Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. Útlönd Gíslumsleppt Róttæk samtök Palestínumanna, undir forystu hins alræmda skæruliöa, Abus Nidai, tiikynntu í gær aö fjórir breskir gíslar, sem rænt var 1987, hefðu verið iátnir lausir. Að sögn mannræningjanna, sem tilheyra Byitingarráði Fatah, var ákveðið að láta gíslana lausa eftir að belgísk yfirvöld samþykktu að sleppa Palestínumanninum Nasser Said sem dæmdur var í lífs- tíðarfangelsi vegna árásar á gyð- ingabörn í Antwerpen 1980. Belgiski utanríkisráðherrann, Mark Eyskens. sagðist í gærkvöldi vonast til að gíslamir kæmu fljótt Hryðjuverkamaðurinn Abu Nidal. heim og bætti því viö að Gaddafi Stmamynd Reuter Líbýuleiðtogi heföi átt þátt í að fá gíslana látna iausa. Belgamir, sem um ræðir, em hjón og tvö böm þeirra. Þau voru meðal átta manns sem teknir voru á skútu á austanverðu Miðjarðarhafi 1987. Segir Spies ekki til sölu Bróöir Janni Spies Kjár og aðrir forystumenn innan Sþíes-ferðaskrifstof- unnar hafa visaö á bug frétt danska blaðsins Börsen um að fyrirtækið sé til sölu. Biaðið skrifaði i gær að erlent flugfélag hefði fengið boð um aö taka við fyrirtækinu. Samkvæmt frétt blaðsins áttu ýmsar deilur að hafa átt sér staö í fyrirtækinu og Janni sjálf átti ekki að hafa sést þar síöan í nóvember. Minnkandi straumur f lóttamanna Albanskir flóttamenn i Grikklandl. Símamynd Reuter Grísk yfirvöld sögðu í gær að færri Albanir streymdu nú til Grikklands frá Albaníu. 1 gær voru fjörutíu flóttamenn sagðir hafa komið en undan- farna tíu daga hafa yfir fiögur þúsund albanskir flóttamenn af grískum uppruna streymt til Grikklands. Flestum flóttamannanna hefur verið komið fyrir í skólum, opinbemm byggingum og tjöldum. Constantine Mitsotakis, forsætisráðherra Grikkiands, er sagður ætla að fara fram á það við Ramiz Alia, leiðtoga Albaníu, að tryggt verði að þeir flóttamenn sem vilja snúa aftur heim verði ekki ofsóttir. Talsmaður grísku stjómarinnar sagði aö hún hefði í hyggju að fiárfesta i suðurhluta Albaníu i kjölfar tilraunanna þar til lýðræðisbrey tinga. Þann 10. febrúar verða haldnar fyrstu Qölflokkakosningarnar í landinu í fiöm- tíu ár. » Morð á ástarbraut Dularfullur byssumaöur í New York hefur ráðist á tvö pör á ástarbraut og myrt einn karlmann. í báðum árásunum, sem áttu sér stað með tíu mánaða millibili, nálgaðist byssumaðurinn bíl fómarlamba sinna og skaut einu skoti að þeim sem sat í farþegasætinu, að þvi er lögreglan hefur greint frá. Árásimar vom gerðar undir morgun á ástarbraut. í báðum tilfellum tókst árásarmanninum að komast undan óséður. Kohl reynir stjórnarmyndun Helmut Kohl, kanslari Þýskalands. Tt-iknlng Lurie Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, hóf í gær á ný stjórnarmynd- unarviðræður við frjálslynda demókrata. Deilur um framtíöar- stefnu og ráðherraembætti hafa tafið myndun nýrrar stjórnar en flokkur Kohls, kristilegir demó- kratar, og frjálslyndir demókratar unnu yfirburðasigur í kosningun- um 2. desember síðasthðinn. Áætlað hafði verið að endurkjör Kohls í kanslaraembættið færi fram 17.janúar en talið er að tafir geti oröið á því ef sfiórnarmyndun- arviðræðum verður ekki lokið fyrir þann tíma. Leiðtoga helstu sfiórnmálaflokk- anna greinir á um hvernig fiár- magna eigi sameiningu þýsku rikj- anna. Leiðtogar frjálslyndra demó- krata vilja að skattar verði iækkað- ir í fyrrum Austur-Þýskalandi til að hvetja til fiárfestingar. Kristi- legu flokkarnir segja hættu á að það kunni að leiða tii nýrrar mis- mununar og misnotkunar. Reuter og Kit/au DV Baker undirbýr „síðasta“ fundinn James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, falast nú eftir stuðn- ingi fleiri Evrópuríkja í dag áður en hann heldur til fundar við utanríkis- ráöherra íraks, Tareq Aziz, í Genf sem fram fer á morgun. í farteskinu er Baker með loforð um að ekki verði ráðist á írak ef íraskir hermenn verði kallaöir heim frá Kúvæt fyrir 15. jan- úar. Að öðrum kosti megi þeir búast við árás. Aziz kveðst munu hafa meðferðis nýjar tillögur en ítrekar jafnframt að írakar muni ekki fara frá Kúvæt. Varar hann við löngu og hræðilegu stríði sem ísrael muni finna fyrir frá upphafi. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að sex íraskar þyrlur heföu lent í Saudi-Arabíu í gærkvöldi með nokkrum liðhlaup- um. Yfirvöld í Bagdad vísuðu þessari frétt á bug og sögðu hana óskhyggju. Mikill skjálfti var á verðbréfa- mörkuðum í Wall Street í gær vegna ótta manna um stríð og olíuverð hækkaði um nær þrjá dollara. Baker, sem fengið hefur stuðnings- yfirlýsingu frá Bretlandi, Spáni og Lúxemborg, ráðgerir skyndiheim- sóknir í dag til Frakklands, Þýska- lands og Ítalíu. Franski þingmaðurinn Michel Vauzelle, sem er trúnaðarmaður Mit- terrands Frakklandsforseta, hitti Saddam Hussein íraksforseta um helgina. Vauzelle sagði í gær að Frakkar yrðu aö reyna eigin dipló- matískar leiðir ef viöræðurnar í Genf yrðu árangurslausar. Baker leggur hins vegar áherslu á að ekki sé neinn tími til fara eigin leiðir. „Eina vonin um frið er sú að Saddam Hussein skilji að okkur sé alvara,“ sagði Bak- er í gær. Eftir að Saddam hét því í gær að frelsa Jerúsalem og að árásir yrðu gerðar um allan heim lýsti Bak- er yfir svartsýni sinni á að boð hans kæmust til skila. írönsk yfirvöld, sem eru andvíg bæði hernámi íraka í Kúvæt og nær- veru fiölþjóðahersins við Persaflóa, tilkynntu um viöamiklar hernaðar- æfingar á Persaflóa í næstu viku. Háttsettir íraskir sendimenn eru væntanlegir til írans í dag til við- ræðna um Persaflóadeiluna. Reuter Bandarískir hermenn á æfingu í Saudi-Arabíu. Símamynd Reuter Sameiginleg tillaga Norðurlanda: Friðargæslusveitir til Persaf lóa Norðurlönd kynntu í gær tillögu um aö friðar- og eftirlitssveitir á veg- um Sameinuðu þjóðanna yrðu sendar til Persaflóa þegar írakar hafa kallað heim herlið sitt frá Kú- væt. Auk þess eru utanríkisráðherr- ar Norðurlandanna sammála um að leggja fram tillögu fyrir fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um pólitískan og efnahagslegan stuðning við þróun nýs öryggiskerfis á svæðinu. í tillögu Norðurlandanna er ekki minnst á málefni Palestínu- manna. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið tilkynnt um tillöguna og eru Bandaríkjamenn sagðir skilja tilganginn með henni, það er að undirbúningur að slíkum aðgerðum geti orðið til að forðast megihörðátök. ntb Frakkland: Varnarmálaráðherrann and- vígur hernaði gegn írak Vamarmálaráðherra Frakklands, Jean-Pierre Chevenement, er and- vígur þátttöku Frakka í hernaöarað- gerðum gegn írak. Um tíu þúsund franskir hermenn eru í Saudi-Arabíu en það er álit ráðherrans að aldrei hefði átt að senda þá þangað. Ágreiningurinn milli Chevene- ment annars vegar og Francois Mitt- errand Frakklandsforseta og ann- arra í stjórninni hins vegar er svo mikill aö kröfur hafa verið lagðar fram um afsögn varnarmálaráðherr- ans. Ekki er þó búist við að Mitter- rand taki afstöðu til málsins nú þegar aðeins fáeinir dagar eru þar til í ljós kemur hvort stríð brýst út við Persa- flóa. Stjómarkreppa nú þykir ekki heppileg. Orðrómur er hins vegar á kreiki í París um aðra fyrirætlan Mitter- rands. Hann er sagður hafa í huga að kalla saman þing ef fundur Bak- ers, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og Aziz, utanríkisráðherra ír- aks, í Genf verður árangurslaus. Samkvæmt orðrómnum ætlar Mit- terrand þá að skýra þingheimi frá stöðu mála og væntanlegum aðgerö- um franskra yfirvalda til að breyta stöðu mála. Mitterrand er jafnvel sagður ætla að biðja þingið um form- legtleyfitilaðlýsayfirstríði. tt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.