Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991. Utlönd Sofandaháttur íraka kom á óvart - vlrtust óviðbúnir skyndiárás bandamanna sem þeir gætu notað. Þetta hefur reynst á rökum reist eins og árásin á Israel í nótt sýnir. Fjarskiptin iömuð Þetta skýrir þó ekki að írakar fengu enga rönd við reist þegar flugher Bandamanna hóf einhverja mestu loftárás sögunnar á írak. Lykillinn að árásinni var að stöðva öll sam- skipti yfirstjórnar írakshers og her- deildanna víðs vegar um landið. Þeg- ar á fyrstu mínútum árásarinnar varð Bagdad rafmagnslaus, síma- kerfið varð óvirkt og varnarmála- ráðuneytið stóð í ljósum logum. írakar segjast hafa skotið niður 55 flugvélar bandamanna en það hefur hvergi fengist staðfest. Þvert á móti viðurkenna bandamenn að hafa misst þrjár vélar og fjórar vélar Frakka löskuðust en komust samt til heimastöðva. í Egyptalandi var haft á orðiö að upphaf árásarinnar minnti mjög á sex daga stríðið. Þá tókst ísraelsher að ná algerum yflrburðum í lofti þeg- ar á fyrsta degi og eyðileggja flug- flota arabaríkjanna þegar á jörðu niðri. Það var þakkað góðu herskipu- lagi og mikilli hertækni. Ótrúlega auðveldur sigur í fyrstu lotu Baráttuandi er góöur í liði bandamanna. Hér hefur einn skrifað á flug- Alltaf var gert ráð fyrir að banda- skeyti: „Kæri Hussein! Þetta er frá mér og mömmu fyrir að halda pabba mennmyndufarameösigurafhólmi svo lengi að heiman. Ástarkveðjur, Austin!“ simamynd Reuter í baráttunni um yfirráð í lofti yfir Eftir að fyrstu lotunni í stríðinu við íraka lauk í gær með árangursríkum loftárásum á skotmörk í landinu hafa menn undrast hvers vegna mót- spyrna íraka var svo lítil. Svo virðist sem þeir hafl ekki náð að svara fyrir sig á nokkurn hátt fyrr en með eld- flaugaskotunum á ísrael í nótt. Þetta vakti undrun í Miö-Austur- löndum sem og víðar um heim því allir reiknuðu með að írakar væru í viðbragðsstöðu og myndu bregðast við innan fárra mínútna eftir að fyrsta atlagan hæfist. Of gott til að vera satt „Þetta er of gott til að vera satt,“ sagði Edward Foster, breskur frétta- skýrandi. „Viö höfum náð að trufla öll fjarskipti innan íraks og komið í veg fyrir að þeir næðu að bregðast við með skipulegum hætti.“ Sendiherra íraka í Belgíu sagði aö írakar væru aö spara kraftana til síðari árása; þeir ættu enn eftir vopn Orrustuflugmenn bandamanna fóru 1000 árásarferðir inn yfir írak á fyrsta degi gagnsóknarinnar. Þeir mættu nánast engri mótspyrnu. Símamynd Reuter írak. Það kom hins vegar öllum aðil- um á óvart að allir þættir árásarinar virðast hafa tekist fullkomlega, þó að því undanskildu að einhverjir eld- flaugaskotpallar virðast hafa orðið eftir. Fjarskiptabúnaður íraka var í rúst frá upphafi og sprengjur banda- manna virðast hafa hitt í mark með ótrúlegri nákvæmni. írakar höfðu treyst á að geta varist með loftvarna- eldflaugum og loftvarnabyssum. Þá virðist það hafa verið ætlun þeirra að skjóta eldflaugum að olíuhreinsi- stöðvum í Saudi-Arabíu. Hreinsi- stöðvar þar urðu þó ekki fyrir tjóni ef frá er talið að fallbyssuskot hæföu einn olíugeymi. Gæti orðið langt stríð Þótt árásin í fyrstu lotu hafl tekist fullkomlega þá fer því fjarri að stríð- inu sé lokið. Allir vita að hernaður á landi verður miklu mannskæðari og erfiðari viðfangs. Þó er víst að ekki verður hikað við að halda hern- aðinum áfram uns yfir lýkur. Enginn veit hve lengi stríðið varir. Þó bera menn þá von í brjóst að því ljúki fyrr en síðar með uppgjöf land- hersins. Þarna er líka mikil óvissa því enginn veit hver siðferðisstyrkur hersins er. Hlaupist hann ekki undan merkjum má búast við löngu stríði sem geti staðið fram eftir þessu ári. Reuter Bush f ordæmir árásir íraka Bandarikjaforseti, George Bush, hefur að undanförnu beóist mikið ty Hr. Símamynd Reuter George Bush Bandarikjaforseti hefur fordæmt eldflaugaárásir ír- aka á ísrael og Saudi-Arabíu. í gær k vaðst forsetinn vera ánægður með þann árangur sem náðst hefði í loft- árásunum á íraka en varaði jafn- framt við því að stríðið gæti dregist á langinn og orðið erfitt. Forsetinn sagði aö þeir sem heima sætu gætu lítiö gert annað en að halda áfram að biðja fyrir hermönnunum, Hann hefur reynd- ar gert talsvert að þvi að undan- fórnu að liggja á bæn. Eftir að hafa á miövikudaginn gefið fyrirskipun um árásirnar gekk hann til einka- íbúðar sinnar í Hvíta húsinu og baðst fyrir með sínum gamla'vini, vakningarpredikaranum Billy Graham. Síðar um daginn sótti for- setinn sérstaka guðsþjónustu ásamt öðrum ráöamönnum í Hvita húsinu, Síðustu daga hefur forset- inn verið í sambandi við tvo kirkj- unnar menn en annar þeirra er rpjög mótfallinn stríöi við Persa- flóa. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum hefur Bush meirihluta bandarísku þjóðarinnar á bak við sig. Afþeim voru lSprósentandvíg. Andstæðingar stríðsins hafa þó viöa efnt til mótmæla í Bandaríkj- unum og hefur sums staöar komið til átaka milli þeirra og lögreglu. Heuter Reyndi að ná í Saddam á síðustu stundu -enofseint Siöustu klukkustundina fyrir loftárásirnar á íraka reyndi Mikhail Gor- batsjov, forseti Sovétríkjanna, að koma boðum til Saddams Hussein íraks- forseta en árangurslaust. Frá þessu greindi Gorbatsjov i sjónvarpsávarpi i gær. Símamynd Reuter Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í gær aö Saddam Huss- ein bæri alla ábyrgð á stríðinu við Persaflóa. Síðustu klukkustundina áður en fyrstu sprengjunum var varpað yfir Bagdad vildu sovésk yfir- völd með boöum til íraksforseta gefa honum síðasta tækifæri til að hörfa frá Kúvæt. En áður en það hafði tek- ist hafði stríðið þegar byijað. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hringdi í hinn nýja utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Alexander Bessmertnykh, klukku- stund áður en fyrsta loftárásin var gerð gegn írökum. „Auðvitað metum við það mikils að Bandaríkjamenn skyldu láta okk- ur vita um væntanlegar árásir fyrir- fram,“ sagði aðstoðarutanríkisráð- herrann, Alexander Belonogov, í gær. Hann bætti því við að Sovét- menn hefðu þurft eina klukkustund til viðbótar. Gorbatsjov skipaði Bessmertnykh að hringja aftur í Baker en bandarísk yfirvöld sögðu aö ekki væri hægt að bíða. Sendiherra Sovétríkjanna í Bagdad hafði þá enga möguleika á að framkvæma fyrirskipanir sínar. Gorbatsjov, sem í gær efndi til skyndifundar með helstu-ráðherrum sínum og sérfræðingum í málefnum Miðausturlanda, sendi samt í gær boð til Saddams Hussein og hvatti hann til að kalla heim her sinn frá Kúvæt. Skilaboðin fékk Saddaih til sín í neðanjarðarbyrgið þaðan sem hann stýrirvörníraka. tt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.