Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991.
Útlönd
Miklir Qöldafundir í Albaníu:
Tugþúsundir krefjast
lýðræðis og frelsis
Grískur prestur réttir albönskum flóttamönnum föt sem Grikkir hafa gefiö.
Meira en fimm þúsund Albanir hafa flúið yfir til Grikklands undanfarið.
Símamynd Reuter
Um 90 þúsund Albanir sóttu fjölda-
fundi sem haldnir voru á vegum
Lýðræðisflokksins í tveimur borgum
landsins í gær. Tilgangur fundanna
var að þrýsta á stjómvöld að fresta
komandi kosningum, sem halda á 10.
febrúar, fram í maí. Þá var þess kraf-
ist að allir póiitískir fangar yrðu taf-
arlaust látnir lausir.
Arinan fundinn, í borginni Shkod-
er, sóttu um 60 þúsund manns. í
þeirri borg stendur kaþólska fostum.
fótum og andstaða gegn stjómvöld-
um er þar mikil. Hinn fundurinn var
haldinn í hafnarborginni Durres þar
sem fólk hrópaði slagorð eins og:
„Niður með einræðið, frelsi og lýð-
ræði.“ Fundimir fóru friðsamlega
fram og sýnt var frá þeim í albönsku
sjónvarpi.
Lýðraeðisflokkurinn var stofnaður
12. desember og er fyrsti andkomm-
úniski stjómmálaflokkurinn í Alba-
níu í 46 ár. Genc Polo, talsmaður
flokksins, sagði að fleiri íjöldafundir
yrðu haldnir á næstunni. í borgun-
um Shkoder og Durres, svo og í
tveimur öðram borgum, urðu hörð
átök í desember við mótmælaaðgerð-
ir gegn stjómvöldum sem efnt var til
eftir að einræði flögurra áratuga stal-
ínisma hafði verið aflýst. 157 Albanir
komu fyrir rétt eftir átökin og vora
margir dæmdir í allt að 20 ára fang-
elsi. Á fjöldafundunum var krafist
lausnar þessara fanga.
Lýðræðisflokkurinn ætlar að leita
allra fiðsamlegra leiða til að fá kosn-
ingunum frestað þar til í maí. Telja
lýðræðissinnar illmögulegt að keppa
við áratuga stjóm kommúnista í
mánaðarlangri kosningabaráttu.
Alia forseti hefur neitað formlegum
beiönum um frestun og segir kosn-
ingamar verða alfrjálsar og sann-
gjamar.
Grið handa flóttamönnum
Orð Alias hafa ekki haldið aftur af
flótammönnum sem farið hafa þús-
undum saman til Grikklands undan-
famar vikur.
Konstantin Mitsotakis, forsætis-
ráðherra Grikklands, mun fara fram
á það við Alia, er hann heimsækir
Tirana 13. janúar, að hann saksæki
ekki þá flóttamenn sem hug hafa á
að snúa aftur til Albaníu.
Utanríkiráðherra Grikkja hefur ít-
rekað ásakanir í garð albanskra
stjómvalda þess efnis að þau hafi
hvatt gríska minnihlutahópa í Alb-
aníu til að flýja land svo þeir hefðu
ekki áhrif á úrslit kosninganna. Alb-
anir neita ásökuniim þessum og segj-
ast harma flótta atkvæðabærra
manna. Grikkir halda fast við sitt og
segja flóttamennina hvatta áfram af
gylliboðum stjómvalda um land og
húsnæði í Grikklandi.
Reuter
Uppreisnarmenn 1 Sómaliu:
Hafna vopnahléi
Uppreisnarmenn í Sómalíu hafa
neitað að verða við beiðni um vopna-
hlé og friðarviðræður í mannskæð-
um átökum sem geisað hafa stans-
laust frá síðustu helgi. Ósk um
vopnahlé hefur komið frá Einingar-
samtökum Afríkuríkja, nágranna-
ríkinu Kenýa, Ítalíu og Evrópu-
bandalaginu. Uppreisnarmenn segj-
ast hins vegar ekki ætla að láta plata
sig eins og svo oft áður og vilja ekki
linna látum fyrr en Barre forseta
hefur endanlega verið steypt af stóli.
Barre, sem komst til valda í valda-
ráni 1969, mun hafast við í gömlu
neðanjarðarbyrgi hersins nálægt
flugvellinum í Mogadishu. Uppreisn-
armenn segjast hafa alla höfuðborg-
ina á valdi sínu en heimildum ber
ekki saman um stöðu þeirra. Erlend-
ir starfsmenn, sem flúðu Sómalíu í
gær, sögöu uppreisnarmenn hafa
flugvöllinn og höfnina á valdi sínu
en inni í borginni væri mikil ringul-
reið.
Vegna átakanna hefur skapast
neyðarástand í Mogadishu þar sem
lík liggja eins og hráviði um allt.
Vöru- og lyfjaskortur er farinn að
segja til sín og fjarskipti við landið
liggja niðri.
Verið er að skipuleggja brottíor
þeirra 470 útlendinga sem era í
SÓmalíU. Reuter
Færeyjar:
Sjo milljarða
fjárlagahalli
I fyrra var halli fjárlaga í Færeyj-
um meiri en nokkra sinni fyrr. Nú
þegar, áður en fjárhagur færeyska
ríkisins fyrir 1990 hefur verið gerð-
ur endanlega upp, liggur fyrir að
hallinn á fjárlagaárinu 1990 verður
um 700 milljónir danskar krónur,
eða tæpir sjö milljarðar íslenskra
króna. Það svarar til um 25 pró-
senta framúraksturs á fjárlögun-
um.
Skýringuna á þessum mikla halla
er að finna í alvarlega misreiknuð-
um tekju- og útgjaldaþáttum fær-
eyska ríkisins. Tekjur af skatti og
tollum vora þannig 286 milljónum
minni en gert háfði verið ráð fyrir.
Hvað útgjaldahliðina varðar hafði
þáttur vaxtagreiðslna og ríkis-
ábyrgða verið stórlega vantmetinn.
Þessir tveir útgjaldaþættir urðu
tvöfalt hærri en búist haföi verið
við.
Þá er um að ræða mikla umfram-
eyðslu á ýmsum sviðum, sérstak-
lega á félagslega sviðinu.
Ivan Johannessen, fráfarandi
fjármálaráðherra, segir að þegar í
júni hafi verið ljóst að fjárlagahall-
inn fyrir 1990 yrði mikill. Hins veg-
ar hefði ekkert verið hægt að leið-
rétta fjárlagadæmið fyrir áramót.
Þegar Ivan tók við embætti í júní
1989 vora ýmis tekjuaukalög sam-
þykkt í færeyska þinginu. Skyldu-
spamaði var komið á, auk þess sem
tollar og gjöld voru hækkuð. Hins
vegar virtust áhrif þessara hækk-
ana hafa verið vanmetin en bíla-
innflutningur stórminnkaði. Það
þýddi aftur að tolltekjur og skrán-
ingargjöld urðu mun minni en
reiknað var með, sérstaklega
skráningargjöldin sem urðu minni
en árið á undan.
Fjárlagahallinn á nýliðnu ári
verður síður en svo til að bæta afar
slæma efnahagsstööu Færeyja.
Ritzau
Hústaki í Berlin yfirgefur eitt þeirra húsa sem lögregla ruddi í gær. Á bak
við sést lögreglumaður gæta dyranna. Simamynd Reuter
Berlin:
Atök hústaka
oglögreglu
Hústakar og lögregla lentu í átök-
um í Berlín í gær eftir að lögregla
hafði ratt þrjú hús þar sem hústakar
höfðu komið sér fyrir í austurhluta
borgarinnar. Húsin era á sama svæði
og hörð átök milli hústaka og lög-
reglu urðu í nóvembermánuði.
Hústakar fóra í kröfugöngu til að
mótmæla aðgerðum lögreglunnar en
átökin hófust þegar nokkrir hústak-
ar reyndu að brjótast inn í nálæga
götu sem lögreglan hafði lokað.
Steinum og kínverjum var kastað að
lögreglunni og vora sjö hústakar
handteknir. Enginn særðist í átökun-
um en um 1200 manns tóku þátt í
kröfugöngunni.
Umrædd hús era í verkamanna-
hverfi í austurhluta Berlínar en hús-
takar settust þar að eftir sameiningu
þýsku ríkjanna 3. október síðastlið-
inn. Eigandi húsanna bað lögreglu
um að rýma þau.
Reuter
Britta Kinnemark-Lander, menn-
ingarfulltrúi í sænska sendiráð-
inu i Kina, sésf hér pakka niður
eftir að kínversk stjórnvöld vís-
uðu henni og manni hennar úr
landi fyrir njósnir. Brottvísun
menningarfulltrúans kom í kjöl-
far þess að þremur kínverskum
sendiráðsstarfsmönnum í Svi-
þjóð var visað ur landi i fyrra-
dag. Þeir voru sakaðir um að
hafa njósnað um kínverska
námsmenn í Svíþjóð. Britta neit-
ar öllum ásökunum um njósnir
eða athæfi sem ekki samræmíst
stöðu hennar eins og það heitir
á diplómatamáli. Simamynd Reuter
—■* ■• ■
cranysnir
skæruliði
finnstlátinn
Talið er að hinn eftirlýsti IRA-
skæraliði, Patríck Sheehy, sem
fannst látinn S gær, hafi framið
sjálfsmorð. Sheehy, sem var bæði
eftirlýstur af bresku og írsku lög-
reglunni, slapp naumlega úr
höndum lögreglunnar fyrir
tveimur áram og hefur hans síð-
an verið mikiö leitað.
Sheehy, sem sagði alltaf aö
hann myndi aldrei láta taka sig
lifandi, er talinn hafa verið skipu-
leggjandi margra ársása IRA-
skæruliðasamtakanna í Breí-
landi á undanfórnum árum.
Sheehy faimst látinn fyrir utan
pósthús í litlu þorpi á írlandi og
haföi verið skotinn í höfuðið. Lög-
reglan vildi lítiö segja um at-
burðinn en sagði að enginn væri
granaður um morð. Allar likur
bentu til sjálfsmorðs.
Sovétríkin:
umréttmæti
byKingarinnar
Samkvæmt nýlegri skoðana-
könnun, sem gerð var af stofriun-
um Koramúnistaflokksins, er
tæpur meirihluti Svétmanna á
þeirri skoðun að byltingin 1917
hafi verið rökrétt skref í sögu
landsins. Þá kemur fram að
námsmenn í Moskvu eru mjög
gagnrýnir á fortíð Sovétríkjanna.
2000 manns svöruðu f skoðana-
könnuninni sem fram fór í 10 lýð-
veldum. Niðurstöðumar voru
kynntar í dagblaðinu Prövdu og
þar kom í fjós aö 52,2 prósent
fannst byltingin 1917 hafa verið
skref í réttá átt. í borg í suður-
hluta Rússlands vora 68 prósent
á þessari skoðun.
I Moskvu var helmingur að-
spurðra hins vegar á því að bylt-
ingin 1917 hefði veriö söguleg
mistök, sérstaklega námsmenn.
Hvað varðar verk Leníns vora
rúm 76 prósent aðspurðra jákvæð
í hans garð en aðeins 9,5 nei-
kvæð. í Moskvu vora 36 prósent
neikvæð gagnvart Lenín.
Könnunin var gerð vegna auk-
ins efa varðandi fortíð Sovétrikj-
anna. Styttur af Lenin hafa víöa
verið eyðilagðar og það án at-
hugasemda frá yfirvöldum á
hverjum stað.
Yfirmaður Marx-lenínísku
stoftiunarinnar í Moskvu sagði
niðurstöður könnunarinnar sýna
að fólk heföi ennþá hugsjónir
varðandi fortíð landsins. Hann
sagði að skemmdarverk á stytt-
um Leníns og hatur á stjóm-
völdum mnndi deyja út aftur, „á
sama hátt og fýrsta ástin“.
. Reuter