Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Page 15
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990.
15
Fjármálaráðherra kraf inn svara
1 fréttum að undanfomu hefur
komið í ljós að þjóðimar eru í dag
að kasta frá sér ríkjandi marxísk-
um hagkerfum því þau duga ekki
til þess að halda uppi viðunandi
lífsgæðum.
íslensk stjórnvöld virðast ekki
fylgjast með þessari þróun heldur
hafa umsvif ríkisvaldsins stórvaxið
ár hvert og allt athafnalíf er sífellt
meir háð leyfum og bönnum stjórn-
valda. Öll þekkjum við úr sögunni
að hvers konar gagnrýni í þessum
ríkjum, bæði innan frá og að utan,
var afgreidd sem rakalaus þvætt-
ingur og ófrægingarstríð gegn al-
þýðu landsins.
Skýrslur OECD
Þetta rifjaðist upp hjá mér þegar
Mynd 1
Hcildarskattar í hlutfalli af lands-
framlcihslu í aóildarrfkjum OECD
sú frétt birtist frá nokkrum merk-
um lánastofnunum að hlutfoll af
landsframleiðslu væru hér hærri
en kæmi fram í skýrslu frá OECD.
Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar
Grímsson snerist öndverður gegn
þessu og fékk til hðs við sig marga
af helstu ráðgjöfum sínum í fjár-
málaráðuneytinu og áttu þeir ekki
nógu sterk orð til að lýsa vanþókn-
un sinni á þessari rangtúlkun
þeirra og útúrsnúningum.
Voru nú áðurnefndum lánastofn-
unum ekki vandaðar kveðjurnar,
og sérstaklega nefndur í því sam-
bandi fréttaflutningur frá Verð-
bréfaviðskiptum Samvinnubank-
ans. Það er rétt að vekja athygli á
því að sömu menn hafa ekki alltaf
talið fréttir frá OECD áreiðanlegar.
Heildarskattar aö frádregnum almanna-
tryggingum (social security) í aöildarrikjum
OECD.
Fyrir ári birtu sömu aðilar slæm-
ar fréttir um efnahagsástandið hér
á landi og þá áttu sömu menn með
Ólaf Ragnar fjármálaséni í farar-
broddi ekki nógu stór orð til að
lýsa vanþóknun sinni og lögðu
áherslu á með gildum rökum (að
eigin mati) aö þeir þekktu ekkert
aðstæður hér á landi. Jæja, gott og
vel, batnandi mönnum er best að
lifa. Nú ber þjóðinni að móttaka
þennan stórasannleika um OECD.
Skatthlutföll eru ekki rétt
Ég hef undir höndum umrætt
Fréttabréf Samvinnubankans, en
frjálst er að nota efni úr þvi. Hér
verða því birtar þrjár myndir er
skýra niðurstöður mjög vel.
Höfuðskýringin er að lífeyris-
KjaJIarinn
Sigurður Heigason
viðskipta- og lögfræðingur.
í framboði i prófkjöri
sjálfstæðismanna
á Reykjanesi
sjóðsgreiðslur, sem nema 3^1% af
landsframleiðslu, eru í heildar-
sköttum aðildarríkja OECD, en eru
hér utan opinbera geirans. Þá er
nauðsynlegt að skýra hugtökin
samneysla og tekjutilfærsla.
Samneysla er útgjöld opinberra
aðila til kaupa á vöru og þjónustu,
sem ekki fellur undir opinberar
framkvæmdir. Hér má nefna lög-
gæslu, stjórnsýslu, heilsugæslu,
menntamál og fleira.
Tekjutilfærsla er hins vegar fjár-
munir sem renna til heimilanna og
er ráðstafað af þeim, svo sem bætur
almennra trygginga. Myndirnar
skýra sig að öðru leyti sjálfar.
Fyrirspurnirtil
fjármálaráðherra
1. Ólafur Ragnar þarf að svara
skýrt og afdráttarlaust hvort lífeyr-
issjóðsgreiðslur séu taldar með hjá
öðrum OECD ríkjum?
2. Komi í ljós að heildarskattar hér
séu hærri að meðaltali en hjá öör-
um OECD ríkjum breytir það þá
ekki forsendum fyrir hækkun
skatta?
Sigurður Helgason
Þrjár myndir er skýra niðurstöður mjög vel.
Samneysla í hlutfalli af landsframleiöslu
í aöiidarrfkjum OECD.
„Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar
Grímsson snerist öndverður gegn
þessu og fékk til liðs við sig marga af
helstu ráðgjöfum sínum 1 Qármála-
ráðuneytinu...
„Orð skulu standa“
BHMR-félögin áttu í erfiðri
kjarabaráttu á vordögum 1989.
Þeirri baráttu lauk með því að rík-
isstjómin gerði „tímamótasamn-
ing“ við háskólamenntaða ríkis-
starfsmenn um að greiða þeim
sömu laun eftir 5 ára aölögunar-
tíma og vinnuveitendur gera í dag
á almennum markaði.
Þessi samningur færði félags-
mönnum BHMR alls engar kjara-
bætur fyrsta árið, heldur þvert 4
móti hélt kaupmáttur BHMR-
manna áfram að falla. Fyrsta árið
áttif félagsmenn BHMR einungis
að nærast af ræðum ráðherra um
mikilvægi þess að byggja upp gagn-
kvæmt trúnaðartaust og slíðra
vopnin í a.m.k. 5 ár.
Kölluðu það „vantraust“
Meginefni samningsins, launa-
leiðréttingin, átti að hefjast 1. júlí
sl. og koma í fimm jöfnum áriegum
áfóngum. Launaleiðréttingin átti
að byggjast á vísindalegri athugun
á kjaramismun milli háskóla-
manna á almennum markaði og
þeirra sem starfa hjá ríki. Ef kjara-
könnunin yrði ekki tilbúin 1. júlí
sl. átti að koma til sérstaks „refsiá-
kvæðis", 4,5% launahækkunar frá
1. júlí sem félli síðan inn í launa-
leiðréttinguna þegar könnunin
lægi fyrir.
Ráðherrarnir voru á sínum tíma
hneykslaðir yfir kröfu samninga-
nefndar BHMR að fá þetta refsiá-
kvæði og kölluðu „vantraust". Þegar
kom að því að standa við þetta
ákvæði ætlaði ríkisstjórnin að kúga
BHMR til að afsala sér þessu ákvæði.
Þá gilti ekki „orð skulu standa“
heldur var forysta BHMR kölluð á
teppið í Stjórnarráðinu 12. júní sl.
tO að taka við túkynningu ríkis-
stjórnarinnar um að hún ætlaði ekki
að efna samninginn við BHMR.
BHMR leitaði til Félagsdóms sem
staðfesti rétt félagsmanna BHMR
til 4,5% refsiákvæðisins. Að fengn-
um dómsúrskurði var talið að rík-
isstjórnin myndi efna samninginn
- þrátt fyrir allt.
Öll loforð
einskis virði
En eins og alþjóð er kunnugt leit
ríkisstjórnin ekki þannig á málið.
Fyrirheit og loforð ráðherranna,
munnleg og skrifleg, til félags-
manna BHMR voru einskis virði.
ÖU fyrirheitin loddaraskapur og
innantóm orð. Allt meginefni
kjarasamningsins hefur verið svik-
iö. Ríkisstjórnin sagði 3. ágúst sl.
að „brýna nauðsyn bæri til“ að af-
nema ákvæði samningsins um
launaleiðréttingu og afnema
ákvæði samningsins um launa-
hækkun vegna refsiákvæðisins.
Nú skilja alhr félagsmenn BHMR
KjaUarinn
Birgir Björn
Sigurjónsson
hagfræðingur og
framkvæmdastjóri BHMR
hvað sem er til að tryggja stöðug-
leika efnahagslífsins. Jón Sigurðs-
son iðnaðarráðherra telur stöðug-
leikann eins konar forsendu þess
að ísland komist á landakort ál-
furstanna. Ríkisstjórnin hefur með
einfaldri lagasetningu tekið kjara-
samning af baráttuglöðum stéttar-
félögum undir ferföldu húrrahrópi
alþýðuleiðtoganna.
Þá spyrst til MOlers þessa að Jón
Sigurðsson hafi alls ekki haft um-
boð Landsvirkjunar hérna um dag-
inn til að staðfesta áfanga í viðræð-
um um orkusölu. Miller sagði við
blaðamenn að hann liti svo á að
með undirritun sinni hefðu fulltrú-
ar íslands í raun verið að semja og
„orð skulu standa". Auðvitað hefur
læðst að Miller grunur um að ráð-
herrann stæði ekki viö neitt við
Atlantsál fremur en BHMR. En Jón
telur sig sjálfsagt eiga mörg tromp
á hendi.
„Allir félagar BMHR-félaganna vita
hvað það þýðir þegar ráðherra í ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar seg-
ir að „orð skulu standa“. Og raunar
skilja flestir landsmenn hvað í því
felst.“
að þegar þessi ríkisstjórn segir að
„orð skulu standa" þá býst hún að
baki mönnum til að reka þeim rýt-
ingsstungu, ef svo má að orði kom-
ast. Þeim er ekki treystandi.
Samninganefndarmenn BHMR
spyrja sig í dag: Verður nokkru
sinni unnt að gera kjarasamning
við þessa ríkisstjórn? Munu aðrar
ríkisstjórnir feta í fótspor hennar?
Hefur þessi félagshyggjustjórn fyr-
irgert samningsrétti launafólks í
landinu?
Alumax á áhorfendabekk
Á áhorfendabekknum situr Mill-
er, aðstoðarforstjóri Alumax í
Bandaríkjunum. Ríkisstjórnin hef-
ur sýnt honum að hún er túbúin í
Fyrst lokkar hann Atlantsál til
samnings og breytir svo meginefni
hans með bráðabirgðalögum.
Þessu myndi Jón auðvitað neita.
Hann er sagður svo klókur samn-
ingamaður. A.m.k. kom hann fram
í kvöldfréttum sjónvarps miðviku-
daginn 24. október sl. og sagði mjög
sannfærandi að „orð skulu
standa“. Hann tvítók það meira áð
segja. Allir félagar BHMR-félag-
anna vita hvað það þýðir þegar
ráðherra í ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar segir að „orð
skulu standa". Og raunar skúja
ílestir landsmenn hvaö í því felst.
Hefur íslenska þjóðin efni á svona
stj órnmálamönnum?
Birgir Björn Siguijónsson