Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. 5 Fréttir Mánaðarkortið hækkar um 16 prósent hjá líkamsræktarstöð verkalýðsfélaga: Er að verða allsherjarrugl - segir Leifur Guðjónsson hjá verðlagseftirhti verkalýðsfélaganna Þeim brá sumum í brún sem hugð- ust kaupa mánaðarkort hjá forvarn- ar- og endurhæfingarstöðinni Mætt- inum í síðustu viku því þar var þeim gert að greiða um 16% hærra verð fyrir kortið en fyrir áramót. Þetta vakti einkum -furðu manna vegna þess að fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu ýmissa verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Dagsbrúnar, sem mjög hafa barist gegn verðhækkunum að undan- förnu. „Þetta kjaftæði um þjóðarsátt er að verða eitt allsherjarrugl. Það er svo sannarlega farið að hrikta í henni. Nú dynja yflr okkur hækkan- ir og við hér á skrifstofunni höfum ekki undan því að svara kvörtunum. Jafnvel þeir aðilar, sem stóðu að þessari sátt, svo sem Reykjavíkur- borg og ríkið, virðast vera hvað ákaf- astir í hækkanir. Ég held að menn ættu að fara að athuga sinn gang en Sjónvarpsleysi: Mynd- bandaæði á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: „Ég man varla eftir annarri eins örtröð eins og í fyrrakvöld," sagði eigandi myndbandaleigu á Akureyri sem DV ræddi við. Stöð 2 hefur ekki sést í sjónvarps- viðtækjum Akureyringa undanfarna daga frekar en hjá öðrum á Norður- landi og á laugardag datt hljóðið út úr sendingum ríkissjónvarpsins vegna ísingar á endurvarpsstöð á Öxnadalsheiði. Með það sama troð- fylltust allar myndbandaleigur á Akureyri og má segja að slegist hafi verið um allar myndir sem til voru og myndir sem alla jafnan hreyfast lítið i hillunum ruku út eins og heit- ar lummur. Eigandi einnar myndbandale'igu á Akureyri, sem DV ræddi við á sunnudag, sagði að hans vegna mætti ástandið vera svona eitthvað áfram en ekki er víst að margir taki undir það. Pylsuvagniim: Kassinn tæmdurfyrir framan starfsmenn Fingralangur búðaþjófur gerði sér lítið fyrir og rændi kvöldsölunni úr Pylsuvagninum í Austurstræti um fjögurleytið aðfaranótt laugardags- ins nánast fyrir augum eigenda og starfsmanna. Þrír menn voru í pylsuvagninum en enginn þeirra sá þegar hirt var úr kassanum. Tveir mannanna voru að afgreiða síðustu viðskiptavinina en pylsuvagninn lokar klukkan fjögur. Eigendur sáu strax hvað orðið var en sáu engan nálægan. Ekki er vitað hvað upp- hæðin var há þar sem ekki var búið að telja úr kassanum. Málið er í höndum lögreglu. -ELA Góö ráó eru til ad fara eftirþeim! Eftireinn -ei aki neinn hætta ella þessu kjaftæði um sátt þjóðarinnar," segir Leifur Guðjóns- son, starfsmaður verkalýðsfélag- anna í verðlagsmálum. Hilmar Björnsson, framkvæmda- stjóri Máttar, segir verkalýðsfélögin hafa greitt niöur mánaðarkort fé- lagsmanna sinna en þar sem þau hafi enn ekki ákveðið að auka niður- greiðslurnar til samræmis við hækk- un gjaldskrárinnar hafl einstaka við- skiptavinur nú þurft að greiða tæp- lega 16% hærra verð en í fyrra. Þetta verði hins vegar leiðrétt þegar félög- in hafi-tekið ákvörðun um upphæð niðurgreiðslna. í raun hafi mánaðar- kortin einungis hækkað um 10% og að meðaltali hafi gjaldskrá fyrirtæk- isins hækkað um 4%. „Ég get í sjálfu sér samsinnt því að 10% hækkunin sé mikil nú á tím- um þjóðarsáttar en við erum ekki að brjóta á henni. Um nokkurt skeið höfum við verið gagnrýnd af öðrum líkamsræktarstöðvum fyrir að halda markaðsverðinu niðri. Þrátt fyrir þessa hækkun erum við eftir sem áður með lægsta verðið. Breytingin á verðskránni er einungis nauðsyn- leg leiðrétting þar sem sumt lækkar og annað hækkar.“ Að sögn Leifs Guðjónssonar er það hins vegar tómt rugl hjá forsvars- mönnum Máttar að halda því fram að verkalýðsfélögin þurfi að sam- þykkja að hækka niðurgreiðslurnar. Hann segir að félögin hafi samþykkt í upphafi að greiða niður þriðjung verðsins og sú samþykkt myndi gilda þótthækkaniryrðu. -kaa Jaz.2-sk ó I i fyrír born Innritun hafin á alla staðina í símum 687701 - 687801 BYRJUM 10. JANUAR Skóli fyrir stelpur og stráka, 2ja-12 ára. Djassdans er skemmtileg og þroskandi hreyfing fyrir hugann og líkamann; tími sem byggist á upphitun, dangi og leikrænni tjáningu. Við höfum fengið Ástu Ólafsdóttur til að sjá um yngstu börnin, á aldrinum 2ja ára til 9 ára. Sóley og Jón Egill sjá um kennsluna fyrir börnin á aldrinum 5-12 ára. HAFNARFJÖRÐUR - KÓPAVOGUR Sömu kennslu bjóöum við upp á í Hafnarfirði og Kópavogi. Barnadjass fyrir stelpur og stráka á aldrinum 5 til 12 ára og unglingum 13 ára og eldri, kennum við djass og funk. Kennari verður Bryndís Einarsdóttir sem kennt hefur í Dansstúdíói Sóleyjar síðustu 5 ár. Nemendasýning verður haldin í maí fyrir alla nemendurna. Vetrardagskrá Danstúdíós Sóleyjar árið 1991 DJASS - NÚTÍMABALLETT - BALLETT Dansstúdíó Sóleyjar hefur frá stofnun lagt áherslu á að veita nemendum á öllum aldri fullkomna fagkennslu. Markmiðið hefur ávallt verið að bjóða það nýjasta sem er að gerast í dansheiminum hverju sinni. Spor í þá átt er að fá hingað erlenda danskennara frá viðurkenndum skólum. Gestakennarinn í vetur verður Shirlene Blake, sem var að ljúka við mastersgráöuna í dansi og er þetta í þriðja skiptið sem hún heimsækir okkur í Dansstúdíói Sóleyjar. DJASSDANS v Djassdans er góð og nauðsynleg líkamsþjálfun fyrir börn og fullorðna. Við erum með byrjenda- og framhaldshópa fyrir stelpur og stráka á öllum aldri. , \ Kennarar: Shirlene Blake, Bryndís Einarsdóttir, Jón Egill Bragason \v og Sóley Jóhannsdóttir. NUTIMABALLETT Fyrir 16 ára og eldri. Bland af djassi og klass- ískum ballett sem tengir hug og hreyfingu. Kennari: Shirlene Blake. BALLETT Ballettkennsla fyrir 10 ára og eldri. Byrjendur og framhald. Kennari: Shirlene Blake. NAMSKEIÐ 4 mánaða önn hefst 10. janúar. Engjateigi 1 • Reykjavík • Símar 687801 & 687701

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.