Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Síða 17
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. 25 fþróttir ■VBTI«IIUilQðr ImCJtST 1ð frestun hja KKI - á leik þeirra við Grmdavík. „Frestanir vegna meiðsla þekkjast hvergi“ Keflvíkingar hafa ákveðiö aö kæra þá ákvöröun Körfuknatt- leikssambands íslands aö fresta leik þeirra við Grindavík í úrvals- deildinni í næstu viku um tvo daga, frá þriöjudegi til fimmtudags. Þeir ætla að leggja kæruna inn hjá íþróttadómstóli Suðurnesja í dag. „Við viljum vita hver réttur okk- ar í þessu máli er því við vorum ekki spurðir álits á frestuninni. Svo virðist sem þetta sé geðþótta- ákvörðun fonnanns og fram- kvæmdastjóra KKÍ,“ sagði Sigurð- ur Valgeirsson, formaður körfu- knattleiksráðs ÍBK, í samtali við DV í gærkvöldi. Dan Krebbs, bandaríski leikmað- urinníliði Grindavíkur, er að jafna sig eftir handarbrot sem hann varð fyrir í fjáröflunarleik á vegum KKÍ í síðasta mánuði. ,-,Grindvíkingar ætla sér að fá tveggja daga við- bótarhvíid fyrir hann eftir leikinn gegn Þór á Akureyri á sunnudags- kvöldiö. Þaö þekkist ekki í neinni íþrótt að leikjum sé frestað vegna meiösla leikmanns og hættulegt fordæmi ef það verður gert nú. Þá geta félög farið íram á frestun ef þeirra leikmaður meiðist í leik með landsliði. Okkur finnst að Grind- víkingar séu famir aö stjórna mál- um hjá KKl og þá má benda á að þjálfari þeirra, Gunnar Þorvaröar- son, erstjórnarmaður í KKÍ,“ sagði Sígurður Valgeirsson. Erum að launa Grinda- vík liðlegheitin , .Grindvikingai': lánuðu okkur Dan ■ Krebbs í fjáröflunarleik fyrir KKÍ; og þar varð hann fyrir því að hand- arbrotna. Þeir fóru fram á að fyrstu tveimur leikjum þeirra eftir ára- mót yrði trestað af þessum sökum en í Ijós kom að einungís var hægt að seinka leik þcirra við Keflavík um tvo daga. Leiknum viö Þór var hægt að fresta til 17. janúar en þá hefði Grindavík þurft að Ieika þrjá leiki á fimm dögum. Það hefði verið auðveidast fyrir okkur að neita alveg um frestanir en Grindvikingar voru búnir að vera liðlegir við okkur og þarna höföum við tækifæri til aö vera liö- legir við þá í staðinn. Við viljum helst ekki fresta leikjum en í þtwsu tilviki var það framkvæmanlegt og þessi lausn kemur ekki niður á Keflvíkingum," sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Eðlilegtaðkoma til móts við okkur „KKÍ bað um að fá Krebbs lánaðan í umræddan leik og við gáfum hon- um leyfi fil að fara. Meiðsli hans í leiknum geta reynst okkur mjög dýrkeypt og í raun hetði getaö farið verr. Okkur þykir eðlilegt að KKÍ komi til móts við okkur í þessu raáli. Við munum hugsa okkur tvisvar um áöur en viö lánura aftur erlend- an Ieikraann í svona leik. Krebbs er ekki orðinn heill og það er óvíst að hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn við Keflavík þrátt fyrir' þessa lrestun,“ sagði Margeir Guð- mundsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Grindavíkur. Skíðafólk á Akureyri fékk styrki Gylfi Kristjánsson, DV, AkureyrL Átta skíðamenn á Akureyri fengu úthlutað úr Minningarsjóði Jónasar Sigurbjörnssonar en fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram um áramótin. Markmiðið með stofnun sjóðs- ins var sú að um verði að ræða afreksmannasjóð sem hafi það að markmiði að stuðla að því að Akureyri eignist betra skíðafólk. Ætlunin er að sjóðurinn verði það öflugur að ávöxtun af höfuð- stóli nægi fyrir annarri af tveim- ur árlegum úthlutunum úr sjóðn- um en fengin verði fyrirtæki til að fjármagna hina úthlutunina. Að þessu sinni voru það fyrir- tækin Samherji hf. á Akureyri og ísberg hf. í Hull í Englandi sem kostuðu úthlutunina en átta skíðamenn fengu samtals 295 þúsund krónur. Jón Ingvi Áma- son, Vilhelm Þorsteinsson og Valdemar Valdemarsson hlutu 50 þúsund krónur hver, Rögnvaldur. Ingþórsson og María Magnús- dóttir 40 þúsund krónur hvort, Harpa Hauksdóttir 25 þúsund og Kári Jóhannesson og Gunnlaug- ur Magnússon 20 þúsund krónur hvor. Góðursigur Barcelona Jugoplastika Split, Evrópu- meistaramir í körfuknattleik, töpuðu í gærkvöldi á heimavelli sínum í Júgóslavíu, 87-91, fyrir Barcelona frá Spáni í átta liða úrslitum Evrópukeppni meist- araliða. Barcelona er þar með eina ósigraða hðið í keppninni en liðin átta leika einfalda umferö um sæti í fjögurra liða úrslitun- um. Jugoplastika var yfir rétt fyr- ir leikslok en missti besta leik- mann Evrópu, Tony Kukoc, af velh og þaö réð úrslitum. Barce- lona hefur unnið aha þijá leiki sína en Jugoplastika, Leverkusen frá Þýskalandi, Scavolini frá ítal- íu og Maccabi Tel Aviv frá ísrael hafa unnið tvo leiki hvert. -VS Drengjaliðið á sterkt mót á Möltu um páskana - og A-landsILð Möltu og íslands mætast þar 1. maí Drengjalandshð íslands í knatt- spymu mun taka þátt í sterku al- þjóðlegu móti á Möltu um páskana, um mánaðamótin mars/apríl. Þetta er til undirbúnings fyrir úrsht Evr- ópukeppninnar sem fram fara í Sviss í maí en þar er ísland meðal þátt- tökuþjóða. Sex þjóðir taka þátt í mótinu á Möltu. ísland er í riðh með Frakk- landi og Grikklandi en í hinum riðl- inum em Malta, Finnland og írland. Leiknir verða þrír leikir, tveir í riðh og síðan er leikið til úrshta um sæti. Stefnt að æfinga- ferð A-landsliðsins Að sögn Stefáns Konráðssonar, framkvæmdastjóra Knattspymu- sambands íslands, er stefnt að því að senda A-landsliðið í æfingaferð th meginlands Evrópu í febrúar eða mars. Til stóð að taka þátt í móti á Kýpur í febrúar en KSÍ hætti við þátttöku þar sem mótherjamir þar hefðu aðallega orðið 21-árs landslið. „Við emm að kanna ýmsa mögu- leika víða á meginlandinu og finnum vonandi réttu verkefnin fyrir hðið þannig að það geti æft og leikið við ein tvö sterk hð,“ sagði Stefán. A-liðið leikur á Möltu í maíbyrjun Þá hefur verið ákveðið að ísland og Malta leiki vináttuleik ytra þann 1. maí en fyrsti leikur Islands í Evrópu- keppninni verður gegn Albaníu í Tir- ana þann 26. maí. Þann 6. júni leika ísland og Tékkóslóvakía á Laugar- dalsvelh í Evrópukeppninni. Þá koma Tyrkir hingað til lands og leika gegn íslendingum 17. júh og 1. september koma Danir með sitt sterkasta hð og leika gegn landanum. Síðasti heimaleikur Islendinga á þessu ári verður gegn Spánvetjum í Evrópukeppninni á Laugardalsvehi 26. september. Vertíð landshðsins lýkur síðan ekki fyrr en um miðjan nóvember en þá mætir það Frökkum ytra í lokaleik sínum í Evrópukeppninni. -VS/GH Akureyringar eignuðust 82 íslandsmeistara árið 1990 - alllr heiðraðir og górir fengu afreksstyrk Gylfi Kristjánssan, DV, Akuieyri; íþrótta- og tómstundaráð Akur- eyrar heiðraði um áramótin þá Ak- ureyringa sem urðu íslandsmeistar- ar í íþróttum á síðasta ári og veitti þeim viðurkenningar ásamt félögum þeirra. Akureyrskir íslandsmeistarar 1 íþróttum á árinu 1990 voru mun fleiri en reiknað hafði verið með og reynd- ust vera 82 talsins þegar aht kom saman. Þeir komu úr knattspymu, golfi, skíðaíþróttum, júdó, íþróttum fatlaðra, fijálsíþróttum, kraftlyfting- um, lyftingum, hestaíþróttum, sigl- ingum og vaxtarrækt og voru 82 tals- ins sem fyrr sagði. Allir þessir íþróttamenn hlutu viðurkenningu. Fjórir þeirra hlutu afreksstyrk, Freyr Gauti Sigmundsson júdómað- ur og skiðamennirnir Haukur Ei- ríksson, Guðrún H. Kristjánsdóttir og Valdemar Valdemarsson. Þá hlutu fimm íþróttafélög styrk, Sundfélagið Óðinn,. íþróttafélagið Akur og Golfkúbbur Akureyrar 100 þúsund, Júdódehd KA 200 þúsund og Skíða- ráð Akureyrar 300 þúsund krónur. Gunnar í Breiðablik • Gunnar Gylfason. Gunnar Gylfason, sem hefur leikið með Víkingum í 1. dehdinni í knattspymu síðustu tvö árin, hefur ákveðið að ganga th hðs við nýhða Breiðabliks og spha með þeim næsta sumar. Gunnar er 25 ára gamah miðjumaður og lék með Breiðabliki þar til hann fór að leika með Víkingi árið 1989. „Það verður gaman að leika með sínu gamla félagi á ný og ég get væntanlega verið með mest- allt tímabihð. Bæði árin hjá Vík- ingi missti ég mikið úr vegna náms í Bandaríkjunum en ég verð kominn heim í mahok að þessu sinni. Það er ljóst að 1. dehdin verður erfið fyrir Breiða- blik og mikh viðbrigði fyrir hðið eftir að hafa leikið í 2. dehd und- anfarin ár,“ sagði Gunnar í sam- tahviðDVígær. -VS Sport- stúfar * 1 Guðjón Árnason. Guðjón kjörinn íþróttamaður FH Guðjón Árnason var á gamlársdag útnefndur íþróttamaður FH árið 1990. Guðjón var ein aðaldrifiöðrin í handknattleiks- hði FH sem varð íslandsmeistari í greininni á síðasta ári. Hann var vahnn besti leikmaðurinn í loka- hófi 1. deildar félaganna eftir keppnistímabihð í fyrra og lék vel með íslenska landsliðinu á árinu. Þetta er í annað sinn sem íþrótt- maður FH er valinn' og árið 1989 var Þorghs Óttar Mathiesen fyrir vahnu. Nýárssund fatlaðra barna á sunnudag Nýárssundmót fatl- aðra bama og ungl- inga 1991 fer fram í Sundhöll Reykjavíkur á sunnudaginn og hefst klukkan 15. Keppt er í flokkum hreyfi- hamlaðra, þroskaheftra, bhndra og sjónskertra og heymarlausra og era þátttakendur börn og unglingar fædd 1974 og síðar. í tengslum við mótið verða ýmsar uppákomur, blindur og einhent- ur harmóníkuleikari sér um tón- hst, sýnt verður dýfingaatriði og skátar minna keppendur og gesti á þrettándann. Kynning á íþrótta- miðstöðinni í Hannover Fuhtrúar frá íþróttamiðstöð í Hannover í Þýskalandi, German Olympic Sport Center, verða með kynningu á Hótel Loftleiðum mánudaginn 21. janúar frá klukkan 17-20. Þeir kynna þar íþróttamiðstöðina sem er talin einhver sú fuhkomnasta í Evrópu og notuð th æfinga fyrir þýsk landshð í öllum íþróttagreinum. Nokkrir íslenskir íþróttahópar hafa dvahð þar síðustu misseri en að sögn Kjartans L. Pálssonar, forstöðumanns íþróttadehdar Samvinnuferða/Landsýnar, hafa íslendingar einir Evrópuþjóða fengið þar inni. Kynningin er öh- um opin og þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Kjartan eða Unni Helgadóttur hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn. Rúnar þjálfar hjá Keflavík Ægir Már Karasan, DV, Suðumesjum: Rúnar „Bangsi" Ge- orgsson hefur verið ráðinri aðstoðarþjálf- ari 2. deildar liðs Kefl- víkinga í knattspymu en hann leggur nú skóna á hilluna eftir langan feril. Hann kemur í stað Guðjóns Ólafssonar, sem hætti við að taka við starfinu, en aðal- þjálfari ÍBK hefur verið ráðinn Kjartan Másson. Rúnar lék 141 leik með ÍBK og Víði í 1. dehd og þjálfari auk þess og lék með Reyni á Helhssandi fyrir allmörg- um áram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.