Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Page 25
FÖSTUÐAGUfi JAiNÚAR I9ait i -i CUHNAR,JON5SON ,Gefin yrðu út um 250.000 jafnstór hlutabréf í hlutafélaginu Islandsmiðum - eitt handa hverjum Islendingi. Hf. íslandsmið Ein besta leiðin til að komast hjá því að fólk lesi blaðagreinar er sennilega að hafa þær um úthlutun á veiðiréttindum í landhelgi íslend- inga. Þær tillögur, sem farið hefur mest fyrir um skipan þessara mála, eru annars vegar sú sem nú er ver- ið að framkvæma, þ.e. að afhenda útgerðarmönnum eignarrétt á veiðileyfum meö pólitísku skömmtunarvaldi, og hins vegar tillögur um að ríkið selji á hverju ári veiðileyfi á frjálsum markaði. Hvorug þessara tillagna er að mínu mati ásættanleg. . Nokkrir útvaldir Sú fyrri er meingölluð vegna þeirrar staðreyndar að fiskimiðin eru þjóðareign og að afhenda þau fáum útvöldum er ákaflega ósann- gjarnt. Þar kæmu til sögunnar (og hafa komið) alls kyns annarleg sjónarmið sem alltaf fylgja póli- tískri skömmtun. Það er því nokk- uð kátlegt að menn sem hafa lengi barist gegn póiitísku skömmtunar- valdi og þeirri spilhngu sem því fylgir skuh mæla með þessari leið. Þetta er aðferð framsóknar- manna og eins og fyrri daginn byggist hún á því að sumir fá kvóta en aðrir ekki. - Sumir fá lítið en aðrir mikið^ Veiðileyfasala ríkisins! Seinni tillagan gerir ekki ráð fyr- ir að þjóðin afsali sér eignarrétti á veiðileyfum. Hún gerir hins vegar ráö fyrir að á hveiju ári setji ríkið upp „litla“ söluskrifstofu þar sem menn geti keypt veiðleyfl fyrir næsta ár. Mætti þá búast við að þeir sem gætu boðið hæst fengju veiðileyfin og samkeppni væri því nokkur. Það sem ég óttast hins vegar er að þegar ríkið hefur umsjón með einhveiju komi til annarleg sjónar- mið. Stjórnmálamenn væru sífellt að hringla í sölunni og gæta hags- muna byggðarlaga, vina og vanda- manna. Það hefur nú ekki gengið þrautalaust að selja þau fáu ríkis- fyrirtæki sem seld hafa verið á undanfórnum árum. Muna menn t.d. eftir sölu á hlut ríkisins í Flug- KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ leiðum fyrir nokkrum árum? Þar fengu sumir að kaupa en aörir ekki. Og var ekki einhver stöðvaður þegar hann ætlaði að kaupa útvegs- bankann sáluga þegar hann var til sölu? Nei, ég held að það sé enginn ástæða til að treysta stjómmála- mönnum betur fyrir sölu á veiði- leyfum en sölu á ríkisfyrirtækjum. Þessi sala mundi auk þess auka tekjur ríkisins sem eru alltof mikl- ar nú þegar en þjóðin fengi ekkert. Þjóðareign á frjálsum markaði Sú hugmynd sem ég held að sé vænlegasta frambúðarlausnin á veiðileyfaskiptingunni er nokkurs konar blanda af hugmyndunum tveimur. Hún nýtir kosti hinnar fyrri um að eignarrétti einstakl- inga verði komið á veiðileyfin og hinnar seinni um að veiðileyfm verði áfram þjóðareign. Þessu má ná fram með því að skipta veiðileyfunum jafnt niður á alla íslendinga. Gefin yrðu út um 250.000 jafnstór hlutabréf í hlutafé- laginu íslandsmiðum - eitt handa hverjum íslendingi. Hluthafarnir kysu stjórn hlutafélagsins sem ákvæði hversu mikið mætti veiða á hverju ári. Þá gætu hluthafamir selt eða leigt veiðúeyfi sín á frjáls- um markaði. Þar færi salan eða leigan fram án afskipta stjóm- málamanna og ágóðinn rynni í vasa landsmanna en ekki til ríkis- ins. Þeir sem kysu að selja veiðileyfin (hlutabréfin) til frambúðar væru þar með lausir allra mála. Þeir sem leigðu til eins árs í senn, sem væru líklega allflestir, myndu hins vegar halda áfram að kjósa árlega nýja stjórn hlutafélagsins og fá árlega ágóðann af leigu. Foreldrar færu með leigurétt á hlutabréfum barna sinna þar til þau yrðu fjárráða. Margir kunna ef til vill að velta því fyrir sér hvort það ætti ekki að banna útlendingum að kaupa veiði- leyfin (hlutabréfin) og hvort þeir mundu ekki kaupa þau öll ef svo væri ekki. Ég held að það sé engin ástæöa til að banna slíkt. íslending- ar em mun færari útgerðarmenn (æfingin skapar meistarann) og hafa meiri þekkingu á veiðum hér við land en útlendingar. íslending- ar ættu því að geta boðið betra verð en útlendingar. Einföld og sanngjörn Ég held að það sé varla til önnur einfaldari og sanngjarnari leið en þessi. Þjóðin fær að ráðstafa því sem hún á. Engir stjórnmálamenn koma nærri til að sóa því. Menn geta að sjálfsögðu sóað því sjálfir en það er auðvitað verst fyrir þá. Glúmur Jón Björnsson „Ég held aö þaö sé engin ástæöa til aö treysta stjórnmálamönnum betur fyrir sölu á veiðileyfum en sölu á ríkisfyrir- tækjum.“ 3a Nauðungaruppboð þriója og síðasta, á eigninni Hafnarbraut 1-D, 01-02, þingl. eigandi Þor- steinn Svanur Jónsson, talinn eigandi Helgi Jakobsson, fer fram á eign- inni sjálfri mánudaginn 21. janúar 1991. Uppboðsbeiðendur eru Ingvar Björnsson hdl„ Pétur Kjerúlf hdl., Valgarð Briem hrl. og Einar Ingólfsson hdl. Bæjarfógetinn I Kópavogi D\ Blaðberi óskas febrúar '91. U| 96-25013. r-AKUREYI ;t í innbæinn fr aplýsingar á afg á og með 1. reiðslu í síma ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjórnar- og trúnaðarmannaráðs í Starfsmannafélaginu Sókn. Tillögur skulu vera sam- kvæmt B-lið 21. greinar í lögum félagsins. Framboðs- listum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins Skipholti 50 a, eigi síðar en kl. 12 að hádegi föstu- daginn 25. janúar 1991. Kjörstjórn Sóknar Nauðungaruppboð Að kröfu skiptaréttar Gullbringusýslu fer fram nauðungaruppboð föstudag- inn 25. janúar 1991 klukkan 16.00 á éftirgreindum eignum þrotabús Voga- lax hf„ Vogum, Vatnsleysustrandarhréppi: Laxaseiði (tilvonandi gönguseiði vorið 1991) Stofn: Vogalax Árg.: 1989 908 þús. stk. u.þ.b. 20 gramma 350 þús. stk. u.þ.þ. 16 gramma 240 þús. stk. u.þ.b. 12 gramma Augnhrogn pg kviðpokaseiði Stofn: Vogaláx Árg.: 1990 U.þ.b. 500 lítrar (u.þ.b. 3,9 millj. stk.) Uppboðið fer fram í hafbeitarstöð þrotabús Vogalax hf„ við Vogavik, Vatns- leysustrandarhreppi. Greiðsla fer fram við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Gullbringusýslu Keflavík 16.1. 1991 VETRARTILBOÐ HAFIÐ SAMBAND I SÍMA 91-61-44 00 BlLALEIGA ARNARFLUGS Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.