Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. Fréttir Umsátursástand við Laugaveg í fimm tíma síðdegis í gær: Hótaði að skjóta og stinga mig - sagði Eggert Arason sem vaknaði við barsmíðar mannsins og kvartaði við hann Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Jón Bjartmars, yfirmaður sérsveitar lögreglunnar, og Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn, lengst til hægri, ráða ráðum sinum á Laugaveginum i gær. DV-mynd S Umsátursástand var við Laugaveg 46 og nærliggjandi hús í nærfellt fimm klukkustundir síðdegis í gær. 35 ára maður hafði látið öllum illum látum í 28 fermetra kvistíbúð sinni og meðal annars hótaö að skjóta og stinga nágranna sinn. Eggert Arason, ungur maður sem býr á hæðinni fyrir neðan manninn, vaknaði við mikinn gauragang rétt fyrir hádegið: „Hann barði veggi, öskraði og lét öllum illum látum. Ég fór upp til að athuga hverju þetta sætti og hvaö væri að gerast. Þá sá ég manninn halda á einhverju sem líktist byssu eða riffli og beina að mér. Hann hót- aði að skjóta og stinga mig,“ sagði Eggert í samtali við DV í gær. Sérsveit lögreglunnar í Reykjavík var kölluð út eftir að ólátamaðurinn hafði neitað við lögreglu, sem kom fyrst á staðinn, að koma út. Húsið var umkringt og nærliggjandi götum var lokað. Hróp og köll heyrðust þeg- ar maðurinn fór út í glugga til að skeyta skapi sínu á lögreglunni. Maðurinn var einn í íbúðinni í gær en hann hefur búið þar með konu og tveimur htlum börnum. Aðstand- endur mannsins voru fengnir til að tala hann til en án árangurs. Hann óskaði síðan eftir að fá að tala viö Jón Oddsson lögmann. Jón talaði við manninn í síma en kom nokkru síðar á staðinn. Hann fór þó ekki inn í íbúðina vegna þeirrar hættu sem heföi getað skapast. Maðurinn til- kynnti Jóni að hann væri vopnaður haglabyssu og kindabyssu. Þegar Jón Oddsson hafði verið hátt í tvo tíma inni í húsinu að reyna að semja við manninn var talið útséð um að ná honum út með góðu. Réðust þá víkingasveitarmenn til inngöngu í íbúðina. Þeir voru búnir að undirbúa að svæla hann út með táragasi en frá því var hcrfið. Þess í stað var hurð íbúðarinnar brotin upp og skjöldur lagður að hurðinni, ef ske kynni að hleypt yrði af skoti. Það gerðist þó ekki en til snarpra átaka kom á milli mannsins og víkinga- sveitarmanna. Lögreglumönnum tókst þó fljótlega að yfirbuga mann- inn og var hann síðan fluttur á brott. Ekkert vopn fannst við fyrstu sýn og voru vanir leitarmenn lögreglu fengnir til að hafa uppi á vopnunum sem maðurinn sagðist vera með. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hef- ur ofangreiridur maður ekki komiö áöur við sögu lögreglu svo heitið geti. Samkvæmt heimildum DV átti hann í persónulegum vandræðum. Þegar hann ræddi viö lögreglumenn á með- an umsátursástandið varaði sagðist hann vilja vekja á sér athygli og spurði hvort hann yrði ekki frægur. Hann var undir áhrifum vímuefna. Þegar lögreglan handtók manninn um klukkan hálfsex var hann mjög æstur og var látinn í fangageymslur. Maðurinn var tekinn til yfirheyrslu í morgun vegna málsins. -ÓTT 29 milljóna lottópottur skiptist á sex vinningshafa: Roðinn spratt fram í andlitinu á mér - segir Gísli Óskarsson, sjómaður í Vestmannaeyjum, sem fékk 5 rétta „Þegar við vorum búin að svæfa barnabömin á laugardagskvöldið segi ég sisona við konuna að nú sé örugglega einhver orðinn milli. Hún fer þá 1 skápinn að gá að seðlunum okkar. Ég kíkti hins vegar á tölurnar sem ég hafði skrifaðar hjá mér í litla bók og ekki leið á löngu áður en roð- inn spratt fram í andlitinu á mér,“ sagði Gísli Óskarsson, sjómaður í Vestmannaeyjum, en hann fékk fimm rétta í lottóinu á laugardaginn og er því tæpum fimm milljón krón- um ríkari í dag. Gísli hefur verið sjómaður í 36 ár og segir lottóvinning ekki koma sér eða konunni úr jafnvægi. „Það er alltaf jafngaman að vinna sína vinnu og einhverjar milljónir breyta engu þar um. Hins vegar breyta þessir peningar öllu hjá okkur á þann veg að skuldimar minnka auk þess sem við getum veitt'sjálfum okkur þá ánægju að hjálpa bömum okkar og bamabömum. Við sjáum reyndar til hvað verður um pening- ana en þeir fara alla vega ekki í pels fyrir konuna. Hún kærir sig alls ekki um slíkt og ég er þakklátur fyrir það.“ Gísh og kona hans, Kristín Har- aldsdóttir, fylltu tvo 10 raða lottó- seðla út í vor og hafa haldið þeim síðan. Þeir hafa nú borgað sig og gott betur. Sex miðar fundust með fimm tölum réttum í lottóinu á laugardag og skiptu hinir sex heppnu með sér fjór- foldum potti, þeim langstærsta sem verið hefur til skiptanna í lottóinu nokkra sinni. í pottinum fyrir fimm tölur réttar vora 29.643.192 krónur. Fær hver hinna sex því 4.940.532 krónur í sinn hlut. Gísli keypti sinn lottómiða í Vitan- um, Vestmannaeyjum. Tveir miðar með fimm réttum tölum vora keyptir á einum og sama staðnum í Reykja- vík, í söluturninum Tryggvagötu 14 í Reykjavík. „Dýr“ lottókassi það. Einn vinningsmiði var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni, einn í Þríhymingi í Þór á Hellu og loks einn í Mosfellsbæ. 25 vora með fjóra rétta og bónus- tölu og fær hver þeirra 106.859 krón- ur. 752 vora með fjóra rétta og fær hver 6.128 krónur. Loks voru 26.052 með þrjá rétta sem gefur 412 krónur íaðrahönd. -hlh Eldur kviknaði í íbúð á 1, hæð í Álftahólum 4 sxðdegis í gær. Talið er að kviknað hafi í út frá sjónvarpstæki sem sprakk. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem íbúð skemmist af þess- um völdum. Þegar slökkviliðsmenn komu í Álftahóla í gær stóð mikill reykur út um stofuglugga íbúðarinnar. Talsverður eldur var á stiga- gangi. Dyrnar á íbúðinni voru opnar þegar að var komið. Reynt haíði verið að slökkva eldiim áð- ur en branaverðir komu á staö- inn. Tveir reykkafarar fóru síðan inn með háþrýstistút frá dælubíl. Tókst þeim fljótlega að slökkva eldinn sem var aðallega við sjón- varp og tæki sem tengd voru við það. Skemmdir urðmmestar í stof- unni en einnig urðu skemmdir annars staðar af völdum reyks, sóts og vatns. íbúðin var reyk- blásin, svo og allur stigagangur hússins. Slökkvilið fór einnig í stigagang í fjölbýlishúsi í Jórufelli um kvöldmatarleytíð í gærkvöldi. Þar hafði verið kveikt í jóla- skreytingu sem var neðst í gang- inum. Skemmdir urðu ekki veru- legar og var stigagangurinn reyk- losaður. -ÓTT EldurhjáSÁÁ: Heppni að búið varaðdraga „Branaskemmdirnar eru að- eins í einu herbergi en það þarf að mála og setja nýjar gardínur í allt húsið. Það er því ljóst að þarna þarf að gera ansi mikið. Það kom þaö mikið sót út um allt. Miðað við sótið var eldurinn greinilega búinn að malla þarna lengi. Hins vegar opnum við á venjulegum skrifstofutíma eftir áramót," sagöi Þórarinn Tyrf- ingsson hjá SÁÁ í samtali við DV. Talsverður bruni varð í hús- næði samtakanna í Síðumúla 3-5 á laugardag. Aö sögn Þórarins er talið líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá rafinagnssnúrum að jólaskreytingu sem lágu í gluggakistunni á því herbergi sem verst varð úti í brunanum. Ekki hefur verið metið hve tjó- nið er mikið. Innanstokksmunir era tryggðir hjá Sjóvá-Almenn- um og ekki er ljóst hvort húsa- tryggíngar muni bæta annað tjón. Engar skemmdir urðu á tækjum eöa gögnum SÁÁ vegna eldsins. Þórarinn sagði að mikil heppni hefði veriö að dregiö var í happ- drætti SÁÁ á aðfangadag. „Það hefði verið illt ef eldurinn hefði kviknað áður en við drógum. Þá hefðu ýmis gögn skemmst," sagði Þórarinn. -ÓTT Friðsæl áramót Landsmeim héldu friðsamlega upp á að síöasti áratugur 20. ald- arinnar er genginn f garð. Víðast hvar á landinu var mjög stillt og fallegt áramótaveöur. Mörgum tonnum af sprengiefni fyrir tugi milljóna króna var skotiö upp í heiðan himininn. Að sögn lögreglu á höfuðborg- arsvæðinu var nokkuð erilsamt fram eftir nýársmorgni en ekki kom til neinna meiriháttar skakkafalla. Svipaða sögu segja logreglumenn annars: staöar á landinu. Að sögn yfirmanns lög- reglu á Akranesi fór óvetxju mik- 01 mannfjöldi út á götur bæjarins til aö fagna áramótunum. Á Sel- fossi og i Ólafsvik segjast menn vart muna vart eftir öðrum eins rólegheitum og á Sauðárkróki „var þetta eins og um venjulega helgi,“ sagði talsmaður lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.