Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Qupperneq 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. 17 íþróttir íþróttir Sport- stúfar Nú um helgina fór fram 4. stiga- mót Billiardsambands íslands og Tryggingamiðstöðvarinnar. Eftir marga spennandi leiki mættust Eðvarð Mattníasson og Arnar Richardsson í úrslitum. Eðvarð haföi betur í úrslitaleiknum og sigraði, 4-0. í þriðja til íjórða sæti urðu Viðar Viðarsson og Jónas P. Erlingsson en keppendur voru 64. Staðan eftir fjögur stigamót er þannig: 1. Eðvarð Matthíasson...234,25 2. Brynjar Valdimarsson.229,55 3. Jónas P. Erlingsson..184,60 4. Arnar Richardsson....175,50 5. Fjölnir Þorgeirsson..106,92 Hasará pöllunum á Ítalíu '] Sigur Juventus gegn Napolí var merkilegur /7 • fyrir þær sakir að .."mJ þetta var 1000. sigur liðsins í 1. deildar keppninni á Italíu. Eftir leikinn í Tórínó brut- ust út slagsmál á milli áhangenda Napolí og Juventus og þurfti að flytja sex manns á sjúkrahús vegna meiðsla. Lögreglan skarst í leikinn og handtók ríflega 250 manns. Þaö voru einnig ólæti á áhorfendapöllunum á heimavelli Sampdoria. Það fór eithvað í skapið á stuðningsmönnum Sampdoria að lið þeirra beið lægri hlut fyrir erkifjendunum í Genúa og réðust þeir að áhang- endum Genúa með hnúfum og hnefum. Edberg efstur á heimsafrekalistanum Svíinn Stefan Edberg er efstur á heimsaf- rekalistanum í tennis gefinn var út ¥ sem getinn var ut í gær. Röð flmm efstu manna er þannig: 1. Stefan Edberg.......Svíþjóð 2. Boris Becker.....Þýskalandi 3. Ivan Lendl...Tékkóslóvakíu 4. Andre Agassi............ÚSA 5. Pete Sampras............USA Asta og Kjartan unnu á Lýsismótinu Lýsismótið í borðtennis vr haldið í þriðja sinn en það eru borð- tennisdeild KR og Lýsi h/f sem standa að mótinu. Úrslitin á mót- inu urðu þannig: Meistaraflokkur kvenna 1. Ásta Urbancic......Erninum 2. Aðalbjörg Björgvinsd. ...Víkingi 3. -4. Hrefna Halldórsdóttir, Vík- ingi og Ingibjörg Ámadóttir, Vík- ingi. Meistaraflokkur karla 1. Kjartan Briem.............KR 2. Hjálmtýr Hafsteinsson.....KR 3. -4. Tómas Guðjónsson, KR, Morten Christensen, Víkingi. • í 1. flokki karla sigraði Hrafn Árnason, KR. í l. flokki kvenna sigraði Eva Jósteinsdóttir, Vík- ingi, og í 2: flokki karla sigraði átta ára snáðinn Guömundur Stephensen úr Víkingi. Tveir leikir í körfunni í kvöld Eins og kunnugt er varð að fresta leik ÍR gegn Njarðvík sem fara átti fram á sunnu- ¥ dagskvöldið vegna þess að annar dómarinn mætti ekki til leiks. Nú hefur verið ákveðiö að leikurinn fari fram í kvöld klukkan 21 í Seljaskóla og þá er bara að vona að dómarinn láti sjá sig. Þá eigast við í Valsheimilinu Valur og Þór og hefst viðureignin klukkan 20. Leik Grindavíkur og Keflavíkur, sem fram átti að fara í kvöld, hefur verið frestað til flmmtu- dagskvölds en þá mætast einnig Haukar og Snæfell og KR og ÍR. • Norbert Rozsa frá Ungverjalandi fagnar gullverðlaununum og heims- meti sínu í 100 metra bringusundi i Perth í gær. Símamynd/Reuter Ungverjinn setti heimsmet - á HM í sundi í Ástralíu Norbert Rozsa frá Ungverjalandi setti nýtt heimsmet í 100 metra bringusundi í gær á heimsmeistara- mótinu sem fram fer þessa dagana í Perth í Ástralíu. Rozsa sagði við fréttamenn eftir sundið að hann hefði alls ekki átt von á því að synda á þessum tíma en í undanrásunum jafnaði Rozsa heims- metið sem Adrian Moorhouse frá Leeds á Englandi átti. Fyrra metið var 1:01,49 mínútur en í sundinu í gær gerði Rozsa enn betur og synti á 1:01,45 mínútum. „Mitt takmark fyrir keppnina í sundinu var að tryggja- mér sæti í úrslitum. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Moorhouse, hann er frábær sundmaður og hefur verið yfirburðamaöur í greininni um langt skeið ,“ sagði Rozsa við fréttamenn. Adrian Moorhouse var í öðru sæti í sundi í gær á 1:01,58 mín. og Gianni Minervini frá Ítalíu varð í þriðja sæti á 1:01,74 mín. Fyrir heimsmeist- arakeppnina var Rozsa ekki í hópi tíu sterkustu bringusundsmanna í 100 metrunum þannig að hann hefur heldur betur slegið í gegn. Árangur í mörgum greinum hefur verið góður til þessa á heimsmeist- aramótinu og hann kemur að öllum líkindum til með batna enn frekar þegar úrslitasundin fara fram síðar í vikunni. Kínverjar hafa komið geysilega á óvart en mikill uppgangur hefur átt sér stað í landinu á síðustu árum. Kínverjar hafa stuðst við þjálfara frá Austur-Þýskalandi með þessum góða árangri. í gær vann kínverska stúlk- an Li Nin glæsilegan sigur í 400 metra fjórsundi. íslenskir sundmenn eru ekki meðal þátttakenda í Ástralíu, enda náði enginn tilskildum lágmörkum sem krafist var fyrir keppnina. Ef tíl þess hefði komið má telja hæpið að sund- maöur héðan hefði farið því íjár- hagur sundsambandsins er mjög bágur í augnablikinu. -JKS Einar Gunnar Slgurðsson. Einarvalinn á Selfossi Sveinn Sigurðeson, DV, Seffossi: Einar Gunnar Sigurðsson hand- knattleiksmaður var fyrir skömmu útnefndur íþróttamaður Selfoss 1990. Einar hlaut 68 stig í kjörinu. í öðru sæti varð Þórdís Gísladóttir frjálsíþróttakona, hlaut 56 stig, og í þriðja sæti Kristgerður Garðars- dóttir sundkona með 44 stig. körfuboltans Ivan Joias, Tindastóli Rondey Robinson, Njarðvík I 365 1 Jón Arnar Ingvarsson, Haukum Magnús Matthíassorí, Val C edric Evans, Þór Mikil óeining innan Handknattleikssambandsins og sumir vilja afsögn Jóns Hjaltalíns: Gjaldþrot blasir við - Skuldir HSÍ um 30 miUjómr. „Vonandi hægt að bjarga þessu,“ segir gjaldkeri HSÍ Fjárhagsstaða Handknattleikssambands íslands er mjög slæm þessa dagana og hefur, að sögn heimildarmanna DV, aldrei verið verri. Mikil átök eru framund- an á næsta Sambandsstjórnarfundi HSÍ og eru margir stjórnarmenn sambands- ins á þeirri skoðun að Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, eigi að segja af sér nú þegar. HSÍ skuldar nálægt 30 milljónum króna í dag. Sambandið mun gangast fyrir happdrætti í febrúar og einn stjórnarmanna HSÍ sagði í samtali við DV að ef það gengi ekki vonum framar væri gjaldþrot HSÍ óumflýjanlegt. Helga Magnúsdóttir, gjald- keri sambandsins, segist trúa því að hægt væri að bjarga Handknattleikssambandinu frá gjaldþroti. Verið væri að vinna í því að laga stöðuna. „Ég hef heyrt svo oft að HSÍ sé að verða gjaldþrota. Ég hef trú á að hægt sé að bjarga þessum málum. Ég hef ekki áreiðanlegar tölur um skuldir sambandsins. Sambandið skuldaði 30 milljónir króna sl. vor og ég veit ekki hvort þessi skuld hefur hlaðið utan á sig síðan.“ - Nú er ljóst að HSÍ hefur ekki þén Ferð landsliðsins í handbolta til Spánar var 1 hættu: HSÍ fékk farmiðana einni klukkustund eftir lokun Mjög litlu munaði að íslenska lands- liðið í handknattléik, sem flaug til Spánar í gær, kæmist ekki á alþjóðlega mótið sem þar fer fram vegna samn- ingsbrots gagnvart Flugleiðum. I gangi er samningur á milli HSÍ og Flugleiöa. Þegar forráðamenn Hand- knattleikssambandsins ætluðu að ná í farmiðana síðdegis á fóstudaginn fengu þeir þau svör að HSI hefði ekki staðið við sinn hluta samningsins. Lengi vel leit út fyrir að Flugleiðir létu farmiðana ekki af hendi og þegar söluskrifstofa Flugleiða lokaði klukk- an flmm á föstudag hafði HSÍ enga farmiða fengið. Voru menn orðnir vægast sagt uggandi um hag landsliðs- ins. Það var svo um klukkan sex á föstudag, klukkustund eftir að sölu- skrifstofa Flugleiða lokaði, að HSÍ fékk farmiðana. Þarna slapp HSÍ fyrir horn en greinilegt er að sambandið á víða í erfiðleikum og ef landsliðið hefði þurft að sitja heima hefði það getað haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. -SK United komst í 4. umferðina Bikarmeistarar Manchester United tryggðu sér i gærkvöldi sæti í 4. um- ferð ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu með því að sigra QPR, 2-1, á Old Trafford. Manchester United mæt- ir 3. deildar liðinu Bolton á heimavelli i 4. umferö. Mark Hughes kom United yíir á 18. mfnútu, en á 40. minútu nýtti Danny Maddix sér slæmt úthlaup hjá Les Sea- ley, markverði United, og skallaði bolt- ann yíir hann í markið, 1-1. Það var siðan Brian McClair sem skoraði sig- urmarkið, 17 mínútum fyrir leikslok. • Áhugamannaliðið Woking, sem dróst gegn Everton í 4. umferð, hefur sótt um að fá aö flytja leikínn yfir á heimavöll Everton, Goodison Park. Völlur Wokmg, sem sló WBA út í 3. umferð bikarkeppninnar, er alltof lítill til að hýsa stórleik á borð við þennan. -VS að mikla peninga frá sl. vori. Þá voru skammtímaskuldir sam- bandsins tæpar 24 milljónir. Er ekki líklegt að staðan hafi versnað til muna frá sl. vori? „Við höfum unnið í því að breyta þessum skammtímaskuldum í langtímalán og það hefur tekist með lántöku til langs tíma í Lands- bankanum.“ - En ástandið í fjármálum HSÍ hefur aldrei verið eins svart og í dag? „Ég hef verið gjaldkeri HSÍ síð- asta hálfa árið og veit það hreinlega ekki hvort ástandið hafi verið svartara áður.“ Búið að eyða tekjum langtfram ítímann - Nú er í -gildi samningur á milli HSÍ annars vegar og Landsbank- ans hins vegar. Þar er gert ráð fyr- ir árlegum greiðslum til HSÍ og nema þær milljónum. Er það rétt að búið sé að eyða þessum pening- um mörg ár fram í tímann? „Það er rétt að þessi samningur er í gildi. Ég get hins vegar ekki svarað því hvort búið sé að eyða þessum peningum. Það er hins veg- ar búið að eyrnamerkja þá. Aðal- málið er hins vegar sú staðreynd að .við verðum að vinna okkur út úr þessum vandræðum. Ég á von á því að hafa tíma fljótlega til að gera þetta dæmi upp og sjá hvernig stað- an er. Þetta er mikil vinna og tíma- frek og gjaldkerastarfið hjá HSÍ er ekki árennilegasta starf sem ég hef tekið að mér um dagana,“ sagði Helga Magnúsdóttir. - Stjórnarmaður HSÍ sagði í sam- tali við DV að ef hægt ætti að vera að rétta HSÍ við þá yrði Jón Hjaltal- ín Magnússon að hætta sem for- maður. Við hér á DV höfum einnig heimildir fyrir því að þetta sé al- mennur vilji innan sambands- stjórnar HSI. Hvert er þitt álit á þessu? „Hefur það ekki alltaf verið þann- ig. Og hefur ekki alltaf verið talað um það að Jón þurfi að hætta núna og hætta núna. Hann hefur hins vegar eytt mjög miklum tíma í vinnu fyrir HSÍ,“ sagði Helga Magnúsdóttir. „Jón Hjaltalín þarf að hugsa sinn gang“ - Samkvæmt heimildum DV hefur Jón Hjaltalín, formaður HSÍ, verið valtur í sessi um nokkurt skeið. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Um þverbak keyrði þó á dögunum er hann fór fyrirvaralítið til Nígeríu í rúmlega vikuferð á meðan 14 landsleikir voru á dagskrá hér á landi. Urðu margir stjórnarmenn HSÍ. æfir yfir þessari ferð for- mannsins. Stjórnarmaður í HSÍ sagði í samtali við DV í gærkvöldi: „Það hafa margir lýst yfir þeirri skoðun að Jón þurfi að hætta og það er mín skoðun að hann þurfi að skoða sinn gang. Það er ljóst að það verða mikil átök á næsta Sam- bandsstjórnarfundi hjá HSÍ. Ég veit ekki hvenær hann verður. Fundurinn átti að vera síðasta laugardag en eins og kunnugt er stökk formaðurinn til Afríku sem var alveg út í hött. Það fóru fram 14 landsleikir hér á landi á milli jóla og nýárs og þá stökk formaður- inn til Afríku. Þetta er engin fram- koma og það eru mjög margir reið- ir út af þessu.“ „Það er biti sem erfitt er að ráða við“ Og stjórnarmaðurinn sagði enn- fremur: „Varðandi peningamálin þá er ljóst að skuldirnar eru gífur- legar, líklega um 30 milljónir. Það er biti sem erfltt er aö ráða við. HSÍ sem slíkt yrði auðvitað aldrei gjaldþrota eins og venjulegt fyrir- tæki. Svona samband yrði aldrei látið fara yfir um hvernig sem því yrði svo annars bjargað. En auðvit- að er það ekkert annað en gjaldþrot ef slíkt gerist. Auðvitað heldur maður í vonina um happdrættið en ég hef ekki mikla trú á svona happ- drættum í dag,“ sagði stjórnarmað- urinn. „Það er þá búið að loka einusinnienn þar“ þegar DV tilkynnti honum um við- skipti HSÍ og Flugleiða sl. föstudag (sjá frétt annars staðar á síðunni) og sagði honum að litlu hefði mátt muna að landsliðið kæmist ekki til Spánar sagði hann: „Það er þá búið að loka einu sinni enn þar.“ -SK Framstúlkurnar hita upp í Danmörku - fyrir Evrópuleikinn gegn Byásen í Noregi á sunnudaginn íslandsmeistarar Fram í hand- knattleik kvenna leika fyrri leik sinn í 2. umferð Evrópukeppninnar í handknattleik gegn norsku meistur- unum í Byásen næstkomandi sunnu- dag og fer leikurinn-fram í Þránd- heimi. Eins og kunnugt er þá sló Fram út sænsku meistarana í Polisen í 1. umferð keppninnar. Framstúlkurnar halda utan á morgun og þá til Danmerkur og þar keppir liðið tvó leiki gegn dönskum 1. deildar liðum, á miðvikudag og fimmtudag og síðan heldur liðið til Noregs á föstudaginn. „Þetta leggst,ágætlega í okkur. Þetta norska lið er mjög sterkt, liðið hefur á að skipa sex norskum lands- liðskonum og auk þess leikur með því sænska landsliðskonan Mia Her- mannsson, sem er lykilmaðurinn í leik liösins, en hún hefur verið kosin besti leikmaðurinn á B-heimsmeist- arakeppninni," sagði Guðríður Guð- jónsdóttir, stórskyttan síunga í sam- tali við DV. Byasen í efsta sæti Lið Byásen er í efsta sæti í nqrsku 1. deildinni og hefur liðið haft mikla yfirburði og unnið flesta leiki sína stórt. „Heimir Karlsson þjálfari hefur undir höndum myndband af leik liðs- ins og við munum setjast niður í góðu tómi í Danmörku og grandskoða leik þess. Annars er mikil tilhlökkun í okkur stelpunum að fara þessa ferð og gera eithvað annað en að leika hér heima. Við höfum lagt ótrúlega hart að okkur til að geta tekið þátt í keppn- inni. Við höfum nánast verið að hvern einasta dag frá því í haust í fjáröflunum, selt salernispappír, rækjur, rúgbrauð, Fram-bókina, myndbandahulstur, svo eitthvað sé nefnt og vinnan sem við höfum lagt á okkur til að geta fjármagnað þessa ferð skilar vonandi góðum árangri gegn þeim norsku,“ sagði Guðríður. -GH • Petra Kronberger frá Austurríki braut í gær blað í sögu heimsbikarkeppninnar á skíðum þegar hún vann sigur i tvíkeppni í Bad Kleinkirchheim í heimalandi sínu. Hún er fyrsta konan sem nær því að vinna sigra í öllum fimm greinum heimsbikarsins á sama keppnistímabilinu. Petra var fyrr í vetur búin að vinna sigra í bruni, svigi, stórsvigi og risastórsvigi og hún er með yfirburðaforystu í heildarstigakeppninni. Þar er hún með 180 stig, 102 stigum meira en sú sem er í öðru sæti. Símamynd/Reuter Pólverji til Víðis? - Víðismenn með nokkra pólska leikmenn i sigtinu Æglr Már Karason, DV, Suðumesjum: Víðismenn, sigurvegararnir í 2. deildar keppninni í knattspyrnu síð- asta sumar, hafa mikinn hug á að styrkja sig fyrir 1. deildar keppnina með því að fá til sín erlendan leik- mann. Þeir eru nú að leita fyrir sér í Póllandi og ekki er ólíklegt að þeir fái til sín leikmann þaðan. „Það er verið að skoða þetta fyrir okkur í Póllandi og nokkrir leikmenn eru í sigtinu. Við þurfum sóknar- mann og hann verður að vera mjög sterkur til að dæmið gangi upp,“ sagði Sigurður Gústafsson, formaður knattspyrnudeildar Víðis, i samtali við DV í gærkvöldi. • Þorsteinn Ólafsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, hefur verið ráðinn markvarðaþjálfari hjá Víði. Þorsteinn hefur mikla reynslu sem þjálfari og stjórnaði 2. deildar liði Keflvíkinga síðasta sumar. Þess má geta að Gísli Heiðarsson, markvörð- ur Víðis, er á leið í uppskurð en hann ætti að vera orðinn heill í tæka tíð fyrir keppnistímabilið. Sport- stúfar Gunnar Guimaisson, DV, Sviþjóö: Sænska handknattleiksliðið Drott tefldi á sunnudag fram nýj- um leikmanni gegn Ystad í sænsku úrvalsdeildinni. Það er rúmenski landsliðsmaðurinn Christian Zaharia en hann lék áður með Dynamo Bukarest í Rúmeníu. Zaharia þessi hefur leikið 80 landsleiki fyrir Rúmeniu og þykir vera arftaki hins fræga leikmanns Stinga. Zaharia var markahæsti leikraaður rúm- enska landsliðsins á Super Cup fyrir skömmu, skoraði 23 raörk og þegar hann lék með Dynamo Bukarest skoraði hann að meðal- tali 13 mörk i leik. Hann þykir vera geysi.lega skotfastur og til marks um það þá hefur hann kastað handbolta 72 metra eða aðeins 1 metra styttra en landi hans Stinga, sem á óopinbert heimsmet í greininni. Skot- fastasti Sviínn er Ola Lindgren sem hefur þeytt knetti 60 metra. Víðirvann Njarðvíkurmótið Ægir Már Káiason, DV, Suöumesjum: £ Viðismenn báru sigur úr býtum i hinu árlega Njarðvikurmóti i inn- anhússknattspymu sem lauk í íþróttahúsinu í Njarð- vík á sunnudaginn. Víðir sigraði Reyni, 3-2, í úrslitaleik. Keflvík- ingar hrepptu þriðja sætið eftir 3-2 sigur á Grindvíkingum. Oilers og Saints failin úr keppni Houston Oiiers óg New Orleans Saints féUu á sunnudagskvöldið útúr úrslitakeppnipni í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni. Cin- cinnati Bengals’vann stórsigur á OUers, 41-14, og Chicago Bears sigraði Saints, 16-6. Bengals mæt- ir Los Angeles Raiders í undanúr- sUtum AFC-riðilsins en Chicago Bears við New York Giants í und- anúrslitum NFC-riöUsins. Matthaus sá besti i heiminum Lothar Matthaus, fyrirliði vest- ur-þýsku heimsmeistaranna í knattspyrnu, var í gær útnefndur knattspyrnumaður ársins í heim- inum 1990. Fyrir skömmu var hann einnig valinn leikmaður ár sins í Evrópu. ítalinn Salvatore SciUllaci var kjörinn besti leik- maður heimsmeistarakeppninn- ar, Hugo Sanchez, Mexíkaninn Ujá Real Madrid, og Hristo Stoichkov, Búlgarinn sem nú er kominn til Barcelona, fengu báðir gullskóínn, sem markahæstu leikmenn í Evrópu, og Gary Line- ker, fyrirliði enska landsliðsins, fékk prúðmennskuverðlaunin. Alfreðog Guðmundur verðameð Alfreð Gíslason leikur með heimsliðinu í handknattleik gegn Svíum í Stokkhólmi í kvöld og gegn Norðuriandaúrvaii í Ósló annað kvöld. Guðmundur Guð- mundsson veröur í Norðurlanda- úrvalinu. Báöir tóku í gær ákvörðun um að ’taka þátt í leikj- unum, og Aifreð hélt til Stokk- hólms í gær. „Ég ákvað að slá til, maður fær ekki svona tækifæri nema einu sinni. Það verður sérstaklega gaman að mæta Aiireð í Ósló,“ sagöi Guðmundur í spjalli við DV í gærkvöldi. Hann fer til Noregs ídag. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.