Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Síða 31
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. 31 Meiming Komið er haust hlióð í vindinn Á okkar dögum eiga allir að baða sig í sólskin- inu. Við eigum að vera ung, hraust og rík; drekka kók og vera kát. Það kann enginn að bíta fílinn. Kommúnisminn er hruninn og við lifum í alfrjálsum, sögulausum heimi sem þarf ekki að óttast annað en stríðsglaða múslíma, mengunarvandamál, atvinnuleysi, hungur og fátækt í helvítinu hjá hinum. Á þessum sólbaðs- dögum er þó rétt að gægjast inn í skuggann og líta í yfirlætislausa ljóðabók eftir Ehas Mar, Hinumegin við sólskinið, sem sýnir að það er víðar líf en í auglýsingunum og dregur fram þá tíð þegar ungir menn börðust í allsleysi kúgun- ar fyrir frelsi í nafni kommúnismans: í Víetnam þar sem Frakkar drápu landslýöinn áður en Bandaríkjaher kom til sögu. Gamlar hugsjónir í fullu gildi I fyrri hluta bókarinnar eru frumort ljóð frá undanfórnum árum og í þeim síðari ljóðaþýð- ingar, flestar frá þeim árum þegar kommúnism-' inn var lifandi hugsjón um betri tíð og hafði ekki runnið saman viö skrifstofubákn forrétt- indapúka í Austur-Evrópu, Nokkuð er síðan Elías sendi frá sér ljóðabók og svo virðist sem hann hafi farið hægt af stað með þau ljóð sem hér birtast. Árin 1983, ’84 og’86 yrkir hann eitt ljóð á ári og síðan fjögur, þrjú og fimm á ári fram að nýliðnu ári en hér birtist ekkert ljóð sem er yngra en ársgamalt. Þannig virðist EUas hafa lagt yrkingar til hliðar en síðan smám sam- an komist af stað aftur. Ef til vill má túlka ljóð- ið „Enn ein heimsmynd" (15) frá 1988 í þessu ljósi og sjá sjóferðina sem tákn um yrkingar: „Skipið var haldið þeirri kynlegu áráttu að nema staðar fyrirvaralaust og rísa upp á skutinn einkum að kvöldlagi þegar sólsetur var hvað fegurst og spegilsléttur sjór. Þá hélt það kyrru fyrir og tinaði ögrandi lang- tímum saman unz því þóknaðist að kyssa hafflötinn að nýju og halda ferð sinni áfram.“ Af þessu mætti ráða að ekki væri ort um sam- tímann og lesendur, sem vildu leita eftir við- brögðum í ljóði við nýliðnum atburðum mann- kynssögunnar, fyndu htið við sitt geð; hér væri eldra skáld einungis að tína saman uppsafnað efni og senda frá sér á bók. En með sínum hætti er Elías einmitt að bregð- ast mjög sterkt við samtíðinni með því að draga fram gamlar þýðingar sínar frá 1968 á ví- etnömskum ljóðum Thanh Hai sem hann orti um baráttu landa sinna gegn Frökkum 195(F61. Sú frelsisbarátta fór fram í nafni þess kommun- isma sem borgarapressan keppist nú við að jarða sem úrelt fyrirbæri. Með því að birta þess- ar þýðingar sínar einmitt núna bendir Elías á að sú kúgun, sem kallaði á hugsjón alþýðu- manna um betri tíð í nafni kommúnisma, hefur ekkert breyst þó að skrifræði kennt við hugsjón- ina sé nú loksins hrunið. Elías Mar. Bókmermtir Gísli Sigurðsson Persónulegur tónn og tregablandinn Fyrri hluti bókarinnar er miklu persónulegri og þar eru tilbrigði við stef um vegferð manns- ins og einmanalegt hlutskipti. Það er ekki einu sinni neinn samastaður fyrir ljóðmælandann í þeim kirkjugarði sem leið hans liggur um í ljóð- inu „Við gengum um kirkjugarðinn" (17). Á þeim stað virðast vera grafir lifenda því að dán- ardægur kemur hvergi fram á legsteinunum „fremur en fólkið hefði verið grafið lifandi". Þannig má líta á garðinn sem ígildi lífsins þar sem hver hefur sitt leg nema mælendurnir á bak við fornafnið „við“. Þeir eru utangarðs og reika vhltir um fram í myrkur - þegar búið er að loka. Tregi og eftirsjá koma víða fram og litið er um öxl til fyrirheita frá hðnu vori. En ekkert varð úr sumrinu og nú er komið „hausthljóð í vindinn". Það er eins og upphaf og endir renni saman í eitt og það sem er á milli hafi ekki skipt neinu máli, líkt og þegar ósjálfbjarga brjóst- mylkingur rennur saman við karlægt gamal- menni í ljóðinu „Mamma" (11). í ljóðinu „Spurn- ing“ veltir ljóðmælandinn því fyrir sér hvort nokkur kona felli tár að sér látnum og víða gætir efasemda um að til mikils hafi verið lifað þegar dauðinn blasir við. Eina haldreipið, þegar ljóst er að draumar vorsins eiga aldrei eftir að rætast, er i einhvers konar guðdómi og skáld- skap. Stefjabrot liðinna alda lifa með okkur „enn líkf og forðum“ (9) og alvaldur Óðinn vitjar ljóð- mælandans í „Skáldinu mikla“ (22-23) með þess- um orðum: „þú ert ljóðið mitt sagði hann og innan stundar hef ég ort þig til fulls." (23) Elías Mar yrkir af djúpri tilfmningu og ör- uggri smekkvísi. Ljóð hans eru í senn persónu- leg og pólitísk með áminningu til samtíðarinnar um að sú bjarta heimsmynd, sem við teljum okkur lifa í og lýst var hér í upphafi, á líka sín- ar skuggahhðar þar sem raunverulegt fólk geng- ur um garða og lifir sínu lífi. Elias Mar Hinumegin við sólskiniö (Ljóð, 47 bls.) Iðunn Einhell vandaöar vörur Súluborvélar Tværstæröir, hagstættverö Skeljungsbúðin Síðumúla 33 sími 603878 og 38125 Fjölmiðlar Vel upplýstar mjaltakonur að útfeiling gæti átt sér stað og nýja Fjölmiðlamenn, starfsmenn Ra- rik, Pósts og síma, löggan ogfleiri hafa síðustu vikuna verið í óðaönn að flyfja landsmönnum tíðindi af rafmagnsleysi, shtnumlínum og brotnum staurum. í gær voru brotnu staurarnir í sveitum lands- ins orðnir vcl á fimmta hundrað. Rarik-menn voru í óðaönn að telja og ekki stendur á upplýsingunum. Ekki er annað hægt aö segja en að samstarf þessara aöila hafi verið með miklum ágætum. Liggur við að vart megi rafmagnsmenn finna staur með bresti í við Köldukinn eða á Kolaugafjalli þá séu upplýsingarn- ar sti-ax komnar til neytenda i gegn- urn fjölmiðla. Ein stofnun, sem lýtur að mmt fleirí persónum en ibúar Norður- lands, sker sigúr í þessu samstarfi. Það er Hitaveita Reykjavíkur. Þar fór í sundur heita vatnsæð við Höfðabakkabrú á föstudagsmoi’gun. íbúar Kópavogs, Hafnaríjaröar, Garðabæjar og Bessastaðalirepps þurftu því að lúrast í köldum húsum í tæpan sólarhring - á sjálfu höfuð- borgarsvæðinu. En upplýsingar urn orsakir heitavatnsleysisins voru ekki eins fljótar að berast til íbúa þessara bæja og upplýsingar um rafmagnsleysi í hreppnum mjalta- konurmi í Húnavatnssýslu. Þetta er meö svipuðum hætti hjá HR-mörm- um og nýliöið útfelhngaævintýri. Þá virtust hitaveitumenn kappkosta að halda öllum upplýsingum út af f>TÍr sig. .Fyrst var því harðneitað. , Nesjavallavirkjunin hafðiekkert með vandann að gera. Á föstudag var það „einhver for- hertur fréttamaður" hjá Ríkisút- varpinu sem var svo ósvífinn aö grafa upp upplýsingar um Höfða- bakkabrúna. Hann kom upplýsing- unum skilmerkilega til neytenda. Fáir virtust þó hafa hlustað á frétta- tímann, sem var síðdegis, því ekki hnnti símahringingum á lögreglu- stöðvarnar í Kópavogi og Hafnar- firði þegar fólk kom heim úr vinnu. Þar sem hitaveitumenn voru ekkert að hafa fy rir þ ví að láta löggumenn vita hvenær útht væri fyrír að við- gerð lyki varð fátt um svör. Það er greinilegt að mjaltakonur í Húna- vatnssýslu eni mun betur upplýstar en blækurnar á höfuðborgarsvæð- inu ef eitthvað fer úrskeiöis. ____ Óttar Sveinsson Veður Klukkan sex í morgun var austan- og norðaustanátt, stinningskaldi norðvestanlands en yfirleitt kaldi ann- ars staðar. Él voru á víð og dreif í öllum landshlut- um, minnst á Norðurlandi vestra. Frost var víðast 1-4 stig á láglendi en allt að 9 stiga frost inn til landsins. Akureyri Egilsstaðir Hjarðarnes Galtarviti Keflavíkurflugvöllur Kirkjubæjarklaustur Raufarhöfn Reykjavik Vestmannaeyjar Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Osló Stokkhólmur Amsterdam Berlín Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrid Montreal Nuuk París Róm Valencia Vin Winnipeg skýjað -2 alskýjað -2 léttskýjað 0 skafrenning- -3 ur alskýjað -1 alskýjað 0 snjóél -2 alskýjað 0 skýjað 1 léttskýjað -1 slydda 1 skýjað 4 skýjað 0 alsýjað 2 alskýjað 6 léttskýjað 4 þokumóða 2 rign. og súld 6 skýjað 0 rign. ás. klst. 5 léttskýjað 7 alskýjað 14 súld 5 skýjað 7 snjóél -8 alskýjað -4 rigning 8 léttskýjað 13 skýjað 13 skýjað 0 heiðskírt -30 Gengið Gengisskráning nr. 4. - 8.. janúar 1991 kl. 9.15 «L. Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 56,000 56,160 55,880 Pund 106,509 106,814 106,004 Kan. dollar 48,601 48,739 48,104 Dönsk kr. 9,4635 9,4905 9,5236 Norsk kr. 9,3124 9,3390 9,3758 Sænsk kr. 9,7808 9,8088 9.7992 Fi. mark 15,1659 15,2092 15,2282 Fra. franki 10,7419 10,7726 10,8132 Belg. franki 1,7677 1,7727 1,7791 Sviss. franki 43,2266 43,3501 43,0757 Holl. gyllini 32.3130 32,4053 32,5926 Þýskt mark 36,4299 36,5340 36,7753 It. líra 0,04848 0,04862 0,04874 Aust. sch. 5,1770 5,1918 5,2266 Port. escudo 0,4077 0,4089 0,4122 Spá. peseti 0,5756 0,5773 0,5750 Jap. yen 0,41131 0,41249 0,41149 írskt pund 97,404 97,682 97,748 SDR 78,8570 79,0823 78,8774 ECU 75,0988 75,3134 75,3821 Fiskmarkadimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 7. janúar seldust alls 9,162 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Þorskur 5,479 110,52 100,00 136,00 Þorskur, smár 0,839 83,96 79,00 90,00 Ýsa 0,754 149,93 142,00 156,00 Karfi 0,046 50,65 50,00 51 00 Ufsi 0,011 45,00 45,00 45,00 Steinbitur 0,656 78,00 78,00 78,00 Hlýri 0,063 72,00 72,00 72,00 Langa 0,100 80,00 80,00 80,00 Lúða 0,232 422,12 355,00 445,00 Steinb. (ósl.) 0,102 85,00 85,00 85,00 Koli ■ 0,025 99,00 99,00 99,00 Keila 0,063 40,00 40,00 40,00 Hrogn 0,108 345,00 345,00 345,00 Langa (ósl.) 0,070 82,00 82,00 82,00 Keila (ósl.) 0,604 29,00 29,00 29,00 Gellur 0,014 300,00 300,00 300,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 7. janúar seldust alls 152,250 tonn. Þorskur (ósl) 0,324 104,81 81,00 129,00 Þorskur(sl.) 0,258 101,00 101,00 101,00 Þorskur 34,583 104,78 81,00 123,00 Ýsa 0,499 160,56 128,00 166,00 Ýsa 1,499 240,67 160,56 128,00 Karfi 0,025 61,00 61,00 61,00 Lúða 0,055 442,73 430,00 500,00 Undirmálsfiskur 0,376 80,00 80,00 80,00 Síld 107,662 8,87 8,04 9,04 Blandað 0,159 14,38 12,00 33,00 Skata 0,012 100,00 100,00 100,00 Lýsa 0,051 55,00 55,00 55,00 Steinbítur ' 2,180 70,77 69,00 74,00 Hlýri/Steinb. 0,024 42,00 42,00 42.00 Blandað 0,012 21,00 21,00 21,00 Skötuselur 0,032 236,71 120,00 325,00 Langa 0,870 66,75 56,00 67,00 Keila 3,856 41,87 35,00 42,00 Ufsi 0,898 42,97 39,00 50,00 FINSTAKT Á ÍSLANDI BLAÐSÍÐUR FYRIR KRONUR Úrval TÍMARIT FYRIR ALLA 1:íc ;>«: i\tíir>£> - rn9i*buði»V ðT 3r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.