Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Page 33
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991. 41 LífsstOI Paprika Júnl Júll Ag. SopL OkL Nóv. Do». Jan. 3 400-i 300- ^ Tómatar Verð í krónum 313 h 100- Júnf Júlf AflúsSept OkL Núv. Des. Jan. Vínber w 400- Verð í krónum /\ 358 , v / \ 7 200- ZV7T Júnf Júlt Afl. Sept OkL N6v. Dea. Jan. Meðalverð á papriku stígur ört og hefur tvöfaldast á undanförnum tveimur mánuðum. DV kannar grænmetismarkaðinn: Meðalverð á pap- riku tvöfaldast á tveimur mánuðum - meðalverð tómata loks á niðurleið Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum: Bónusi, Faxafeni; Fjarð- arkaupi, Hafnarfirði; Hagkaupi, Skeifunni; Miklagarði við.Sund og Kjötstöðinni, Glæsibæ. Bónusbúð- irnar selja sitt grænmeti í stykkjatali meðan hinar samanburðarverslan- irnar selja eftir vigt. Til að fá saman- burð þar á milli er grænmeti í Bón- usi vigtað og umreiknað eftir meðal- þyngd yfir í kílóverð. Meðalverð á tómötum lækkaði eins og í síðustu viku, nú um 8 af hundr- aði og er nú 313 krónur. Tómatar voru ódýrastir í Bónusi, 118, á eftir kom Fjarðarkaup, 283, Hagkaup, 379, Kjötstöðin, 388, og Mikligarður, 399. Munur á hæsta og lægsta verði á tómötum var að venju mikill, eða 238%. Meöalverð á gúrkum hækkaði um 7% og er nú 297 krónur. Gúrkur feng- ust ódýrastar í Bónusi á 178 kg, síðan kom Fjarðarkaup, 258, Kjötstöðin, 320, Hagkaup, 339, og Mikligarður, 390. Munur á hæsta og lægsta verði var 119%. Meðálverð á sveppum hækkaði nokkuð, eða um 13 af hundraöi, og er nú 575 krónur. Sveppir voru ódýr- astir í Bónusi á 401 krónu kílóið, næstódýrastir í Hagkaupi, 549, Fjarð- arkaupi, 564, Miklagarði, 660, og Kjötstöðinni, 699. Munur á hæsta og lægsta verði á sveppum var 74%. Meðalverð á grænum vínberjum hækkaði um 5% milli vikna og er nú 358 krónur. Græn vínber voru ódýr- ust í Bóriusi en þar kostaði kílóið 232 krónur. Á eftir fylgdu Kjötstöðin, 250, Hagkaup, 395, Mikligarður, 439, og Fjarðarkaup, 474. Munur á hæsta og lægsta veröi á grænum vínberjum var 104%. Meðalverð á grænni papriku hækkaði um 11 af hundraði og er nú 437 krónur. Meðalverð hefur hækkað stanslaust frá könnun DV 9. nóvemb- er á síðasta ári en þá var meðalverð- iö 216 krónúr. Paprika var ódýrust í Bónusi en þar kostaði hún 194, síðan kom Mikligarður, 448, Hagkaup, 469, Fjarðarkaup, 474, og Kjötstöðin, 598. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni papriku var 208%. Meðalverð á kartöflum lækkaði frá síðustu könnun um 6% og er nú 71 króna. Kártöflur voru ódýrastar í Bónusi á 48, síðan kom Fjarðarkaup, 55, Hagkaup, 82, Mikligarður, 82,50, og Kjötstöðin, 89. Munur á hæsta og lægsta verði var 85%. Meðalverð á blómkáli lækkaði um 9% og er nú 219 krónur. Blómkál fékkst á lægstu verði í Fjarðarkaupi, 180. Á eftir fylgdu Hagkaup, 199, Kjöt- stöðin, 223, og Mikligarður, 273. Blómkál fékkst ekki í Bónusi. Munur á hæsta og lægsta verði á blómkáli var 52%. Meðalverð á hvítkáli hækkaði tölu- vert frá síðustu könnun, eða um 24%, og er nú 118 krónur. Hvítkál var ódýrast í Fjarðarkaupi og Hagkaupi á .99 krónur kg, M-ikligarður kom næst með 132 og Kjötstööin 140. Mun- ur á hæsta og lægsta verði var 41 af hundraði. Hvítkál fékkst ekki í Bón- us. Meðalverð á gulrótum lækkaði um 13% og er nú 182 krónur. Gulrætur voru ódýrastar í Fjarðarkaupi, kost- uðu þar 139 krónur kílóið. Á eftir fylgdi Bónus, 153, Mikligarður, 224, Hagkaup, 229, og Kjötstöðin, 264. Munur á hæsta og lægsta veröi á gulrótum var 90%. ÍS Sértilboð og afsláttur: Súrt heilagfiski og selshreifar Meðal tilboðsvara hjá versluninni Bónus, Faxafeni, var ís-cola í eins og hálfs lítra flöskum á 86 krónur, 125 g af Maggi kartöflumús á 54 krónur pakkinn, Munksjos WC-rúllur, 8 saman í pakka, á 159 krónur, úr óbleiktur og endurunnum pappír, og Saltine saltkex, 453 g á 79 krónur. Verslunin Fjarðarkaup í Hafnar- firði var með tilboðsverð á Busy Bak- er partíkexi, 226 g á 59 krónur, Bravo, hreinum appelsínusafa, 11 á 99 krón- ur, Bonduelle maísbaunum í 300 g dós á 79 og Sunsweet sveskjum, 400 g á 93 krónur. Hagkaup, Skeifunni, bauð upp á tilboðsverð á Maxwell House-kaffinu í 'A kg umbúðum á 294, Pfanner, hreinum eplasafa, 11 á 85, Jordbær, jarðarberjamarmelaði, í 750 g krukku á 125 og kókómaltið vinsæla, Nesquik, 400 g á 189 krónur. Kjötstöðin Glæsibæ var tilbúin með þorramatinn og vildi benda á að hún væri með súrt heilagfiski, sem getur vel komið í stað súrs hvals, og auk þess súra selshreifa. Nisa tekex, 200 g, var á sértilboði á 39 krónur pakkinn, Shine uppþvotta- lögur, 1 1, var á 69 krónur og kílóið af unghænum var selt á 199 krónur. Mikligarður við Sund tileinkaði þessa viku heilsurækt og var því með töluvert af kornmat og ávöxtum á tilboðsverði. Þar má telja grape, rautt eöa hvítt, sem selt var á 99 krónur kílóið, All Bran kornmat, 375 g á 155, og Kiwi var á 198 krónur kílóið. Baðvigt var hægt að fá á til- boðsverðinu 995 krónur í Miklagarði. ÍS PAPRIKA +11% \ •o CQ I 598 194 ^jjr)l~p SVEPPIR +13% 'O CQ I 699 401

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.