Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Page 11
FÖSTUDAGUR 18. JA'NÚAR 1991. ll Utlönd Linnulausar loftárásir á skotmörk 1 Irak 1 alla nótt og morgun: Sprengjuregn í Irak eftir árásina á ísrael - írakar guma af leynivopnum sem ekki hafi verið beitt Bandamenn hertu loftárásir sínar á írak eftir aö fréttist af eldílauga- árás íraka á Tel Aviv í ísrael í nótt. írakar gerðu einnig tilraun til að skjóta Scud-eldflaugum að herstöð Bandaríkjamanna í Dhahran í Sandi-Arabíu um svipað leyti og flaugunum var skotið að ísrael. Þess- ar flaugar voru skotnar niður með flugskeytum. Stöðugar loftárásir hafa verið á ír- ak í alla nótt. Herstjórn hét því í nótt að ekkert lát yrði á sprengju- regninu í írak. Bandaríkjamenn halda því fram að þeir hæfi átta af hverjum tíu skotmörkum en Frakka hafa heldur dregiö úr þeim árangri og segja að sex af hverjum tiu skot- mörkum eyðileggist. Margt bendir til að Frakkar hafi á réttu að standa því að eldflaugaárás- in á ísrael í nótt bendir til að árang- urinn í gær hafi ekki verið jafngóður og fyrstu fréttir bentu til. í morgun sögðu Frakkar að vélar þeirra hefðu farið til árásar á birgða- geymslur írakshers fyrir sunnan Kúvætborg. Þeir sögðu að vélarnar hefðu allar snúið heilar heim og náð góðum árangri. Frakkar sögðu að 12 herþotur af gerðinni Jaguar hefðu tekið þátt í árásinni. Menn óttast nú mest að írakar kunni að luma á fleiri árásarvopnum til að svara fyrir sig eftir áfalhð í gær. Bandarískir hernaðarsérfræð- ingar segja að Scud-flaugunum hafi í nótt verið skotið frá færanlegum skotpöllum. Útilokað er að finna slíka palla úr lofti. Því er óttast aö írakar kunni að eiga fleiri slíka til- tæka. Scud-eldflaugarnar eru fram- leiddar í Sovétríkjunum og eru helsta árásarvopn íraka. Herþotan F-15 Eagle hefur þótt sanna yfirburði sína í lofthernaðinum yfir írak. Þetta er ekki fullkomnasta herþota Bandaríkjamanna en þó sú sem þeir setja traust sitt á. Símamynd Reuter Útvarpið í írak hefur flutt þær fréttir að óvinir íraka eigi enn eftir að finna fyrir leynivopnum þeirra. Fréttaflutningurinn miðar nú allur að því að auka baráttuanda þjóðar- innar. Engin merki sáust um skelf- ingu í írak eftir árásirnar í gær. Þó var engar áreiðanlegar fréttir að hafa frá öðrum stööum en Bagdad. Þar voru skemmdir litlar, enda aðeins skotið á vel valin skotmörk. ítalir hafa nú blandað sér í átökin. Þeir segjast hafa misst eina flugvél af Tornado-gerð. Búist er við að her- ir fleiri þjóða láti til sín taka áður en langt um líður. Til þessa hafa Bandaríkjamenn ásamt Bretum borið hitann og þung- ann afárásunum. Sagt er aö herþota Bandaríkjamanna af gerðinni F-15 Eagle hafi sannað yfirburði sína í bardögunum. Án þessarar vélar hefði ekki verið hægt að ná þeim árangri sem náðist í gær. Reuter EB-ráðherrar: Friðarráðstefna að loknu stríði Utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsins, EB, komu saman til skyndi- fundar í París í gær vegna stríðsins við Persaflóa. Lýstu þeir yfir þeirri von sinni að stríðinu við Persaflóa lyki skjótt. Evrópubandalagsríkin vilja ekki missa vini og áhrif í Miðausturlönd- um vegna stríðsins. Ráðherrarnir lýstu því yfir í gær að þegar því væri lokið myndu bandalagsríkin taka þátt í að leysa vandamál Palestínu- manna og önnur vandamál sem valda óróleika í Miðausturlöndum. Margir ráðherranna gerðu ljóst að þeir hefðu engan hag af því að írak yrði lagt í rúst, það myndi aldrei leiða til jafnvægis á svæðinu. Bentu þeir á að James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði einnig oft vak- ið athygh á því. Ráðherrarnir lýstu því yfir að þeir vildu að írak yrði kjarnorku- og efna- vopnalaust land. í yfirlýsingu, sem þeir gáfu út, lögðu þeir áherslu á að þeir óskuðu eftir að fá að beita sér fyrir alþjóð- legri friðarráðstefnu þar sem tekin yrðu fyrir vandamál Palestínu- manna. Einhugur ríkti þó um að ekki mætti tengja slíka ráðstefnu brotthvarfi íraka frá Kúvæt. Saddam Hussein yrði fyrst aö halda á brott áður en hægt yrði að efna til friðar- ráðstefnu. Ritzau Erf iðar vikur framundan - sagði John Major eftir fyrstu árásimar John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær óvarlegt að lofa stuttu Stríði. Símamynd Reuter John Major, forsætísráðherra Breta, hefur varað landa sína við að gera sér vonir um skjótan sigur í Persaflóastríðinu þrátt fyrir góð- an árangur í upphafi átakanna. Major sagði einnig í breska þinginu að ekki kærhi til greina að hika við að halda áfram baráttunni allt þar til „viö höfum komið vitinu fyrir Saddam Hussein," sagði Major. Major sagði að Bretar yrðu að búa sig undir erfiðar vikur áður en hægt væri að gera sér vonir um fullnaðarsigur og ítrekaði að óvar- legt væri að lofa stuttu stríði. Tom King, varnarmálaráðherra Breta, var líka varkár í orðum eftír árásirnar í gær. Hann sagði að allt bentí til að árangurinn af þeim væri góður og mikið tjón hefði ver- ið unnið á fjarskiptakerfi og flug- flota íraka. Eins og Major sagðist hann fullviss um sigur en það gæti tekið tíma að hrekja íraka frá Kú- væt. Breska stjórnin var sökuð um að vilja ganga lengra en ályktanir Sameinuðu þjóðanna gerðu ráð fyrir og sögð ætla sér að hrekja stjórn Saddams Hussein frá völd- um. Þessu neitar stjórnin og segir að frelsun Kúvæts sé eina mark- miöið. Reuter írakarhóta löngu striði irakar hafa sagt áð stríö það sem hófst við Persaflóa fyrir hálf- um öðrum sólarhring verði lang- vinnt. Haft er eftir útvarpsstöö í Bagdad að stríðið sé rétt byrjað og það veröi alls ekki eins stutt og George Bush Bandaríkjafor- seti hafi haldið fram. Sagt var að írakar hefðu tekiö ákvörðun um að berjast í löngu stríði og aö það myndi leiða til frelsunar Saudi- Arabíu, Palestínu og „arabíska auðsins“. „Stríð milli hins góða og illa er hafið.“ Reuter Ágreiningurum fjöldatapaðra orrustuþotna Talsmaður íraska hersins sagði snemma í morgun að loftvarna- byssur þeirra hefðu skotið fimm orrustuþotur bandamanna niður í nótt. Alls hefði því 65 orrustu- vélum bandamanna verið grand- að frá upphafi árása banda- manna. Þessar upplýsingar Stangast mjög á við upplýsingar úr her- búðum bandamanna sem segjast hafa misst fimm orrustuþotur, eina bandaríska, tvær breskar og eina kúvæska. Yfirmenn íraska hersins hittust í gær undir forsæti Saddaras Husseins. Þar var framganga loft- vamasveita íraka sérstaklega lof- UÖ. Reuter Hundruðhafa særstíloftárás- unumáKúvæt Hundruð íraskra hermanna hafa særst í loftárásum banda- manna á Kúvæt. Margir þeirra eru sagðir hafa hlaupist undan merkjum og lagt á flótta. Pjöldi særðra hermanna var fluttur á sjúkrahús. Tvö stærstu sjúkra- húsin i Kúvæt, sem samtals hafa um eitt þúsund sjúkrarúm, eru yfirfull og þar mun starfslið alls ekki anna straumi særðra. írakar segja að einungis 23 hafi látist í loftárásum bandamanna á írak, aðallega konur, börn og gamalmenni. Þá eiga 66 að hafa særst í árásunum. íraska útvarp- ið sagði að konur, böm og gamal- menni hefðu farist þegar sprengj- ur bandamanna lentu á íbúða- hverfum í Bagdad. Reuter SonurSadd- ams til víg- stöðvanna Elsti sonuf Saddams Hussein, forseta iraks, er nú genginn til liðs við þá 500 þúsund hermenn sem írakar hafa í Kúvæt og ná- grenni. Þetta er Udai Hussein sera sendi Fóður sínum heillaó- skir þegar frestur Sameinuðu þjóðanna til íraka um aö hafa sig brott frá Kúvæt rann út. „Heillaóskir til þin, tákns hug- rekkis og manndóms," sagði í skeytinu. Udai lét fleiri hvatningarorð frá sér fara í skeytinu til föður síns. Þar segir hann aö írakar muni fórna sér fyrir leiðtoga sinn og fósturjörö. „Ég geng nú til liðs við þá ljóndjörfu menn í Suöur- írák sem ætla að fórna sér til varnar fósturjörðinni." Udai er formaður ólympíu- nefndar íraka og knattspyrnu- sambandsins. Hann hefur legið undir ásökunum um að hafa myrt einn af lífvöröum Fóður sins en var náðaður. Upplýsingarnar um hermennsku Udais eru greinilega ætlaðar til að stappa stálinu 1 hermenn fraka. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.