Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. Fréttir___________________________________________________________________________dv Maðurinn sem lá á spítala í nokkra daga meðan aðstandendur leituðu: Einhver undarleg mistök Svo virðist sem röð af atburðum á slysadeild Borgarspítalans, á Landspítalanum, hjá lögreglu og síð- ast en ekki síst sjúklingi hafi leitt til þess að aðstandendum manns á sex- tugsaldri, sem slasaðist í umferðar- slysi á nýársdag, var ekki tilkynnt í nokkra daga að maðurinn'væri kom- inn á spítala. Eins og DV greindi frá í gær tók það eiginkonuna á íjórða dag að komast að því aö maður henn- ar væri illa lærbrotinn og með aðra áverka á Landspítalanum eftir bíl- slys á Nýbýlavegi á nýársdag. Tryggvi Þorsteinsson, yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans, þar sem maðurinn kom fyrst í sjúkrabíl eftir að hafa orðið fyrir bíl í Kópavogi, segir að hér sé um einhver undarleg mistök að ræða. - segir yfirlæknlr á slysadeild Borgarspítalans „Þessi maður kom með neyðarbíl. Hann var með meðvitund og fór í röntgenmyndatöku. Maðurinn var fyrst spurður hvort hringja ætti í konuna hans en hann neitaði. Engu að síður samþykkti hann það seinna. Þá var lögreglumaður beðinn um að hringja í konuna. Hann hefur síðan vafalaust ekki náð sambandi. Strax eftir röntgenmyndatökuna var sjúkl- ingurinn fluttur á Landspítalann. Ég vil ekki svara fyrir þann spítala en mér finnst þetta nú allt með eindæm- um. Þetta eru einhver undarleg mis- tök. Það eina sem ég get sagt er að oft verða starfsmannaskipti hjá okk- ur um áramót. Það er samt léleg skýring og afsökun. Allir eiga að vera færðir inn í bók sem koma inn. Það er því ekki afsakanlegt að ekki hafi verið hægt að svara konunni til um hvar maðurinn væri. Þaö er alltaf spurning um hver á að tilkynna um sjúkling. Menn eru oft uppteknir af öðru. En venjan er sú að spítahnn, þar sem sjúklingur er lagöur inn og fer í aðgerð, á fyrst og fremst að sjá um slíkt. Það er reglan sem aðallega er farið eftir. Ég ætla samt ekki að afsaka hitt,“ sagði Tryggvi í samtali við DV. Stefán Haraldsson, læknir á Landspítalanum, segir að þegar sjúklingurinn hafi komið þangað hafi komið með honum skýrsla frá slysadeild Borgarspítalans þar sem nafn eiginkonu hans kom fram og símanúmer. „Þá var reiknað með að þeir sem tóku á móti manninum fyrstir, á slysadeild, hefðu verið búnir að til- kynna aöstandendum um slysið. Ég býst við að það sem fór úrskeiðis hafi veriö aö ekki var tilkynnt um slysið til aöstandenda frá Borgar- spítalanum. Þar sem skýrslan þaðan var greinargóð, með bæði síma og nafni konunnar, hafi fólk hér reikn- að með því að búið hefði verið að til- kynna um þetta. Maðurinn sýndi heldur engan áhuga á að ná í ætt- ingja sína. Annars hefði honum að sjálfsögðu verið hjálpað með það.“ - Er ekki haft samband við aðstand- endur þó svo að viökomandi sýni því ekki áhuga? ,,í þessu tilfelli var reiknað með að það hefði verið búið. Skýrslan sýndi fram á að allar upplýsingar lágu fyr- ir og það er siður að þeir sem fá sjúkl- inginn fyrstir úr slysum tilkynni þau til aðstandenda. Auk þess sýndi mað- urinn engan áhuga á að hafa sam- band við ættingja. Það má hins vegar segja að á skýrslunni hefði átt að standa að ekki hefði verið hægt að ná í aðstandendur þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir - þá heföi strax verið reynt að hafa samband við konuna héðan. Þetta er ósköp leiðinlegt allt saman en ég get ekki séð að okkur hafi orðið neitt á,“ sagði Stefán Har- aldsson. í myndatexta í DV í gær var sagt að sá slasaði lægi nú á Borgarspíta- lanum. Hið rétta er að hann hggur á Landspítalanum. Beðist er velvirð- ingar á þessu mishermi. -ÓTT Hluti af svokallaðri Borgarbryggju á Seyðisfirði fauk hreinlega á haf út í óvenju hvassri suðaustanátt þann 2. janúar. Bryggjan var notuð fyrir smábáta en útgerðarfélagið Gyllir, sem gerir út togarann Ottó Wathne, á bryggjuna. Borgarbryggja var byggð fyrir um 20 árum. DV-myndir Jóhann Jónsson Loðnan sem fannst út af Austfjörðum: Hafrannsóknastofnun vill ekki gefa upp magnið Eins og DV skýröi frá í gær fundu Hólmaborg SU og Börkur NK eitt- hvert magn af loðnu út af Austfjörð- um. Rannsóknaskip Hafrannsókna- stofnunar komu á svæðið og mældu loðnuflekkinn. Hvorki Jakob Ja- kobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, né Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri á Bjama Sæmunds- syni, vildu gefa það upp hve mikið fannst þama. Það eina sem Jakob Jakobsson vildi segja var að þetta væri engin sprengja, eins og hann orðaði það. Hjálmar sagði í samtah viö DV að þeir hefðu farið út th að mæla loðnu- stofninn og það væri ekki fyrr en því verki væri lokið að tölur yrðu gefnar upp. Hann sagði að leitarskipin hefðu farið yfir allt svæðið frá Suðaustur- landi að Norðausturlandi og fundið þetta umrædda magn. Ekkert hefur verið hægt að leita úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum vegna veðurs. -S.dór Skipverjar á Jökulfelli: Fá 200 prósent áhættuþóknun - þá daga sem skipið verður innan hættusvæðis Fulltrúar frá stéttarfélögum skip- stjóra, stýrimanna, vélstjóra, mat- reiðslumanna og undirmanna fóm á fund Samskipa í gær og skrifuðu undir samning þess efnis að skip- verjar á Jökulfelli fái 200 prósent áhættuþóknun á meðan skipið verð- ur innan hættusvæðis við Persaflóa. Álagið leggst á heildarlaun. Eins og fram hefur komið er skipiö nú að flytja vopn og herbúnað til ótil- greindrar hafnar við sunnanverðan Persaflóa. Jökulfell á enn eftir nokk- urra daga siglingu að svokölluðum hættusvæðum. Reiknað er með að áhættuþóknunin muni verða lögð á í 4-5 daga, að sögn Guðmundar Hall- varðssonar, formanns Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Líftrygging skip- verja hefur þegar hækkað um helm- ing. Sænskir og finnskir sjómenn hafa gert sambærilega samninga við sínar útgerðir. Svæðiö, sem áhættuþóknunin nær yfir, afmarkast af svæði út af Óman sem er utan Persaflóa. Gert er ráð fyrir að skipið verði 1-2 daga að losa farminn í höfn viö Persaflóa. Losun- arhöfn hefur ekki veriö gefin upp ennþá. Skipstjóri og útgerð hafa heimild th að krefjast öruggrar los- unarhafnar. Eftir því sem DV kemst næst er líklegt að Jökulfell muni ljúka við aö losa umræddan farm aðfaranótt 14. janúar. Skipið mun þá halda áleiðis til Ástralíu þar sem lest- að verður kjöt sem flytja á til Alsír. -ÓTT Skíðalandið í Bláfjöllum: Vantar einn logndag með blautum snjó - segir Þorsteinn Hjaltason „Það vantar hægviðri og blotasnjó. Þá þarf ekki nema eins dags snjó- komu í logni. Ef það gerist náum við að troöa - þá væri þetta komið. En snjólagið er of þunnt ennþá og þaö vantar að snjói yfir allt. Áð vísu er búið að troða neðan til og við höfum haft barnalyftuna opna. Ég var að vissu leyti búinn að lofa snjó um síð- ustu helgi í útvarpi en varð því miö- ur aö svíkja það,“ sagði Þorsteinn Hjaltason, forstöðumaður Bláfjalla- svæðisins, við DV aðspurður um stöðu mála á skíðasvæðinu efra. „Mér skilst að langtímaspá DV sé óhagstæð - lítil sem engin úrkoma í janúar. Ef það gengur eftir líst mér ekki á það. En við verðum að vona þaö besta og leggjast bara á bæn. Okkur vantar bara aðeins meira af snjó. Þó eitthvað hafi snjóað að und- anfórnu hefur það verið þurrt og fok- iö í burtu. Eina lyftan, sem nægur snjór er undir, er barnalyftan. Við keyrðum hana milli jóla og nýárs," sagði Þorsteinn. Þrátt fyrir aö enn vanti nokkuö á að svigskíðamenn geti rennt sér í Bláijöllum segir Þorsteinn að hægt sé að notast við bamalyftuna auk þess sem færi fyrir gönguskíði sé prýðilegt. -ÓTT 30 kýr handmjólkaðar á Kagaðarhóli: Urðum að sækja vatnið til Blönduóss Magnús Ólafesan, DV, Húnaþingi: „Þetta er martröð sem ég vildi ekki lifa aftur,“ sagði Sigríður Hö- skuldsdóttir frá Kagaðarhóli í Torfalækjarhreppi í samtah viö DV. „Rafmagnið fór af þegar við vor- um langt komin meö mjaltir á fimmtudagsmorgun. Það kom ekki aftur fyrr en seint á fóstudag. En vatnið kom ekki fyrr en á laugar- dag þar sem vatnsdæla bhaði í raf- magnsleysinu," sagði Sigríöur. „Það er hlálegt að ætla sér að vatna 30 mjólkurkúm úr fötum þó að við höfum reynt þaö og vatnið urðum við að sækja til Blönduóss. Síðan reyndum viö að handmjólka eftir þvi sem við gátum en þaö er meira en að segja það að mjólka svo margar kýr.“ Sigríður sagöi ennfremur að kýrnar væru alls ekki búnar að jafna sig eftir allt þetta. Hún nefndi sem dæmi að gömul kýr hefði drukkið yfir sig þegar hún fékk vatniö á ný þannig að líkamshiti hennar datt verulega niður. Um tíma hélt Sigríður að kýrin væri að drepast. Nokkru síðar komst lík- amsstarfsemi kýrinnar aftur í samt lag og virðist hún vera að ná sér. •liíJrii 1 J ’i í 1)! -----:—:--------. r~r iiOí*morH no'íl iist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.