Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. Fréttir __________________________________________________________________________ pv Þrír menn skriðu 300 metra á Snæfellsnesi eftir bílveltu: Reyndum að kasta hver öðrum niður í hviðunum - vorum skjálfandi þegar hjálp barst eftir sex tíma, segir Davið Óli Axelsson „Viö vorum tveir á ferö. Þegar viö komum í Staöarsveit var orðið hvasst en við ákváðum að halda áfram að Hellissandi. Rétt áöur en við komum að Öxl í Breiðuvíkur- hreppi tókum við strák upp í sem var á Ladajeppa. Hann komst ekki lengra. 300 metrum neðar komum við í ofsalegan vindstreng og bíllinn, sem er af Subarugerð, gjörsamlega fauk út af. Hann fór tvær ef ekki þijár veltur og bílstjórarúöan brotn- aði,“ sagði Davíð Óli Axelsson, 23 ára vélavörður frá Helhssandi, í samtab viðDV. Hann lenti með skipsfélaga sínum og jafnaldra, Valdimar Jónssyni, ásamt manni um tvítugt, í miklum hremmingum og vosbúð í fyrrinótt skammt frá afleggjaranum að Fróð- árheiði á sunnanverðu Snæfellsnesi. Sex klukkutímar liðu í kuldanum frá því að bíllinn valt þar til hjálp barst. „Bíllinn lenti á réttum kib. Við vorum albr heihr á húfi en Valdimar kenndi þó tb í baki. Strákurinn, sem var aftur í, skarst eitthvað á höföi. Við vorum skíthræddir því að rúð- urnar léku á reiðiskjálfi," sagði Dav- íð. „Fyrst fórum við út og ætluðum að reyna að skríða að Lödunni. Það var vonlaust og við fórum inn aftur, settum ferðatösku fyrir opið og hit- ann á. Nokkru síðar sprakk aftur-. rúðan í bílnum og við hnipruðum okkur niður. Þá bjuggum við okkur undir að fara út. Síðan fór næsta rúða farþegamegin. Strákurinn var í stórhættu aftur í, hann var blóðug- ur og það fennti inn á hann, mold og grjót kom inn. Þá tókum við far- angurinn og reyndum að dúða okkur eins og hægt var. Síðan fórum við út. Það var meira ævintýrið. Við skrið- um mestaha leiðina í rokinu. Á milli tókumst við á loft og hoppuðum hver á annan og reyndum að kasta hver öðrum niður í hviðunum. Strákurinn var í klossum sem hann týndi og með handklæði vafið um höfuðið. Tveim- ur tímum eftir veltuna komumst við við ihan leik að Lödunni. Hún komst ekki í gang og engin miðstöð var í bílnum. Við kúrðum okkur því sam- an undir sæng og teppi. Þá var kom- ið miðnætti. Björgunarmennimir komu svo um' klukkan fjögur um nóttina. Við vorum titrandi og skjálf- andi þegar þeir komu,“ sagði Davíð. Þremenningarnir voru keyrðir til Helhssands. Þeir höföu jafnað sig í gær. Ekki var hægt að huga að bíln- um, sem er mikið skemmdur, vegna ofsaveðurs. -ÓTT Staðsetning Jökulfells í morgun. Skipið á eftir um tíu daga siglingu að mynni Persaflóa. IRAK SAUDI-ARABIA JEME WMtmHM ÞIOPIA IRAN EGYPTA- LAND DVJRJ 12 f slendingar á Jökulfelli á leið til hættusvæða: Ákvörðunarstaðurinn ótil- greind höfn í Persaflóa Jökulfeh, skip Samskipa, á eftir um tíu daga sighngu að mynni Pers- aflóa. Um borð eru 12 íslendingar og er skipið að flytja vopnabúnað og flutningavagna að Persaflóasvæð- inu. Skipið lestaði vörumar í þýskri höfn. Ekki hefur verið gefið upp hver ákvörðunarstaður skipsins er. Það er hins vegar ljóst að það mun verða í sunnanverðum Persaflóa. Að sögn Ómars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Samskipa, mun JökulfeU aðeins losa vömrnar í höfn sem telst ömgg. Eigi að síður á eftir að koma í ljós á næstu dögum hve tryggt ástandið viö Persaflóa verður áður en skipið verður komið þangað. „Skipið er aðeins lestað að hluta til. Þama er ýmiss konar herbúnað- ur; pahar, vagnar, og einhverjir kassar í lestum sem ég reikna með að séu skotfæri," sagði Omar við DV. „í upphafi ætlaði leigjandi skipsins aö lesta skipið matvælum. Það var í þýskri höfn. Það breyttist híns vegar á síðasta augnabliki, má segja. Ég tel ekki rétt að upplýsa hvaða höfn þetta var með vísan til leigusamningsins. Við vitum að 80-90 skip em búin að losa eða eru á leiðinni á þetta svæði. Samningurinn hljóðar upp á að los- unarhöfn verði í Suður-Persaflóan- um - í ótilgreindri höfn. Síðan er ákvæði í samningnum um að ef hem- aðarástand verður á losunarsvæðinu hefur skipstjóri og útgerð heimild til að krefjast þess að losun fari fram í ömggri höfn,“ sagði Ómar. - Veit áhöfn skipsins hvert ferðinni er heitið? „Losunárhöfn verður ekki ákveðin fyrr en skipið nálgast Persaflóann. Jökulfelhð á eftir um 10-11 daga sigl- ingu þangaö en áður en við gerðum leigusamninginn settum við fyrir- vara um samþykki áhafnarinnar," sagði Ómar. Hann segir að skipveijunum 12 hði vel og allt gangi samkvæmt áætlun. Jökulfeh var í Port Said í fyrrinótt en fór í gegnum Súezskurð í gær. Það er nú komið inn í Rauðahafið. Jón Kristinsson er skipstjóri á Jökulfelh. Tveir skipveijar fóra heim í frí frá Þýskalandi. Skipið mun halda áleið- ist tíl Ástrahu þegar farmurinn hefur verið losaöur í Persaflóa. Þar verður lestað kjöt sem á að flytja til Alsír. Utanríkisráðuneytið vakti athygh Samskipa á tilmælum tU íslendinga í ríkjum á Persaflóasvæðinu um að yfirgefa svæðið vegna hættu á ófriði. Ómar segir að áhöfninni sé kunnugt um tilmælin. „Það er rétt að árétta ákvæði samn- ingsins um að útgerð og skipstjóri geta krafist þess að losa í ömggri höfn,“ sagði Ömar Jóhannsson. -ÓTT Guömundur G. Þórarinsson alþingismaður: Egerákveð- inn í að bjóða fram lista í kosningunum - hvort sem ég fæ listabókstafina BB eða ekki „Þú mátt hafa það eftir mér að ég hafi tekið þá ákvörðun að bjóða fram lista við alþingiskosningamar í vor. Ég hef sótt um það tU fuUtrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík að fá að nota hstabókstafina BB. Loka- fundur ráðsins um þá ósk mína hefur enn ekki verið haldinn. Fari svo að ég fái ekki að nota BB, þá mun það ekki breyta þeirri ákvörðun minni að bjóða fram undir einhveijum öðr- um Ustabókstaf," sagði Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður í sam- tah við DV í gær. Guðmundur hefur gefið það í skyn, allt frá því að hann lenti í 2. sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík að hann kynni aö bjóða fram sérhsta í vor. Hann hefur þó ekki staðfest þetta opinberlega fyrr én nú. Hann sagðist í samtahnu við DV hefða fengið ótrúlega góðar undir- tektir við þessa hugmynd sína. Menn úr öllum stjórnmálaflokkum hefðu haft samband við sig og lýst yfir stuðningi við framboðið. Guðmundur sagðist ekki á þessari stundu vilja nefna nöfn manna sem verða munu á lista hans. Samkvæmt heimUdum DV em nokkrir kunnir áhugamenn um stjórnmál að velta fyrir sér að taka sæti á hsta Guð- mundar G. Þórarinssonar. Búist er við að fulltrúaráð fram- sóknarfélaganna í Reykjavík komi saman innan skamms tíma til að fjalla um ósk Guðmundar um að fá að nota hstabókstafina BB. Sam- kvæmt heimUdum DV er talið víst að fulltrúaráðið hafni þeirri ósk hans. -S.dór Enngottverð í Þýskalandi Enn er mjög gott verð á þýsku í Þýskalandi er hann seldi á mlð- fiskmörkuðunura. í gær seldi Rán vikudag 122 lestir, mest karfa, og HF 137- lestir, mest karfa, og var var meðalverðið 172 krónur. meðalverðið 158 krónur. MikU skortur á fiski í Þýskalandi Eins og skýrt var frá í DV í gær orsakar þetta háa verð öðru frem- fékk togarinn Sveinn Jónsson KE ur. hæsta meðalverð sem fengist hefur -S.dór Ein kanína og hænsm Vegna fréttar í gær um dauða kan- ína og hænsna á búi við Úlfarsfell um hátíðarnar vill tUsjónarmaður dýranna koma því á framfæri að aðeins hafi drepist ein kanína og einn fugl - það séu „eðhleg affóU“. Hann segir ennfremur að vatn hafi verið frosið á búinu en það sé komið í lag. Fyrir jóhn hafi einnig drepist nokkrir kjúklingar en orsök þess verið sú að hitabreytingar hafi verið of snöggar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.