Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990.
Fréttir
Aðstöðugjaldið er
atvinnufjandsamlegt
Sendimenn Davíðs eru seinir til að upplýsa hann.
Neskaupsstaöur:
Togarar bundnir
við bryggju
Sjómenn á togurunum Bjarti,
Barða og Birtingj á Neskaupstaö
deila nú við Síldarvinnsluna um
hækkun á heimalöndunarálagi
og krefjast þeir að það verði það
sama og á Fáskrúðsfirði og Eski-
firði. Togararnir eru bundnir við
bryggju og halda ekki til veiða
fyrr en deilan er leyst.
Á Fáskrúðsíirði er greitt 28 pró-
sent heimalöndunarálag en 30
prósent á Eskifirði en sjómenn á
Neskaupstað telja sig ekki fá
nema i mesta lagi 6 til 8 prósenta
heimalöndunarálag auk þess sem
það sé gert upp seinna en á hinum
stöðunum.
Síldarvinnslan hefur boðist til
að greiða 30 prósent heimalönd-
unarálag gegn því að sjómenn
sleppi allri hlutdeild i útfluttum
fiski en það geta sjómenn ekki
sættsig. -J.Mar
Pósturogsími:
Viðskiptavmum
ekki mismunað
Vegna fréttar í DV um fyrir-
spurn Friðriks Sophussonar al-
þingismanns til samgönguráð-
herra um ýmislegt sem varðar
Póst og síma hefur blaðafulltrúi
Pósts og síma sent blaöinu at-
hugasemd.
Þar segir að samkvæmt reglu-
gerð um notendabúnað til teng-
ingar við hið opinbera fjarskipta-
kerfi sjái Póstur og sími um að
viðurkenna þann notendabúnað
sem tengja á hinu opinbera fjar-
skiptakerfi. Samkvæmt 9. grein
reglugerðarinnar skal tegunda-
prófun lokið og umsókn afgreidd
innan 30 daga frá móttöku um-
sóknar og framlagningu full-
nægjandi gagna. Oftast taki það
skemmri tíma. Segir ennfremur
að eftir þessu sé unnið og til-
hæfulaust með öllu að símtæki
sem Póstur og sími flytur inn
njóti forgangs.
Þá segir blaðafulltrúinn það
gróusögu að þegar tengja þurfti
símaskiptíborð sem ekki var
keypt hjá Pósti og síma, var það
sagt taka allt að mánuð en aðeíns
nokkra daga ef skiptiboröið væri
keypt hjá Pósti og sima. Að öðru
leytierþaöekkirökstutt. -S.dór
Athygli vakti í sjónvarpsrifrildi
Davíös Oddssonar og Halldórs Ás-
grímssonar í Stöð tvö á þriðjudaginn,
að borgarstjóri kom af fjöllum, þegar
ráðherrann minntist á ráðagerðirnar
um afnám aðstöðugjaldsins. Davíð
reiddist því, að slíkar upplýsingar
fengi hann í sjónvarpsþætti. í raun-
inni hefði borgarstjórinn mátt kann-
ast við þetta mál. Sendimenn hans
voru á fundum, þar sem þetta kom
fram.
Sjónarhom
Haukur Helgason
Davið Oddsson er guðfaðir ákvörð-
unar sjálfstæðisforystunnar um að
greiða atkvæði gegn bráðabirgðalög-
unum umtöluðu. Síðan fór Davíð úr
landi. Hann mætti til að ræða um
afgreiðslu bráðabirgðalaganna og
stöðu Sjálfstæðisflokksins í ljósi
skoðanakönnunar DV í sjónvarps-
þáttum. Á meðan varð honum
skyndilega Ijóst, að ríkisstjórnin
hafði uppi ráðabrugg um að sundra
tekjustofnum sveitarfélaga eins og
Reykjavíkur. Þar er hið athyglis-
veröasta mál á ferðinni, mál sem
hefur ekki verið nægilega í sviðsljós-
inu.
Gjörbreytt skattlagning
Ríkisstjórnin ætlar að gjörbreyta
skattlagningu fyrirtækja. Það er rétt
hjá henni, að sú mismunun í skatt-
lagningu einstakra atvinnugreina,
sem hér hefur verið, er ekki í sam-
ræmi við þá stefnu, sem mörkuð er
víða erlendis á þessu sviði. Hér þarf
að breyta ýmsu slíku, eigum við að
vera samkeppnisfær við aðra á
mörkuðunum, til dæmis hinum stóra
Evrópumarkaði. Líklegt er, að ís-
lerízk fyrirtæki þurfi að búa sig und-
ir aukna samkeppni af þessu tagi.
Ennfremur er rétt, þótt ekki komi
fram í fjárlagafrumvarpinu, að að-
stöðugjaldið, sem rennúr til sveitar-
félaga, er úrelt fyrirbæri. Það leggst
á veltu fyrirtækja, er ákveðin pró-
senta af veltunni án tillits til hagnað-
ar. Aðstöðugjald var á sínum tíma
rökstutt með því, að sveitarfélögin
þyrftu að fá tekjur frá fyrirtæk.iun-
um án tillits til afkomu fyrirtækj-
anna. Þannig skyldi til dæmis Vest-
mannaeyjabær fá tekjur af slíkri
skattheimtu af fiskvinnslu, þótt fisk-
vinnslan væri á hausnum. Vissulega
má ræða, hversu mikið sé að marka
uppgjör fyrirtækja til skatts, en í
nútímaþjóðfélagi verður skattur á
veltu ekki réttlættur, svo að raun-
hæft sé. Tapfyrirtæki eiga ekki að
greiða neinn slíkan skatt, heldur
verður að auka eftirlit með fram-
tölum. Slíkur skattur á fyrirtæki,
eins og aðstöðugjaldið er, gerir fyrir-
tækjunum að sjálfsögðu mun erf-
iðara fyrir í samkeppni við erlend
fyrirtæki, sem ekki greiöa sams kon-
ar skatt.
Frásögnráðherra
Afnám aðstöðugjaldsins er ein af
tillögum nefndar, sem starfað hefur
á vegum fiármálaráðherra. Málið
hefur verið rætt við atvinnurekend-
ur, sem yfirleitt munu fallast á þetta.
Sveitarfélögin setja sig á móti í fyrstu
lotu. Ríkisstjórnin hefur enn ekki
gengið frá að fullu, hvernig tekju-
missi sveitarfélaga verði mætt.
Nokkuð hefur verið sagt frá tillögun-
um um svokallað tryggingaiðgjald,
sem komi í stað launatengdra skatta
fyrirtækja, svo sem launaskatts, líf-
eyristryggingagjalds, slysatrygg-
ingagjalds og iðgjalds til Atvinnu-
leysistryggingasjóðs og ' líklega
vinnueftirlitsgjalds. Tryggingaið-
gjaldið verði innheimt samhliða
tekjuskatti í staðgreiðslu. Fyrst í stað
verði tryggingaiðgjaldið lagt á í
tveimur þrepum, 3 prósent og 5 pró-
sent. Því miður felst í tillögum stjóm-
arinnar nú, að gjöld á atvinnurekst-
urinn vaxa, þegar nýtt hafnagjald
kemur til viðbótar.
Stjórn Sambands íslenzkra sveitar-
félaga mótmælti hugmyndunum um
tryggingaiðgjald 26. október. Stjórn-
in telur, að þannig megi ekki koll-
varpa því víðtæka samstarfi, sem
náðst hefði um breytta verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga, sem tók
gildi í byriun þessa árs. Málið hafi
verið undirbúið og lagt fram án vit-
undar sveitarstjórnarmanna. Sveit-
arfélögin óttast, að með hinu nýja
gjaldi verðiverið að auka tekjur rík-
issjóðs og staðgreiðslukerfið notað til
þess á kostnað sveitarfélaganna. í
þessari ályktun var ekki minnzt á
afnám aðstöðugjaldsins, enda þá
óljóst, þótt forráðamenn hefðu ýjað
að slíku. En á samráðsfundi ríkis og
sveitarfélaga eins og það er kallað
hinn 23. nóvember fóru tveir ráð-
herrar að segja sveitarstjórnar-
mönnum nánar frá fyrirætlununum.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra tilkynnti á þeim fundi,
að ein tillagna áðurnefndrar nefndar
væri, að aöstööugjald yrði fellt niður.
Ólafur Ragnar Grímsson fiármála-
ráðherra rakti síðan á fundinum að-
alatriði í tillögum nefndarinnar. í
fyrsta lagi kæmi einn skattur í stað
hinna launatengdu skatta. Þá yrði
tekjuskattinum nokkuð breytt. í
þriöja lagi verði aðstöðugjald lagt
niður.
Enn er eftir að ræða málið að gagni
á Alþingi og sjá frumvarp um tekju-
öflun sveitarfélaga, svo sem hvað
fylla skuli skarð aðstöðugjaldsins.
Sveitarfélögin hafa venjulega reynzt
eiga nógu sterka fulltrúa á Alþingi,
svo að við þurfum varla að óttast,
að ekki komi nægar tekjur þangað,
þegar upp verður staðið. Ýmis sveit-
arfélög eru þó í tekjuvanda en ekki
Reykjavík. Mestu skiptir, að stöðva
verður áform um aukna skatta á fyr-
irtækin, en jafnframt er sitthvaö gott
í hugmyndum um einfaldari skatt-
heimtu á fyrirtæki. Aðstöðugjaldið
er til dæmis ranglátur skattur, sem
má detta upp fyrir.
Lvtið magn og gott verð f Bretlandi
Gámasölur í Bretlandi 26.-30. nóvember
Sundurliðun eftir tegundum Seltmagn kg Verðíerl. mynt Meðalverð ákg Söluverð ísl.kr. Kr. á kg
Þorskur 509.546,45 740.688,85 1,45 79.364.253,26 155,75
Ýsa 371.767,10 527.871,70 1,42 56.562.602,90 152,15
Ufsi 29 099,05 22.352,05 0,77 2.395.810,13 82,33
Karfi 24.873,70 17.919,50 0,72 1.920.160,28 ' 77,20 ■
Koli 138.885,10 197.547,50 1,42 21.163.237,88 152,38
Grálúða 12.545,00 14.423,00 1,15 1.546.045,45 123,24
Blandað 162.365,50 182.980,85 1,13 19.607.795,83 120,76
Samtals 1.249.081,90 1.703.783,45 1,36 182.559.905,73 146,16
Gert var ráð fyrir að þrjú skip seldu
í Englandi þessa viku en svo illa hef-
ur til tekist að ekkert þeirra gat lok-
ið veiðiferð en seldur flskur úr gám-
um er á annað þúsund tonn. Verðið
er gott og er það sjálfsagt því að
þakka hvað lítið berst af fiski á enska
markaðinn. í Grimsby og Hull er
uppistaöan í vinnslunni íslandsfisk-
ur. Með svona miklum samdrætti á
fiski frá íslandi verður verkafólk fyr-
ir miklu tekjutapi, eins og íslenskir
sjómenn sem ekki ná að ljúka veiði-
ferð. Mikill hluti þess fisks, sem farið
hefur í gáma í haust, er af smærri
bátum og trillum.
Útflutningur mun dragast saman
við þær nýju reglur sem settar veröa
um útflutning á fiski. Ef skammta á
útflutning enn meira en verið hefur
má búast við að tekjur sjómanna
rýrni verulega.
Barist er nú um að fá fiskverð
frjálst hér og allur fiskur fari á upp-
boðsmarkaðina. Sjálfsagt getur kom-
ið að því að offramboð verði á mark-
aðnum hér og þá verður verðhrun
eins og á mörkuðum erlendis.
Áróðursherferð í Sevilla
Eldislaxaframleiðendur hafa hafið
áróöursherferð fyrir sölu á eldislaxi.
Auglýsingaherferðin hófst í Sevilla
og komu 230 kaupendur og sjón-
varpsmenn og útvarpsmenn til opn-
unarhátíðarinnar. Þrátt fyrir að
markaðsverðið sé fremur lágt um
þessar mundir láta framleiðendur
ekki deigan síga og kynna sína vöru
af miklum krafti. Of mikið virðist
hafa komið á markaðinn að undan-
förnu því nokkuð liggur þar af viku
gömlum fiski. Fiskkaupmenn halda
að erfitt verði að ná upp verðinu á
ný en verðlækkunin hefur verið 5-10
pesetar á kíló. Fiskkaupmenn vilja
hafa 10-15% hagnað af fisksölunni.
Aðrar tegundir eru lúða, þorskur,
krabbi og svo framvegis. Álit manna
er að þetta framtak í kynningu hafi
borið góðan árangur.
Tiltölulega nýr markaður er nú
meira áberandi en áður. Þarna er um
að ræða 40 fiskbúðir. Á þennan
markað kemur mikið af fiskinum
Fiskmarkaðuriim
Ingólfur Stefánsson
sunnan að, til dæmis frá Cadis, og
eru þetta nokkrar tegundir. Af þess-
um 40 búðum höfðu aðeins tvær lax
til sölu. Þessir kaupmenn skipta að-
allega við Mercante Madrid en einnig
við Proa í Murcia. Þetta litla framboð
af laxi er talið stafa af því að lítil fisk-
neysla sé hjá almenningi og þar aö
auki sé auðvelt að fá lax ef mikiö ligg-
ur viö. Má segja að þetta sé nokkurs
konár undirbúningur undir stórsýn-
inguna sem haldin verður í Sevilla
1992. Búist er við að á sjávarmatar-
sýningunni komi daglega 200.000
manns.
Undirboö á laxi
Enn er tahð að Norðmenn hafi selt
lax á undirboðsverði í Frakklandi.
Þó bendir verð á Rungis-markaðnum
ekki til þess að svo sé og ekkert bend-
ir til þess að verðið sé eins lágt og
af er látið. Um og eftir 20. nóvember
virðist framboð hafa verið með eðli-
legum hætti og verðið verið tiltölu-
lega stöðugt. Ekki er enn farið að
bera á innkaupum fyrir jólamarkað-
inn og bíða kaupmenn rólegir í von
um að salan lifni við fyrir jólin.
Veröið hefur að vísu fallið aðeins
eftir mánaðamótin nóvember-des-
ember. Verðið er eins og hér segir:
Fiskur af stærðinni 3-4 pund selst á
405 kr. kg, stærðin 4-5 pund selst á
429 kr. kg, 5-6 punda lax selst á 460
kr. kg. Stórmarkaðirnir hafa að und-
anfórnu boðið lax fyrir 307 kr. kg.
Hilde Adele Nielsen, Fiskaren
Mikil veiði á Coho-laxi
Um miðjan nóvember var veiði á
Coho-laxi orðin 120.000 tonn en var á
sama tíma í fyrra 102.000 tonn. Verð-
ið er eins og venjulega á þessari teg-
und af laxi, að það lækkar þegar líð-
ur á haustið. Meðalverð hefur verið
500 yen eða um 210 kr. kg en ef verð-
ið verður eins og á síðasta ári fer það
íljótlega í 480 yen og þegar líður á
desember má búast við að það fari í
201 kr. kg. Nú fer Ake-Saki laxinn á
189 kr. kg.
Auglýsingaherferð
Samband laxeldismanna hefur ver-
ið með mikla auglýsingaherferð að
undanförnu á laxi frá Chile. Fyrir
lifandi fisk vilja Japanir jafnvel
greiða 3-4 sinnum hærra verð en
fyrir annan fisk. Almenningi líkar
best að geta séð þegar fiskurinn er
drepinn. Erfitt verður fyrir okkur að
uppfylla þær kröfur. Aðaltegundirn-
ar eru lúða, skelfiskur og svo fram-
vegis.
Uppl. Scandinavian Trade Service