Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Qupperneq 16
16
FÖSTUDAGUR 2. NÓVÉMBER 1990.
íþróttir
Stúfarfrá
Englandi
Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi:
• Gary Nelson, frara-
herji Brighton, er nú
korainn á sölulista.
Nelson missti stöðu
sína í liðinu í kjölfar kaupanna á
John Byrne frá Le Havre. Bo-
urnemouth bauð 125 þúsund
sterlingspund í Nelson í síðasta
mánuði en leikmaðurinn vildi
ekki fara.
Venables þorði ekki
á blaðamannafundinn
• Terry Venables, stjóri Totten-
ham, var allt annað en ánægður
með sína menn eftir leikínn gegn
Brentford í deildarbikarnum. Eft-
ir leikinn mætti Venables ekki á
blaöamannfund og var sú skýring
geíin að stjórinn væri ekki
ánægður með leikmenn sína og
kom það ekki á óvart. Stjömum-
ar í Tottenham-liðinu áttu í miklu
basli meö 3. deildar liðið og Vena-
bles treysti sér ekki til að svara
skothríð blaðamannanna í kjöl-
farið.
Bikarmeistarar 1976
ætla að hittast
• Leikmenn Southampton, sem
unnu bíkarkeppnina árið 1976,
ætla aö hittast á næstunni og
minnast gamalla tíma og einnig
aö safna peningum til styrktar
einhverju góðu málefni. Vel hefur
gengið að hóa í gamla jaxla utan
þess að enginn veit hvar Skotinn
Jim Steel er niðurkominn. Steel
fór frá Southampton árið eftir
bikarsigurinn og hélt til Banda-
ríkjanna og síðan hefur ekkert til
hans spurst
Venglos hefur
áhuga á landa sínum
• Ivo Stas, 25 ára gamall leik-
maður Banik Ostrava og tékk-
neska landsliðsins, er kominn til
Aston Villa og mun æfa með lið-
inu næstu daga. Stas, sem er
verðlagður á 500 þúsund sterl-
ingspund, heillaöi Josef Venglos
þegar Villa lék gegn banik
Ostrava í UEFA-keppninni fyrir
skömmu.
Gibson í viðræðum
við West Bromwinch
• Colin Gibson hjá Manchester
United á nú í viðræðum viö WBA
með hugsanlegan lánssamning í
huga. Gibson er nýkominn úr
láni frá Port Vale, hefúr ekki
komist í liðið hjá Manchester
United og virðist vera búinn aö
gefa upp alla von þar aö lútandi.
Gill leggur skóna
á hilluna vegna meiðsla
• Tony Gill, miðvaliarleikmaður
Manchester United, hefur orðiö
að leggja skóna á hilluna vegna
þrálátra meiðsla. Annar leikmað-
ur hjá United, David Wilson, hef-
ur verið lánaður til Lincoln í einn
mánuö.
Goodard á í
erfiðleikum
• Paul Goodard hjá Miiiwall er
ekkert voðalega ánægður meö líf-
ið þessa dagana. Goodard kom frá
Derby County fyrir tæpum tíu
mánuðum og kostaði 800 þúsund
pund, Leikmanninum hefur ekki
tekist að festa sig í sessi og hann
fæst nú á útsöluveröi, jafnvel 50
þúsund pund. Boumemouth hef-
ur sýnt áhuga en Goodard vill
helst komast aö hjá stærri klúbbi.
Stuart Pearce ánægður
Stuart Pearce, leikmaður Nott-
ingham Forest og enska lands-
Iiösins, hefur skrifaö undir nýjan
fimm ára samning við félagið.
Pearce, sem er 28 ára gamall, var
mjög ánægður með þennan
samning og sagði aö hann gæfi
honum það fjárhagslega öryggi
sem hann hefði sóst eftir.
Evrópuleikur FH í Kaplakrika í kvöld:
„Vitum nánast ekki
neitt um Tyrkina“
- segir Gunnar Beinteinsson, hornamaður FH-inga
„Við vitum nánast ekki neitt um
Tyrkina en reiknum með því að þeir
séu fljótir og snöggir og leiki vörnina
framarlega, svipað og Alsírbúar.
Fyrstu 15 mínúturnar fara í að átta
sig á hvernig lið þeir eru með. Við
þurfum að leggja áherslu á fasta vörn
og hraðaupphlaup og sjá svo til. Ég
reikna með því að okkur veiti ekki
af 6-8 marka sigri því tyrknesk lið
hafa oft náð góðum úrslitum í heima-
leikjum í Evrópukeppni," sagði
Gunnar Beinteinsson, hornamaður
úr FH, í samtali við DV í gær.
FH mætir ETI Biskúiler.frá Tyrk-
landi í 2. umferð Evrópukeppni
meistaraliða í handknattleik í kvöld
og verður leikið í Kaplakrika klukk-
an 20. Þetta er fyrri leikur liðanna
en sá síðari fer fram í Ankara næsta
föstudag.
FH-ingar leika án þriggja sterkra
leikmanna, Óskars Ármannssonar,
Stefáns Kristjánssonar og Jóns Erl-
ings Ragnarssonar, sem allir eiga við
meiðsli að stríða. Þetta er mikið áfall
fyrir FH-inga, sem þurfa að treysta
á óreynda menn í lykilstööum, gegn
mótherjum sem þeir vita lítil deili á.
ETI ósigrandi
í Tyrkalandi
ETI varð meistari Tyrklands á síð-
asta keppnistímabili og flest bendir
til þess að liðið verji titilinn í ár. Það
hefur unnið fimm fyrstu leiki sína,
alla með nokkrum mun, og sló lið frá
ísrael út í 1. umferð Evrópukeppn-
innar.
• ETI er frá borginni Eskisehir en
getur ekki leikið heimaleik sinn þar.
Húsið er ekki samþykkt af IHF þar
sem það heldur hvorki vatni né vind-
um. Liðið þarf því að leika gegn FH
í Ankara sem er í 350 kílómetra fjar-
lægð. Samt er reiknað með því að
3000-4000 manns mæti á leikinn.
• ETI er fjármagnaö af kexverk-
smiðju og þaðan kemur nafnið Bi-
skúiler, sem þýðir kex! Allir leik-
menn liðsins eru atvinnumenn og
eru á samningi hjá félaginu til ársins
1992. Fjórir leika með tyrkneska
landsliðinu og einn þeirra, Pehlívan
Zekí, sem er 25 ára gamall, er reynd-
asti landsliðsmaður Tyrkja í dag.
• Tyrkirnir komu til íslands strax
á mánudag og hafa forráðamenn FH
eytt miklum tíma með þeim, farið
með þá í skoðunarferðir og verslun-
arleiðangra. Alls eru 29 manns í tyrk-
neska hópnum, þar á meðal bæði eig-
andi og framkvæmdastjóri liðsins,
eiginkonur þeirra og nánustu ætt-
ingjar!
• Forráðamenn ETI búa á Hótel
Sögu en leikmennirnir á Gistiheimil-
inu Bergi í Hafnarfirði. Forráða-
mennirnir gerðu sér lítið fyrir í vik-
unni og leigðu sér flugvél fyrir 100
þúsund krónur til að skoða ísland
úr lofti.
• Atli Eðvaldsson, landsliðsfyrir-
liði í knattspyrnu, hefur verið FH-
ingum mjög hjálplegur í samskiptum
þeirra við Tyrkina. Hann hefur gefið
þeim góð ráö og útvegað þeim fylgd-
armann fyrir Tyrklandsförina í
næstu viku. Sá tekur á móti FH-
ingum í Istanbul og verður með þeim
allan tímann.
• Tyrkjunum fannst ekki mikið til
Laugardalshallarinnar koma, sögðu
að hún væri „þreytt hús.“ Þeir er.u
hins vegar hrifnir af Kaplakrikahús-
inu og sögðust ekkert skilja í því af-
hverju landsleikir íslands væru ekki
háðir þar.
• Tveir leikmanna ETI hafa mik-
inn áhuga á að koma til íslands og
stunda nám við háskólann. Þeir hafa
spurst mikið fyrir um skólann og
viðað að sér upplýsingum um hann.
• FH-ingar fara utan næsta mið-
vikudag og vegna þess hefur leik liðs-
ins við Selfoss í 1. deild verði flýtt til
þriðjudagskvölds.
-VS
• Guðni Guðnason reynir körfuskot en (
og Grindavíkur í Laugardalshöllinni í gærk
Fyrsta
Loksins
Þórssigur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Eftir íjóra nauma ósigra í úrvals-
deildinni náðu Þórsarar loks að
vinna sigur. Enn var einn spennu-
leikurinn á ferðinni á Akureyri, en
eftir framlengingu tókst Þór að sigra,
91-85, og verður fróðlegt að sjá'hvort
þessi sigur „brýtur ísinn“.
Til þess að fleiri fylgi í kjölfarið
þurfa Þórsarar þó að leika mun betui;
en í gærkvöldi. Sigurinn tókst aðeins
með geysilegri baráttu í lokin.
Þór var yfir í hálfleik 47-43 og leiddi
framan af síðari hálfleik þó ekki
munaöi miklu. Snæfell komst síðan
yfir en þegar tæpar tvær mínútur
voru eftir var jafnt, 78-78. Þá skoraði
Þór úr þremur vítaskotum en Bárður
Eyþórsson jafnaöi með þriggja stiga
skoti um leið og leiktíminn rann út.
Ríkharður Hrafnkelsson skoraði
fjögur fyrstu stig framlengingarinnar
fyrir Snæfell. En eftir það skoraði liö-
ið ekki stig, Þór hins vegar 10 i röð
og vann þvi örugglega.
Þórsliðiö viröist hafa þann eigin-
leika að geta ávallt lagað sig aö leik
andstæðinganna, oft með slæmum af-
leiðingum. í gær átti enginn leik-
manna liðsins mjög góðan leik, en
Sturla Örlygsson var geysidrjúgur í
vörninni og þeir Cedric Evans, Guð-
mundur Bjömsson og Konráð Óskars-
son áttu góða kafla. Þá er vert aö
minnast á Högna Friðriksson, kom-
ungan strák sem lék sinn fyrsta leik
í meistaraflokki, lék lokamínútur
leiksins og framlenginguna og stóð sig
vel.
Bárður Eyþórsson var besti maöur
Snæfells og vallarins í þessum leik og
réðu Þórsarar lengst af ekkert við
hann.
Stig Þórs: Cedric Evans 27, Sturla
Örlygsson 20, Konráð Óskarsson 19,
Guðmundur Björnsson 16, Jóhann
Sigurðsson 5, Bjöm Sveinsson og
Högni Friðriksson 2 hvor.
Stig Snæfells: Bárður Eyþórsson 35,
Brynjar Harðarson 11, Ríkharður
Hrafnkelsson 11, Hreinn Þorkelsson
9, Þorkell Þorkelsson 9, Gennady Pe-
regeud 6 og Þorvarður Björgvinsson 4.
Óskar úr leik fram í janúar
Óskar Ármannsson, landsliðsmaður í handknattleik, leikur ekki með
íslandsmeisturum FH fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Óskar handarbrotn-
aði fyrir skömmu, bein við þumalfingur hægri handar brotnaöi, og hann
er með tvo nagla í hendinni af þeim sökum.
„Ég fer ekki að æfa fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin, og þá á eftír að
koma í Ijós hvort það tekur mig enn lengri tíma að verða leikfær," sagði
Óskar í samtali við DV í gær.
Óvíst er hvort Stefán Kristjánsson, markahæsti leikmaöur FH-inga, getur
leikið með þeim í síðari leiknum gegn ETI í Tyrklandi eftir viku. Hann
slasaðist á ökkla og rist fyrir skömmu og fékk' þann úrskurð í gær að
hann yrði orðinn heill eftir hálfan mánuð. Hann verður ekki með í Evrópu-
leiknum í Kaplakrika í kvöld og heldur ekki gegn Selfyssingum í 1. deild-
inni næsta þriðjudag.
-VS
- biðu lægri hlut fy
KR-ingar biðu sinn fyrsta ósigur í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi.
KR mætti þá Grindvikingum í Laugar-
dalshöllinni, sem sigruðu í leiknum, 69-71,
eftir að Grindvíkingar leiddu í leikhléi,
39-45.
KR-ingar áttu undir högg að sækja allan
leikinn og kom máttleysi þeirra á óvart.
Grindavík hafði ávallt forystu en þegar
skammt var tO leiksloka jöfnuðu KR-ingar
metin, 63-63, en Grindvíkingar gáfu ekk-
ert eftir á lokasprettinum og sigruðu
óvænt. Dan Krebbs, Bandaríkjmaður í hði
Grindavík, lék sinn fyrsta leik og stóð sig
vel, á greinilega eftir að styrkja liðið í
vetur. KR-ingar léku einn sinn slakasta
leik í langan tíma, engin barátta var í lið-
inu og hittnin léleg.
Uppgjör KR og Tindastóls 1 úrvalsdeildinni í Höllinni á í
„Erum ákveðni
halda okkar st
- segir Pétur Guðmundsson í Tindastóli sem á von á mj(
„Við vonumst eftir góðum stuðn-
ingi áhorfenda enda eigum við marga
stuðningsmenn syðra. Ég á von á
mjög spennandi leik og það væri svo
sannarlega gaman ef fólk fjölmennti
í Höllina og skapaði mikla stemn-
ingu,“ sagði Pétur Guðmundsson,
körfuknattleiksmaður í Tindastóli, í
samtali við DV í gær en á sunnudags-
kvöld mætast topplið úrvalsdeildar-
innar í körfuknattleik í Laugardals-
höll. KR-ingar taka þá á móti „Stól-
unum“ kl. 20 en bæöi þessi lið töpuðu
sínum fyrstu leikjum á fimmtudags-
kvöldið. Margir spá því að þessi tvö
lið muni berjast um íslandsmeistara-
titilinn í lokaslagnum í vor og víst
má búast við spennandi og fjörugum
leik.
„Þessi lið eru bæði taplaus og það
verður um eins konar uppgjör að
ræða á sunnudagskvöldið. KR-ingar
verða mjög erfiðir andstæðingar.
Þeir hafa verið að vinna leiki naum-
lega og það kemur sér vel fyrir þá.
Hvað okkur viðkemur þá erum við
ánægðir með okkar stöðu í dag og
við erum ákveðnir í að halda okkar
striki. Við höfum æft mjög vel og
stuðningurinn frá fólkinu hér á
Sauöárkróki er með ólíkindum góð-
ur,“ sagöi Pétur Guðmundsson enn-
fremur.
„Hvernig er veðrið hjá þér?“
- Hvernig hefur þér líkaö dvölin á
Sauöárkróki?
„Mjög vel. Þetta er mjög svipað því
sem ég átti von á fyrirfram. Það er
gott að vera kominn aftur heim til
Islands og ég sé alls ekki eftir því að
hafa tekið þá ákvörðun að taka til-
boði Tindastóls. Það er fallegt hér á
Sauðárkróki og mér líöur mjög vel
hér. Aðsókn að leikjum okkar hefur
verið nyög góö og það er meira að
segja fólk á æfingum hjá okkur.
Hvemig er veðrið annars hjá þér?