Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. Andlát Jakob Thorarensen Jónsson frá Gjögri, Holtsgötu 32, er látinn. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 11. janúar kl. 10.30. Karólína Friðriksdóttir, Bólstaðar- hlíð 37, lést á öldrunardeild Borgar- spítalans að kvöldi 6. janúar. Stefanía Björnsdóttir frá Hvoli í Vesturhópi andaðist á hjúkrunar- heimilinu Skjóli fóstudaginn 4. jan- úar. Vilhjálmur Ásmundsson múrara- meistari, Ljósalandi 9, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala 5. jan- úar. Ólafur Jón Hávarðarson, Efri-Fljót- úm 2, Meðallandi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi 3. janúar. Jóhann Hjartarson andaðist á Vífils- staðaspítala 5. janúar. Jarðarfarir Pálína Eydal, erlést 1. janúar, verður jarösungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.30. Árni Mathiesen Jónsson lögfræðing- ur, Álftamýri 48, er lést 25. desemb- er, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í dag, þriðjudaginn 8. janúar, kl. 13.30. Kristín Jakobína Sigurðardóttir, frá Snæbjarnarstöðum, Furugeröi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 15.00. Aðalheiður Ólafsdóttir frá Vest- mannaeyjum verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 9. janúar kl. 15.00. Útfor Olgu Helenu Ásgeirsdóttur, Karlagötu 3, fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.30. Laufey Tryggvadóttir, Bugðulæk 18, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. janúar kl. 15.00. Tilkyrmingar Félag eldri borgara Opið hús í dag, þriðjudag, í Risinu, Hverf- isgötu 105, frá kl. 14.00. Danskennsla verður á sama stað á laugardag og hefst kennslan kl. 14.00. Fundir ITC deildin Harpa heldur reglulegan deildarfund sinn í kvöld kl. 20.00 að Brautarholti 30. Allir velkomnir. Nánari uppl. gefa: Ágústa 71673 og Guðrún s. 71249. JC Reykjavik heldur félagsfund 8. janúar á Holiday Inn og hefst fundurinn kl. 20.00. ITC deildin Seijur á Selfossi heldur fund í Hótel Selfossi í kvöld kl. 20.10. Gestur fundarins verður Elísa Elísdóttir og kynnir hún vöðvapróf- un og ilmolíunudd. Stef fundarins: Bjart- sýni er smitandi og skortur á henni einn- ig. Allir velkomnir. Tapað fundið Gullkvenúr með gylltri ól tapaðist sl. laugardag á svæðinu Sund/Ránargata/Mikligarður við Hringbraut. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Sigurlaugu í s. 33855. Flugleiðir ráða flugmenn: Eru Arnarflugs- mennóhæfir? - fyrrverandiflugmennArnarflugsóánægðir Nokkrir flugmenn, sem störfuðu hjá Arnarflugi, sóttu um störf hjá Flugleiðum sem ráðið var í í gær. Enginn þeirra fékk starf. Mikillar óánægju gætir nú hjá þeim, ekki síst vegna orða Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, en hann sagði að við ráðningarnar hefði verið beitt faglegum vinnubrögðum og ein- ungis hefðu verið ráðnir menn sem uppfylltu reglur Flugleiða og að reynt hefði verið að velja bestu flug- mennina fyrir farþega Flugleiða. Þá eru flugmennirhir óánægðir með ráðningarnar vegna þess að þeg- ar Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra veitti Flugleiöum leyfi á flugleiðir Arnarflugs, bað hann forráöamenn Flugleiða að veita starfsfólki Arnarflugs forgang við ráðningar í störf. Samkvæmt heimildum DV hyggi- ast flugmennirnir, sem störfuðu hjá Arnarflugi, funda um málið í dag. -ns Birting situr hjá Á fundi í félaginu Birtingu, sem er í Alþýðubandalaginu, v.ar ákveðiö að félagið sem slíkt tæki ekki þátt í for- vali Alþýðubandalagsins í Reykjavík Nauðungaruppboð þriðja og síðasta Eftirtaldar fasteignir verða boðnar upp og seldar á nauðungaruppboði sem fram fer á eignunum sjálfum miðvikudaginn 9. janúar 1991 á neðangreindum tíma: Kl. 16.00. Fasteignir á Stórólfsvallabú- inu í Hvolhreppi (land undanþegið), þingl. eigandi Landnám ríkisins. Upp- boðsbeiðendur eru Stofnlánad., landb., Ingimundur Einarsson hdl., f.h. Hvolhrepps, Innheimtumaður ríkis- sjóðs, Rangárþingi. Kl. 16.30. Húseignin Norðurgarður 16, Hvolsvelli, þingl. eigendur Guðmund- ur Ágústsson og Þórunn Sigurðard. Uppþoðsbeiðendur eru Skúh Pálma- son hrl., Kristinn Hallgrímsson hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Ingi- mundur Einarsson hdl., f.h. Hvol- hrepps. UPPBOÐSHALDARINN í RANGÁRVALLASÝSLU síðar í þessum mánuði. Aftur á móti geta félagar í Birtingu sem einstakl- ingar tekið þátt í forvalinu. Staðan innan félagsins er dálítið skrítin um þessar mundir. Félagið er í Alþýðubandalaginu, en í stjórn Birtingar sitja tveir flokksbundnir alþýðuflokksmenn. Á fundinum var skipuð nefnd til að endurskoöa lög félagsins með það fyrir augum að opna möguleika fyrir fólk úr öllum stjórnmálaflokkum að ganga í Birt- ingu. Þar með yrði félagið venjulegt málfundafélag. -S.dór Kapp- akstursmenn á ofsahraða Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo ökumenn á ofsahraða á mótum Sæ- brautar og Skeiðarvogs um klukkan ellefu í fyrrakvöld. Mennimir eru um tvítugt. Annar ók Pontiac-bifreið en hinn var á Mitshubishi Galant. í radar mældust bílar ungu mann- anna á 147 og 141 Jtílómetra hraða á klukkustund. Þegar lögreglan ræddi við ökuþórana sögðust þeir hafa ver- iö í kappakstri. Þeir voru sviptir öku- réttindum til bráðabirgða. Mál þeirra verður sent Sakadómi Reykjavíkur til meðferðar. -ÓTT Meraiing Þrír ungir einleikarar Tónleikar voru haldnir í Gerðubergi í gærkvöldi á vegum tónlistarhátíðar ungra norrænna einleikara. Þarna komu fram þrír ungir einleikarar, þau Hólm- fríður Þóroddsdóttir óbóleikari, Gunnar Guðbjömsson tenórsöngvari og Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari. Þetta var tónlistarsamkeppni um það hver verður full- trúi íslands á hinni glæsilegu tónlistarhátið sem hald- in verður í Tampere í Finnlandi í október næstkom- andi. Virðuleg dómnefnd var á staðnum og er það hennar hlutverk að velja fulltrúa íslands. Þar sem hugsast getur að dómnefndarmenn lesi tónhstargagnrýni DV þykir tilhlýðilegt í nafni hlutleysis að tónlistargagn- rýnandi haldi aftur af skoðunum sínum um ágæti keppenda, a.m.k. þar til dómur hefur verið upp kveð- inn. Það er þó óhætt að geta þess að allir þessir þrír einstaklingar stóðu sig með mikilli prýöi á tónleikun- um og hver þeirra væri vel til þess fallinn að koma fram fyrir íslands hönd. Breiddin meðal íslensks tón- listarfólks eykst stöðugt og jafnvel þótt við verðum öðru hverju að sjá á bak nokkrum til útlanda virðist vera nóg af fólki til að fylla skörðin og meira en það. Gerðuberg var fullt út úr dyrum og er í raun og veru of lítið húsnæði til viðburða af þessu tagi. Efnis- skráin á tónleikunum var fjölbreytt, en hver flytjandi valdi sjálfur sín verk til flutnings. Mátti sjá að þar var á ferðinni vandlega vahn blanda. Margir hafa uppi efasemdir um ágæti tónlistarsam Tónlist Finnur Torfi Stefánsson keppna og óttast að listin lúti þar í lægra haldi fyrir íþróttinni. Þetta er nú einu sinni sú aðferð sem hinn alþjóðlegi tónlistarmarkaöur hefur kosið sér til að velja stjörnurnar sínar og ungt tónhstarfólk, sem vill leit'a fyrir sér á þeim markaði, getur ekki leitt sam- keppnir hjá sér. Það verður að segjast um tónleikana í Gerðubergi að þeir voru í engu frábrugðnir öðrum tónleikum og tónlistin naut sín fyllilega. Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor (lengst t.h.) ásamt konu sinni, Margréti Þorvaldsdóttur, og Guðbjarti Hann- essyni skólastjóra, sem ræddi við þau í „Útvarpi Akranes." DV-mynd Árni S. Árnason Eilffur barlómur dregur kjark úr heimamönnum - segir háskólarektor í Útvarpi Akranes Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Sigmundur Guðbjarnason há- skólarektor sagði í viðtali við „Út- varp Akranes", sem starfrækt var eina helgi nýlega til fjáröflunar fyrir Sundfélag Akraness, að eilífur bar- lómur sveitarstjórnarmanna um land allt drægi kjark úr heimamönn- um. Háskólarektor sagði m.a. um stöðu landsbyggðarinnar: „Hluti vandans er sá að menn hafa e.t.v. óafvitandi skapað þá ímynd að staða lands- byggðarinnar sé vonlaus. Þar eiga ekki síst hlut að máh sveitarstjórnar- menn sjálfir. Ehífur barlómur og úrtölur draga kjark úr heimamönn- um og fæla aðra frá því að koma th svæðisins. Þetta er ekki leiðin til þess að laða að fólk. Menn fara ekki á sökkvandi skip.“ Er Sigmundur var inntur eftir stöðu atvinnumála á landinu sagði hann m.a.: „Það hefur ríkt ákaflega mikil deyíð í atvinnumálum. Mistökin í loðdýrarækt og fiskeldi hafa dregið úr frumkvæði og framtakssemi manna. Fólk er að missa móðinn. Þetta er alvarlegur hlutur. Það er engin ástæða til þessarar svartsýni. Tækifærin eru um allt land. En menn geta ekki beðið. Þeir verða að taka th hendinni sjálfir. Okkur skortir skhgreiningu markmiða og að leita eftir tækifærunum." Met í Vestmannaeyjaf lugi Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum: Lendingar á flugvellinum hér í Vestmannaeyjum voru 5313 á síðasta ári og um vöhinn fóru 71.934 farþegar meö farþega- og leiguflugi. Að sögn Jóhanns Guömundssonar flugvallar- . stjóra er um metár að ræða. Aldrei hafa fleiri farið um völhnn. Árið 1989 fóru 61.101 farþegi um völlinn og er aukningin því tæplega 11 þúsund. Amarflug hóf áætlunarflug th Eyja í byrjun síðasta árs og flutti 8.538 farþega á árinu og kemur því inn sem hrein viðbót. Flugleiðir héldu sínum hlut að mestu. A árinu 1989 fluttu Flugleiðir 44.968 farþega en 44.549 á síðasta ári. Fækkun því 419 en lend- ingar hjá Flugleiðum voru 1027. Aukning hefur orðið í leiguflugi. Árið 1989 nýttu 15.956 farþegar sér leiguflugið en 18.847 í fyrra, 1990, og hefur því fjölgað um tæp þrjú þús- .uod.................... ... ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.