Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 4. JÁNÚAR 1991. 9 Utlönd Persaflóadeilan: James Baker ekki bjart- sýnn á friðsamlega lausn - enn ekkert svar komið frá Bagdad við úrslitakostum Bush James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í fréttaþætti í bandarísku sjónvarpi í nótt að hann væri mun vonminni um friðsamlega lausn í Persaflóadeilunni nú en hann hefði verið fyrir jól. Hann sagði einn- ig að hann væri viss um að Saddam Hussein héldi enn að ákvörðun Sam- einuðu þjóðanna um að hefja stríð 15. janúar væri aðeins gerð til þess að blekkja hann og fá hann til að flytja her sinn frá Kúvæt. í gær kom úrslitatilboð frá Banda- ríkjastjórn um að komið yrði á fundi milli James Baker og utanríkisráð- herra íraks, Tariq Aziz, í Sviss í næstu viku. Um leið og Bush Banda- ríkjaforseti sagði að þetta væri loka- tilraun hans til að ná fram friðsam- legri lausn í Persaflóadeilunni sagði hann að ekki kæmi til greina að semja um neitt nema írakar færu frá Kúvæt. Frestur íraka til að svara tilboði Bush rennur út á laugardag. Þegar síðast fréttist hafði ekkert svar kom- ið frá Bagdad. í gær áttu John Major, forsætisráð- herra Bretlands, og Hussein Jórdan- íukonungur fund saman um máhð og voru þeir báðir vongóðir um að Saddam Hussein mundi taka tilboði Bandaríkjamanna. Ekki var fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, jafnvongóð- ur í gær þegar hann sagði í viðtali að hann væri hræddur við þann stríðshita sem væri að myndast í Persaflóanum og bauðst hann til að fara til Bagdad sjálfur ef það gæti orðið til þess að flýta fyrir friðarvið- ræðum. Hann fagnaði einnig síðasta tilboði frá Washington um fund og sagðist viss um að allir vildu fremur friðsamlega lausn en stríð. Það eru fleiri en Bandaríkjamenn sem boða til friðárfundar. Utanríkis- ráðherra Lúxemhorgar, Jacques Poos, sagði í gær að það kæmi til greina eftir fund utanríkisráðherra Evrópubandalagsins, sem verður í dag, að bjóða Tariq Aziz til Lúxem- borgar til fundar um lausn þess al- variega ástands sem nú ríkir við Persaflóa. Reuter Framkvæmdastjóri Sameinuðuþjóðanna, Javier Perez de Cuellar, telur mikinn stríðshita vera aö myndast við Persaflóa. Á myndinni má sjá banda- rískan hermann með grímu til að verjast efnavopnum meðhöndla eldflauga- sprengju á æfingu. Símamynd Reuter Brasilía: Skipti á barniitu ogferðaútvarpi í brasilískum blöðum mátti nýlega lesa að 16 ára gömul móðir hafði lá- tið 18 mánaða gamalt bam sitt fyrir ferðaútvarp með kassettutæki. Móð- irin, sem heitir C, girntist kassettu- tækið nqög því að hún ætlaði að nota það til að þjálfa sig í söng og verða fræg. C notaði tækið hins vegar svo mikið að það bilaði. Fór það í taug- amar á hinni upprennandi söngkonu svo að hún fór til lögreglunnar og heimtaði bamið sitt aftur. Lögreglan fann upprunalegan eiganda tækisins góða og sá varð að láta bamið af hendi fyrir tækið. Barninu varð ekki meint af en tækið man fifll sinn feg- urri. Móðirin unga var sett í sérstaka gæslu en barninu komið fyrir í fóst- ur. Reuter Madonna hneykslar gyðinga Það telst varla orðið til stórfrétta að söngkonan fræga, Madonna, skuh hneyksla saklausan almenninging- inn. Mörg samtök hafa fordæmd myndbandið hennar af laginu Justify My Love. Nýjasta fordæmingin er ekki út af myndbandinu sjálfu heldur klausu í textanum þar sem talað er um að gyðingar séu úr musteri Sat- ans. Þess má geta að þetta umdeilda lag er til í fimm útgáfum og er þessi klausa aðeins á einni þeirra. Það eru mjög stór gyðingasamtök í Bandaríkjunum sem hafa farið fram á það að þessi útgáfa verði fjar- lægð úr verslunum og segja aö klausan sé móðgun við gyðinga og geti aðeins ýtt undir hatur á gyðing- um. Reuter Sameiginlegt geimskot til Satúrnusar Geimstofnanir Bandaríkjanna og Evrópu hafa samþykkt að hefja sam- starf um að senda geimfar á braut umhverfis Satúmus. Áætlað er að geimfarið verði sent frá jörðu 1996. Sérstök áhersla verður lögð á að kanna Titan sem er eitt af mörgum tunglum Satúmusar. Þegar geim- farið hefur lokið hlutverki sínu við Satúmus verður því snúið til Júpi- ters þar sem það mun halda áfram könnunum. Reuter DANSSKÓLIAUÐAR HARALDS Lærðír danskennarar annast kennsluna ásamt danskennaranemum sér tíl aðstoðar ■+o \ • rO Innrítun 2.-6. jan. ’91 kl. 13-19 - s. 39600 og 686893 Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar ’91 Nýtt - Nýtt: ,,Street-dance“ 10 tima námskeið. Nýir gestakennarar væntanlegír. Rock’n’roII 10 tímar-. byrjendur, fram- hald. Börn, unglingar, pör: byrjendur, framhald. Kennt allt það nýjasta í suður- ameriskum dönsum og standard döns- um, einnig gömlu dansarnir, rock’n’- roll og tjútt. 4 mán. námskeið sem Iýk- ur með Iokadansleik. Brons-, silfur- og gull- merkjapróf fýrir þá sem vilja. Nýir barnadansar: yngst 3-5 ára. 4 mánaða námskeíð og grímudansleikur i lokin. ATH: Nemendur, sem voru íýrir jól, vin- samlegast endurnýí skirteinín sunnudag- inn 6. janúar i Skeífunní llB'kl. 13-18. Kennslustaðir: Skeífan 11B, Skeifan 17, KR- heimilið v/Frostaskjól, Gerðuberg, Breiðholti, Garðalundur, Garðabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.