Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. Gtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Stríð er bezt Berum orðum má tæpast segja það, en staðreynd er það samt, að mesta hættan við Persaflóa er, að ekki verði stríð. Nokkrar líkur eru á, að Saddam Hussein íraksforseta takist að skjóta sér undan stríði með ýms- um sjónhverfingum rétt fyrir miðjan þennan mánuð. Reikna má með, að hann leggi fram á síðustu stundu óljóst tilboð um, að draga her sinn til baka frá mestum hluta Kúvæt einhvern tíma í náinni framtíð, gegn ýms- um skilmálum, svo sem um samdrátt bandaríska hers- ins í Sádi-Arabíu og um alþjóðaráðstefnu um Palestínu. Þótt árásarstefna Saddams Hussein hafi hingað til beinzt að öðrum ríkjum íslams, íran og Kúvæt, er hætt við, að hann geti orðið að eins konar hetju Palestínu með því að fara að tala meira um hana. Með sjónhverf- ingum getur hann sáð sundrungu í raðir bandamanna. Tætingslegt er bandalagið gegn honum og sumpart htt geðugt. Þar í hópi er annálað hryðjuverkaríki á borð við Sýrland, sem hefur orðið Vesturlöndum til mikilla vandræða og á eftir að verða það. Þar í hópi er líka annálað miðaldaríki á borð við Sádi-Arabíu. Sovétríkin koma að litlu gagni í bandalaginu gegn Hussein, því að stjórn Gorbatsjovs er á hraðri leið til afturhalds og aukinna áhrifa hers og leynilögreglu. Meira að segja er lítið hald í vesturevrópsku ríki á borð við Frakkland, sem gjarna fer eigingjarnar sérleiðir. Almenningsálitið á Vesturlöndum st-yður enn stríð við Persaflóa, þótt myndazt hafi andstöðuhópar. Helzt er það heima fyrir í Bandaríkjunum, að Bush forseti á erfitt með að halda liðinu saman. En stuðningurinn getur fjarað út, þegar sjónhverfmgar Saddams byrja. Saddam getur komizt upp með að halda hluta af Kúvæt. Hann getur komizt upp með að greiða ekki tjón- ið, er hann hefur valdið Kúvætum. Hann getur komizt upp með að verða forustumaður ríkja íslams í baráttu þeirra gegn kúgum Ísraelsríkis á Palestínumönnum. Ef ekki verður að þessu sinni stríð við Persaflóa, leið- ir það til sigurs Saddams Hussein á einu eða fleirum framangreindra sviða. Honum nægir að ná sjáanlegum árangri á einu þeirra til að verða heima fýrir fastari í sessi en fyrr og hættulegri umhverfi sínu en fyrr. Ódýrast er að stöðva Saddam Hussein núna, þótt það kosti stríð, sem ýmsir horfa nú til með hryllingi. Miklu dýrara og blóðugra verður að stöðva hann síðar, þegar hann er búinn að koma sér betur fyrir, búinn betri efna- og eiturvopnum og jafnvel kjarnavopnum. Einnig skiptir máh, hvort forusta íslamskra ríkja lendir hjá ríkjum, sem standa nálægt vestrænu þjóð- skipulagi, svo sem Egyptalandi og Tyrklandi, eða hvort heimur íslams færist meira í mót Saddams Hussein. Ef hann sigrar, munu önnur ríki íslams líkja eftir írak. Loks er brýnt, að Bandaríkin nái árangri í lögreglu- stjórahlutverkinu, sem þau hafa tekið að sér í máli þessu. Ef þeim mistekst, er hklegt, að þau hverfi meira inn í sig og að enginn verði til að taka forustu fyrir Vesturlöndum gegn uppgangi bófa víða um heim. Eftir hvarf Sovétríkjanna af vettvangi heimsveldanna eru Bandaríkin eina heimsveldið, sem getur tekið að sér forustu í mikilvægum og óþægilegum málum, er varða öryggismál þjóða heims. Baráttan við Saddam Hussein er fyrsta prófraun þeirra sem síðasta heimsveldisins. Þótt stríð séu vond, eru þau ekki svo vond, að Vestur- lönd megi þess vegna neita sér um löggæzluvald til að gæta grundvallarreglna í samskiptum ríkja og þjóða. Jónas Kristjánsson Frá því um 1970 hafa umhverfis- vemdarmenn gagnrýnt þá miklu sókn í efnisleg gæöi, sem einkennir okkar tíma, án þess aö tekið sé til- lit til áhrifa á umhverfið. Þetta end- urspeglast m.a. í ofuráherslu á hag- vöxt, eins og hann mæhst í aukn- ingu vergrar þjóðarframleiöslu (skammstafað VÞF). Ástæða gagnrýninnar er sú hrá- efnanotkun og mengun sem er fylgifiskur orku- og iðnaðarfram- leiðslu og sem ógnar nú lífi á jörð- inni. Viðbrögð náttúruverndar- manna hafa verið með ýmsum blæ- brigðum, allt frá kröfu um breyttar framleiðsluaðferðir, endurvinnslu og mengunarvarnir yfir í fræðileg- ar vangaveltur um stöðvun hag- vaxtar eða svokallaðan núllhag- vöxt. Vistkreppa þrátt fyrir úrbætur Viðbrögð iðnaðarhagsmuna á Vesturlöndum hafa m.a. verið að draga úr mengun með því að bæta framleiðsluaðferðir og taka upp endurvinnslu. Þetta hefur skilað „Astæða gagnrýninnar er sú hráefnanotkun og mengun sem er fylgifisk- ur orku- og iðnaðarframleiðslu og sem ógnar nú lifi á jörðinni." Grænar þjóð- hagsstærðir tímabundnum ávinningi, þannig að víða hefur dregið úr mengun. Þar sem ekki hefur verið brugðið á þetta ráð er ástand hrikalegt, eins og í Austur-Evrópu. Nauðsynlegt er að gera sér 'grein fyrir að viðbrögð Vesturlanda duga skammt ef heildarorkunotkun heldur áfram að vaxa og efnahags- leg umsvif aukast í krafti hennar eftir heföbundnum brautum. Það eru einmitt slík umsvif sem mælast í svonefndri vergri þjóöarfram- leiöslu eöa hagvexti. Það er því engin varanleg lausn á vistkrepp- unni í sjónmáli og hún á eftir að verða sú örlagaglíma sem komandi kynslóðir þurfa að þreyta. Það er t.d. dagljóst, að ófært er vegna umhverfistakmarkana að búa íbúum jarðar almennt þau lífs- kjör sem nú koma í hlut íbúa Vest- urlanda. Sú orkunotkun sem þau hvíla á og meðfylgjandi mengun myndi gera jörðina óbyggilega löngu áður en náð væri sama neyslustigi hjá öðrum jarðarbúum. Grænar þjóðhagsstærðir Æ fleirum verður það ljóst að það er eitthvað meira en lítið bogið við þjóöfélag sem dæmir sjálft sig til tortímingar. Því fær gagnrýni á hagvaxtarhyggjuna stuðning úr mörgum áttum, nú síðustu árin einnig frá ýmsum hagfræðingum. Bent er á hversu hættulegt það er að einblína á heíðbundinn hagvöxt sem mælikvarða á velferð og heil- brigða efnahagsstarfsemi. Við get- um t.d. vænst vaxtar lengi enn samkvæmt mælikvarða vergrar þjóðarframleiðslu, þótt allt sé að farast vegna mengunar í kringum okkur og ört gangi á takmarkaðar auölindir. Slík röskun er ekki mæld á þann kvarða. Því er komin fram krafan um aö leitað sé nýrra lausna við útreikn- ing þjóðhagsstærða, kvarðinn sé breikkaður eða búinn til nýr við hlið hins hefðbundna til að al- menningur og ráðamenn fái sem ljósasta mynd af afleiðingum efna- hagsstarfseminnar á hverjum tima. Þessi krafa birtist undir fyrir- sögninni Grænar þjóðhagsstærðir (grænt BNP samkvæmt erlendri skammstöfun eða græn VÞF á ís- lensku). Ég varð þess var í síðasta mán- uði, a'ð það hefur farið fram hjá mönnum, sem áhuga hafa á þess- um málum, aö rætt var um þau og ályktað á Alþingi fyrir nokkru og einnig hafa þau borist inn á vett- vang Norðurlandaráðs. Ólafur H. Torfason ritstjóri skrifaöi ágætan leiðara í Þjóöviljann 14. desember KjaUaiinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður sl. undir fyrirsögninni „Græn VÞF“ og fjallar þar um vaxandi gagnrýni erlendis, einkum í Hol- landi, á hefðbundna útreikninga á þjóðarframleiðslu. Guðrún Ólafs- dóttir lektor vék að sama efni í út- varpsþætti um svipað leyti og vitn- aði til nýsjálensks höfundar. Hvor- ugt þeirra virtist hafa hugmynd um að Alþingi hefði fyrr á árinu álykt- að um nýjar aðferðir við útreikning þjóðhagsstærða, og held ég þó að þau fylgist bæði vel með þjóðmála- umræðu. Ástæðan er eflaust sú litla athygli sem ílestir fjölmiðlar veita Alþingi og nýjum hugmynd- um sem þar koma fram, ef þær verða ekki tilefni háværra deilna. Tillaga sem varð að ályktun Alþingis Þaö var haustið 1989 að Kristín Einarsdóttir alþingismaður flutti tillögu til þingsályktunar um end- urskoöun á útreikningi þjóðhags- stærða. í tillögunni var gert ráð fyrir að fela ríkisstjórninni „að láta endurskoöa grundvöll fyrir út- reikningi þjóðhagsstærða með hliðsjón af áhrifum framleiðslu- starfsemi og annarra mannlegra athafna á umhverfi og náttúruleg- ar auölindir." - í gi-einargerð sagði m.a. „Til að hægt sé að taka um- hverfisþætti inn í þjóðhagsstærðir þurfa hagfræðingar m.a. að meta neikvæð áhrif mengunar og aileið- ingar ofnýtingar og mengunaró- happa. Þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð, 'en þeim mun brýnna er að byija að þróa aðferðir sem skilað geta árangri.“ Félagsmálanefnd Sameinaðs þings fjallaði um þessa tillögu og leitaði m.a. umsagna frá Hagstofu íslands og Þjóðhagsstofnun. Báðar þessar stofnanir tóku jákvætt und- ir meginhugsun tillögunnar og töldu að með henni væri hreyft þörfu máli. - Sú var einnig niður- staða félagsmálanefndar sem í nefndaráliti „telur mikilsvert að hagstofnunum hérlendis og rann- sóknarstofnunum verði gert kleift að fylgjast með á þessu sviði og þróa aðferðir sem komið geta að gagni við umrætt endurmat á út- reikningi þjóðhagsstærða." - Þann 5. maí 1990 ályktaði síðan Alþingi samhljóða að tillögu félagsmála- nefndar „að fela ríkisstjórninni að láta kanna aðferðir við útreikning þjóðhagsstærða þar sem tekið sé tillit til áhrifa framleiðslustarfsemi á umhverfi og náttúrulegar auð- lindir. í þessu skyni verði komið skipulagi á hagskýrslugerð um umhverfismál og nýtingu auðlinda og fylgst með því sem er að gerast erlendis á þessu sviði." Tillaga í Norðurlandaráði í Norðurlandaráði flutti undirrit- aður ásamt fleirum á árinu 1990 tillögu undir yfirskriftinni „græn VÞF“ (Gront BNP og uddybet nor- disk samarbejde omkring milje- statistik). Tillagan er nú til um- sagnar hjá mörgum aðilum á Norð- urlöndum og gæti komið til af- greiðslu á næsta þingi Norður- landaráðs. Það er afar þýðingar- mikið að hið fyrsta verði teknar upp heildstæðari aðferðir en hing- að til hafa tíðkast við mat á efna- hagsstarfseminni og afleiðingum hennar. Að því lúta þær tillögur og samþykktir um „grænar þjóð- hagsstærðir" sem hér hcifa verið gerðar að umtalsefni. Hjörleifur Guttormsson „Það er því engan veginn varanleg lausn á vistkreppunni í sjónmáli og hún á eftir að verða sú örlagaglíma sem komandi kynslóðir þurfa að þreyta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.