Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. LífsstOl PAPRIKA +3% I 3 C 'O 00 543 103 TÓMATAR +13% 'O oo 638 164 SVEPPIR +25% c I'O i 595 417 DV kannar grænmetismarkaðinn: Hækkun á nær öllum tegundum - mest á sveppum og vínberjum Neytendasíöa DV kannaöi aö þessu sinni verö á grænmeti í eftirtöldum verslunum; Bónusi, Faxafeni, Fjarð- arkaupi, Hafnarfirði, Hagkaupi, Kringlunni, Kjötstöðinni, Glæsibæ, og Miklagarði viö Mjódd (Kaupstað). Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali meðan hinar samanburð- arverslanimar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á milli er græn- meti í Bónus vigtað og umreiknað eftir meðaiþyngd yfir í kílóverð. Meðalverð á öllum tegundum grænmetis hefur hækkað frá í síð- ustu könnun nema á hvítkáli en verðið á því stendur í stað. Meðal- verð á tómötum hækkaði milli vikna um 13 af hundraði og er nú 399 krón- ur kílóið. Tómatar voru ódýrastir í Bónusi á 164, síðan kom Fjarðar- kaup, 352, Hagkaup, 399, Mikligarð- ur, 443 og Kjötstöðin var með hæsta verðið, 638. Munur á hæsta og lægsta verði var 289%. Hækkunin á gúrkum milli vikna nam 17 af hundraði og meðalverðið er nú 316 krónur. Gúrkur voru ódýr- astar í Bónusi á 125 krónur, á eftir koma verslanir Fjarðarkaups og Miklagarðs með 332, skammt á eftir Hagkaup með 335 og dýrastar voru þær í Kjötstöðinni á 454 kr. kg. Mun- ur á hæsta og lægsta verði á gúrkum var 263%. Meðalverð á sveppum hækkaði um 25 af hundraði og er nú 510 krónur. Sveppir voru ódýrastir í Bónusi á 417 kr. en hækkunin hjá þeim nemur 228% á milli vikna. Þeir kostuöu 127 krónur hjá verslunum Bónuss í síð- ustu viku. Sveppir voru næstódýr- astir í Miklagarði, 456, þar á eftir kom Hagkaup, 519, Fjarðarkaup, 564, og Kjötstöðin, 595. Munur á hæsta og lægsta verði var 43%. Meðalverð á grænum vínberjum hækkaði um 19% og er nú 283 krón- ur. Vínber fengust í aðeins þremur samanburðarverslananna og voru ódýrust í Fjarðarkaupi á 253 krónur Hvitkál var eina tegundin af grænmeti þar sem meðalverð hafði ekki hækk- að milli vikna i grænmetiskönnun DV. kartöflum var 97%. Meðalverð á blómkáli hækkaði um 12% frá í síðustu viku og er nú 238 krónur. Blómkál var ódýrast í Mikla- garði á 206 krónur, síðan kemur Fjarðarkaup, 23, Hagkaup, 239 og Kjötstöðin var dýrust með 276 krón- ur en blómkál fékkst ekki í Bónusi. Munur á hæsta og lægsta veröi er 34%. Meðalverð á hvítkáli stóð í stað milli vikna og er áfram 80 krónur. Hvítkál var ódýrast í Bónusi, 61 króna kílóið. Næst komu Fjarðar- kaup og Hagkaup með 79, Mikligarð- ur 81 og Kjötstöðin 98 krónur kg. Munur á hæsta og lægsta verði á hvítkáli var 61%. Meðalverð á gulrótum hækkaði um 5 af hundraði frá í síðustu viku og er nú 207 krónur. Gulrætur fengust ódýrastar í Bónusi á 167, síðan kom Fjarðarkaup, 190, Mikligarður, 216, Hagkaup, 229, og Kjötstöðin með 231 krónu kílóið. Munur á hæsta og lægsta verði á gulrótum var 38 af hundraði. ÍS kílóið. Þar á eftir kom Kjötstöðin með 280 kr. og Mikligarður, 316. Bónus og Hagkaup áttu þau ekki til. Munin- á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum var 25%. Meðalverð á grænni papriku hækkaði lítið eitt frá í síöustu viku eða um 3 af hundraöi og er nú 409 krónur. Paprika var langódýrust í Bónusi á 103, á eftir kom Fjarðar- kaup með 371, Hagkaup 495, Kjöt- stöðin 534 og dýrasta paprikan fékkst í Miklagarði á 543. Munur á hæsta oglægstaverðivarmikilleða427%. . Meðalverð á kartöflum hækkaði um 9% milli vikna og er nú 75 krón- ur. Kartöflur voru ódýrastar í Bón- usi, 48 krónur kílóið, á eftir fylgdu Fjarðarkaup, 55, Kjötstöðin, 89, Mikligarður, 89,50 og Hagkaup, 94,50. Munur á hæsta og lægsta verði á Sértilboð og afsláttur: Lambahamborgarhryggur Meðal tilboðsvara hjá versluninni Bónusi í Faxafeni voru súkkulaði- húðaðar rúsínur frá Góu, 'A kg, á 273 krónur, Bónus-kaffi, 'A kg, á 198, Bónus-mýkingarefni, 2 lítrar, á 129 krónur, og pilsnerdósir frá Sanitas, hálfs lítra, á 52 krónur. Verslunin Fjarðarkaup var með FK-uppþvottalög, 700 g, á 64 krónur eða 2 lítra á 139 krónur á tilboði, einnig Maarud-kartöfluflögur með ost/lauk- eða saltbragði í 250 gramma pokum á 263 krónur, Dansukker- strásykur, 1 kg, á 59 krónur og Heins-tómatsósu, 750 ml, á 139. Frystar rækjur í 1 kg pokum voru á tilboði í Hagkaupi, Kringlunni, á 549 krónur. Lambahamborgarhrygg- ur var á tilboðsverðinu 679 krónur kg, saltaðar hnetur frá KP á 269 krón- ur kílóið og Coronet-piparhnapp- ar/kökur í 400 gramma pakkningum á 129 krónur. Meðal tilboðsvara hjá Miklagarðs- versluninni Kaupstað í Mjódd var maískorn frá Hy-Top, 482 g, á 58 krónur, Maarud-kartöfluflögur, allar bragötegundir, í 100 gramma pokum á 127 krónur, aspas í niðursuðudós- um frá Tempi, 430 grömm, á 79 krón- ur og Unichamp-sveppir í niðursuðu- dósum, annars vegar 185 g á 49 krón- ur og hins vegar 390 g á 89 krónur. í versluninni Kjötstöðinni í Glæsibæ var hangilæri með beini á Frystar og pillaðar rækjur voru á tilboðsverði í Hagkaupi, Kringlunni. 790 króna tilboðsverði, frí úrbeining fylgdi, Jacobs-kaffi, 'A kg, á 179, Fanta-gosdrykkurinn í tveggja lítra flöskum á 89 og svínahnakki með beini á 695 krónur kílóið. ÍS Kartöflur l10l Verð í krónum Júnf Júli Aq. SepL OkL Nðv. Doi- Jan. # Tómatar Verð í krónum Júnf Júlf AgúsSopt Okt. Nðv. Do«. Jan. Vínber «0 _ Verð í krónum Júnf Júlf Áfl. Sept OkL Nóv. Dm. Jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.