Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. 23 Sviðsljós Fimmta myndin um boxarann Rocky er nú komin fyrir augu bíógesta í Ameríku og varla er þess langt að biða að íslenskir biógestir sitji við sama borð. Á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles mætti auðvitað Sylvester sjálfur Stallone og sonur hans, Sage, sem leikur Rocky yngri 'í myndinni sem er sögð sú síðasta í röðinni. Fyrrverandi eiginkona Stallones'bg barnsmóðir, Sasha, var einnig mætt á staðinn og ekki var annað að sjá en að vel færi á með þeim öllum. Christian Brando (t.h.), sem hér sést ásamt verjanda sínum, er nú í vondum málum og gæti þurft að gista í stein- inum næstu sextán árin fyrir bráðræði sitt. Böm Marlons Brando: Sonurinn í fangelsi og dóttirin á geðsjúkrahúsi Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott í fjölskyldunni hjá leikaranum Marlon Brando um þess- ar mundir. Sonur hans hefur verið ákærður fyrir að myrða elskhuga systur sinnar og situr nú innan fang- elsisveggjanna og bíður þess að dóm- ur verði upp kveðinn. Systirin er á leið til Parísar til að gangast undir frekari skoðanir og mun gista á geð- sjúkrahúsi þar í borg. Forsaga málsins er sú að sonurinn, Christian, fór að skipta sér af deilum systur sinnar við elskhugann og þau afskipti enduðu með skelfmgu. Elsk- huginn lá dauður eftir og nú blasir allt að sextán ára fangelsi við Christ- ian. Cheyenne, en svo heitir dóttir Brando og þ.a.l. systur Christians, var ólétt um þær mundir og átti í miklu og erfiðu sálarástandi í kjölfar þess. Hún reyndi í tvígang að stytta sér aldur með því að taka inn mikið magn lyfla en henni var bjargað í bæði skiptin og hún fæddi barnið sem hún er nú ófær um að annast. Brando er skelkaður yfir þessu ástandi, eins og við er að búast, og hefur lagt öll plön um kvikmyndaleik á hilluna, í bih a.m.k. Kvikmyndaá- hugamenn fógnuðu því mjög þegar Brando birtist á hvíta tjaldinu eftir nokkurt hlé í myndinni The Fresh- man en ekki er hægt að búast við því að hann fylgi þeirri frammistöðu eft- ir. A.m.k. ekki eins og málum er nú háttað. Þar er skarð fyrir skildi, enda er Brando snjall leikari og hefur tví- vegis fengið óskarsverðlaunin. Breyttir tímar í Sovétríkjunum: Michael Douglas og Melanie Griffith komu saman til mannfagnaðar um daginn og auðvitað voru þau klædd i sitt besta skart. Ekki veit Sviðsljós hvar makar þeirra voru á þessari stundu en engar heimildir eru um að Douglas og Griffith séu farin að stinga saman nefjum. Starfsmenn KGB í Sovétríkjunum hafa nú heldur betur breytt um stíl. Reyndar er ein og ein frásögn sem greinir frá hrottaskap þessara manna en í tilraun sinni til að bre'yta ímyndinni hefur verið ákveðið að velja ungfrú öryggi (Miss Security) hjá KGB á hverju ári í framtíðinni. Fyrsta útnefningin hefur þegar átt sér stað og fyrir valinu varð ungfrú Ekaterina Matorova sem í daglegu tali er kölluð Katya. Það er ekki nóg að geta brosað bhtt til að heilla þá hjá KGB því stúlkurnar þurftu að leysa ýmis verkefni af hendi. Áður en Katya gat hrósað sigri þurfti hún m.a. að hleypa af skamm- byssu, glíma við vopnaða menn og að aka á ofsahraða á strætum Moskvuborgar. Þessu til viðbótar varö hún að sanna hæfni sína í eld- húsinu og á dansgólfinu en ekki var þess krafíst að keppendur sprönguðu um á sundbolum eins og títt er í vest- rænum fegurðarsamkeppnum. Eftlr að ljóst varð að Katya hafði borið sigur úr býtum bauð hún vin- um sínum í heimsókn svo hægt væri að halda ærlega upp á þessi gleðilegu tíðindi. Þar var öhð drukkið stíft en í nánustu framtíð ætlar ungfrú ör- yggi að leita sér aö heppilegum maka enda segir hún að þrátt fyrir titilinn þurfi hún samt sem áður á karl- manni að halda. L LANDSVIRKJUN Útboð á vélum og rafbúnaði fyrir Fljótdalsvirkjun Landsvirkjun auglýsir eftir tilboðum í framleiðslu, afhendingu og uppsetningu á vélum og rafbúnaði fyrir 210 MW virkjun í Jökulsá í Fljótsdal samkvæmt útboðsgögnum FDV-21. Verkið felur í sér hönnun, framleiðslu, afhendingu og uppsetningu á tveim 105 MW Pelton hverflum ásamt rafölum og tilheyrandi búnaði. Útboðsgögn verða fáanleg á skrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 9. janúar 1991 gegn óafturkræfri greiðslu að fjárhæð 9.000 fyrir fyrsta eintak en kr. 4.000 fyrir hvert viðbótareintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12.00, mið- vikudaginn 20. mars 1991. Tilboðin verða opnuð kl. 14.00 sama dag í stjórnstöðvarhúsi Landsvirkjunar, Bústaðarvegi 7 í Reykjavík. Reykjavík 4. janúar 1991 Landsvirkjun ___i_i_i__U__!____i__i______________________— £S Jt í tia t . cc.U . taÆigsi i U111II■ II111IIIII19 IIII119■ I>!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.