Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990.
15
H var er hið pólitíska réttlæti?
Undanfarnar vikur hafa prófkjör
hjá stjórnmálaflokkunum staðiö
yfir og vígreifir framboðskandidat-
ar barist af mikilli hörku við póh-
tjska samherja, fyrir eigin frama...
Ýmsir hafa oröið sárir og móðir og
unað lítt við sinn hlut... en aðrir
hafa verið að gera það gott. - En
svona gengur það víst til í stríðinu.
Ef stjórnmálamenn berðust af
slíku harðfylgi fyrir velferð sam-
félagsins, þegar þeir eru komnir á
þing, þyrfti þjóðin ekki að óttast
að hagsmunir hennar yrðu fyrir
borð bornir.
En fleira hefur veriö að gerast í
íslenskri pólitík en prófkjörsraun-
ur eða sigurgöngur. - Nú hafa
kvennalistakonur tilkynnt, að þær
vilja fara í ríkisstjórn, eftir kosn-
ingar... verða ráðskonur í ríkis-
stjórninni, hvernig sem ber nú að
skilja það. - Ætli þær verði þá ekki
ráðskonur hjá ráðherrunum? - En
þetta kemur í ljós þegar Þorsteinn
Pálsson eða Davíð Oddsson hafa
myndað ríkisstjórn... Segja ekki
skoðanakannanir aö það verði
næsta hremmingin í íslensku
stjórnarfari?
Kraftbirting Kvennalistans
Kvennalistakonur vita hvað þær
syngja - sjá að nú er lag... geta
sagt eins og þar stendur: Nú get ég.
- Góð byrjun til að falla inn í hlut-
verkið að vera fylgjandi vaxta-
hækkun á húsnæðislán afturvirkt
til ársins 1984. - Enda fagnaði Þor-
steinn Pálsson ákaft liðveislu
kvennanna. Hefur líklega ekki
búist við að forsætisráðherra
mundi gleyma „þjóðarsáttinni“ og
sjálfur flytja þennan boöskap af
mikilli hörku.
Líklega hefur ráðherrann áttað
KjaUarinn
Aðalheiður Jónsdóttir
verslunarmaður
sig á því að grípa verði í taumana
hjá þeim húsbyggjendum sem
þraukað hafa í þessi sex ár og
kanna til fullnustu burðarþol
þeirra.
Ekki hefði ég búist við aö kvenna-
listakonur styddu þetta mál þó að
helst hafi verið að heyra að þær
væru aðeins komnar inn á Alþingi
til að berjast fyrir jafnrétti kvenna,
einkum á vinnumarkaði, og hafa
ósjaldan talaö í þeim dúr að ein-
ungis konur væru í lægstu fauna-
þrepunum en gleyma því hins veg-
pr að þar eru karlar líka fjölmenn-
ir.
Því hefði sýnst eðlilegt að taka
launamálin fyrir í víðara samhengi
þar sem íslensk láglaunastefna og
launamisrétti er einhver svartasti
blettur samfélagsins... Það er
reyndar eðlileg afleiðing þess - að
verkalýðshreyfingin lenti í hafvill-
um á lífsins ólgusjó og flokkar, sem
þóttust vera verkalýðsflokkar,
brugðust því hlutverki en tóku að
sér, til jafns við hina flokkana, að
ausa fjármunum þjóðarinnar í
ýmiss konar taprekstur, auk allra
milljarðanna, som fara í hefö-
bundna hrunadansleiki atvinnu-
veganna. - Þetta er íslenskra vel-
ferðarþjóðfélagið í sinni glæstu
mynd. - Kvennalistinn sá líka að
hann átti ekki að skipta sér af
stjórnun landsins. - Og hefir því
alla tíð setiö í sama rassfarinu á
Alþingi.
Nýtt á prjónunum
En nú hafa konurnar nýtt á
prjónunum... Ég segi ekki nema
það, guð láti gott á vita!... tilkynna
eftir aðalfund að þær sækist eftir
að verða ráðskonur í næstu ríkis-
stjórn. - Þá trúi ég að nýtt stef
muni hljóma úr þeim ranni - og
Davíðssálmar sungnir af andans
krafti og innlifun.
En þær ætla samt ekki að láta
skoðanir sínar sem skiptimynt...
aldrei samþykkja álver. Ojæja, þá
höfum við það! - Hefðu kannski
getað komið í veg fyrir væntanlegt
álver, ef þær hefðu þorað að axla
ábyrgð, þegar kjósendur skoruðu á
þær að^anga til stjórnarsamstarfs.
En auðvitað var öllu óaðgengilegra
að taka til á stjórnarheimilinu eftir
viðskilnað Þorsteins Pálssonar en
þá stjórn, sem nú situr, þó það sé
að mestu leyti fyrir afstöðu verka-
lýðshreyfingarinnar.
Á síðasta snúningi
En nú er ríkisstjórnin á síöasta
snúningi og hlýtur að fara að huga
að loforðunum. - Ekki trúi ég að
hún hafi gleymt hvað hún ætlaði
að gera til að jafna kjörin... Ætlaði
hún ekki að afnema lánskjaravísi-
tölu?
Skyldi hún vera að uppfylla það
loforð með hækkun vaxta á verð-
tryggð húsnæðislán sex ár aftur-
virkt?... Ætlaði hún ekki að skatt-
leggja vaxtatekjur?... Var það
kannski of viðkvæmt mál eíns og
virðisaukaskattur á veiðileyfi?...
Hefir ekki líka verið talað um há-
tekjuskattþrep sem réttlætis-
mál?... Hvar er hið pólitíska rétt-
læti?... Kannski svarar ríkis-
stjórnin því fyrir sitt endadægur.
Aðalheiður Jónsdóttir
„Því heföi sýnst eðlilegt að taka launa-
málin fyrir í víðara samhengi, þar sem
íslensk láglaunastefna og launamis-
rétti er einhver svartasti blettur sam-
félagsins..
Hátekjuskattur og
húsaleigubætur
„Jafnvel sumir „fulltrúar verkalýðsins“ á Alþingi hefðu trúlega gleypt
málið í nafni þjóðarsáttar," segir hér m.a.
í stjórnarsáttmála er lofað jöfnun
á aðstööu leigjenda og íbúðareig-
enda. Nýtt húsnæðiskerfi var sam-
þykkt í lok síöasta þings, er opnað
getur fyrir nýja valkosti í hús-
næðismálum aðra en þann gamla
séríslenska, sem ætti fyrir löngu
að vera kominn í hendur þjóð-
minjaráðs einsog aðrar þjóðlegar
minjar, til fróðleiks komandi kyn-
slóðum. - En þá var eftir að jafna
aðstöðuna.
Stór hluti íbúðareigenda býr í
húsnæði sem verðbólgan greiddi
fyrir þá. Þeir og aðrir hafa auk
þess fengið vaxtabætur, lán með
niðurgreiddum vöxtum og aðra
aðstoð.
Það fólk, sem býr og búið hefur
í leiguhúsnæði, hefur ekkert fengið
af þessu. Leigjendur hafa aldrei
fengið eina krónu úr opinberum
sjóðum hér á landi til húsnæðisöfi-
unar. Auk ríkjandi launastefnu
hefur ekkert skapað hér meiri mis-
munun á aðstöðu.
Tuttugu atriði
Nú hefur fjármálaráðherra lagt
fram í ríkisstjórn tillögu um sér-
stakan tekjuskatt á þá sem hafa
yfir 300 þúsund krónur í mánaðar-
laun. Mér þykja tillögur ráðherr-
ans athyglisverðar, en stórum at-
hyglisverðari eru þó viðbrögðin við
þeim. Ég sá ráðherranum einhvers
staðar líkt við söguhetjuna Hróa
hött, er stal frá þeim ríku til að
gefa fátækum. Slíkt þykir víst ekki
góð siðfræði á íslandi.
í Staksteinum Mbl. 24. nóv. sl. er
fullyrt að húsaleigubætur muni
„hafa í för með sér hækkun á húsa-
leigu á markaðnum“. Þvínæst er
fullyrt að hópurinn, sem bætumar
KjáUarinn
Jón Kjartansson
frá Pálmholti
formaður
Leigjendasamtakanna
muni fá, stækki smám saman. „Það
endar með því að ríkið greiðir
fjórðung eða þriðjung af allri húsa-
leigu í landinu," segir þar. Sem
sagt, íbúðareigendum sýnist ætlað
að fá húsaleigubæturnar líka, eftir
þessum gefnu forsendum. Og menn
brýna hnífa sína og beijast gegn
húsaleigubótum til eigendanna.
Fínir menn eiga nú ekki annað eft-
ir en gerast „leiguliðar" til að fá
húsnæðisstyrk hjá Hróa hetti.
Sannleikurinn þarna er sá að
leiga á markaði fer eftir framboði
og eftirspurn en ekki bótum. Fé-
lagslegt leiguhúsnæði gerir hins
vegar mögulegt að hafa stjórn á
leiguverðinu. Húsaleigubætur
kunna hins vegar að valda því að
leigusalar verða að telja fram og
það þykir kannski ekki heyra und-
ir félagslegt réttlæti. En löggjöf um
félagslegt réttlæti er hérlendis það
langt á eftir því sem gerist hjá ná-
grannaþjóðum okkar að við verð-
um að óbreyttu að sækja um und-
anþágu varðandi a.m.k. tuttugu
atriði, ætlum við að ganga til sam-
starfs við bandalag Evrópuríkja.
Þetta verður kannski eitt þeirra?
Ekki má hætta
En baráttan gegn hátekjuskatti
tekur stundum á sig broslegan
svip. Reynt er m.a. að gera ráð-
herranum það ljóst að hann viti
ekkert í hvernig þjóðfélagi hann
lifir. Einn baráttumaðurinn segir
t.d. að menn muni almennt hætta
yfirvinnu og aukastörfum verði nýi
skattaukinn samþykktur. Sem
sagt, hátekjufólkið er flest í Iðju,
Dagsbrún og Sókn og fær þessar
tekjur með því aö vinna 40 stundir
á sólarhring. Og vitaskuld kemur
ekki til greina að láta þrælana
hætta yfirvinnunni, helgidaga-
vinnunni, eftirvinnunni, nætur-
vinnunni, aukavinnunni, auka-
næturvinnunni, aukaaukavinn-
unni eða aukaaukaaukavinnunni.
Þjóðfélagið hefur ekki efni á því að
þrælarnir stansi vegna hátekju-
skatts.
Baráttumaður þessi hélt því einn-
ig fram að tekjur þeirra ríku væru
svo vel faldar að engin von væri til
þess að hátekjuskattur næði til
þeirra. Löggæslan er vitaskuld of
upptekin við rannsókn á búða-
hnupli, rúðubrotum og meintum
þjófnaði á kústsköftum, til þess
hún geti leitað að fóldum tekjum.
Af þessum sökum á ráðherrann
auðvitað að geta séð hversu fárán-
legt er að ætla sér að skattpína
hátekjumenn.
Peningarnir spurðir fyrst
Það er rétt hjá hinum finu herr-
um. Ráðherrann veit greinilega
ekki að hann lifir í peningafélagi
en ekki mannfélagi. í slíku félagi
geta menn ekki snúið sér við nema
spyrja peningana fyrst. Ráðhérran-
um hefði því verið nær að leggja
nýja skattinn á þá sem hafa lægri
tekjur en kr. 60 þúsund á mánuði.
Þá hefði ekki staðið á samþykkinu.
Jafnvel sumir „fulltrúar verka-
lýösins" á Alþingi hefðu trúlega
gleypt málið í nafni þjóðarsáttar.
Þá væri heldur engin hætta á aö
þrælarnir hlypu frá verki í miðri
aukavinnu og „leiguliðamir“
myndu þá borga sér húsaleigubæt-
urnar sjálfir. Földu tekjurnar
fengju líka að vera óhreyfðar á sín-
um stöðum. Svo er vitaskuld hægt
að fara að fordæmi Briddsfélagsins
og bjóða leigjendurna upp.
Þegar þetta er ritað segir í frétt-
um að hin fræga þjóðarsátt til
björgunar fyrirtækjunum hafi ver-
iö framlengd. Ég hef hvergi séð
húsaleigubætur nefndar á nafn á
framlengingarskjalinu. Á fólkið,
sem býr i leigubíbúðunum, enn að
taka á sig áhrif þessara björgunar-
aðgerða bótalaust?
Jón Kjartansson
„Ráðherranum hefði því verið nær að
leggja nýja skattinn á þá sem hafa lægri
tekjur en kr. 60 þúsund á mánuði. Þá
hefði ekki staðið á samþykkinu.“