Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Síða 32
i* Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjórms - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1991. Hafnarf]örður: Minni lykt imorgun ' „Það er áætlað að efnafræðingar Vinnueftirlitsins muni taka frekari sýnf með morgninum. Hvort hægt verður að greina þau hér á lándi er óvíst. Það kom ekkert sérstakt út úr rannsókninni í gærkvöldi nema að , það kom litur fram sem leiddi í ljós að þarna voru einhver kolefnissam- bönd. Það staðfestu starfsmenn Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar. Þarna er því ekki um metangas að ræða. Þetta getur verið tjörueyðir eða white spir- it. Mér finnst ótrúlegt að þarna sé bensín," sagði Ólafur Hauksson hjá Vinnueftirliti ríkisins í samtali við DV aðspurður um rannókn vegna olíufnyks sem lagt hefur upp úr hol- ræsum við Lækjargötu og Strand- götu í Hafnarfirði. ,,Það þarf að skoða þetta vel sem lýtur að olíustöövunum. Ég reikna með að efnafræðingar Vinnueftirlits- ins fari í það í dag. Við munum reyna að finna út hver upptökin eru,“ sagði Guðmundur Einarsson. „Þó svo að fólk hafi kvartað í gær undan sárindum i hálsi og.augum eru allir mættir hér núna. Lyktin er . mun minni í dag en í gær en hún er þó ekki horfm,“ sagði Gunnar Ein- arsson, stöðvarstjóri Pósts og síma, í samtali við DV í morgun. -ÓTT Helgi vann Helgi Ólafsson vann Kosten frá Bretlandi í 9. umferð skákmótsins í Hastings. Skákin varð 67 leikir og fór tvívegis í bið. Helgi er með 4,5 vinn- inga og er í fjórða til fimmta sæti. Efstur er Bareev frá Sovétríkjunum með 6 vinninga. -JGH Áifundir 1 London: Framhald orkuviðræðna „Viðræöum um orkuverð lýkur ekki á þessu fundum og var ekki ætlað að gera það. Við munum ein- faldlega halda áfram þaðan sem frá var horfið," sagði Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, viö DV í morgun. Fundir viðræðunefndar Lands- virkjunar og fulltrúa Atlantsálfyrir- tækjanna um orkuverð til nýs álvers verða í London í dag og á morgun. Eftir fundina í desember kom fram að töluverð vinna væri eftir, ekki síst af hálfu álfyrirtækjanna. Vonast. menn þó til ,að ljúka þessum viðræð- um i mánuðinum. Fundir álviðræðu- nefndarinnar og Atlantsálfyrirtækj- anna um álsamningana almennt verða síðan í New York seinna í jan- úar. -hlh LOKI Flýja gaflarar Gasasvæöiö? Guðmundur G. Þórarinsson: Þrýst á um framboð í öllum kjördæmum hugmynd uppi um að Steingrímur fari fram 1 Reykjavík og Guðmundur G. í Reykjanesi „Það verður haldinn fundur í fulltruaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík 15. janúar. Þar verður ósk mín um að fá listabókstafma BB afgreidd. Verði hún felld fæ ég annan listabókstaf og þá er komin upp gerbreytt staöa,“ sagði Gúð- mundur G. Þórarinsson alþingis- maður í samtali við DV. Hann var spurður hvort það væri rétt að framboð á hans vegum í öllum kjördæmum, jafnvel flokksstofh- un, sé inni i myndinni fái hann •ekki bókstafma BB? „Þaö er rétt að á mig er þrýst með þetta. Eg hef hins vegar enga afstöðu tekið til þess máls. Ég bíð eftir afgreiðslu fulltrúaráðsins þann 15. janúar með allar frekari ákvarðanir,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að það yrði líka að bíða með að nefna nofn á listanum í Reykjavík fram yftr fuOtrúaráðs- fundinn því það væri allt önnur staða uppi ef hann fengi lisíabók- stafina BB. Þá hefur DV fyrir því öruggar heimildir að sú hugmynd hefur komið fram meðal framsóknar- manna, til að Ieysa þetta mál, aö Steingrímur Hermannsson, for- maður flokksins, fari í fyrsta sætið i Reykjavík en Guðmundur G. Þór- arinsson í fyrsta sæti í Reykjanesi. Samkvæmt sömu heimildum eru framsóknarmenn í Reykjanesi þessu ekki andvígir. Framsóknarmenn sem DV hefur rætt við óttast að ef Guðmundur fer fram með lista, semekkihefur bók- stafina BB, muni hvorki hann né Finnur Ingólfsson ná inn á þing. Þeir óttast jafnframt að svo geti farið að 2. maður á listanum í Reykjanesi nái ekki inn á þing. Það myndi þýða að á öllu þéttbýlis- svæðinu á suðvesturhorninu ætti Framsóknarflokkurinn aðeins einn þingmann, efsta mann á Reykjanesi. Talið er að bjóði Guðmundur fram sér lista í Reykjavík þurfi hann fast að fimm þúsund atkvæði til að ná kjöri. Það sama þarf Finn- ur og B-listinn að fá. Þetta eru um 10 þúsund atkvæði en Framsóknar- flokkurinn fékk ekki nema tæp sjö þúsund atkvæði f síðustu alþingis- kosningum. -S.dór Sj ómannasamningar: Samþykktir eða felldir á togurunum? Lögreglumennirnir Guðbrandur Sigurðsson og Ásmundur Kr. Ásmundsson klippa af óskoðuðum bíl i morgun. DV-mynd GVA Margir komu að númerslausum bíl Fjölmargir íbúar í vesturbænum i Reykjavík og víðar komu að númers- lausum bifreiðum sínum þegar hald- ið var til vinnu í morgun. Lögreglan í Reykjavík klippti skráningarnúmer af 51 bíl í gærkvöldi og nótt. Hér er um að ræða bíla sem átti að færa til aðalskoðunar í síðasta lagi 1. desember. Suma bílana átti reyndar að færa í skoðun í síðasta lagi árið 1989. Lögreglan vann verkið í samræmi við lista Bifreiðaskoðunar íslands. Þessum aðgerðum verður haldið áfram á næstu dögum. -ÓTT „Það eru aðrar leiðir til en fara í verkfall. Við munum því leita eftir nýjum samningum við útvegsmenn fyrir undirmenn á togurnum, segir Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands. Sjómannasamband ísland og Landssamband íslenskra útvegs- manna greinir nú á um hvort samn- ingar undirmanna á stóru togurnum sjö hafi verið samþykktir eða felidir. En ekki er ágreiningur um að samn- ingarnir hafi verið samþykktir á minni bátunum. Sjómannasambandsmenn telja að skoða eigi þessa samninga sem tvo aðskilda og því hafi þeir verið sam- þykktir með 360 atkvæðum gegn 234 á minni bátunum en felldir með 24 atkvæðum gegn 7 á togurunum. LÍÚ vill hins vegar túlka þetta sem einn samning sem samþykktur hafi verið með 367 atkvæðum gegn 258. -J.Mar Veðriöámorgun: Snjó- koma eðaél Á mörgun verður austan- og norðaustanátt, víða 5-7 vindstig. Snjókoma verður eða éljagangur víðast hvar á landinu. Frost verð- ur á bilinu 0-7 stig. /8M,V £ C 7ZI77 \ SMIÐJUKAFFI SÍHD0M FRtU HFtM OPNUM KL.18 VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR * A R A 111 ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ LÁGMÚLA 5 • REYKJAVÍK • S. 681644 f f 4 4 \4 4 4 4 Í4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.