Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991.
Fréttir
Óveðrið fyrir norðan:
Póstur og sími sakaður um
að standa ekki í stykkinu
Menn þurfa þvi að velta fyrir sér og taka ákvörðun um hvort það eigi að
meta öryggisjónarmiðin ofar peningasjónarmiðunum til að annað eins
ófremdarástand skapist ekki í rafmagnsmálum og gerðist á Norðurlandi i
siðustu viku. DV-mynd Magnús Ólafsson
Almannavamanefndir fyrir norð-
an munu funda stíft á næstunni með
verkfræðingum frá Pósti og síma,
Rafmagnsveitunum og sveitarstjórn-
armönnum til að reyna að fmna leið-
ir til að það ófremdarástand í raf-
magns- og símamálum, sem kom í
kjölfar mikils óveðurs í síöustu viku,
endurtaki sig ekki.
Þolum ekki annað áhlaup
„Við emm ekki uppiskroppa með
rafmagnsstaura þótt mikiö sé gengið
á birgðirnar hjá okkur. Við eigum á
lager lengri staura sem við getum
sagað niður og svo gætum við fengið
efni á Egilsstöðum, Höfn í Homa-
firði, Selfossi og eitthvað er til á Vest-
urlandi ef á þyrfti að halda.
En ef annaö eins áhlaup gerði á
næstunni einhvers staðar á landinu
og gerði nú fyrir norðan ættum við
ekki efni til að gera við nema um
helming þeirra skemmda sem urðu
þar,“ segir Ómar Óskarsson, verk-
stjóri í birgðastöð Rafmagnsveitna
ríkisins í Reykjavík.
„Fljótt á litið sýnast okkur það vera
eldri rafmagnslínurnar sem gáfu sig
eða línurnar sem voru lagðar á ára-
bihnu 1950 til 1965. Það er þó ekki
fullkannað þvi rafmagnslínan gaf sig
á mjög stóra svæði, eða allt frá Húsa-
vík vestur aö Blönduósi. Starfsmenn
rafmagnsveitnanna hafa verið að
velta þvi fyrir sér að leggja raflínurn-
ar í jörð en það er kostnaðarsamt.
Menn þurfa því að velta fyrir sér og
taka ákvörðun um hvort það eigi að
meta öryggisjónarmiðin ofar pen-
ingasjónarmiðunum. Það er hægt að
byggja línur sem þola svona áhlaup
en það er miklu kostnaðarsamara,"
segir Samúel Ásgeirsson, verkfræð-
ingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins.
Símavandamál vegna
Ijósleiðarabilunar
Á Norðurlandi hafa símamál verið
í talsverðum ólestri undanfarna
daga. Verst var ástandið í Húna-
vatnssýslum en þar var ekki hægt
að hringja neitt nema innan hvers
stöðvarsvæðis fyrir sig, og á tímabili
var mjög erfitt að ná símasambandi
frá Akureyri til Reykjavíkur.
„Það voru mörg númer sem duttu
á tímabili alveg út hér á Blönduósi
og úr þeim var hvorki hægt að
hringja innanbæjar né út fyrir bæ-
inn. Það skapaðist mjög alvarlegt
ástand hér í símamálum. Mörgu fólki
var nánast fyrirmunað að ná í hjálp
ef eitthvað hefði út af brugðið," segir
Þorleifur Arason, formaður Al-
mannavarna á Blönduósi.
Fréttaljós
Jóhanna Margrét
Einarsdóttir
og Gylfi Kristjánsson
Á Skagaströnd var ástandið ekki
betra og undrast menn mjög í þorp-
inu aö Póstur og simi skuli hafa látið
það viðgangast aö ljósleiðarinn, sem
lagður var yfir Þverárfjall, skuli ekki
hafa veriö grafinn alls staðar í jörð.
„Vinnuflokknum, sem lagði lín-
una, var neitað um að leggja burðar-
streng með ljósleiðaranum þar sem
hann var lagður yfir gll. Það vissu
það allir að þetta var einungis spurn-
ing um hvenær hann gæfi sig. Þrátt
fyrir það aðhafðist Póstur og sími
ekkert,“ sagði íbúi á Skagaströnd.
„Við gátum bjargað okkur með far-
síma og Almannavarnir voru með
aðstöðu um borð í togarnum Örvari.
Eftir að símasamband komst á aftur
virkaði það einungis í um klukku-
stund á sex tíma fresti eftir aö vara-
aflstöð hafði verið keyrð. Það var lít-
il stoð í því fyrir bæjarbúa,“ sagði
Magnús Jónsson, sveitarstjóri á
Skagaströnd.
„Þótt það verði rafmagnslaust hef-
ur það engin áhrif á símakerfið því
það er alls staðar keyrt á rafgeym-
um,“ segir Alexander Pálsson, um-
dæmistæknifræðingur Pósts og sima
á Norðurlandi. „Það sem gerðist var
aö ljósleiðarinn milli Sauðárkróks
og Blönduóss bilaði og það þýddi að
allar símstöövar í Húnavatnssýslum
urðu sambandslausar við aðra lands-
hluta og náðu heldur ekki sín á milli.
Þegar ljósleiðari, sem liggur frá
Akranesi til Akureyrar, rofnaði
duttu út 60% af öllum Íínum frá
Akureyri til Reykjavíkur. Þegar þaö
gerðist jókst álagiö í stöðinni á Akur-
eyri þegar fólk reyndi árangurslaust
að hringja út úr bænum," sagði Alex-
ander.
Ljósleiðarinn frá Akranesi til Ak-
ur'eyrar er alls staðar í jörðu nema
yfir eitt gil á Laxárdalsheiði milli
A-Húnavatnssýslu og Skagafjaröar.
Þar er ljósleiðarinn hengdur yfir gil
og gaf sig þar vegna ísingar.
- En er þaö ekki óforsvaranlegt,
þegar búið er að leggja slíkan ljós-
leiðara mörg hundrað km, að ganga
svona frá honum á einum stað að
þetta geti gerst?
„Þetta getur verið hættulegt vegna
ísingar og eflaust verður þetta lag-
fært með vorinu. Ef ljósleiðarinn
hefði verið kominn hringinn í kring-
um landið, eins og verður eftir eitt
til tvö ár, hefði þetta ekki komið að
sök því þá hefði verið hægt að snúa
leiðinni við til dæmis á milli Blöndu-
óss og Sauðárkróks og símtöl milli
þeirra staða hefðu- þá farið leiðina
suður fyrir land,“ sagði Alexander.
Ljósvakafjöl-
miðlar í vanda
Norðlendingar hafa einnig búið við
óöryggi í útvarpsmálum undanfarna
daga auk þess sem útsendingar sjón-
varpsstöðvanna hafa veriö mjög
„skrautlegar". Útsendingar Rásar 2
voru meira og minna rofnar, send-
ingar Bylgjunnar einnig og á Akur-
eyri féll einnig út sending Aöalstöðv-
arinnar. Þá hafði Stöö 2 ekki sést í
sjónvarpstækjunum í fjóra sólar-
hringa í gær, og hljóð féU út í Ríkis-
sjónvarpinu á laugardag og fram-
undir kvöldmat á sunnudag.
Það var ýmislegt sem olli þessu,
bilunin í ljósleiðaranum, ísing á end-
urvarpsspeglum og rafmagnsleysi.
Gerður var út leiðangur á Öxnadals-
heiði á laugardag til að berja klaka
af endurvarpsspeglum en menn urðu
frá að hverfa vegna fárviðris að sögn
Alexanders Pálssonar. Á sunnudag
tókst hins vegar að komast til þessa
verks.
Stöð 2 fór verst út úr þessu, en á
Vaðlaheiði eru endurvarpstæki
stöðvarinnar í gámi. Rafmagn rofn-
aði til þessa gáms en í gær var von-
ast til að þar yrði raf'magnið komið
á aftur fyrir kvöldið og útsending
stöðvarinnar myndi þá sjást í Eyja-
firði.
í dag mælir Dagfari
Harður slagur hefur verið háður
um vextina. Menn minnast fram-
göngu Guðmundar J. G'uömunds-
sonar þegar íslandsbanki hækkaði
vextina að Jakanum forspurðum.
Nú síðast tók Búnaðarbankinn sig
til og hækkaði hjá sér vextina um
áraniótin ' og fleiri lánastofnanir
fylgdu á eftir. Steingrímur forsæt-
isráðherra sagði við það tækifæri
að bankamenn hefðu ekki vit á
vöxtum og færu jafnvel ekki að lög-
um. Var helst að skilja á Steingrími
að setja ætti bankaráðsmenn af,
sem stefndu þjóðarsátt í hættu og
ögruðu öllu viti með ótímabærum
ákvörðunum um vaxtahækkanir.
Bankaráðsmenn og bankastjórar
hafa aftur á móti svarað fyrir sig
fullum hálsi og segja að forsætis-
ráðherra hafi ekkí vit á vaxtamál-
um og þannig ganga fullyrðingarn-
ar á víxl frá helstu ráðamönnum
þjóðarinnar sem saka hveijir aðra
um takmarkað vit á vöxtum,
bankapólitík og þjóðarsátt.
Það sérkennilega við þessa deilu
er það inntak hennar að í raun og
vera heldur forsætisráðherra því
fram aö bankamenn séu bönkun-
um verstir ef þeir hafa vit á vaxta-
málum og bankamálum. Þegar
Steingrímur heldur því fram að
Vextirnir og vitið
bankarnir hcdi ekki vit á vaxtamál-
um þá á hann við að þeir hafi of
mikið vit, svo mikið vit að þeir taki
vitlausa ákvörðun. Steingrímur
sjálfur hefur meira vit á vaxtamál-
um heldur en bankamennirnir af
því að hann er ekki sérfræðingur
í bankamálum og vaxtamálum.
Ef maður tekur mark á forsætis-
ráðherra, sem ætlast er til, er. það
aúðvitað grafalvarlegt mál ef þeir
sem bönkunum stjórna hafa of
mikið vit á bankamálum sem leiðir
til rangra ákvarðana. Það er aldeil-
is saga til næsta bæjar ef menn sitja
í bankaráðum og bankastjórastól-
um án þess að hafa vit á bankamál-
um vegna þess að þeir hafa of mik-
ið vit á bankamálum.
Framsóknarflokkur Steingríms
Hermannssonar hefur kosið menn
í ráðin og Framsóknarflokkurinn
réð því hver var skipaður banka-
stjóri í Landsbankanum á gamlárs-
dag. Nokkur deila hafði staðið um
þaö innan flokksins hvort skipa
skyldi Halldór Guðbjömsson eða
Geir Magnússon en það var fundið
þeim síðamefnda til foráttu að
hann væri að vísu góður banka-
maður en alls ekki nógu góður
framsóknarmaður. Þess vegna
varð Halldór fyrir valinu.
Þessa afstöðu þeirra framsóknar-
manna má vel skilja og samþykkja
ef taka ber mark á formanni flokks-
ins um það að bankamenn hafi
ekki vit á bankamálum. Þá verður
að fá sem flesta framsóknarmenn
inn í bankaráðin sem ekki hafa vit
á bankamálum til að framfylgja
þeirri stefnu Steingríms að
ákvarða vexti sem flokkurinn get-
ur sætt sig við. Af því að Halldór
er meiri framsóknarmaður en
bánkamaður má búast við góðum
tíðindum úr Landsbankanum því
að nýi bankastjórinn hefur tak-
markað vit á vaxtamálum, eins og
Steingrímur leggur áherslu á.
Óheppni Steingríms er sú að for-
maður í bankaráði Búnaðarbank-
ans er góður og gegn framsóknar-
maður, Guðni Ágústsson að nafni,
sem þangað hefur verið kosinn á
fólskum forsendum. Það var þessi
Guðni sem samþykkti vaxtahækk-
unina um áramótin, þvert ofan í
vilja Steingríms og þvert á þjóöar-
sátt.
Guðni Ágústsson hefur nefnilega
gert sig sekan um að setja sig inn
í bankamál með þeim hörmulegu
afleiðingum að hann telur sig hafa
vit á vaxtamálum og tekur þar af
leiðandi vitlausa ákvörðun. Hann
hækkar vextina þegar þeir eiga
ekki að hækka samkvæmt þjóöar-
sátt og Steingrími. Hann er meiri
bankamaður heldur en framsókn-
armaður og þennan mann verður
að fjarlægja úr bankaráðinu ef
Steingrímur fær að ráða. Það
versta sem fyrir bankana getur
komið er að þar sitji menn sem telja
sig hafa vit án þess að hafa það og
hækka vextina þegar Framsókn
segir að vextir eigi ekki aö hækka.
Steingrimur hefur haldið í þá meg-
mreglu að ýta mönnum með þekk-
mgu a bankamálum út í kuldann
en raða og kjósa þá hina sem ekki
nala vit. Það eru bestu mennirnir.
Himr eru verstir sem hafa vit.
Dagfari
i »l iTTTTm
—r