sem laukurinn var keyptur. Útsöluverð hefði hins vegar verið 98 krónur en ekki 129. Viðskiptavinir verslunarinnar vigta sjálfir það grænmeti sem þeir kaupa og er verð vörunnar stimplað inn í vogina. í þessu tilfelli kvaðst Erlend gruna að brögð væru í tafli af hálfu kvartandans. „Ef maður kann á vigtina er auðvelt að breyta verðinu sem kemur á verðmiðann." -hge

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.