Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Síða 28
44
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990.
Andlát
Gunhildur Árnadóttir, áöur til heim-
ilis á Vesturgötu 53, Reykjavík, er
látin.
Birgir Sigmundur Bogason, Hraun-
bæ 55, Reykjavík, lést þann 29. októ-
ber.
Jarðarfarir
Magnús J. Kristinsson rafmagnseft-
irlitsmaður veröur jarösunginn frá
Háteigskirkju fóstudaginn 2. nóv-
ember kl. 13.30.
Guðrún Bjarnadóttir, Klettahrauni
17, Hafnarfirði, sem andaðist á heim-
ili sínu 24. október, veröur jarðsung-
in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
1. nóvember kl. 15.
Guðrún Scheving Jónsdóttir, Skála-
gerði 15, sem lést 24. október, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13.30.
götu 26. Á fundinum munu þær Helga
Ogmundsdóttir læknir og Jórunn Eyfjörö
erfðafræðingm- fjalla um rannsóknir sin-
ar á brjóstakrabbameini. Jórunn fjallar
um erfðafræðilega þættí og er sú um-
fjöliun tviþætt: a) erfðafræðilegar breyt-
ingar í æxlunum. b) hugsanlegt ættgengi
áhættuþátta. Helga fjallar hins vegar um
samskiptí mismunandi fruma í æxlunum
og afbrigði sem hugsanlega benda til þess
hverjar eru í aukinni áhættu.
Fræðslufundur SAO
um fæðuofnæmi
í dag kl. 17 halda Samtök gegn astma og
ofnæmi fræöslufund í Múlabæ, Ármúla
34, 3. hæð. Bjöm Árdal læknir, sérfræð-
ingur í ofnæmissjúkdómum barna, held-
ur erindi um fæðuofnæmi og svarar síðan
fyrirspumum. Félagar, ekki síst foreldr-
ar bama með ofnæmi, em hvattir til að
fjölmenna og taka með sér gestí en allt
áhugafólk er velkomið á fræðslufundi
SAO. KafFiveitingar. Athugið breyttan
fimdartíma.
Tónleikar
Ingibjörg Guðmundsdóttir er látin.
Hún fæddist í Miðfelli í Hruna-
mannahreppi þann 8. september
1898, dóttir hjónanna Sigríðar Hall-
dórsdóttur og Magnúsar Einarsson-
ar. Ingibjörg hélt til Kaupmanna-
hafnar um tvítugt, en nokkrum árum
síðar réðist hún í það að flytja til
Bandaríkjanna. Hún giftist Þorláki
Guðmundssyni en hann lést árið
1989. Þau hjónin fluttust til íslands
árið 1971. Utfór Ingibjargar verður
gerð frá Áskirkju í dag kl. 13.30.
Námskeið
Ný ættfræðinámskeið
Ættfræðiþjónustan er að byrja með ný
ættfræðinámskeið fyrir almenning og
standa þau frá því í byrjun nóvember
fram í miðjan desember. Veitt er fræðsla
og þjálfun í ættfræðilegum vinnubrögð-
um og að þessu sinni verður bætt við
sérstakri tilsögn í tölvuvinnslu á ættar-
tölum og niðjatölum. Á það beeði við um
7 vikna grunnnámskeið og 6 vikna fram-
haldsnámskeið fyrir rannsóknarhópa. Á
grunnnámskeiðum eru byrjendur frædd-
ir um íslenskar ættfræðiheimildir, leitar-
aöferðir og gerð ættartölu og niðjatals.
Þátttakendur fá aðstöðu til að rekja eigin
ættir og frændgarð og afnot af víðtæku
gagnasafni, m.a. kirkjubókum, mann-
tölum, ættartöluhandritum og útgefnum
bókum. Námskeiðin heflast 5.-13. nóv-
ember en leiðbeinandi er sem fyrr Jón
Valur Jensson. Innritun er hafm hjá
Ættfræðiþjónustunni, Sólvallagötu 32a, í
símum 27101 og 22275.
Fundir
Áhugahópur um íslenskar
kvennarannsóknir
Áhugahópur um kvennarannsóknir
heldur fund miðvikudaginn 31. október
og hefst hann kl. 20.30 í Skólabæ, Suður-
Langi Seli og skuggarnir
áTveimur vinum
Miövikudagskvöldiö 31. október halda
Langi Seli og skuggamir tónleika á
skemmtístaðnum Tveir vinir og annar í
fríi. Langi seli er að gefa út hljómplötu í
byrjun nóvember og kynnir m.a. efni af
þeirri plötu. 1., 2. og 3. nóvember verður
haldið alþjóðlegt blúsfestíval á Tveimur
vinum. Þar koma fram tvær erlendar
blússveitir ásamt fjölda íslenskra blús-
tónlistarmanna. Þeir sem koma fram eru:
Peter Qerling Blues band frá Danmörku.
Frá Þýskalandi koma Dead Slacs sem er
mönnuð ungum og efnilegum blúsurum.
íslensku hljómsveitirnar sem koma fram
eru Vinir Dóra, Blúsmenn Andreu og
gestur Andreu verður Þorsteinn Magn-
ússon gítarleikari, Blússveit K.K. og
Tregasveitin. Erlendu hljómsveitimar
koma fram öll kvöldin. Tónleikamir heíj-
ast öll kvöldin kl. 22 og er sætafjöldi tak-
markaður. Því er gott að vera snemma á
ferðinni.
Tilkynningar
Heilsuferð til Þýskalands
18.-25. nóvember.
Ferðaskrifstofan Ratvis býður upp á nýj-
an möguleika í utanlansferðum, viku
heilsuferð til Kassel í Mið-Þýskalandi.
Ferin er hugsuð sem alhliða styrking
sálar og líkama og að fólk komi heim
endumært, með uppbyggjandi ráð og
reynslu í farteskinu. Fararstjóri og leið-
beinandi í ferðinni verður Gunnar Gunn-
arsson sálfræðingur og mun hann halda
námskeið í mismunandi aðferðum til
sjálfstyrkingar. í tengslum við námskeið-
ið verður farið í KurhessenTherme, mjög
sérstæða, fagra og fullkomna heilsumið-
stöð sem byggir á japanskri hugmynda-
fræði. í Kurhessen Therme er rennandi
vatn, laugar og heitír pottar, sólböð og
hiti, nudd og líkamsrækt, allt á sama stað.
Allar upplýsingar um þessa ferð fást hjá
Ferðaskrifstofunni Ratvís, sími 641522.
Norskur gestur talar á sam-
komuherferð í Reykjavik
Dagana 31. október til 4. nóvember stend-
ur yfir sérstök samkomuherferð á vegum
Sambands ísl. kristniboðsfélaga í sam-
vinnu við KFUM og KFUK í Reykjavík
og kristilega skólahreyfingu. Samkom-
uraar verða haldnar í Kristniboðssalnum
við Háaleitísbraut og heQast þær kl. 20.30
öll kvöldin. Norskur ræðumaður, Egil
Sjastaad rektor, mun tala á síðustu þrem-
ur samkomunum. Samkomuherferö
þessi er haldin undir kjörorðinu Kraftur
Krists en nokkur síðustu árin hafa áður-
nefndar hreyfingar staðið að sliku sam-
eiginlegu haustátaki. Hjónin Margrét
Hróbjartsdóttir og Benedikt Jasonarson
tala á miðvikudags- og fimmtudagskvöld.
Tombóla
Nýlega héldu þessir fjórir krakkar, sem
heita Óskar, Sigrún, Katrín og Ada,
tombólu til styrktar Krabbameinsfélagi
íslands. Alls söfnuðu þau 1383 krónum.
Fréttir
mmm
msssrnmmmm
Öllum að óvörum sátu þeir Karpov og Kasparov i nokkrar mínútur á sviðinu í nótt og ræddu möguleikana
að lokinni næstlengstu skák þeirra í 128 skákum um heimsmeistaratitilinn. Símamynd Reuter
Karpov tókst ekki
að vinna biðskákina
Heimsmeistarinn Garrí Kasp-
arov hélt jafntefli í áttundu ein-
vígisskákinni við Karpov sem tefld
var áfram í nótt eftir að hún hafði
fariö í bið eftir fjörutíu leiki að-
faranótt þriðjudags. í biðstöðunni
hafði Karpov peði meira en enginn
hægöarleikur var að koma því í
verð. Eftir 84 leiki shðruðu kapþ-
amir sverðin.
Kasparov má prísa sig sælan fyr-
ir að hafa þó náð jöfnu í skákinni
Skák
Jón L. Árnason
en undir lok fyrstu setu tefldi hann
afar veikt þrátt fyrir að Karpov
ætti aðeins eina mínútu á klukk-
unni til að ljúka við sjö erfiða leiki.
Kasparov hafði viss færi fyrir peðiö
í biðstöðunni og gat huggað sig við
það að skáktölvan „Deep Thought"
mat stöðuna þannig að Karpov ætti
aðeins 69% af peðsígildi til góða!
Eftir jafnteflið er staðan í einvíginu
enn jöfn - hvor hefur hlotið fjóra
vinninga. Níunda skákin verður
tefld í kvöld og nótt og þá hefur
Karpov hvítt.
Biðstaðan var þessi, Kasparov
(hvítt) lék biðleik:
41. Hg3 cxd5 42. Dg4 Dc7 43. Dd4
Þessa leiki var ekki erfltt að sjá
fyrir. Kasparov hefur nú tekist að
stöðva svörtu peðin og Karpov get-
ur ekki bætt stöðuna nægilega mik-
ið, þar skiptir miklu að kóngsstaða
hans er varhugaverð. Vitaskuld
hefur hann þó vinningsmöguleika.
43. - Dd6 44. Khl!? He8
Ekki44.-Dxg345.Dxf6+ o.s.frv.
45. Dg4 Dd7 46. Hd3 Hel+ 47. Kh2
He4 48. Dg3
Að sjálfsögðu ekki 48. Dxe4??
vegna millileiksins 48. - Dc7+ og
nær drottningunni.
48. - He5 49. Ha3 He8 50. Df4 Db7 51.
Khl Db8 52. Dh4 Db6 53. Db4 d4 54.
Hg3 Dc7 55. Hd3 Dcl + 56. Kh2 Df4+
57. Kgl Dcl+ 58. Kh2 Df4+ 59. Kgl
Hc8
Svartur kemst heldur ekkert
áleiðis eftir 59. - Dxf5 60. Hxd4.
60. Hdl Hd8 61. Dxb5
Vinningstilraunir svarts hafa
óhjákvæmilega kostað hann peð og
nú reynir hann að koma drottning-
arpeðinu upp í borð. En tilraunir
hans eru gagnslausar.
61. - De3+ 62. Khl d3 63. Da5 Dd4
64. Dal Db6 65. Da2 Kg7 66. Dd2 Dc5
67. Hfl Hd4 68. Hf3 Dd6 69. He3 Ha4
70. Hel h5 71. Hbl Dd7 72. Ddl Kh6
73. Dd2+ Kg7 74. De3 h4 75. Df3 Kh6
76. De3+ Kg7 77. Df3 d2 78. Dh5 Df7
79. Dxf7+ Kxf7 80. Hdl Hd4 81. Kgl
Hd5 82. Kfl Hxf5 + 83. Ke2 Hg5 84.
Kfl
Og Karpov bauð jafntefli sem
Kasparov þáði að bragði. Að skák-
inni lokinni sátu þeir í nokkrar
mínútur á sviðinu og ræddu mögu-
leikana og kom þaö á óvart því að
fyrir einvígið lýstu þeir yfir því að
svo vinsamleg samskipti kæmu
ekki til greina. Þetta er næstlengsta
skák þeirra í 128 skákum um
heimsmeistaratitilinn.
-JLÁ
Fjölmiðlar
að kveikja
Ég slökkti á sjónvarpinu í gær-
kvöldi. Bara sisona.í miðjumþætti.
Og hvað um það? Er ekki fullt af
fólki sem hefur slökkt á sjónvarpinu
heilu kvöldin, eínfaldlega af því aö
það telur sig hafa mikið þar fara við
tímann aö gera? Jú, sjálfsagt. En það
má líka slökkva þó maður hafi ekk-
ertþarfaraað gera en glápa. Það er
allt að því nauðsynlegt aö rjúfa rút-
ínuna þar sem tilgangurinn er eigin-
lega enginn annar en að slökkva,
Það er ákveðið kikk í sjálfu sér og
má líta á sem tilraun til aö sanna
fyrir sjálfúm sér og fjölskyldunní
aö þaö séum víð sem ráðum ferö-
inni, stundum.
„ Að maöur ráði ekki ferðinni
heima hjá sér??‘* hugsar einhver
með þótti, einhver sem aldrei slekk-
ur. Mikil ósköp, mikil ósköp. Það
er enginn sem neyðir mann til aö
kveikja á kvikindinu! En eftir að
kveikt hefur verið eru margir,
óskaplega margir, sem aldrei
slökkva á þessu heimilisaltari. Þaö
er því ekki alveg út í bláinn aö talað
er um harðstjóra heimilanna þar
sem dagskráin heldur fjölskyldulif-
inu í heljargreipum. Og þó þú viljir
ekki horfa nema endrum og eins er
þetta samt bölvaður haröstjóri sem
tekur mánaðarlega af þér peninga.
Ef þu borgar ekki færðu fyrir ferð-
ina eins og dópistarnir sem svikist
hafa um að borga skammtinn sinn.
í versta/besta falli kemur upp sú
staða að þessi fiknilind verður tekin
af þér í votta viðurvist. Enþörfin
segir íljótt til sín, maöur finnur
einvherráð.
Á kvöldgöngu má sjá flöktandi
bláljós á stofuveggjum allt um
kring, alla daga, allar vikur, enda-
laust.
Haukur Lárus Hauksson