Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Síða 6
6 FÖSTUDAGyp 1?. ýANÚAR 1991. Viðskipti Félag íslenskra stórkaupmanna: Tveir bjóða sig f ram til formanns Tveir eru í framboði, Birgir Rafn Jónsson og Magnús R. Jónsson, til formanns Félags íslenskra stór- kaupmanna en nýr formaður verð- ur kosinn á aðalfundi félagsins, þriðjudaginn 29. janúar næstkom- andi. Fráfarandi formaður er Har- aldur Haraldsson, framkvæmda- stjóri Andra. Lög félagsins gera ráð fyrir að félagsmenn geti aðeins gegnt for- mennsku í fjögur ár. Kosið er til tveggja ára. Haraldur var kjörinn 1987 og á því fjögur formannsár að baki. Um tíma leit út fyrir að ekki kæmi fram nýtt formannsefni hjá félaginu. Sú hugmynd kom þá fram að breyta lögunum og fara fram á það við Harald að hann gæfi kost á sér áfram. Hugmyndin var kynnt í bréfi til félagsmanna og jafnframt leitað eftir áliti þeirra. Niðurstaða þess var sú að félags- menn vildu ekki brjóta yfir 40 ára gamla hefð og reglu félagsins um Haraldur Haraldsson. að formannstíð hvers mætti ekki vera lengri en fjögur ár. Þeir Birgir og Magnús eru báðir þekktir innan heildsalastéttarinn- ar. Birgir Rafn er framkvæmda- stjóri og eigandi Magnúsar Kjar- ans. Það fyrirtæki flytur inn skrif- stofubúnað og byggingarefni. Magnús er eigandi og fram- kvæmdastjóri Garra. Það fyrirtæki flytur meðal annars inn frysta matvöru. -JGH Verslunarráð kvartar við Davíð: Hærri skattar hjá Davíð en vinstri meirihlutanum Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, hefur fyrir hönd ráðsins sent Davið Odds- syni borgarstjóra kvörtunarbréf yfir skattlagningu sjálfstæðismanna á fyrirtæki í borginni. Segir Vilhjálm- ur í bréfinu að núverandi meirihluti sjálfstæðismanna leggi á hærri skatta en vinstri meirihlutinn árið 1979. í bréfinu segir orðrétt:„Verslunar- ráði íslands hefur að undanfórnu borist kvartanir frá fyrirtækjum vegna hárra fasteignagjalda á at- vinnuhúsnæði. Fasteignagjöld eru nú 1,25 prósent og hækkuðu í þ’að hlutfall úr 0,842 prósent á tíma vinstri meirihlutans í borgarstjórn á árinu 1979. Margir þeir sem stunda atvinnu- Nýja verðbréfafyrirtækið, serri Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flug- leiða, og dóttir hans, Edda Helgason, hafa stofnað ásamt nokkrum þekktum fyrirtækjum og einstaklingum hefur hlotið nafnið Handsal. Hér er greint frá stofnun þess á blaðamannafundi i vikunni. Frá vinstri: Stefán Jóhannsson, Vilhjálmur Egilsson, varaformaður stjórnar, Edda Helgason og Pálmi Sigm- arsson. Þau Edda, Stefán og Pálmi skipa framkvæmdastjórn félagsins. DV-mynd Brynjar Gauti . íslenskur markaður: Um 12 milljóna hagnaður Islenskur markaður hf., sem er með aðaistarfsemi sína í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- velli, var rekinn með tæplega 12 milljóna króna hpgnaöi á síðasta ári. Þetta var mikill bati frá árinu áður þegar fyrirtækið var rekið meö um 23 milljóna króna tapi. Salan á síðasta ári nam um 235 milljónum króna og jókst um 30 prósent á milli ára. Aukning varð í sölu allra helstu vöruflokka, þó sérstaklega í sölu ullarvara. Aukn- ing varð í sölu ullarvara í fyrsta sinn frá árinu 1983. Aðalstarfsemi íslensks markaðar er á Keflavíkurflugvelh. Fyrirtæk- ið rekur einnig Álafossbúðina í Reykjavík. Eiginíjárhlutfall íslensks mark- aðar er með því hæsta sem þekkist í íslenskum fyrirtækjum, eða yfir 90 prósent. Þaö þýðir að fyrirtækið er svo til skuldlaust. -JGH rekstur í Reykjavík hafa búist við því aö fasteignagjöld myndu lækka ekki síst vegna þess að núverandi meiri- hluti í borgarstjórn lofaöi því á sín- um tima að allar skattahækkanir vinstri meirihlutans þá yrðu teknar til baka. Hin háu fasteignagjöld eru ekki síst bagaleg nú á þriðja ári niðursveiflu í atvinnulífinu. Mikið af atvinnuhús- Þór Þorláksson, 32 ára viöskipta- fræðingur, hefur verið ráðinn for- stöðumaður Útlánastýringar Lands- bankans. Þetta er ný-deild innan bankans. Þór stundaði framhalds- nám við háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Hann hóf störf við hag- deild bankans 1985 Verkefni Útlánastýringar felast meðal annars í samningu nýrra út- lánareglna fyrir bankann og að hafa eftirlit með útlánum hans til fyrir- tækja. Nýr sölustjóri hjá ACO hf. Þá hefur Magnús Norðdahl stærð- fræðingur verið ráðinn sölustjóri tölvudeildar ACO hf. Ivlagnús hefur lokiö BS námi í Bandaríkjunum í tölvunar- og stærðfræði, ásamt mast- ersgráðu í rafmagnsverkfræði, með næði stendur ónotað og húsaleiga á atvinnuhúsnæöi hefur almennt lækkað. Því hefur afrakstur af at- vinnuhúsnæði minnkað verulega. Verslunarráð íslands óskar eftir því aö við gerð fjárhagsáætlunar verði reynt að lækka fasteignagjöldin á atvinnuhúsnæði eftir því sem kost- urer.“ -JGH Þór Þorláksson, Magnús utlánastjori Norðdahl, nýr Landsbankans. sölustjóri ACO hf. sérgrein í íjarskiptakerfum, frá Uni- versity of Cahfomia Irvine. Að loknu námi starfaði hann um þriggja ára skeið hjá bandaríska hugbúnaöar- fyrirtækinu við kerfissetningu og síðar aö sölu- og markaðsmálum. -JGH Fógeti selur Hallargarðinn Omar Strange, fyrrum mat- reiðslumeistari Hallargarðsins, veitingastað Veitingahallarinnar hf. í Húsi verslunarinnar, og Örn Ólafsson, fyrrum yfirþjónn staðar- ins, hafa keypt Hallgarðinn af skiptaráðandanum í Reykjavík. Veitingahöllin hf„ sem var í eigu sömu eigenda og Múlakafíi, varð gjaldþrota í lok síðasta árs. Fyrir- tækið rak tvo veitingastaði á neðstu hæð í Húsi verslunarinnar, hefðbundinn matsölustað, Veit- ingahöllina, og fínni veitingastað, Hallargarðinn. Undir rekstur Hallargarðsins heyrir einnig veitingasalur á 14. hæð í Húsi verslunarinnar en hann verður með sama sniði og áður. íslandsbanki keypti salarkynni Veitingahallarinnar á neðstu hæð hússins undir mötuneyti fyrir starfsfólk. -JGH Þór ráðinn útlána- stjóri Landsbankans Síðasta ár var SÍF gjöfult: fyrir 12 milljarða Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda, SÍF, flutti út saltfisk fyrir um 12 milljarða króna á síðasta ári, sem var að magni um 49 þúsund tonn. Það er um 13 prósent minna magn en árið 1989. Saltfiskur hækkaði í verði á síðasta ári og nam verðmætisaukning á hvert tonn af saltfiski um 31 pró- sent. Helstu viðskiptalönd SíF eru Portúgal og Spánn. Mikil aukning varð á saltfisksölu til Spánar á síð- asta ári. SÍF keypti franska fyrirtækið Nord Morue á síðastliðnu ári en það er sölu- og framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í saltfiskréttum fyrir franskan neytendamarkaö. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3-3,5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Lb.Sp 6 mán. uppsögn 4-4,5 Sp 12mán. uppsögn 5 Lb.ib 18mán. uppsogn 10 lb Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb.Lb.Sp Sértékkareikningar 3-3.5 Lb Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6 mán. uppsogn 2,5-3,0 Allir nema Ib Innlán með sérkjörum 3-3,25 ib Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,25 Bb Sterlingspund 12 12,6 Sp Vestur-þýsk mörk 7,75 8 Bb.Sp Danskarkrónur 8,5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Lltlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 13,75 ' Aliir Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almönnskuldabréf 13,5-14,25 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr ) 17.5 Allir Utlan verðtryggð Skuldabréf 7,75-8.75 Lb Utlán til framleiðslu Isl.krónur 13,25-14 Lb SDR 10,5-11,0 Lb Bandaríkjadalir 9,5-10 Lb Sterlingspund 15,5-15,7 Allir nema Sp Vestur-þýskmork 10,75-11,1 4,0 Lb.ib Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. jan. 91 13,5 Verðtr. jan. 91 8,2 VÍSITÖLUR . Lánskjaravisitalajan. 2969 stig Lánskjaravisitalades. 2952 stig Byggingavisitala jan. 565 stig Byggingavisitala jan. 176,5 stig Framfærsluvisitala jan. 149,5 stig Húsaleiguvisitala 3% hækkun 1 . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veróbréfasjóða Einingabréf 1 5,292 Einingabréf 2 2,865 Einingabréf 3 3,479 Skammtimabréf 1,777 Kjarabréf 5,199 Markbréf 2,761 Tekjubréf 2,022 Skyndibréf 1,543 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,540 Sjóðsbréf 2 1,802 Sjóðsbréf 3 1,765 Sjóósbréf 4 1,519 Sjóðsbréf 5 1,065 Vaxtarbréf 1,7897 Valbréf 1,6776 Islandsbréf 1,099 Fjórðungsbréf 1,052 Þingbréf 1,098 Öndvegisbréf 1,088 -. Sýslubréf 1,106 Reiðubréf - 1,079 HLUTABRÉF Söliu-og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6.88 Eimskip 5,57 5,85 Flugleiðir 2.43 2,55 Hampiðjan 1.72 1,80 Hlutabréfasjóðurinn 1.76 1,84 Eignfél. Iðnaðarb. 1,89 1,98 Eignfél. Alþýðub. 1,38 1,45 Skagstrendingur hf. 4.00 4,20 Islandsbanki hf. 1,38 1,45 Eignfél. Verslb. 1,36 1.43 Olíufélagið hf. 6,00 6,30 Grandi hf. 2,20 2,30 Tollvörugeymslan hf. ’ 1,07 1.12 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 Útgerðarfélag Ak. <3,50 3,68 Olis 2,12 2,25 Hlutabréfasjóður VlB 0,95 1,00 Almenni hlutabréfasj. 1,01 1,05 Auðlindarbréf 0,96 1.01 Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.