Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. Sviðsljós Yfir strikið: Árið kvatt með stæl Unga fólkið brá sér á skemmti- staðinn Yfir strikið (þar sem Holly- wood var í eina tíð) á gamlárskvöld og kvaddi árið með tilheyrandi hætti. Strikiö var opnað fyrir tæp- um mánuði og hefur gengið vel og t.a.m. var uppselt deginum áður á áramótafagnað þess. Ýmislegt var boðið upp á til skemmtunar á þessum síðasta degi ársins. Bigfoot var í diskótekinu og sá um tónlistina en það sem hvað mesta athygli vakti var uppákoma Samviskubræðra en þeir röppuðu íslensk Ijóð. Að venju var gestum boðið upp á hatta og knöll og einn- ig kampavín og kavíar svo og pizzur frá Pizzahúsinu. Ingvar Sigurðsson ljósmyndari var á staðnum og festi á filmu það sem fyrir augu bar. Þessi skötuhjú horfðu beint i linsu Ijósmyndarans enda þýðir ekkert annað en að vanda sig ef maður á að komast í blöðin. Ekki veit Sviðsljós hvað félagarnir á myndinni eru að aðhafast en hall- ast þó helst að því að sá í miðjunni sé ansi þreytulegur og þurfi á stuðn- ingi vina sinna að halda. að en vildu. ara að léttara hjal sitji í fyrirrúmi á stundum sem þessum. ir eins og þessir þrír herramenn. Blues-munnhörpuleikarinn Derik Walker og söngkonan Andrea Gylfadóttir flytja hér þrettándablús af miklum móð. Myndin var tekin á Púlsinum en það voru Vinir Dóra sem stóðu fyrir þessari uppákomu. DV-mynd RaSi Fótbolta- stjama eða tölvu- fræðingur Birgitte Nielsen er ekki viss um hvaða starfsgrein sonur hennar velur sér í framtíðinni. Brigitte útilok- ar ekki að sveinninn verði fótboltahefjan eins og pabb- inn en gæti þó allt eins end- að sem tölvufræðingur. Brigitte á annað barn fyrir og er sjálf tvígift að auki. Því má svo bæta við að eig- inmenn þessar dönsku gljátíkur eru ekki barns- feður hennar og ber það vitni um óstöðugleika í sam- búðarlífinu. Enn ein bók um rokkkónginn: Elvis Presley framdi ekki sjálfsmorð - var fómarlamb frægðarinnar Eftir að Elviá Presley fannst látinn á baðherberginu á heimili sínu árið 1977 hafa verið skrifaðar yfir tuttugu hækur um kappinn. í þeirri nýjustu, The Death of Elvis: What Really Happened, er komist að niðurstöðu sem allir Elvis aðdáendur fagna og hafa raunar statt og stöðugt trúað í bráðum fjórtán ár. Nefnilega það að goðið hafi ekki framið sjálfsmorð heldur dáið af slysni. Annar höfunda bókarinnar, James Cole, segir að Presley hafi ekki fram- ið sjálfsmorð og ekki hafi verið um að ræða að kappinn hafi tekið inn of stóran lyfjaskammt. Ástæðan sé sú að Elvis hafi ruglað saman lyfjum og því fór sem fór. Cole segir að þrátt fyrir persónuleikaeinkenni söngvar- ans hafi hann ekki haft neina til- hneigingu til að fremja sjálfsmorð. í bókinni eru fyrri tilgátur um dauðdaga stjömunnar sagðar vera alger þvættingur. Höfundarnir segja tilganginn ekki vera að verja Elvis heldur miklu frekar að leiða sann- leikann í ljós. Rannsóknir í kjölfar fráfalls rokkarans fæddu af sér hinir ótrúlegustu slúðursögur og er ýms- um embættismönnum borin sök í því máli. Ætlun þeirra var að vernda eða hylma yfir nokkrar staðreyndir en það fór á annan veg og gróa á leiti var fljót að láta málið til sín taka. Máhð hefur tekið ótrúlegu stefnur á undanfomum árum og margir trúa því enn í dag að-Elvis sé á lífi. í bókinni er dauði Presley’s rakinn til margra þátta. Lyfjanotkun hafi Elvis Presley upp á sitt besta. í nýút- kominni bók um söngvarinn er öllum fyrri tilgátum um sjálfsmorð vísað á bug. verið komin algerlega úr höndunum en sjálfsmorði af yfirlögðu ráði er vísað á bug. Elvis Presley er sagður hafa verið fórnarlamb frægðarinnar. Hann beitti öUum ráðum tU að halda sér ungum enda hárin farin að grána og maginn tekinn að þenjast út. Að lokum fór svo að rokkgoðið varð að játa sig sigrað í þeirri baráttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.