Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991. Údönd_____________________________________________dv Eldflaugaárás íraka á Tel Aviv og Haifa 1 nótt: ísraelsmenn óttast fleiri árásir íraka - stjóm landsins ákvað að svara ekki umsvifalaust fyrir árásina Tólf menn slösuðust í Tel Aviv í eldflaugaárás íraka. Tjón varð ekki veru- legf en ísraelar óttast að Saddam Hussein geri alvöru úr hótunum um fleiri árásir. Símamynd Reuter Arabar æf ir írakar náðu loks að svara fyrir sig í Persaílóastríðinu með því að skjóta átta Scud-eldflaugum á Tel Aviv í ísrael snemma í nótt. Enginn lét lífið en tólf voru tluttir á sjúkrahús. Mik- ill ótti greip um sig í ísrael þegar fréttirnar af árásinni bárust. írakar höfðu hótað slíkri árás og flestir áttu von á að hún kæmi þegar í gær en af því varð ekki. Því létti ísraelum í gær þegar ekkert hafði gerst og bandamenn virtust hafa náð góðum árangri í að eyða árásarvopn- um íraka á jörðu niðri. Talið er að Scud-eldflaugunum, sem eru upphaflega komnar frá Sov- étríkjunum, hafi verið skotiö frá fær- anlegum pöllum í Vestur-írak. Bandaríkjamenn hófu þegar kröftug- ar loftárásir á skotstaðinn og er ekki búist við fleiri árásum þaðan í bráð. Hins vegar er ekki útilokaö að írakar eigi fleiri færanlega skotpalla og Scud-eldflaugar. Þessi tíðindi kunna að hafa alvar- leg áhrif á framvindu stríðsins því að eitt af markmiðum bandamanna var aö halda ísrael utan við það af ótta við aö arabar kynnu að svíkjast undan merkjum í baráttunni við ír- aka ef ísraelsmenn tækju þátt í bar- dögum. Formlega ríkir enn stríðs- ástand milh nokkurra arabaríkja og ísraels. Scud-eldflaugarnar eru smiðaðar i Sovétríkjunum. Þær eru skæðasta árásarvopn íraka. Símamynd Reuter Enn hafa ísraelsmenn haldið að sér höndum en ekki útilokað þann möguleika að gera hefndarárásir á írak. Leiðtogar arabaríkja sögðu fyr- ir gagnsóknina í gær að ekki yrði af aögerðum af þeirra hálfu gegn ísrael ef þeir einskorðuðu sig við skotmörk í írak. Bush Bandaríkjaforseti brást hart við fréttunum af árásinni á ísrael en sagði samt að ekkert gæti svipt ísra- elsmenn réttinum til að verjast ef á þá væri ráðist. Margir telja að átökin við Persaflóa hafi færst á nýtt og hættulegt stig með árásinni á Israel. Enn ræðst það þó af viðbrögðunum hvaö úr verður. Saddam Hussein íraksforseti sagði að árásin væri aðeins upphafið að öðru og meira. Fulltrúi hans sagði í viðtali við belgiska útvarpið að írak- ar hefði náð mikilvægum áfanga í að vinna sigur á tjölþjóðahernum í Saudi-Arabíu. Hann sagði að menn yrðu að gera greinarmun á leiftur- árásum Bandaríkjamanna á írak og langtímaáætlunum íraka. Árangur Bandaríkjamanna hefði engin áhrif til lengri tíma þótt þeir gætu hælt sér af miklum skrautsýningum. Stjórn ísraels settist á fund nú í morgun til að ræða ástandiö. Það eykur mönnum vonir um að stríðið breiðist ekki út að ísraelsmenn gerðu ekki í skyndi árás á írak. Bandaríkja- menn vöruðu við því enda gæti það valdið vandamálum i herstjórninni að verða fyrirvaralaust að taka ferö- ir ísraelskra flugvéla inn í áætlanir sína. Reuter Mikil andúð ríkir nú í arabalönd- um í garð Bandaríkjamanna vegna árásarinnar á íraka. Andúðarinnar hefur sérstaklega orðið vart í Jórd- aníu þar sem Vesturlandabúar eru varaðir við að yfirgefa hótel sín og vera á ferli utandyra. Rökin um að innrásin í Kúvæt brjóti gegn þjóð- arréttinum fá engan hljómgrunn lengur. Nú er þaö sjálfsvirðing araba sem gildir. Það liöu reyndar flórtán klukku- stundir áður en jórdönsk yfirvöld brugðust við árásinni á írak. Því var þá lýst yflr að vissulega hefði verið um grimmilega árás gegn þá afstöðu sína aö hernaðarupp- byggingin við Persaflóa hafi komið í veg fyrir að lausn næðist í deil- unni. Greinilegt þykir að yílrvöld vilja ekki hella olíu á eldinn með þvi aö gagnrýna Bandaríkin. Talið er að slikt gæti komið af stað gífurlegri mótmælaöldu gegn Bandaríkjun- um. Jórdanar ákváðu að opna landa- mærin við írak í einn sólarhring til þess að taka á móti flóttamönn- um. Landamærunum var lokað í síðustu viku fyrir öllum nema Jórdönum og útlendingum með arabaríki að ræða en þess var gætt að nefna ekki sérstaklega Banda- ríkín. Jórdanska stjómin ítrekar samt peninga eða bréf upp á vasann um að stjórnir þeirra greiddu heimferð þeirra. TT og NTB Gaddafi varar við þriðju heimsstyrjöldinni Muammar Gaddafi, ieiðtogi Líbýu, hvatti í gær til þess að bundinn yrði strax endi á stríðið við Persaflóa. Sagði hann það eitra samskiptin milli araba og Bandaríkjamanna og jafn- vel geta leitt til þfiðju heimsstyrjald- arinnar. í bréfi til framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, hafði Gaddafi sagt að árásir bandamanna ættu aö takmarkast við frelsun Kúvæts og að hætta yrði strax árásunum á Bagdad. Gaddafi kvaðst óttast að Sovétrík- in, sem opinberlega hafa lýst yfir stuðningi við árás bandamanna und- ir forystu Bandaríkjanna, geti sko- rist í leikinn hvenær sem er ef banda- menn færu yfir „rauðu línuna" í Persaflóa. Sagði hann bardagana geta leitt til þriðju heimsstyrjaldar- innar þar sem beitt yrði kjamorku- og efnavopnum. Hvatti hann lönd eins og tíl dæmis Tyrkland tíl að hætta að blása í herlúðra. Líbýsk stjórnvöld kölluöu arabíska sendifulltrúa á sinn fund í gær og hvöttu ríki þeirra til að fara fram á skyndifund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í því skyni að binda enda á stríðið. Reuter Muammar Gaddafi Libýuleiðtogi hvetur til að bundinn verði endi á stríðið við Persaflóa. Simamynd Reuter Saudi-Arabía: Bandaríski herinn varðist eldf laugaárás Irakar gerðu fyrstu umtalsverðu tilraunina til að ráðast gegn her Bandaríkjamanna í Saudi-Arabíu í nótt um sama bil og þeir skutu Scud- eldflaugum á Tel Aviv í ísrael. Herstjórn Bandarikjamanna sagði að einni Scud-eldflaug hefði verið skotíð að herstöðinni Dhahran. Gegn flauginni var skotíð vamareldflaug af gerðinni Patriot og hæfði hún Scud-flaugina. Bandaríkjamenn sögðust aðeins hafa orðið varir við eina flaug. Patriot varnarflaugarnar era nýjar af nálinni og hefur ekki verið beitt áður í hernaði. Þegar á reyndi tókst skotið fullkomlega. Þær eru sérstak- lega ætlaðar til að granda eldflaugum og hraðfleygum þotum. Bandaríkjamenn vita hvaðan ílauginni var skotið og voru kröftug- ar loftárásir þegar hafnar á staðinn. Frakkar segja að ein Scud eldflaug hafi náð á leiðarenda og lent á flug- vellinum í Dhahran en ekki valdið teljandi tjóni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.