Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Page 24
32
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990.
Afmæli
Jón Amdal Stefánsson
Jón Arndal Stefánsson, Túngötu
44, Reykjavík, er sjötugur í dag. Jón
er fæddur í Reykjavík og ólst upp á
Siglufirði og Akureyri.
Starfsferill
Jón var í námi í Iðnskólanum á
Akureyri í einn vetur og í Bænda-
skólanum á Hvanneyri 1938-1940.
Hann var í námi á Hvítárbakka-
skóla í Borgarfirði 1940-1942 og
vann ýmis störf á þungavinnuvél-
um til 1947. Jón var í Spartan Scho-
ol of Aeronavitics í Tulsa í Okla-
homa 1947-1948 og réðst til Flugfé-
lags íslands haustið 1948. Hann var
fyrst flugvélvirki, skoðunarmaður
og flugvélstjóri og kennari til 1962
og haíði sem aðalstarf kennslu á
vegum Flugfélags íslands fyrir flug-
virkja, flugmenn, flugfreyjur og
hlaðdeild um þær flugvélar sem fyr-
irtækið notaði. Jón var í stjórn Flug-
virkjafélagsins 1950-1958 oghætti
störfum 31. janúar 1990.
Fjölskylda
Jón kvæntist 7. ágúst 1950 Auði
Kristjánsdóttur, f. 7. ágúst 1930. For-
eldrar Auöar voru: Kristján Lárus-
son, framkvæmdastjóri í Rvík, og
kona hans, Björg Steindórsdóttir.
Fósturböm Jóns og Auðar em: Agn-
es Aðalgeirsdóttir, f. 10. mars 1951,
gift Hersteini Brynjúlfssyni, f. 22.
júní 1945, í forvarðarnámi í Flórens,
sonur þeirra er Kári, f. 23. maí 1990;
Ellert Fr. Berndsen, f. 30. júní 1964,
rafeindavirki í Rvik, kvæntur Ey-
dísi Mikaelsdóttir, f. 1. desember
1965 og eiga þau tvö börn: Davíð, f.
23. janúar 1985 og Viðar, f. 16. febrú-
ar 1988; Birgir Stefán Berndsen, f.
12. september 1965, þungavinnu-
vélamaður í Rvík, og Björgvin Ragn-
ar Berndsen, f. 12. september 1965,
starfsmaður Volvo í Gautaborg.
Systkini Jóns eru: Sigurlaug
Arndal, f. 26. febrúar 1922, bóka-
vörður gift Gunnari Markússyni,
safnveröi í Þorlákshöfn, kvæntur
og eiga þau tjögur böm: Ásgrímur,
f. 4. október 1923, smiður, kvæntur
Sigurlaugu Kristinsdóttir og eiga
þau eitt barn og eina fósturdóttur;
Guörún Þorbjörg, f. 15. janúar 1925,
gift Eyþóri B. Bollason en hann er
látinn, þau eiga tvær dætur; Elín,
f. 23. júní 1926, d. 22. ágúst 1926;
Magðalena, f. 24. janúar 1928, gift
Sigurður Baldvinssyni, loftskeyta-
manni og eiga þau fimm börn: Jens-
ey Jörgína, f. 19. febrúar 1929, gift
Agnari Jörgensen, verslunarmanni
í Rvík, og eiga þau sex börn; Elín,
f. 9. ágúst 19301jósmóðir, gift Magn-
úsi Gunnlaugssyni, b. á Miðfelli V,
Hrunamannahreppi í Árnessýslu,
og eiga þau sjö börn; Lóa, f. 24. mars
1933, var gift Birgi Sigurðssyni hár-
skera, en þau eru skilin, þau eiga
tvö kjörbörn, auk þess sem hún á
Til hamingju með daginn
85 ára
Sigríður Guðjónsdóttir,
Hlíð, Skaftárhreppi. ■
80 éra
Karl Ágústsson,
Litla-Garði, Akureyri.
Jón Ólafsson,
Klifagötu 8, Kópaskeri.
75 ára
Sigríður Stefánsdóttir,
Heiðarvegi 18, Reyðarílrði.
Jón Uaviðsson,
Neðri-Skálateigi, Norðíjarðarhreppi.
70 ára
Jóbannes Kristjánsson,
Klambraseli, Aðaldælahreppi.
Kristján Jónsson,
Byggðavegi 84, Akureyri.
60 ára
Sverrir Sigurðsson,
Hllðargötu 41, Buðahreppi.
Erla Björgvinsdóttir,
Dunhaga 21, Reykjavík.
María Þorsteinsdóttir,
Auöbrekku 8, Húsavík.
Hólmfriður A. Árnadóttir,
Hvassaleiti 40, Reykjavík.
Hrefna Kristjánsdóttir,
Amartanga 46, Mosfellsbæ.
Eyvindur Eiðsson,
Heiðargeröi 13, Akranesi.
50 ára
Sigríður Ingvarsdóttir,
Garðavegi 10, Hafiiarfírði.
40 ára
Sigurður Þórir Sigurösson.
Ugluhólum 6, Reykjavik.
Páli Þorgeirsson,
Oddagötu 2, Reykjavík.
Jóna Kristin Antonsdóttir,
Þverá, Öxnadalshreppi.
Guðlaug Ámmarsdóttir,
Seljabraut 38, Reykjavík.
Guðlaugur Einarsson,
Víkurbraut 3, Vík í Mýrdal.
Guðrún Svava Guðmundsdóttir,
Hjallabraut 54, Hafnarfirði.
Kristinn Kristjánsson,
Víkurási 4, Reykjavík.
Jens Jóhannesson,
Ystaseli 31, Reykjavík.
Sigurborg Elva Þórðardóttir,
Hliðargötu 37, Búðahreppi.
Axel Mechiat,
Nesvegi 63, Reykjavík.
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
eina dóttur og óskírður sonur, f.
1935, d. fjögurra daga.
Ætt
Foreldrar Jóns voru Stefán Grím-
ur Ásgrímsson f. 26. september 1899,
d. 1. desember 1968, verkamaður og
kona hans, Jensey Jörgína Jóhann-
esdóttir, f. 3. júlí 1893, d. 15. júlí 1958.
Þau voru lengi búsett á Siglufirði
og Akureýri en bjuggu í Reykjavík
frá árinu 1953. Meðal föðursystkina
Jóns eru: Páll, faöir Indriða, fyrrv.
forstjóra Skeljungs, og Sigurður afi
Sigurðar Geirdal Gíslason, bæjar-
stjóra í Kópavogi, föður Sigurjóns
Birgis (SJON) skálds. Stefán var
sonur Ásgríms, b. í Dæli í Fljótum,
Sigurðssonar, b. í Háakoti, Pálsson-
ar, b. á Miklhóli, Sigfússonar, b. í
Dæli, Rögnvaldssonar, bróður Jóns,
langafa Solveigar, móður Einars
Olgeirssonar.
Móðir Stefáns var Sigurlaug Sig-
urðardóttir, b. á Stóra-Grindli, Sig-
mundssonar b. á Krossi á Akranesi,
Snorrasonar, b. í Andakíl, Magnús-
sonar. Móðir Sigurðar á Stóra-
Grindli var Guðríður en systir
hennar var Helga, amma Þorbjarn-
ar skálds „þorskabíts". Guðríður
var dóttir Þorleifs, b. á Hæh í
Flókadal, Auðunssonar og konu
hans, Margrétar Þorvaldsdóttur,
systur Jóns í Deildartungu, ætt-
föður Deildartunguættarinnar.
Móðir Sigurlaugar var Ingiríður
Grímsdóttir, prests á Barði í Fljót-
um, Grímssonar græðara Magnús-
sonar. Móðir Gríms á Barði var Sig-
urlaug, systir Kristjáns, langafa Jó-
hanns Sigurjónssonar skálds og
Jóns, föður Jónasar frá Hriflu. Sig-
urlaug var dóttir Jóseps, b. í Ytra-
Tjarnarkoti, Tómassonar, bróður
Jónasar, afa Jónasar Hallgrimsson-
ar skálds. Móðir Sigurlaugar var
Ingibjörg Hallgrímsdóttir, systir
Gunnars, langafa Hannesar Haf-
stein. Móðir Ingiríðar var Ingibjörg
Jósefsdóttir, b. í Hvammi, Jósefs-
sonar, bróður Sigurlaugar.
Jensey er dóttir Jóhannesar, járn-
smiðs í Hnífsdal Elíassonar, b. í Efri-
hlíð í Helgafellssveit, Jónssonar.
Móðir Elíasar var Elín, langamma
Helgu, móður Svavars Gests og
ömmu Vilborgar Harðardóttur
blaðamanns, móður Marðar Áma-
sonar. Elín var einnig langamma
Þóröar Kárasonar fræðimanns og
Rebekku, móður Þorsteins Geirs-
sonar, ráðuneytisstjóraí dómsmála-
ráðuneytinu. Ebn var dóttir, Þórðar
b. á Hjarðarfelli, Jónssonar, ætt-
föður Hjarðarfellsættarinnar afa
Jóhanns, afa Guðmundar J. Guö-
mundssonar, formanns Dagsbrún-
ar. Þórður var einnig, afi Kristjáns,
afa Gunnars Guðbjartssonar á
Hjarðarfelb og Alexanders Stefáns-
sonar alþingismanns. Einnig var
Jón Arndal Stefánsson.
Þórður afi Halldórs, langafa Ingólfs
Margeirssonar ritstjóra. Dóttir
Þórðar var Guðný, langamma The-
odóru, ömmu Helga Ólafssonar
stórmeistara.
Móðir Jenseyjar var Guðrún
Jónsdóttir, b. á Hallsstöðum á
Langadalsströnd, Sæmundssonar,
b. í Fremri-Arnardal, Ámasonar.
Móðir Guðrúnar var Vigdis Jóns-
dóttir, b. á Stakkanesi, Sumarliða-
sonar. Móðir Vigdísar var Þorbjörg
Þorvarðardóttir, b. í Eyrardal, Sig-
urðssonar, b. í Eyrardal, Þorvarðar-
sonar, ættföður Eyrardalsættarinn-
ar.
Afmælisbarniö tekur á móti gest-
um í Félagsheimili flugvirkja í Borg-
artúni 22 kl. 16.30-18.30.
Elís Þórarinsson
EUs Þórarinsson, fyrrv. bóndi og
hreppstjóri á Starmýri í Geithellna-
hreppi og síðar hreppstjóri Búlands-
hrepps, Steinum 6, Djúpavogi, er
sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Elís fæddist á Starmýri og ólst þar
upp í foreldrahúsum. Hann vann
landbúnaðarstörf á býli foreldra
sinna en tók sjálfur við búsforráð-
um að Starmýri árið 1941 og stund-
aði þar búskap til 1973. Þá flutti Elís
á Djúpavog þar sem hann starfaði á
skrifstofu Kaupfélags Berufjarðar
til 1985.
Elís sat í hreppsnefnd Geithellna-
hrepps frá 1946-73 og var hrepp-
stjóri þar frá 1951-73. Hann sat í
stjórn Kaupfélags Berufjarðar á
Djúpavogi frá 1950 og var formaður
þar um skeiö. Þá sat hann í skóla-
nefnd um skeið og var formaður
hennar til 1962. Hann var settur
kennari við farskóla Geithellna-
hrepps 1962, sat í stjórn Sjúkrasam-
lags Geithellnahrepps frá stofnun
og var formaður hennar frá 1961, sat
í stjórn sóknarnefndar, í stjóm
lestrarfélagsins, í stjóm búnaðarfé-
lagsins og ungmennafélagsins i all-
mörg ár og var fulltrúi á Kjör-
mannafundi Stéttarsambands
bænda, fundum Búnaðarsambands
og á aðalfundi SÍS. Þá var hann
umboðsmaður Samvinnutrygginga
og Brunabótafélags íslands. Eftir að
Elís flutti á Djúpavog var hann
hreppstjóri Búlandshrepps 1974-85.
Þá var hann svæðisstjóri Lions árið
1987. Elís hefur verið kirkjuorgan-
isti í Geithellnahreppi og á Djúpa-
vogi.
Fjölskylda
Elískvæntist 22.12.1941 Þorgerði
Karlsdóttur, f. 15.8.1914, húsfreyju,
en hún er dóttir Karls Jónssonar,
b. á Múla í Geithellnahreppi, og
fyrri konu hans, Dagnýjar Þor-
steinsdóttur.
Elís og Þorgerður eiga íjögur börn.
Þau eru Þórný, f. 8.6.1942, húsmóð-
ir á Akranesi, gift Friðriki Kristins-
syni bensínafgreiðslumanni og eiga
þau þijúböm; Karl, f. 25.6.1943,
starfsmaður Kaupfélags Berufjarð-
ar en sambýhskona hans er Þór-
hildur Gunnarsdóttir húsmóðir frá
Lindarbrekku í Beruneshreppi og
eiga þau tvo syni auk þess sem hún
á son frá því áður; Sveinn, f. 18.4.
1945, húsasmiður og umsjónarmað-
ur viö Skjól í Reykjavík, búsettur í
Hafnarfirði, kvæntur Stefaníu Sig-
urðardóttur, húsmóður og lækna-
ritara frá Karlsstöðum i Berunes-
hreppi og eiga þau tvö börn; Hauk-
ur, f. 30.11.1948, b. á Starmýri,
kvæntur Stefaníu Hannesdóttur
húsfreyju frá Skriðustekk í Breiðdal
og eiga þau fimm dætur.
Systur Elísar: Oddný, húsmóðir í
Reykjavík, ekkja eftir Hermann
Guðbrandsson s'em lengi starfaði
hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, og
Jóna Vilborg, húsmóðir i Hafnar-
firði, sem er látin, en hennar maður
var Sigurður Eiríksson fiskverk-
andi sem einnig er látinn.
Foreldrar Elísar voru Þórarinn
Jónsson, b. á Starmýri, og kona
hans, Stefanía Brynjólfsdóttir.
Ætt og frændgarður
Þórarinn var sonur Jóns, b. á
Flugustöðum i Álftafiröi, Björns-
sonar, b. á Flugustöðum, Antoníus-
sonar, b. á Hálsi, Sigurðssonar b. í
Hamarsseli, Antoníusarsonar, b. á
Hamri, Ámasonar, ættföður
Antoníusarættarinnar. Móðir Jóns
á Flugustöðum var Kristín Sigurð-
ardóttir, b. á Múla í Álftafirði, bróð-
ur Gísla, föður Gísla Brynjólfssonar
skálds. Sigurður var sonur Brynj-
ólfs, prófasts í Heydölum, Gíslason-
ar og konu hans, Kristínar Snorra-
dóttur, prófasts á Helgafelli, Jóns-
sonar, sýslumanns á Sólheimum,
Magnússonar, bróður Árna, próf-
essors í Kaupmannahöfn. Móðir
Kristínar Sigurðardóttur var Ing-
veldur Jónsdóttir, prests á Hólmum
í Reyðarfirði, Þorsteinssonar. Móðir
Jóns var Hólmfríður Jónsdóttir,
systir Þorgríms, langafa Gríms
Thomsens.
Stefanía var systir Jörundar, al-
þingismanns í Kaldaðamesi í Flóa,
Elis Þórarinsson.
fööur Gauks, umboðsmanns Al-
þingis. Stefanía var dóttir Brynjólfs,
b. á Starmýri í Álftafirði í Suður-
Múlasýslu, Jónssonar, b. á Geithell-
um í Álftafiröi, Einarssonar. Móðir
Jóns var Guðrún, systir Högna,
langafa Davíðs Ólafssonar, fyrrv.
seðlabankastjóra. Guðrún var dóttir
Gunnlaugs, prests á Hallormsstað,
Þórðarsonar, prests á Kirkjubæ,
Högnasonar „prestaföður" Sigurðs-
sonar. Móðir Brynjólfs var Hildur,
systir Þorsteins, langafa Brynjólfs
Ingólfssonar, fyrrv. ráðuneytis-
stjóra. Hildur var dóttir Brynjólfs,
b. og hreppstjóra i Hlíð í Álftafirði,
Eiríkssonar. Móðir Hildar var Þór-
unn, systir Páls, langafa Guðrúnar
P. Helgadóttur, fyrrv. skólastjóra.
Þórunn var dóttir Jóns, prests á
Kálfafelli, Jónssonar og konu hans,
Guðnýjar Jónsdóttur „eldprests“
Steingrímssonar. Móðir Jömndar
var Guðleif Guðmundsdóttir, b. á
Starmýri, Hjörleifssonar „sterka"
Árnasonar, b. á Höfn, Gíslasonar,
bróður Halldórs, langafa Gísla,
langafa Málfríðar, móður Jóhann-
esar Gunnarssonar, formanns Neyt-
endasamtakanna. Móðir Guðmund-
ar var Björg Jónsdóttir, systir Þór-
eyjar, langömmu HaUdórs, fööur
Ragnars, stjórnarformanns ÍSAL.
Elís tekur á móti gestum í barna-
skólanum í Geithellnahreppi í kvöld
eftir klukkan 20.00.